Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 41

Morgunblaðið - 18.03.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 41 MINNINGAR ínu. Einar var mikill fjölskyldumaður og áður en félagsstörfin tóku jafn- mikið af tíma hans og síðar á starfs- ævinni, var hann duglegur að taka til hendinni heima fyrir og hugsa um börnin. Börnin, já. Alls eignuðust Einar og Hansína 10. Til viðbótar tóku Hansína og Einar að sér eitt barnabarn og ólu upp. Það munaði ekki svo mikið um eitt í viðbót. Barnabörn og barnabarnabörn skipta tugum. Fjölskyldan hefur alla tíð staðið þétt saman og Hansína var vakin og sofin með hugann við börnin og síðan barnabörnin og velferð þeirra. Það kæmi mér ekki á óvart þó að næt- ursvefninn hafi stundum verið slitr- óttur og vinkona mín stundum verið þreytt. Samt hafði hún alltaf áhuga á ann- arra manna börnum, hvað þau væru að gera, hvernig þeim gengi. Sá sem elur upp 10 börn hefur ekki mikinn tíma aflögu til annars. Þess vegna hittumst við Hansína ekki eins oft og við hefðum sjálfar kosið, meðan mestu annirnar voru hjá henni. Við héldum samt alltaf góðu sambandi og vorum saman í saumaklúbbi með nokkrum öðrum siglfirskum konum. Þegar börnin voru farin að heiman jókst samgangurinn aftur og þá sér- staklega eftir að Einar og Hansína fluttust til Hafnarfjarðar. Þá vorum við næstum í daglegu sambandi. Hansína var dugleg að keyra og við fórum oft í bíltúra, settumst á kaffi- hús og spjölluðum. Það voru dýrmæt- ar stundir fyrir mig – og fyrir Hans- ínu líka vona ég. Þó að við hittumst oftast tvær án mikilla tilefna hittumst við líka með mennina okkar, við ýmis tækifæri. Við fórum saman á skemmtanir og í sumarbústaði. Hansína hafði gaman að söng og hafði fallega söngrödd og oft var mikið sungið. Síðasta skiptið sem við gerðum þetta var fyrir nokkrum árum þegar Einar átti af- mæli og við Árni vorum sótt og ekið með okkur austur í sveit, án þess að Hansína og Einar vissu af komu okk- ar. Árni var með munnhörpuna og það var spilað og sungið til morguns. Það fór ekki mikið fyrir henni Hansínu og ekki hafði hún sig í frammi. Samt afreka ekki margir meira en hún um ævina, að koma svo stórum barnahópi til manns og vera síðan til taks fyrir þau og barnabörn- in þegar á þurfti að halda. Ekki get ég ímyndað mér að margir hafi farið bónleiðir til búðar sem leituðu ásjár hjá Hansínu. Hún hafði ekki um það mörg orð – gerði bara það sem þurfti að gera. Einstakt hjartalag. Það munu margir sakna Hansínu Þor- kelsdóttur. Þar á meðal ég. Um leið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana að vinkonu, því betri vin- konu getur enginn óskað sér. Ágústa (Dídí vinkona). Í mínum augum var Hansína engill í mannsmynd, hún var ekki aðeins af- burða falleg kona í útliti, hún var það alveg í gegn. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allar þær yndislegu stundir, sem ég hef átt með henni, frá því ég man fyrst eftir mér og þar til yfir lauk. Þessi yndislega kona hafði enda- laust pláss í sínu stóra hjarta, að hýsa og umvefja skylda sem vandalausa meðfram sínum stóra barnahópi og heimili. Hansína var ekki bara góð, hún var líka afburða skemmtileg, leikfélagi allra barna sem sóttu hana heim. Hún var alltaf glöð og það var einstaklega gaman að hlæja með henni. Hansína var gift Einari uppáhalds frænda mínum sem við í stórfjöl- skyldunni erum nýbúin að kveðja. Ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað en Hansína er farin og ég sé ekki hver gæti komist nærri því að hafa tærnar þar sem hún hafði hæl- ana. Ég vil einnig þakka systkinahópn- um fyrir þá óeigingirni að hafa fengið að eiga Hansínu með þeim. Fyrir hönd mömmu og pabba, Þrúðu og Erlings, þökkum við góðum guði fyrir að hafa verið þess aðnjót- andi að hafa fylgt Hansínu og Einari æviveginn. Við vottum börnum og frændfólki öllu samúð á kveðjustund. Hildur Erlingsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, K. HARTMANN ANTONSSON, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 19. mars kl. 13.30. Skúli Hartmannsson, Elísabet H. Guðmundsdóttir, Ásbjörn Hartmannsson, Ólafía Eyrún Sigurðardóttir, Pétur H. Hartmannsson, Jórunn Elsa Ingimundardóttir, Anton S. Hartmannsson, Ragnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HELGA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 2, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 16. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorbjörn Guðbjörnsson, Vigdís Kristín Pálsdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Soffía Þorvaldsdóttir, Viðar Guðbjörnsson, Guðný Lárusdóttir, Árni Guðbjörnsson, Ragnhildur Gísladóttir, Olgeir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur sonur okkar og bróðir, FREDDÝ FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON, Ránargötu 10, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Samtök sykursjúkra. Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson, Arnfríður Eva Jónsdóttir, Atli Örn Jónsson, Þór Fannar Þórhallsson, Suzanne Bieshaar, Melkorka Dögg Þórhallsdóttir, Heiðar Þórhallsson, Ragnheiður Ásgeirsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar tengdafaðir, afi og langafi, EINÞÓR JÓHANNSSON bifreiðarstjóri, Heiðarvegi 8, Reyðarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss þriðjudaginn 15. mars sl. Útförin fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 14.00. Hildur Sæbjörnsdóttir, Ásta Einþórsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Svanborg Einþórsdóttir, Hafdís Einþórsdóttir, Einþór, Guðrún, Atli, Birna og Þorsteinn Árni. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALA ÁSGEIRSDÓTTIR THORODDSEN, Efstaleiti 10, sem lést á Landspítalanum Fossvogi þriðju- daginn 15. mars, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. mars og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast Völu, er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins í síma 543 3724. Ásgeir Thoroddsen, Sigríður Halldóra Svanbjörnsdóttir, Sigurður G. Thoroddsen, Sigríður Karlsdóttir, Dóra Thoroddsen, María Kristín Thoroddsen, Guðmundur B. Hólmsteinsson, ömmubörn og langömmubörn. Elsku Óskar. Ég er enn ekki alveg búin að ná því að þú sért farinn, farinn heim til Guðs. Alltaf þegar ég hitti þig leistu svo vel út og varst svo vingjarnlegur. Það var eiginlega þitt einkenni, þú kallaðir alla vini. Ég man þegar við kynntumst fyrir u.þ.b. 4 árum. Þá vorum við bæði nýorðin edrú. Við höfum því miður ekki bæði átt beina braut síðan. En þú komst alltaf aftur, hættir aldrei að reyna. Í haust fórstu svo á alfa-námskeið og tókst trú á Jesú Krist. Það var svo gaman að fylgjast með þér vaxa. En hinn harði heimur eiturlyfjanna var ekki búinn að sleppa þér. Þú féllst aftur og í þetta sinn áttirðu ekki aft- urkvæmt. En nú ertu loksins frjáls. Þú ert kominn heim og þjáist aldrei meir. Það breytir því samt ekki að við sem eftir sitjum erum full af sorg og söknuði. Ég og krakkarnir viljum kveðja þig, Óskar, með AA-bæninni okkar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Við sendum móður Óskars og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Heiða, Samúel og Lena Mjöll. Látinn er gamall æskuvinur og bekkjarbróðir úr grunnskóla, Óskar Þór Gunnlaugsson, aðeins 28 ára gamall. Ég kynntist Óskari, þegar ÓSKAR ÞÓR GUNNLAUGSSON ✝ Óskar Þór Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 18. júní 1976. Hann lést að- faranótt sunnudags- ins 20. febrúar síð- astliðins og var jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 25. febr- úar. við byrjuðum í Austur- bæjarskólanum í 6 ára bekk árið 1982. Hann var rauðhærður og pattaralegur strákur, sem virkaði öruggur og ákveðinn. Nýbyrjaðir í skólanum vorum við eitt sinn nokkrir strák- ar að klifra upp á