Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 64

Morgunblaðið - 18.03.2005, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MIKIÐ austan hvassviðri gekk yf- ir sunnanvert landið í gær. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist vindur mest 41 m/s í gær. Að sögn Óskars J. Sigurðs- sonar, veðurathugunarmanns og vitavarðar, var vindurinn í gær „í hærri kantinum“ en þó ekki met í vetur því í september mældist vindur þar 44 m/s. Skyggni á Höfðanum var aðeins um 500 m í gær vegna úrkomu og særoks. Mikið landfok við Gunnarsholt „Þetta var slæmur dagur, frameftir degi,“ sagði Ásgeir Jónsson, landfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins. „Það var mökk- ur vestur Rangárvellina og ég reikna með að hann hafi haldið áfram alveg út yfir Þjórsá.“ Ás- geir býr nálægt Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar, líkt og víðar á Suðurlandi, var mikið landrof og -fok í storminum í gær. Þegar leið á daginn snerist austanáttin meira til norðurs og þá dró úr landfokinu. Ásgeir taldi að land- fokið á láglendi í gær hefði jafn- ast á við það sem varð í stórviðr- inu í október síðastliðnum. Það hefði bjargað miklu nú að snjór væri yfir hálendinu. Í kringum Gunnarsholt er talsverður trjá- gróður og sagði Ásgeir greinilegt hvað skjólbeltin slógu mikið á vindinn. Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, taldi landrofið og -fokið í gær undir- strika mikilvægi þess að farið verði í skógrækt með jarðvegs- vernd að markmiði á illa förnum landfokssvæðum Suðurlands. Með ræktun kjarrs eða birki- skóga mætti koma í veg fyrir að vindur næði að feykja jarðvegi. Þetta minnti einnig á mikilvægi þess að koma illa förnu landi í lag, svæðum sem blásið hefðu upp á síðustu öldum. Það þyrfti að gera til að hemja gjósku og önnur laus jarðefni. „Þetta var slæmur dagur“ Morgunblaðið/RAX Rok og ryk í lofti stöðvaði ekki menn við vinnu hjá Vatnsendahvarfi í Kópavogi í gær. SKRÁÐ félög í Kauphöll Íslands sóttu 170 milljarða króna á hlutabréfamarkaði á árinu eða sem nemur um 16% af virði skráðra fyr- irtækja í árslok. Hvergi í Evrópu aflaðist meira fjármagn í hlutfalli af markaðsstærð en fjárhæðin sjálf er þrefalt hærri en skráð fyrirtæki í Ósló sóttu á markað og ámóta þeirri sem félög skráð í dönsku kauphöllinni öfluðu. Eru þessir markaðir þó hvor um sig nærri tífalt stærri en sá íslenski. Þetta kom fram í máli Bjarna Ármannssonar, stjórn- arformanns Eignarhaldsfélagsins Verð- bréfaþings sem á og rekur Kauphöll Ís- lands, á aðalfundi félagsins í gær. Metvelta var bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði á síðasta ári. Heildar- velta skráðra verðbréfa nam 2.218 milljörð- um sem samsvarar um 8,9 milljarða króna dagsveltu. Veltuaukning frá fyrra ári var ríflega 40%. Sóttu 170 milljarða á hlutabréfa- markað  Velta/16 LÖGÐ verður tillaga fyrir aðalfund KB banka hf. sem haldinn verður í dag um nafnbreytingu fyrirtækis- ins. Samkvæmt tillögunni verður nýtt nafn félagsins Kaupþing banki hf. Þar með heyrir nafn Búnaðar- bankans endanlega sögunni til en bankinn tók til starfa á fyrsta degi júlímánaðar árið 1930. Síðasta nafnbreyting fyrirtækis- ins var gerð um áramótin 2003– 2004 eða fyrir rétt rúmu ári en þá var nafni þess breytt úr Kaupþing Búnaðarbanki í KB banki. Hið nýja nafn bankans er í sam- ræmi við nafn það sem bankinn starfar undir erlendis, Kaupthing Bank. KB banki verður Kaupþing banki REYKJAVÍKURBORG ætlar að bjóða öllum börnum á leikskólaaldri allt að sjö klukkustunda vist á dag á leikskólum borgarinnar án endur- gjalds, í áföngum á næstu árum. Næsta skrefið verður tekið haustið 2006 þegar öll börn fá tvær stundir á dag ókeypis. „Það er mín bjargfasta trú að leikskólinn eigi að vera almenn grunnþjónusta sem samfélagið á að veita án þess að vera með íþyngjandi gjald- töku,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri þegar hún kynnti áætlunina í gær. „Ég tel að með þessu sé Reykjavíkurborg að brjóta í blað meðal íslenskra sveitarfélaga og taka ákveð- ið frumkvæði í þessum málum.