Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 45
minningarnar margar. Um hugann líða minningar um góðan mann sem hafði áhuga á lífinu. Það var ekki komið að tómum kofunum þegar rætt var um menn og málefni og ótrúlegt var minni hans alla tíð. Að alast upp á Sunnuveginum var einstakt. Svolítið eins og að tilheyra mjög stórri fjölskyldu. Allir sýndu öllum áhuga og alltaf virtist vera sumar. Kallarnir í götunni veiddu saman hvort sem það var fiskur eða fugl og oft fylgdu konur og börn með og allir voru í Stangaveiði- félaginu. Í endurminningunni er það eins og við ættum öll saman veiðihúsið í Hlíðarvatni. Ófá augna- hár sviðnuðu þar yfir olíulömpun- um. Friðrik var líka sjómaður og það hafði hann fram yfir hina pabb- ana. Hann fór á sjó þó að hann ynni á Keflavíkurflugvelli. Það að vinna þar þótti okkur svolítið útlenskt, sérstaklega þegar Friðrik var kom- inn í úniformið. Við uxum úr grasi, urðum fullorð- in og fluttum af Sunnuveginum. En Friðrik fylgdist með okkur og þegar börnin mín fæddust þá hafði hann áhuga á þeim. Talaði við þau, spurði um þau og þó þau væru orðin fjögur þá fannnst honum ekki málið að bæta einu við. Kæra fjölskylda. Við getum ekki verið með ykkur í dag en sendum okkar bestu kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt. Kristín, Ásbjörn, Tinna, Jón, Tindur og Ylfa. Ég vil hér í fáum orðum minnast látins félaga okkar hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Friðrik Guðmundsson hóf störf hjá Tollgæslu Íslands 1938 í Vest- mannaeyjum en hér á Keflavíkur- flugvelli hóf hann störf um 1948 en þá var tollgæslan undir stjórn Sýslu- mannsins í Hafnarfirði. Hann var síðan einn af fyrstu tollvörðum sem ráðnir voru við nýstofnað embætti Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli 1951. Hann lét af störfum 1987, sjötug- ur og hafði þá skilað tæpri hálfri öld í starfi. Það má segja að Friðrik hafi verið sá sem gaf línuna og allir gátu leitað til varðandi tollamál við emb- ætti Sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli. Hann var yfir almennri deild og tollskrifstofu til ársins 1967 og frá þeim tíma til 1987 deildar- stjóri tollskrifstofu og fraktaf- greiðslu og hafði umsjón með öllum tollútreikningum, bæði er tengdust varnarliðinu og verktökum er unnu innan vallar, auk innflutnings og út- flutnings í flugfrakt. Friðrik var fastur fyrir og vildi hafa allt í röð og reglu og vildi ekki að verið væri að bruðla með neitt. Allt átti að nýta vel, hvort sem það voru tæki eða pappír. Tollverðir muna enn forláta reiknivél og risa stóra ritvél er Frið- rik hafði á skrifborði sínu. Við sem byrjuðum í tollgæslunni á áttunda og byrjun níunda áratugarins minn- umst hans af hlýhug og erum þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við vottum ættingjum Friðriks okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd tollvarða á Keflavík- urflugvelli, Kári Gunnlaugsson aðal- deildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Fallinn er frá Friðrik Guðmunds- son félagi okkar í Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar. Á stuttu tímabili eru farnir fjórir af fyrrum máttarstólp- um félagsins og Friðrik var sann- arlega í þeim hópi. Hann sat samtals í 17 ár í stjórn og varastjórn félags- ins og var á þeim tíma einn af þeim sem drógu vagninn, og báru hag fé- lagsins fyrir brjósti. Friðrik tók virkan þátt í félagsstarfinu utan stjórnarinnar og lagði mikið af mörkum, hann var síðan gerður að heiðursfélaga og var einn af fjórum, en nú eru tveir eftirlifandi. Á kveðjustund vill stjórn Stanga- veiðifélags Hafnarfjarðar þakka Friðriki Guðmundssyni fyrir vel unnin störf og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Hans Unnþór Ólason, formaður SVH. