Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 47

Morgunblaðið - 18.03.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 47 MINNINGAR Bridsdeild FEBK, Gjábakka Föstudaginn 11. mars var spilaður tvímenningur á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Magnús Halldórss. – Þórður Jörundss. 250 Guðjón Hristjánsson – Magnús Odds. 245 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björns. 239 A/V Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 258 Magnús Ingólfss. – Siguróli Jóhannss. 239 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 237 Reynir og Ragnheiður efst fyrir norðan Reynir Helgason og Ragnheiður Haraldsdóttir sigruðu í Heilsu- hornstvímenningnum sem nú er lokið en spilað var í þrjú kvöld. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Reynir Helgas. – Ragnheiður Haraldsd. 68 Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 58 Pétur Guðjónss – Stefán Ragnarsson 58 Frímann Stefánsson – Björn Þorláksson 39 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 31 Næstkomandi þriðjudag er spilað- ur seinni einmenningur vetrarins. Sunnudagsbrids var spilaður sunnudaginn 6. mars, með þátttöku 10 para. Staða efstu manna var þann- ig: Pétur Guðjónss – Jónas Róbertsson 33 Hjalti Bergmann – Stefán Vilhjálmsson 23 Reynir Helgason – Brynja Friðfinnsd. 7 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 14 borðum fimmtu- daginn 10. mars. Meðalskor 264. Efst í N/S voru: Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 353 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 312 Leifur Jóhanness, - Aðalbj. Benediktss. 307 Sigtr. Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 287 A/V Tómas Sigurðsson - Ernst Backman 357 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 313 Stefán Ólafss. - Sigurjón H. Sigurjónss. 313 Kristinn Guðmss. - Guðm. Magnúss. 298 Spilaður var tvímenningur á 13 borðum mánudaginn 14. marz. Efst vóru í N/S: Sigtr. Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 350 Guðm. Guðveigss. - Leó Guðbrandss. 311 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbergss. 299 Vilhjálmur Sigurðss. - Stefán Friðbjss. 295 A/V: Jón Bjarnar - Óli Oddsson 248 Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 338 Ernst Backmann -Auðunn Bergsveins 335 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 322 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 8. mars var spilað á 10 borðum og var meðalskor 216. Úrslit í N/S: Bragi Björns. - Auðunn Guðmundss. 255 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 243 Guðm. Guðmundss. - Stígur Herlufsen 234 Knútur Björnss. - Sæmundur Björnss. 229 A/V Anton Jónsson - Einar Sveinsson 258 Þorv. Þorgríms.- Sigurberg Elentínus. 246 Jón R. Guðmunds. - Kristín Jóhannsd. 231 Árni Guðmundss. - Hera Guðjónsd. 224 Ragnar og Georg bestir hjá Bridsfélagi Kópavogs Ragnar Jónsson og Georg Sverr- isson voru sannfærandi síðasta kvöld- ið í þriggja kvölda tvímenningi fé- lagsins og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar. Þrjú efstu pörin hlutu glæsileg verðlaun sem verzlunin 11/ 11 veitti og er henni þakkaður stuðn- ingurinn. Lokastaðan: Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 934 Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 906 Hermann Friðriks.-Sigurjón Tryggvas 894 Guðlaugur Bessason - Jón S. Ingólfs. 876 Jón P. Sigurjónsson - Stefán Jónsson 868 Hæsta skor í N/S síðasta spila- kvöldið: Hermann Friðriks. - Sigurj. Tryggvas. 335 Ragnar Björns. - Sigurður Sigurjónss. 326 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 290 Loftur Pétursson - Sigurjón Karlsson 290 AV: Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 322 Elín Jóhannsd. - Hertha Þorsteinsd. 300 Vilhjálmur Sigurðs. - Þórður Jörundss. 