Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.03.2005, Qupperneq 56
VÉLMENNI, eða Robots, er þriðja myndin sem gerð er af Blue Skyes Entertainment, tölvuteiknimynda- deild Fox kvikmyndaversins, en síðasta mynd þess Ísöld sló ræki- lega í gegn. Myndin og húmorinn í Vélmennum sver sig líka mjög í ætt við Ísöld, en í stað forsögulegra furðuskepna eru vélmenni stór og smá í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um Sindra, ungt ryðgað vélmenni sem orðið hefur að sætta sig við, sökum vanefna for- eldranna, að fá varahluti úr gömlum og notuðum vélmennum. Í unga járnaruslinu blundar efnilegur vís- indamaður og ákveður hann því að freista gæfunnar, leita uppi mesta og besta vélmenni allra, Stórvald, og kynna honum nýja uppfinningu sína. En Stórvaldur er bugaður og undirBANDARÍSKI hip-hop listamaðurinn Fatman Scoop er kominn til landsins og kemur fram á Sjallanum á Akureyri í kvöld og Broadway í Reykjavík annað kvöld, laugardagskvöld. Scoop hefur gert garðinn frægan með plötunum I’ll Be Faithful og It Takes Scoop, en hann er einnig meðal vinsælustu hip-hop út- varpsmanna Bandaríkjanna. Scoop hefur starfrækt morgunþátt á hip-hop útvarpsstöðinni Hot 97 í New York í átta ár. Þá hefur hann einnig verið með þátt sem útvarpað er um öll Bandaríkin síðasta árið eða svo. Scoop hefur samið tónlist fyrir kvik- myndir á borð við You Got Served og Save the Last Dance, auk þess sem hann hefur fengist töluvert við að semja tónlist fyrir auglýsingar. Þar má nefna auglýsingar fyrir Mountain Dew, Reebok, Nike og Bombay Sapphire. Fatman Scoop kemur fram á Sjall- anum á Akureyri í kvöld og Broadway í Reykjavík annað kvöld, ásamt Tiny úr Quarashi, Igore, Kritical Mass, Steina úr Quarashi, Önnu Lin, Dj B Ruff og Dj Skinny T. ALAN McGee, einn áhrifa- mesti tónlistarmógúll Bret- landseyja á níunda og tíunda áratugnum, mun sjá um skífu- þeytingar á Gauki á Stöng, hinn 1. og 2. apríl, sem er föstu- og laugardagur. McGee hefur undanfarin ár staðið fyrir klúbbakvöldum sem hann kall- ar Death Disco og spilar hann rokk og ról en á spilunarlist- anum er m.a. Strokes, Jesus & Mary Chain, Ramones, Clash, Bítlarnir, Fall, Bowie, Mothor- head, Slits, Pixies, Dinosaur Jr., Byrds, Iggy Pop, Rolling Stones, Who og Talking Heads svo fátt eitt sé nefnt. Alan McGee stofnaði útgáfufyr- irtækið Creation snemma á níunda áratugnum og átti það eftir að verða ein helsta óháða útgáfa Bretlands næstu árin, þar sem merkið tryggði ávallt gæði. Í gegnum Creation færði McGee tónlistaráhugamönn- um sveitir á borð við Jesus & Mary Chain, House of Love, Primal Scream og My Bloody Valentine. Síðar átti McGee svo eftir að upp- götva Oasis – samdi við þá á staðn- um eftir afdrifaríka tónleika – og hann er í dag umboðsmaður The Libertines. Saga Creation hefur ver- ið skráð í tvær bækur en McGee lagði merkið niður árið 2000 og rek- ur nú Poptones-útgáfuna. Það er Guðbjartur Finnbjörnsson (Kris Kristoffersson, Beach Boys, The Wall og Dark Side of the Moon tónleikaraðirnar) sem flytur McGee inn. Ekki nóg með það heldur er hingað væntanlegur um sömu helgi útsendari frá umboðsskrifstofunni 10th Street Entertainment og fór hann þess á leit við Guðbjart að hann myndi setja upp tónleika fyrir hann þar sem hann er mjög áhuga- samur um íslenska tónlist. Nafn hans er Jason Spies og kemur hann hingað frá New York Guðbjartur segir í samtali við Morgunblaðið að í starfi sínu sem tónleikahaldari hafi hann augun opin fyrir hugsanlegum viðburðum. „Þegar ég frétti af þessum kvöld- um hans McGee fannst mér strax mjög sniðugt að reyna að fá þau hingað yfir. Þetta er svolítið öðruvísi en þetta venjubundna tónleikahald. Þessi kvöld hafa slegið í gegn í London og er McGee nýbyrjaður að færa út kvíarnar, er nú búinn að heimsækja Nýja-Sjáland, Ástralíu, New York og Spán.