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 45 MINNINGAR Kjartan Reynir Jó- hannsson hefur lokið lífshlaupi sínu. Mikill garpur er ekki lengur á hlaupabraut lífsins. Hann rann skeiðið með miklum tilþrifum á bestu árum ævinnar. Ég vil minnast hans í fáeinum fá- tæklegum orðum. Ég undrast yfir því, að saga hans var ekki rituð. Svo mjög setti hann spor í sandinn, sem mörgum voru vel ljós í áratugi. Vinátta okkar spannar nær sextíu ár. Þegar Kjartan kemur til Akureyr- ar 1948, er hann landsþekktur Norð- urlanda- og Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi. Enginn gat fylgt honum eftir. Keppnisharkan var einstök. Fyrir- mynd margra í hlaupum á árunum á undan var hinn sænski Gunder Hägg. Fljótlega eftir komuna til Akureyrar tók Kjartan okkur nokkra í hlaup með sér. Ekki þarf að orðlengja, að enginn gat fylgt honum vel eftir. Ég minnist hans, eftir hlaup í innbænum og svo upp Spítalastíginn. Hann hvarf við brún, er við hinir vorum að springa í miðjum hlíðum. Hann dokaði við, var glettinn og spurði: „Strákar, eruð þið að geispa golunni?“ Tíminn líður og leiðir skiljast í nokkur ár. En nákvæmlega tíu árum síðar erum við komnir andspænis hvor öðrum á Klapparstígnum. Hann tekur mér mjög vel og fundir okkar verða tíðir. Einn daginn segir hann eitthvað á þessa leið: „Ég er orð- inn þreyttur á bílabransanum og vil stofna til viðskipta með veiðarfæri og fleira tengt sjávarútveginum.“ Þetta þróast upp í það, að hann gengst fyrir stofnun á Asíufélaginu með fleiri þekktum mönnum úr viðskiptalífinu. Kjartan hefur heyrt um veiðarfæri úr næloni frá Japan og hann undirbýr ferð þangað. Það var mér mikið gleðiefni að setja saman fyrstu pöntunina hjá þeim og kaupa hana síðar. Netin reyndust afar vel og dugn- aður hans skilaði miklum árangri á þessu sviði. Árið 1962 er Kjartan með plast- kassa fyrir fisk. Sameiginlega reynd- um við að fá smástyrk til kaupa á 200 kössum og ísa fiskinn um borð. Eng- inn vildi hlusta á þessa hugmynd þá. Árin líða og Kjartan ryður kössum fyrir fisk og síld og plastflotum á síld- arnætur braut. Gríðarlegur ávinningur er af þessu fyrir fiskiflotann. Liðlega tíu árum seinna er Kjartan enn með stórfelldar hugmyndir. Hann getur talið menn á að kaupa tíu skuttogara frá Japan. Þetta þótti KJARTAN R. JÓHANNSSON ✝ Kjartan R. Jó-hannsson fæddist að Jaðri á Dalvík 17. júní 1924. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 31. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. mörgum nær óraun- hæft fyrst í stað. Togararnir komu. Þeir skiluðu vel sínu. Áfram barðist Kjart- an af alkunnum dugnaði og Asíufélagið varð síð- ar Asiaco. Um mörg ár langstærsta veiðar- færaverslun landsins. Ekki var þetta alltaf rósadans hjá Kjartani. En keppnisskapið, góð lund og margar langar samræðustundir skil- uðu miklum árangri í mörg ár. Allir vita, að ekki er alltaf vissa fyr- ir góðum aflafeng. „Svipull er sjáv- arafli,“ segir máltækið. Svo fór, að vind þvarr í seglin. Byr gaf ekki. Beitivind var ekki unnt að sigla lengur. Kraftur og áræði þvarr einnig. Kjartan varð að þola ósigur á hlaupa- brautinni. Hann tók því með reisn. Brosið og góðvildin fylgdi honum. Fyrir tæpum þremur mánuðum var hinsta samvera okkar. Hann sagðist vera búinn að þreki. Við slógum á létta strengi. Akur- eyrartíminn var báðum í huga og sig- urárið 1947, hið mikla hlaupaár Kjart- ans. Hann hélt til síns heima með bros á vör. Jón Ármann Héðinsson. Hinn 31. janúar sl. lést í Reykjavík á 81. aldursári, Kjartan R. Jóhanns- son fyrrverandi forstjóri Asíufélags- ins, síðar Asiaco. Kjartan lauk námi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík árið 1943. Hann vann við ýmis verslunar- og skrifstofustörf að námi loknu og