vegg, þegar einn þeirra fór eitthvað að stríða mér. Óskar fór þá til hans og tuskaði hann til og hélt svo áfram að klifra upp á vegginn í rólegheit- um. Þá vissi ég að við Óskar yrðum góðir vinir. Við Óskar brölluðum margt í grunnskóla, fórum meira að segja saman í sveit eitt sumarið og var það í fyrsta og eina skipti sem ég öðlaðist slíka lífsreynslu. Óskar var þar eins og í mörgu öðru veraldarvanari en ég og þótti súrt að við vorum sviknir um útreiðartúra sem okkur hafði verið lofað. Við fórum þá á beljubak og var nokk sama þótt beljurnar mjólkuðu ekki í tvo daga á eftir. Þannig var Óskar með sterka rétt- lætiskennd og lét ekki bjóða sér hvað sem var. Við lékum okkur mikið saman á grunnskólaárunum og stundum skemmtum við okkur við klifur og hopp á milli húsþaka. Mér þótti vænt um þegar Óskar sagði mér fyrir rúmu ári að þetta klifurtímabil okkar hefði gefið honum meiri frelsistil- finningu en hann hefði fundið seinna á ævinni. Fyrir tveimur árum kom Óskar til Danmerkur og gisti hjá mér á meðan hann leitaði sér að eigin húsnæði. Í Danmörku bjó Óskar í rúmt ár og vann þá við húsamálun. Hann var handlaginn og bjó yfir góðu verks- viti. Það var gaman að fá hann út, við hlógum saman, gátum talað um allt milli himins og jarðar og elduðum stundum saman ýmsar kræsingar. Ég votta móður hans Eddu og bróður Hákoni samúð mína og bið Guð að blessa og varðveita góðan vin. Erlingur Örn Samúelsson. Kæri bróðir. Þegar ég lít til baka, hugsa ég til þín. Þegar ég sá þig fyrst var ég orðin 5–6 ára gömul. Þú hafðir verið settur í fóstur sem ungbarn, hreinlega skil- inn eftir hjá skyldfólki í Súðavík. Þú hefur verið jafn hissa að sjá mig og ég þig, því mamma hafði sagt mér frá þér en ég aldrei séð þig fyrr. Þú komst ekki einn, því með þér kom ung og brosmild kona og sagðir þú um leið og þú komst inn að þið hefðuð verið að setja upp hringana. Mömmu brá greinilega en ég fór strax að hugsa um hvað ég ætti að segja við þig. Ég var háttuð. Smellti mér í kápu af mömmu til að verða ekki send í rúmið eins og skot. Snar- aðist fram og sagði eitthvað á þessa leið: „Oddur, sjáðu á mér slörið,“ en óvart hafði ég sagt slorið. Það var bara hlegið að mér og ég send í rúmið með það sama. Mamma hafði ekki séð þig heldur en Svana, konan sem var með þér og varð síðar konan þín, var í svo fínni kápu að ég sýndist vera gömul í kápunni af mömmu. Mamma var góð kona, hún dó ODDUR J. HALLDÓRSSON ✝ Oddur J. Hall-dórsson fæddist á Grund í Súðavík 23. október 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi að kvöldi 28. janúar síðastliðins og var útför hans gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 7. febr- úar. langt fyrir aldur fram, en hún var búin að reyna margt þegar hún dó 1988. Þá var ég um fertugt. Ég man eftir þér á hvalbát. Á hverri vertíð komstu alltaf svo kátur í land og alltaf með hval. Þú varst í tunn- unni og tilkynntir um hval hverju sinni. Þú og Halldór komuð í heim- sókn til mín í Eyjarnar, þið fóruð á þjóðhátíð og lentuð í stórlúðu sem ég sauð og bjó til fiskisúpu, það þótti ykkur gott að fá. Þið voruð í tjaldi inni í dal og það var íþrótta- félagið Þór sem sá um þjóðhátíðina þá. Síðan fóruð þig með Herjólfi suð- ur, á þriðjudegi að mig minnir. Þú varst vanur á sjó og hafðir gam- an af því að ferðast. Þú hjálpaðir Halldóri að kaupa bíl svo þið kæmust í sumarfrí. Þú varst alltaf slæmur í fætinum og varst kominn með nagla í hægri fót. Sama fót sem er að angra mig. Svona er lífið, sumir eru heppnir, aðrir ekki, þetta er allt tilviljunum háð. Læknarnir eru ekki vissir með mig, segja mér að ganga meira og meira. Þetta er orðið svolítið erfitt og kyndugt en vonandi stendur þetta til bóta. Þið Svana voruð samrýmd og góðir vinir og það er gleðilegt til þess að vita að þú ert búin að hitta hana aft- ur. Þín systir, Sigrún Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.