Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ R annsóknir Unnar tengjast yfirleitt ástvinamissi vegna krabbameins á einn eða ann- an hátt. Hún lauk doktors- prófi frá Karolinska Institut- et í Stokkhólmi í maí 2003 en doktorsritgerðin hennar fjallaði um konur sem misst höfðu mann sinn úr krabbameini. Í ljós kom að ekkjurnar voru líklegri en giftar jafnöldrur þeirra til að þjást af einkennum þunglyndis og kvíða og þá sérstaklega ef dauðsfall mannsins hafði komið þeim í opna skjöldu. Unnur hefur áfram sinnt fræðistörfum við Karolinska og gegnir nú fræðimannsstöðu við Stofnun lækn- isfræðilegrar faraldursfræði og tölfræði og leið- beinir doktorsnemum sjálf. Meðal þeirra sem hún hefur leiðbeint er Ul- rika Kreicbergs og eftir þær hafa birst greinar í mjög virtum vísindatímaritum eins og New England Journal of Medicine og Lancet, þar sem fjallað er um foreldra sem misst hafa börn sín úr krabbameini. Meginniðurstöður rann- sókna Unnar og Ulriku voru þær að foreldrar sem tala um yfirvofandi dauða við krabba- meinssjúk börn sín, sjá ekki eftir þeirri ákvörð- un. Unnur segir að birting greinanna í NEJM og Lancet hafi reynst mikil lyftistöng fyrir hennar feril sem vísindamanns. „Þetta er óvenjulegt efni í þessum tímaritum. New England Journal of Medicine er besta vísindatímarit í heimi og að fá grein birta þar er mjög mikilvægt upp á framtíð manns í hörðum fræðimannaheimi,“ segir Unnur þar sem hún situr á heimili sínu í Stokkhólmi sem hefur verið heimaborg hennar og mannsins hennar, Péturs Marteinssonar knattspyrnumanns, eftir að hún lauk námi í sál- arfræði frá Háskóla Íslands árið 1996, reyndar með hléum í Osló og Stoke. Unnur er hins vegar fædd og uppalin á Ólafs- firði, dóttir hjónanna Valdimars Steingrímsson- ar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem hún tileinkaði doktorsritgerð sína árið 2003. Aðspurð segir Unnur að ástæðuna fyrir áhuganum á krabba- meini megi e.t.v. rekja til þess að bróðir hennar greindist með krabbamein um tvítugt, sem reyndist sem betur fer unnt að komast fyrir. Síðan hefur hún haft mikinn áhuga á krabba- meini og ástvinamissi eins og birtist í rannsókn- um hennar. Í kjölfar birtinganna í NEJM og Lancet fékk hún fasta fræðimannsstöðu við Karolinska og einnig hefur henni reynst auðveldara að fá styrki úr vísindasjóðum fyrir frekari rannsókn- ir sínar og nemenda sinna. Nú hefur hún t.d. hlotið styrki til rannsókna á ungu fólki sem misst hefur foreldra sína eða systkini úr krabbameini. Einnig hefur hún hug á að rann- saka áhrif streitu vegna ástvinamissis á elliglöp. „Eftir að maður útskrifast er maður svolítið eins og í einskismannslandi. Ég var í vernduðu umhverfi sem doktorsnemi og gat einbeitt mér að einu verkefni en eftir útskrift tekur raun- veruleikinn við og ég er að hugsa um mörg verkefni í einu. Nú fer mikið af kröftunum í að sækja um styrki til rannsókna,“ segir Unnur en bætir brosandi við að það hafi vissulega gengið vel. Hagnýting rannsókna Og Unnur er með mörg járn í eldinum og þrátt fyrir að ástvinamissir hafi verið megin- rannsóknarsvið hennar, hefur hún nú einnig hug á að skoða barneignir og geðræn vandamál kvenna á fyrstu þremur mánuðum eftir að þær Áhrif ástvinamissis Nýjar rannsóknaniðurstöður í hinum og þessum fræðigreinum eru algengt umfjöllunarefni í fjölmiðlum víða um heim. Það á ekki síst við um Svíþjóð þar sem nýjar uppgötvanir eru á forsíðum dagblaðanna oft í mánuði. „Rannsóknir í Svíþjóð eru eins og trúarbrögð finnst mér. Þetta er sennilega tengt arfleifð Nóbels en ef til vill líka almennu trúleysi Svíanna sem virð- ast reiða sig á vísindin en ekki kirkjuna,“ segir dr. Unnur Anna Valdimars- dóttir sem reyndar er ein af vísindamönnunum sem starfa í rannsókna- landinu Svíþjóð og hefur gert rannsóknir sem vakið hafa athygli fjölmiðla. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við hana. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur í Stokkhólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.