296 Lokastaðan: Georg Sverrisson - Ragnar Jónsson 934 Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 906 Hermann Friðriks. - Sigurj. Tryggvas. 894 Guðlaugur Bessason - Jón S. Ingólfs. 876 Jón P. Sigurjónss. - Stefán Jónsson 868 Næsta fimmtudagskvöld verður eins kvölds páskaeggjatvímenningur. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtud. 10. mars. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig og árangur N-S Sæmundur Björnss. - Oliver Kristófss. 262 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjáns. 255 Jón Karlsson - Sigurður Karlsson 243 Árangur A-V Ragnar Björnsson - Pétur Antonsson 274 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 256 Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímss. 243 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. mars var spilað á 7 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 204 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmunds. 199 Guðm. Guðmundss. - Stígur Herlufsen 186 A/V Þorvarður Guðmundss. - Guðni Ólafss. 209 Sófus Berthelsen - Stefán Ólafsson 184 Anton Jónsson - Guðrún Gestsdóttir 183 Bridsdeild FEBK, Gjábakka Föstudaginn 11. mars var spilaður tvímenningur á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Magnús Halldórss. – Þórður Jörundss. 250 Guðjón Hristjáns. – Magnús Oddsson 245 Albert Þorsteins. – Sæmundur Björns. 239 A/V Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 258 Magnús Ingólfss. – Siguróli Jóhannss. 239 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 237 Bridsfélag Reykjavíkur Annað kvöldið í Butler-tvímenn- ingi félagsins var spilað þriðjudaginn 15. mars. Hæsta skori kvöldsins náðu eftirtalin pör: Stefán Stefánsson – Guðjón Sigurjóns. 63 Jón Stefánsson – Guðlaugur Sveinsson 57 Ljósbrá Baldursd. – Ísak Ö. Sigurðsson 42 Hermann Friðriks. – Guðjón Bragason 42 Staða efstu para er þessi að aflokn- um tveimur kvöldum af þremur: Hermann Friðriksson – Guðjón Bragas. 89 Jón Stefánsson – Guðlaugur Sveinsson 82 Geirlaug Magnúsdóttir – Torfi Axelsson 60 Ísak Örn Sigurðss. – Hlynur Angantýss. 39 Garðar Garðarss. – Kristján Kristjánss. 35 ATH. Þriðjudaginn 22. mars verð- ur ekki spilaður Butler-tvímenning- ur, heldur verður spilaður eins kvölds páskaeggja-tvímenningur. Skráning á staðnum. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Annað kvöldið í barómeterkeppni félagsins fór fram mánudaginn 14. mars og voru þar umskipti á toppn- um. Garðar V. Jónsson og Björn Árnason náðu hæsta skori kvöldsins og eru komnir með 7 stiga forystu. Staða efstu para að afloknum tveimur kvöldum ef þremur er nú þannig: Björn Árnason – Garðar V. Jónsson 72 Þóranna Pálsdóttir – Ragna Briem 65 Páll Þórsson – Gunnlaugur Karlsson 59 Guðjón Sigurjónsson – Stefán Stefáns. 54 Rúnar Einarsson – Gunnar Birgisson 42 Eftirtalin pör náðu hæsta skori kvöldsins: Björn Árnason – Garðar V. Jónsson 53 Hermann Friðriksson – Stefán Jónsson 47 Þóranna Pálsdóttir – Ragna Briem 46 Unnur Sveinsd. –Inga Lára Guðmundsd. 41 Sigrún Pétursd. – Unnar A. Guðmss 41 Firmakeppni á Akureyri Nú er nýlokið tveggja kvölda ein- menningskeppni félagsins en síðara kvöldið var jafnframt firmakeppni þar sem spilarar kepptu fyrir hönd fyrirtækja sem gerst höfðu svo góð að styrkja félagið. Efstu menn og fyr- irtæki í Firmakeppninni urðu: Magnús Magnússon, STS teiknistofa: 63,8% Hermann Huijbens, Friðrik V: 59,6% Haukur Harðarson, Höldur: 58,8% Sigurður Erlingsson, JMJ/Joe’s: 58,5% Stefán Vilhjálmsson, Tannlæknastofa Bessa: 55,0% Þeir sem mættu bæði kvöldin voru með í baráttunni um að verða Ein- menningsmeistari BA en meðaltalið gilti. Einmenningsmeistari 2005 varð Gissur Jónasson en efstu menn voru: Gissur Jónasson 57,5% Steinarr Guðmundsson 52,1% Reynir Helgason 51,8% Gissur Gissurarson 50,4% BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Árni