Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ GIMSTEINAR sígildrar tónlistar yrðu fljótt óbærilega firrtir mann- legum skilningi án kómískra fag- manna eins og Victors Borge og P.D.Q. Bachs! Nú er Borge að vísu allur, en enn mætti reyna að fá P.D.Q. hingað á Listahá- tíð. Væri sízt van- þörf á, meðan mætast stálin stinn í núverandi stein- geldri bókhalds- umræðu um stöðu hálistar gagnvart hagsýnum rekstr- arsjónarmiðum. Í millitíðinni gef- ast þó sem betur fer stakir tilburðir til að létta hefð- bundnasta helgi- farginu af „dísarhöllum“ landsins. Nýjast á síðustu hádegistónleikum vetrarins í Íslensku óperunni s.l. þriðjudag. Fyrsta atriðið, Tóbaks- söngur enska 17. aldar fríbýtt- aratónskáldsins Tobiasar Humes í einflutningi Deans Ferrells, hafði áð- ur hljómað á uppistandstónleikum SÍ-kontrabassaleikarans í Borg- arleikhúsinu s.l. desember („Mús- íkalski sjóræninginn“). Í hinni kunnu kvöldlokku Don Giovannis eftir Moz- art lék Dean mandólínsplokk flag- arans (kynningarstef sígildu útvarps- rásarinnar „Mandólíns“ júlí 2003) á 5 strengja kontrabassa sinn aðskilj- anlegum áttundum neðar undir hljómmikinn buffo-bassasöng Davíðs Ólafssonar. Davíð flutti síðan, þó ekki eins liðugt, bassaaríuna Amor tradi- tore úr veraldlegu kantötu Bachs við lipra fylgirödd (obbligato) kontra- bassans. Sú var að sögn upphaflega samin fyrir það hljóðfæri, þótt ekki fyndi ég neitt um það í mínum heim- ildum. Það átti hins vegar við með vissu um hina ljúfu aríu A. Müllers, Lied an den Contrabass, er var nokk- uð fyndin í túlkun þeirra félaga. Hin- ar krefjandi virtúósu meðspilslínur kontrabassans í Per questa bella mano eftir Mozart flugu síðan glæsi- lega fyrirstöðulítið um loft. Sjálfsagt var það flestum ný frétt í kynningum söngvarans að Wolfgang hefði átt sér þetta flinkan uppáhaldsbassista og samið sérstaklega fyrir hann. Síðasta atriðið var kvöldstjörnu- aría Wolframs úr Tannhäuser Wagn- ers. Í fyrstu án kontrabassans, er laumaðist inn á lymsku „lontano“- plokki í seinni hlutanum neðan úr myrkviðum hljómsveitargryfjunnar. Davíð söng sem fyrr með góðri hljóm- fyllingu við dyggan stuðning Kurts Kopeckys, þó að hendingamótunin hefði mátt vera frjálslegri. Lauk þannig notalegum litlum hádegistón- leikum í fagurri viðhafnarumgjörð Toscu-sviðsmyndar Íslenzku óper- unnar. TÓNLIST Íslenzka óperan Verk eftir Hume, Mozart, Bach, Müller og Wagner. Davíð Ólafsson bassi, Dean Ferr- ell kontrabassi og Kurt Kopecky píanó. Þriðjudaginn 15. marz kl. 12:15. Hádegistónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Davíð Ólafsson Dean Ferrell EITT hundrað og fjörutíu nemendur í FG setja upp söngleik sem byggður er á kvikmyndinni Moulin Rouge með dyggri aðstoð og stuðningi kennara sinna. Þau kaupa sér leik- stjóra, tónlistarstjóra, danshöfund og ljósahönnuð en gera allt annað sjálf og útkoman er glæsileg. Björk Jakobsdóttir leikstýrir nú söngleik í fyrsta sinn en hún hefur ekki fengist við leikstjórn að ráði fyrr. Hún sýnir hér og sannar að hún á erindi í leikstjórn. Í stað þess að þýða kvikmyndina gerir hún vel heppnaða leikgerð fyrir svið og stað- færir að hluta. Þó að sagan eigi að gerast í París fyrir um það bil hundr- að árum gengur alveg jafn vel upp að staðfæra eitt og annað hjá NFFG rétt eins það gekk upp að byggja kvikmyndina á nútíma poppi og rokki. Hallur Ingólfsson tónlistar- stjóri þýddi söngtexta ásamt Björk en oft setja þau þekkt íslensk popp- lög inn í stað þeirra erlendu og hljómar það ákaflega vel. Hallur sér um allan undirleik sem hljómar úr hátölurum, kraftmikill og flottur. Dansar Lovísu Gunnarsdóttur eru líflegir og fjölbreyttir og lýsingin er jafnglæsileg og rómantísk og allt hitt. Þar fyrir utan eru búningarnir mjög fallegir en nemendahópur sá al- farið um að hanna þá og sauma. Í örstuttu máli fjallar Múlan Rús um ungan rithöfund sem lendir í því að skrifa leikrit fyrir dansara og hór- ur á skemmtistaðnum alræmda. Hann verður ástfanginn af aðal- leikkonunni sem er vændiskona á staðnum. Hún