um tíma var hann framkvæmdastjóri bif- reiðaverkstæðisins Þórshamars á Ak- ureyri. Árið 1955 var hann við nám í Cambridge (Diploma of Business Ad- ministration). Að lokinni kynnisför um Austurlönd fjær varð hann árið 1958 framkvæmdastjóri og jafnframt meðeigandi nýstofnaðs fyrirtækis, Asíufélagsins, (síðar Asiaco) í Reykja- vík, sem varð fyrst fyrirtækja hér á landi til þess að hefja viðskipti, a.m.k. að einhverju marki, við þá fjarlægu heimsálfu, Asíu. Asiaco flutti einkum inn veiðarfæri úr gerviefnum, sem þá var nýjung, frá Japan, auk margvís- legra annarra útgerðarvara víða að, ásamt því að flytja út sjávarafurðir í vaxandi mæli er tímar liðu. Fyrirtækið efldist og dafnaði. Þar störfuðu margir tugir manna á skrif- stofum, lager og netaverkstæði. Laust upp úr 1970 hafði Asiaco milligöngu um kaup og smíði 10 skut- togara frá Japan. Heildarverðmæti samninga var það mesta sem fyrir- tæki hér á landi hafði haft milligöngu um. Er mér til efs að það met hafi ver- ið slegið fyrr en nú nýverið með samningum Flugleiða við Boeing um kaup á 10 nýjum þotum að andvirði 40 milljarða króna. Kynni okkar Kjartans hófust laust undir 1960. Um það leyti tók hann að sér formennsku í frjálsíþróttadeild ÍR. Áður hafði hann verið í aðalstjórn félagsins. Kjartan var áður margfald- ur Íslandsmeistari og methafi einkum í 400 og 800 m hlaupum svo og í boð- hlaupum. Hann var meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í Ósló árið 1946 og hann tók þátt í frægri keppn- isför ÍR-inga um Norðurlönd árið 1947. Keppnisferill hans var stuttur en glæsilegur. Hann þótti harður keppnismaður. Kraftmikið starf var í deildinni í formannstíð hans. Var gott til hans að leita á þessu tímabili sem og ávallt síðar. Minnisstæð er mér för er ég fór með þeim hjónunum, Kjartani og Önnu, ásamt börnum þeirra tveimur, þá ungum, að Kolviðarhóli, en ÍR átti Kolviðarhól á árunum 1938–’55. Mikil áform voru uppi um framkvæmdir þar á vegum félagsins, en þau fóru ekki eftir af ýmsum utanaðkomandi ástæðum. Rifjaði Kjartan upp góðar minningar frá dvölinni þar, æfingum og íþróttamótum og sýndi okkur m.a. með tilþrifum Kolviðarhólsíþróttina „Glenning“. Heimsókninni á Kolviðarhól lauk með því að Kjartan skoraði á mig, 17 árum yngri og í fullu fjöri, í kapphlaup á aflögðum malarvegi, báðir í spari- skóm. Anna var ræsir. Kjartan vann á sjónarmun, – og hló! Hálfur annar áratugur var þá liðinn frá því að hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Lagði ég eitthvað harðar að mér við sprett- hlaupsæfingar eftir þetta. Þær eru margar og góðar minning- arnar sem ég á um Kjartan og fjöl- skyldu hans, sem og um heimsóknir á skrifstofur Asiaco. Jafnan var þar gestkvæmt innlendra og erlendra við- skiptamanna. Vildi þá stundum, eink- um á góðum degi, svífa léttur andi yfir vötnum. Kjartan heitinn var ljúfur maður. Örlátur, skarpur og áræðinn, bar sig vel og þrek hans lengst af mikið, sama að hverju hann gekk. Kvaddur er kær vinur og vel- gjörðamaður og velunnari Íþrótta- félags Reykjavíkur með þökk fyrir góða vináttu og stuðning. Eftirlifandi eiginkonu hans, Önnu Jónu, börnum þeirra, Kjartani Erni og Elínu, barnabörnum og öðrum ættingjum er vottuð innileg samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning Kjartans R. Jóhannssonar. Hvíl í friði. Jón Þórður Ólafsson. Lokað Vegna jarðarfarar HELGU BJARGAR SVANSDÓTTUR verða skrifstofur Landsnets hf. í Reykjavík lokaðar í dag, föstudaginn 18. mars 2005, frá kl. 12:00. Landsnet hf., Krókhálsi 5C. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður og mágs okkar, HELGA ARASONAR fyrrv. aðstoðarstöðvarstjóra Búrfellsvirkjunar. Kristinn Arason og Elín Kröyer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.