Jens, kæri fermingarbróðir minn og æskuvinur. Ég sat eins og lamaður eftir að ég fékk þessa hræði- legu hringingu. Við sem vorum búnir að ákveða að reyna að hittast þessa helgi og rifja upp góðar stundir og skemmta okkur saman af því að það var svo langt síðan við hittumst síðast. Ég hugsa um þetta símtal aft- ur og aftur. Alltaf varst þú sannur vinur minn, alveg sama á hverju gekk, þá varst þú alltaf til staðar og stóðst með mér þegar þurfti. Stundum finnst mér eins og að ég geti ennþá tekið upp símann og hringt í þig. Ég er svo þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman sem voru svo margar og ég er svo þakk- látur fyrir að fá að kynnast þér svona vel. Við vorum alveg sérstakir saman eins og t.d. þegar krakkarnir í bekkn- um kölluðu okkur Beavis og Butthead vegna þess að við gátum hlegið allan liðlangan daginn að bullinu í hvor öðr- um. Og öll skiptin sem ég var hjá þér á Sigurðarstöðum og við lékum okkur á mini-krossaranum klukkustundun- um saman og margar aðrar minning- ar sem ég mun aldrei gleyma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þinn vinur, Ingi Þór. Sætur lítill prakkari kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um hann Árna Jens. Ég hitti hann fyrst þegar hann var í vöggu og hef þekkt hann síðan. Síðast þegar ég hitti hann var hann glaður ungur maður, fallegur, ánægður með lífið og gekk vel í skól- anum. Það er erfitt að sætta sig við að ungur maður í blóma lífsins skuli fara eins og hendi sé veifað og stundum vottar jafnvel fyrir reiði. Það voru for- réttindi að fá að kynnast þér, elsku drengurinn. Blessuð sé minning þín, Árni Jens. ÁRNI JENS VALGARÐSSON ✝ Árni Jens Val-garðsson fæddist 2. apríl 1984. Hann lést í umferðarslysi 3. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Raufarhafn- arkirkju 12. mars. Ég bið guð að gefa foreldrum hans, bræðrum og fjölskyldu styrk í sorginni. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Erla.) Hildur Harðardóttir. Elsku Árni Jens. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég fékk símhringingu um að þetta hefði gerst. Ég varð virkilega sár og reið, skildi ekki hvernig Guð gæti verið svona ósanngjarn. Mér fannst alltof langt síðan ég sá þig seinast og gat ekki hugsað mér að ég ætti aldrei eftir að hitta þig aftur. Seinasta minning mín um þig var þegar þú sóttir mig á flugvöllinn á Akureyri fyrir þorrablótið í fyrra heima á Raufarhöfn. Þú skutlaðir mér í bílinn hennar Elvu og við keyrðum í samfloti til Raufarhafnar. Ég fann að eitthvað var ekki í lagi með bílinn þannig að ég auðvitað spurði þig og þú fórst á fjóra fætur til að þrífa felgurnar á bílnum, og þér var alveg sama þótt þú værir renn- andi blautur og ískuldi væri úti. Þetta sýndi það og sannaði hvernig sál þú varst. Aldrei sagðir þú nei við nokkurn mann og það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug. Það eru samt svo margar minningarnar, skólaferðalögin, bekkjarpartíin, það var alltaf skemmtilegast að fara til þín í sveitina. Ég var að skoða myndir af okkur úr allra síðasta skólaferðalagi sem við fórum í. Þar ert þú alltaf sá eini sem horfir ekki í myndavélina, sá eini sem situr lengst frá okkur öllum og þú varst alltaf sá eini einhvers staðar. Ekki vegna þess að eitthvert ósætti væri á milli okkar allra, held- ur af því að þú vildir alltaf vera sér- stakur. En, Árni minn, þú varst ein- stakur. Hver annar hefði komið með sviðakjamma í nesti? Ég veit það vel að án þín hefði skólinn ekki verið sá sami. Hláturinn fylgdi þér hvert sem þú fórst og allir urðu glaðir í kring- um þig. Við vorum nú bara sex í okkar ár- gangi þannig að öll urðum við nokk- uð náin. Ég græt við að hugsa til þess að við séum bara fimm eftir. Ég kveð þig, elsku Árni minn, með þessum orðum, og bið þess