Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 48
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar
48 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
✝ GuðmundurIngiberg Björns-
son fæddist á Felli í
Kollafirði 26. apríl
1924. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 27. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Björn Finnbogason,
bóndi á Giljalandi í
Miðfirði, f. 12. júní
1890, d. 21. apríl
1978, og kona hans
Guðlaug Lýðsdóttir,
f. 28. ágúst 1890, d.
7. júlí 1979. Bræður
Guðmundar eru: Benedikt, f. 15.
ágúst 1919, Lýður, f. 17. nóvem-
ber 1922, Sigurður, f. 12. sept-
ember 1925 og Jón, f. 19. júní
1929.
Guðmundur kvæntist 26. apríl
1952 Gyðu Jennýju Steindórsdótt-
ur, f. 16. október 1929. Foreldrar
fimm börn, þau eru Aðalmundur
Magnús, f. 17. júlí 1971, hann á
dótturina Elísu Auði, Guðmundur
Þór, f. 27. janúar 1975, Lilja Sæ-
dís, f. 31. janúar 1978, Eva María,
f. 12. nóvember 1982, d. 25. sept-
ember 1990, og Maríanna Eva, f.
7. júní 1992. 3) Bára Dagný leik-
skólakennari, f. 26 desember
1968, maki Gunnar Leó Gunnars-
son framkvæmdastjóri, f. 25. jan-
úar 1966, þau eiga tvö börn, Dan-
íel Smára, f. 26. janúar 1990, og
Rakel Gyðu, f. 12. febrúar 2000.
Fyrir átti Guðmundur dótturina
Sigurlaugu.
Guðmundur flutti sautján ára
gamall til Reykjavíkur. Hann út-
skrifaðist sem vélstjóri 12. febr-
úar 1948. Stofnaði hann fyrirtæk-
ið Neistann ásamt fleirum og ráku
þeir það í nokkur ár. Guðmundur
rak síðan bifreiðaverkstæði með
félaga sínum, Tómasi Ólafssyni,
þar til Tómas féll frá. Hann vann
um nokkurra ára skeið í verslun
Ingþórs Haraldssonar. Guðmund-
ur endaði starfsævina sem flokks-
stjóri hjá Kópavogsbæ.
Útför Guðmundar fór fram 9.
mars í kyrrþey.
hennar voru Steindór
Kristinn Ingimundar-
son verkstjóri á Teigi,
Seltjarnarnesi, f. 12.
mars 1899, d. 13. júlí
1960 og Oddný Hjart-
ardóttir, f. 11. janúar
1898, d. 5. nóvember
1976.
Börn Guðmundar
og Gyðu eru: 1) Alda
Eygló bankastarfs-
maður, f. 15. apríl
1951, maki Marteinn
Sigurgeirsson
kennsluráðgjafi, f. 30.
mars 1945, börn
þeirra eru þrjú, Þór, f. 2. desem-
ber 1976, maki Elsa Nore, þau
eiga soninn Alex Mána, Sara
Mjöll, f. 2. febrúar 1980, og Marta
Björk, f. 21. júní 1982. 2) Sævar
Þór rafvélavirki, f. 21. október
1953, maki Auður Aðalmundar-
dóttir, f. 12. maí 1953, þau eiga
Elsku pabbi minn.
Nú syngjum við aftur saman.
Er sumarið kom yfir sæinn
og sólskinið ljómaði um bæinn
og vafði sér heiminn að hjarta,
ég hitti þig, ástin mín bjarta.
Og saman við leiddumst og sungum
með sumar í hjörtunum ungu,
– hið ljúfasta, úr lögunum mínum,
ég las það í augunum þínum.
Þótt húmi um hauður og voga,
mun himinsins stjörnudýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þótt andvarans söngrödd sé þögnuð.
(Tómas Guðmundsson.)
Þín
Bára.
Við strákarnir frá Selfossi áttum
stundum leið um Vallargerðið á sjö-
unda áratugnum til þess að keppa
við piltana í Kópavogi í knattspyrnu
á Vallargerðisvellinum.
Þar var sparkað og hlaupið á leir-
ugum vellinum. Þá hafði maður ekki
hugmynd um að í Vallargerðinu bjó
fjölskylda sem átti eftir að hafa áhrif
á lífshlaupið.