“ Reiknað er með því að árið 2008 verði öll börn farin að fá fjórar klukkustundir á dag ókeypis, en fimm ára börn allar sjö stundirnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær síðasti áfanginn, þrjár stundir fyrir börn yngri en fimm ára, verður að veruleika. Kostar 850 milljónir Þegar allir áfangar verða komnir til fram- kvæmda munu leikskólagjöld fyrir foreldra með eitt barn sem er átta klst. á leikskóla hafa lækkað um 246 þúsund krónur á ári frá því sem nú er. Þá mun kostnaður einstæðra foreldra og náms- manna hafa lækkað um tæplega 98 þúsund krón- ur á ári. Kostnaður borgarinnar vegna þessa verður verulegur, um 850 milljónir króna, en Steinunn Valdís sagði að í ljósi umræðunnar í landsmálum, þar sem stjórnmálaflokkar hefðu lýst því yfir að leikskólinn ætti að vera gjaldfrjáls, mætti gera sér vonir um þátttöku ríkisins í þessum kostnaði. Það mætti t.d. gera með því að ríkið færi að greiða fasteignagjöld en einnig með endur- greiðslu hluta húsaleigubóta. Reykjavíkurborg ætlar sér að bjóða sjö stundir á leikskóla án endurgjalds Leikskólagjöld lækka um allt að 246 þúsund  Leikskólagjöld/6 TVEIR fyrrverandi útgefendur hjá Vöku-Helgafelli, þeir Ólafur Ragn- arsson og Pétur Már Ólafsson, hafa ákveðið taka höndum saman að nýju og hefja almenna bókaútgáfu síðar á þessu ári. Verður það undir merkjum nýs forlags sem nefnist Veröld. Pétur Már og Ólafur segjast sjá sóknarfæri í útgáfu á Íslandi og er- lendis, bæði í almennri bókaútgáfu og eins á öðrum sviðum. Þeir segj- ast munu leggja áherslu á íslensk og þýdd skáldverk, ævisögur, bækur almenns efnis og barnabækur. Pét- ur bendir á að þeir hyggist brydda upp á ýmsum nýjungum á sviði út- gáfu. „Bókaútgáfa veltur ekki síst á því að fá góðar hugmyndir og af þeim höfum við nóg,“ segir Pétur. Ólafur segist hafa fengist við skriftir eftir að hann lét af störfum sem stjórnarformaður Eddu – út- gáfu fyrir rúmum tveimur árum og meðal annars gefið út bók um Hall- dór Laxness og kynni sín af honum. Þótt talsvert sé um liðið frá því að hann hætti beinum daglegum af- skiptum af útgáfumálum neitaði hann því ekki að útgáfubakterían hefði áfram blundað í sér. „Bókamarkaðurinn á Íslandi er ekki stór en hann er spennandi enda hefur þjóðin einlægan áhuga á bókum,“ segir Ólafur og bendir á að þótt forlögin séu allmörg og titla- fjöldinn drjúgur á hverju ári sé ávallt rúm fyrir forvitnilegar bæk- ur. Ólafur stofnaði bókaútgáfuna Vöku árið 1981. Hann keypti síðar hið rótgróna forlag Helgafell, sam- einaði það Vöku og tók þá meðal annars að gefa út verk Halldórs Laxness, og hóf kynningu og samn- ingagerð gagnvart erlendum for- lögum. Ólafur var fyrsti stjórnar- formaður Eddu – miðlunar og útgáfu þegar rekstur Vöku-Helga- fells og Máls og menningar var sameinaður í því fyrirtæki árið 2000. Pétur Már gekk til liðs við Vöku- Helgafell árið 1991. Hann var út- gáfustjóri forlagsins þar til í byrjun árs 2004 en hann var þá jafnframt forstöðumaður útgáfusviðs Eddu – útgáfu, auk þess að vera yfir Rétt- indastofu Eddu sem annast sölu á útgáfurétti til erlendra bókaforlaga. Ólafur Ragnarsson og Pétur Már með nýtt forlag HLJÓMAR og karlakórinn Heimir munu halda þrenna tónleika saman á næstu dög- um. Fyrstu tónleikarnir verða á Sauðár- króki hinn 26. mars en tvennir þeir síðari verða í Stapa, Reykjanesbæ, og í Há- skólabíói, tveimur vikum síðar. Þá er Rúnar Júlíusson, einn meðlimur Hljóma, klár með sólóplötu sem út kemur á sextugsafmæli hans, hinn 13. apríl. Mun hún heita Blæbrigði lífsins og eru undir- leikarar Rúnars reggíhljómsveitin Hjálm- ar, sem vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir fyrstu plötu sína, Hljóðlega af stað./61 Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hljómar leika með karla- kórnum Heimi ♦♦♦ LAG frá tónleikum bresku hljómsveitar- innar Keane hér á landi verður á nýrri hljómleikastuttskífu hennar, sem kemur út 4. apríl. Það er lagið „Everybody’s Changing“, en Rás 2 tók upp tónleika sveitarinnar sem haldnir voru á Iceland Airwaves-hátíðinni 23. október sl./58 Morgunblaðið/Árni Torfason Upptaka frá Airwaves á plötu Keane

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.