“ Guðbjartur fékk svo skeyti frá áðunefndum Spies og segist hann hafa ákveðið að samþætta heim- sóknir þessara tveggja manna. „Úr því að ég var búinn að bóka Gaukinn þessi tvö kvöld ákvað ég að setja upp hálfgerða áheyrnarprufu fyrr um kvöldið og fá íslenskar hljómsveitir til að spila þar sem á staðnum verða tveir valdamiklir menn úr tónlistarbransanum. Þann- ig að þetta verða tónleikar og svo bara partí á eftir. Ég ætla að bjóða upp á fína blöndu af sveitum og koma þær úr ýmsum áttum.“ Þær sveitir sem að öllum líkindum munu troða upp verða Dúndur- fréttir, Jan Mayen, Brúðarbandið, Singapore Sling, Líkn, Igore og Helgi Valur. Þrjár til fjórar sveitir munu spila á hvoru kvöldi. Gestaplötusnúður á báðum kvöld- um verður Óli Palli Rokklands- kóngur. Tónlist | Alan McGee á Íslandi 1. og 2. apríl Guðfaðir Brit-rokksins þeytir skífur á Gauknum Fáir menn hafa haft jafn rík áhrif á þróun breskrar dægurtónlistar síð- ustu tvo áratugi og Alan McGee. arnart@mbl.is Frumsýning | Vélmenni (Robots) Í veröld vélmenna Félagarnir Sindri og Ventill þurfa aldeilis að herða á skrúfunum til að verða ekki að járnarusli. hælnum hjá valdagráðugum undir- manni sínum sem undir handleiðslu skelfilegrar móður sinnar hefur í hyggju að útrýma öllum varahlutum svo öll vélmenni verði að fá sér rán- dýrar og glansandi uppfærslur. Sindri er hugrakkt vélmenni og með aðstoð nokkurra skrautlegra og skröltandi undirmálsvélmenna reyn- ir hann að berjast gegn hinum illu öflum frelsa Stórvald. Vélmenni situr nú sem fastast á toppi bandaríska listans þar sem hún var frumsýnd um síðustu helgi við mikla aðsókn. Að vanda verða bæði frumsýndar hér ensk og ís- lensk útgáfa. Í þeirri ensku tala stór- stjörnur á borð við Ewan McGregor, Robin Williams, Halle Berry, Drew Carey, Mel Brooks og Greg Kinnear fyrir aðalvélmenni myndarinnar en í íslensku útgáfunni eru ekki síður valinkunnir leikarar. Friðrik Frið- riksson talar fyrir Sindra, Laddi leysir af Robin Williams líkt og í Aladdín og talar fyrir hinn kexklikk- aða Ventil og aðrar raddir sem koma við sögu eru eign Hilmis Snæs Guðnasonar, Þórunnar Lárusdóttur, Jóhönnu Jónas, Gísla Rúnars Jóns- sonar, Álfrúnar Örnólfsdóttur og Atla Rafns Sigurðarsonar. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Metacritic.com 64/100 Variety 80/100 (skv. metacritic) New York Times 40/100 (skv. metacritic) Empire  HROLLVEKJAN The Ring hræddi líftóruna úr mörgum sem hana sáu. Nú er komin framhalds- mynd og leikur Naomi Watts aftur rannsóknarblaðakonuna, Rachel Keller. Myndin gerist sex mánuðum eftir að skilið var við Rachel síð- ast. Hún ákveður að flytjast ásamt syni sínum Aidan (David Dorf- man) frá Seattle til smábæjarins Astoria í Oregon en tilgangurinn er að flýja undan þeim hörm- ungum sem áttu sér stað í fyrri myndinni. En fyrr en varir gerast kunnuglegir atburðir þegar ómerkt myndbandsspóla finnst þar sem glæpur hafði átt sér stað. Draugurinn Samara er kominn aftur á kreik. Leikstjóri framhaldsmynd- arinnar er Hideo Nakata sem leik- stýrði upprunalegu japönsku myndunum Ring 1 og 2. Aðrir leikarar framhaldsmynd- arinnar eru m.a. Simon Baker og Óskarsverðlaunahafinn Sissy Spacek. Frumsýning | The Ring Two Rachel Keller (Naomi Watts) og sonur henn- ar losna ekki svo auð- veldlega undan óhugnaðinum. Hring eftir hring ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 47/100 Entertainment Weekly 50/100 Hollywood Reporter 70/100 Variety 50/100 (metacritic) 56 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fatman Scoop kominn til landsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.