Þar bjuggu Gyða Steindórsdóttir
og Guðmundur Björnsson sem síðar
urðu tengdaforeldrar mínir.
Einkar glæsileg og samheldin
hjón sem tóku vel á móti Flóamann-
inum sem var að hasla sér völl á möl-
inni.
Við tók hver manndómsvígslan af
annarri við það að eignast húsnæði
og vélknúið ökutæki eins og margir
þekkja. Þá var gott að eiga góða að
eins og kom á daginn. Guðmundur
var sérlega úrræðagóður og hjálp-
samur. Sama hvað spurt var um.
Svörin voru á reiðum höndum. Gaml-
ar Lödur sáu fram á lengri lífdaga
þegar þeim var ýtt inn í skúrinn hjá
Guðmundi þar sem öll hjálpartæki
bifvélavirkjans voru til staðar frá
fyrri tíma verkstæðisrekstri auk
ráðdeildar og útsjónarsemi.
Og ekki var nú verið að rukka mig
eða aðra í stórfjölskyldunni.
Gjaldmiðillinn var: „Þakka þér
fyrir, Guðmundur minn.“ Þetta var
fast gengi í allri óðaverðbólgunni.
Guðmundur og Gyða voru dugleg
að ferðast um landið með börnin sín
og var Guðmundur hafsjór af fróð-
leik um landið sem hann þekkti
mætavel sem rútubílstjóri með
hanska og húfu.
Það var mikið sungið í Vallargerði
á árum áður og jafnvel tekin dans-
spor á eldhúsgólfinu.
Á ættarmótum var gaman að
heyra Guðmund syngja með sinni
djúpu og hljómmiklu bassarödd
meðan hennar naut við en Guðmund-
ur missti röddina fyrir nokkrum ár-
um vegna veikinda. Þá varð hann að
læra upp á nýtt að tjá sig með ann-
arri röddu og tókst það mætavel eins
og annað sem hann tók sér fyrir
hendur.
Oft var komið við í kaffi og spjall
eftir eril vinnudagsins.
Þar færðist yfir mann ró og eftir
létta orkuhleðslu á þessu afslappaða
og snyrtilega heimili gekk maður út
sæll og endurnýjaður til nýrra átaka.
Þessi kynni hafa verið ómetanleg í
lífshlaupinu.
Guðmundur og Gyða voru sérlega
samheldin hjón. Það var mjög kært á
milli þeirra og voru þau samstiga í
lífsins ólgusjó. Fátt kætti þau meira
en þegar barnabörnin komu í heim-
sókn og árlegar sumarbústaðaferðir
sem þau efndu til voru toppurinn.
Elsku Gyða. Missir þinn og okkar
er mikill. Ákveðin kjölfesta í lífi
okkar er horfin á braut en minning
um traustan og ástríkan mann mun
lifa.
Marteinn Sigurgeirsson.
Nú syngur Guðmundur – aftur.
Tengdafaðir minn Guðmundur
Ingiberg Björnsson hefur verið lagð-
ur til sinnar hinstu hvílu. Gengur þar
merkismaður sem fæddist á mold-
argólfi heima á Ströndum. Hann hélt
17 ára til höfuðborgarinnar, festi ráð
sitt með Gyðu Steindórsdóttur og
varð einn af frumbyggjunum í Kópa-
vogi.
Fyrir rúmum 18 árum síðan kom
ég í fyrst inn á heimili Guðmundar
og Gyðu í Vallargerðinu sem þau
byggðu af eigin rammleik. Þar var
ávallt gott að vera og gestrisni þeirra
hjóna hefur boðið upp á mikla nær-
veru í gegnum tíðina. Öruggt athvarf
fyrir fjölskyldu okkar og börn, sem
afi spilaði stórt hlutverk fyrir.
Heilsu Guðmundar var farið að
hraka þegar við kynntumst, en góða
skapið, jákvæðni og yfirburða verks-
vit gerði það að verkum að við eydd-
um oft ánægjulegum tímum saman
við bílaviðgerðir, garðstörf, smíðar,
eða hvaðeina sem framkvæma þurfti
eða aðhlynningar þurfti við. Engu
skipti hvert viðfangsefnið var, Guð-
mundur hafði lausnirnar í fingrun-
um.