að þú haf- ir það gott þar sem þú ert núna, þín verður sárt saknað og þú verður allt- af efst í huga mér. Þú varst ham- ingjusamur strákur í blóma lífsins, en nú þjónar þú öðrum tilgangi, að vaka yfir bræðrum þínum og foreldr- um. Elsku Þóra, Valli, Elvar, Daníel, Brynja Vala og aðrir aðstandendur, minn hugur er hjá ykkur og ég bið að Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Elsku Árni, við sjáumst þótt síðar verði. Þín fermingarsystir, Jóna Dröfn. Elsku amma. Amma er stórt orð og þú stóðst svo sannarlega undir því þó þú værir minnsta kona sem ég hef þekkt. Stundum fannst mér eins og þú værir amma allra í heiminum og þú hefðir getað verið það því nóg var hjartahlýjan fyrir þau börn sem til þín komu. Þegar ég hugsa um að þú sért farin finnst mér það svo ÁSDÍS EMILSDÓTTIR ✝ Ásdís Emilsdótt-ir fæddist á Seyð- isfirði 16. júní 1921. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi þriðju- daginn 22. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Kefla- víkurkirkju 1. mars. ótrúlegt því að ég hélt að þú myndir alltaf vera nálægt mér. Það renna í gegnum huga minn þær ótal samverustundir sem við áttum saman við eldhúsborðið heima hjá ykkur afa á Hring- brautinni og svo síð- ustu árin á Kirkjuveg- inum. Það eru margar stundir sem ég get rifjað upp með bros á vör og munu ylja mér þegar ég minnist þín, elsku amma mín. Ég minnist þess að þegar þú brostir var það með öllu andlitinu, öll skipt- in saman á Laugarvatni, ferðinni til Glasgow sem við Gerður fórum með ykkur afa. Þegar ég gisti hjá ykkur afa og dansaði ballett fyrir ykkur áður en ég fór að sofa. Þú varst allt- af til staðar fyrir ömmubörnin og þú dekraðir við okkur í mat og um- hyggju sem alltaf var til nóg af hjá þér. Þetta er bara brot af því sem rennur í gegnum huga minn því ég hef átt því láni að fagna að þið afi voruð stór hluti af mínu lífi alla mína tíð. Ég er þakklát fyrir að Tara Ósk og Belinda Sól hafi verið svo lán- samar að kynnast þér, þú hefur ver- ið stór þáttur í þeirra lífi og þær munu sakna þín. Síðasta skiptið sem við sáumst, elsku amma, þá spurðir þú um stelpurnar Töru, Belindu og litla ófædda ömmubarnið þitt, sem sýnir svo sannarlega hversu mikils virði börnin voru fyrir þig og það minnir mig á að þú sagðir einu sinni við mig í heita pottinum þegar við vor- um með stelpurnar með okkur að leyfa þeim að busla, að börnin færðu þér kraft og ættu að fá að busla. Ég veit og trúi því, amma, að þú sért nálægt mér og fylgist með okk- ur öllum, að þú verðir nálægt þegar litla barnið okkar Ellerts fæðist. Þú munt lifa í hjarta okkar allra um ókomna tíð. Elsku afi, guð geymi þig og gefi þér styrk. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. Fréttir á SMS I.O.O.F. 1  1853188  Sk. I.O.O.F. 12  1853188½  Bi. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Opið hús. Nemendur úr hópum verða með heilun, ýmislegt annað áhugavert og brydda upp á nýjungum í opnu húsi föstu- daginn 18. mars í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 19.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir. SRFÍ. Í kvöld kl. 20.30 heldur Jón L. Arnalds erindi „Hugakvíar“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 Í umsjá Gísla V. Jóns- sonar sem fjallar um „Andlega viðleitni“. Hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 30. mars kl. 20.30, í umsjá Jóns Ellerts Benediktssonar, „Agni-jóga“. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid. Aðalfundur Skógarmanna KFUM Aðalfundur Skógarmanna KFUM verður haldinn mánudag- inn 21. mars kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Á fundinum verða: Venjuleg aðalfundarstörf Fréttir frá starfinu í Vatnaskógi Markmið ársins kynnt Kaffiveitingar. Skógarmenn KFUM Félagslíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.