verður líka ástfangin af honum en í veginum er þýskur hertogi sem vill fá stúlkuna fyrir að fjármagna leiksýninguna. Auk þeirra kemur stjórnandi vændishússins við sögu, leikflokkur, dansarar og fleiri. Leikur, dans og söngur voru mjög vel fluttir á frumsýningunni. Stór dans- og söngatriði ríghéldu áhorf- endum en minni atriði gerðu það líka þar sem leikurinn var svo jafn og skýr. Framburður var til fyrir- myndar í leik og söng. Nokkrir krakkar skáru sig úr. Fremstur í flokki var Jóhannes G. Sigurðsson í hlutverki hertogans því hann geislaði í hlutverkinu, hvort sem var í söng, í mjög fyndnu dansatriði eða í leikn- um. Hann sýndi margar ólíkar hliðar hins hégómlega illmennis þannig að hann varð allt í senn, fyndinn, hættu- legur og brjóstumkennanlegur. Einnig sýndi Pétur Rúnar Heim- isson mikla leikhæfileika í hlutverki hins góða og saklausa Kristjáns, unga rithöfundarins, og söng hann líka mjög vel. Það var auðvelt fyrir hann að vekja hlátur, tár og róm- antískar tilfinningar. Ingibjörg Elín Viðarsdóttir lék stórt hlutverk hinn- ar fögru, ástföngnu og veiku Satínar vel og söng einnig afar fallega en hún steig hér á svið í fyrsta sinn. Hrefna Bóel var feiknaörugg og söng vel í hlutverki hórumömmunnar. Í heildina var söngurinn, dansinn og leikurinn jafn og kraftmikill, tón- listin ágeng og rómantísk í bland, leikstjórnin öguð en gleðirík og um- gjörðin glæsileg. Fyrir svona sýn- ingu er bara hægt að hrópa húrra. LEIKLIST Nemendafélag Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ Leikgerð og leikstjórn: Björk Jak- obsdóttir. Tónlistarstjórn: Hallur Ingólfsson. Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Ljósahönnun: Magnús Helgi Kristjánsson. Frumsýning í FG 11. mars 2005. Múlan Rús Hrund Ólafsdóttir Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Í kvöld 18/3 kl 20, Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 Síðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ Tinna Þorsteinsdóttir Lau 19/3 kl 15:15 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 19/3 kl 20 Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20. Fö 1/4 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld 18/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/3 kl 20 - UPPSELT, Su 20/3 kl 21, - breyttur sýningartími! Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELTHÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Síðustu sýningar Mögnuð fjölskyldusýning sem sameinar leikhús, sirkús og töfrabrögð Tryggðu þér miða í síma 568 8000 sýningar: 23. mars kl. 20 24. mars kl. 15 og 20 26. mars kl. 15 og 20 Græn tónleikaröð #4 HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Engelbert Humperdinck ::: Forleikur að óperunni Hans og Gréta Anatolíj Ljadov ::: Baba Jaga Anatolíj Ljadov ::: Töfravatnið Pjotr Tsjajkovskíj ::: 1. og 3. þáttur úr ballettsvítunni Þyrnirós Franz Liszt ::: Dauðadans fyrir píanó og hljómsveit César Franck ::: Les Djinns fyrir píanó og hljómsveit Richard Wagner ::: Skógarþytur úr óperunni Siegfried Gustaf Holst ::: Perfect Fool Ballet Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Liene Circene Galdrar og goðsagnir Rumon Gamba, listrænn stjórnandi SÍ, vill með þessum tón- leikum laða fram töfraveröld ævintýra, goðsagna og galdra og víst er að efnisskráin býður upp á slíka veislu. Einleikarinn, Liene Circene, hefur áður leikið á Íslandi og fékk þá einróma lof gagnrýnenda. Nú leikur hún í fyrsta sinn með Sinfóníunni. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Aðeins tvær sýningar eftir Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Örfá sæti Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Pakkið á móti Eftir Henry Adams Frumsýning Fös. 15.43 kl 20 Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í kvöld sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Höfundur: Björn Margeir Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Í kvöld fös. 18. mars Lau. 19. mars Mið. 23. mars Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.