Bílaviðgerðir, sem standa langt
fyrir utan kunnáttusvið mitt, hef ég
framkvæmt eftir nákvæmum leið-
beiningum Guðmundur. Í upphafi
gerði hann hlutina, síðan benti hann
mér á hvað þurfti að gera og undir
það síðasta fékk ég leiðbeiningar frá
eldhúsborðinu eða innan úr stofu.
Sagan segir mér að Guðmundur
hafi verið mikið fyrir söng og selskap
áður en ég hitti hann fyrst. Því miður
naut ég aldrei góðs af þessum hæfi-
leikum, enda átti hann erfitt með að
tjá sig eftir baráttu sína við krabba-
mein. Ég trúi því og treysti að Guð-
mundur hafi tekið upp þessa iðju
sína aftur og hefji upp raust sína
þegar líkaminn heftir hann ekki.
Ég þakka frábæra samveru.
Gunnar Leó.
Elsku afi.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
þú skulir vera farinn frá okkur því þú
hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi
okkar. Þú varst búinn að vera veikur
lengi og hafðir misst röddina en við
munum þó aldrei gleyma dimmu og
fallegu röddinni þinni.
Við eigum margar góðar minning-
ar um þig, eins og þegar Þór var lítill
og þú gafst honum „gassi“ sem var
mjólk með pínu kaffi. Hann var svo
ánægður með það og fannst hann
vera orðinn svo stór.
Það var nú oft hringt í þig og
ömmu og þið beðin að koma með lyk-
il, þegar Marta læsti sig úti. Þá hlóst
þú mikið og sagðir að það væri ekki
af því hún væri svo kærulaus, heldur
vegna þess að það væri svo mikið að
gera hjá henni.
Þú varst alltaf reiðubúinn að að-
stoða ef okkur vantaði eitthvað. Eitt
sinn þurfti Sara að skila ritgerð um
liðna tíma.
Þá var ekki komið að tómum kof-
unum. Æskuárin á Ströndum rifjuð
upp í lifandi og skemmtilegri frásögn
og þar með opnuðust aðrir heimar
fyrir okkur krakkana.
Allt fram á síðasta dag varst þú
mjög skýr í hugsun og fylgdist vel
með öllu sem var að gerast hjá okk-
ur, sama hversu veikur þú varst þá
lifnaði alltaf yfir þér þegar við kom-
um.
Það var gaman að fylgjast með því
hve mikið þú og amma elskuðuð
hvort annað, það var svo sætt að sjá
hvernig þið héldust alltaf í hendur
þegar þið fóruð út að ganga og þegar
þú lást í rúminu á spítalanum.
Nú þegar amma er orðin ein ætl-
um við að vera dugleg að heimsækja
hana því eins og fyrir þig þá skiptir
hana miklu máli að hafa alla fjöl-
skylduna hjá sér.
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín barnabörn
Þór, Sara og Marta.
Elsku afi minn.
Mínar fyrstu minningar með þér
eru þær fyrstu í mínu lífi. Sú fyrsta
er án efa þegar þið amma gáfuð mér
þríhjólið þegar ég var tveggja ára.
Ég á einnig margar góðar minningar
um sumarbústaðaferðirnar sem eru
alveg ógleymanlegar, við fórum oft-
ast í sumarbústaðinn með gjánni
sem ég lék mér í tímunum saman,
þegar við skiptum um dekk saman
inni í bílskúr, þú varst alltaf að lauma
að mér peningum og nammi og
mamma sagði alltaf að þú værir að
spilla mér.
Þegar ég var minni sast þú alltaf í
stólnum þínum og varst að lesa blað-
ið og þóttist ekki taka eftir þegar ég
læddist að þér og sló í blaðið til að
láta þér bregða. Græni vörubíllinn
var alltaf svo flottur og mér sem
litlum gutta fannst alveg ótrúlegt að
þú værir að flytja heila flaggstöng á
pallinum hjá þér. Svo lastu mjög
mikið fyrir mig áður en barkakýlið
var tekið.
Eftir að þú fékkst krabbamein í
hálsinn þurftirðu að læra að tala upp
á nýtt.
Alltaf þegar ég fór með þér í tal-
tímana fékk ég límmiða sem ég límdi
á ísskápinn ykkar ömmu. Það var
samt svo erfitt þegar þú varst svona
veikur.
Þinn
Daníel Smári.
GUÐMUNDUR INGI-
BERG BJÖRNSSON
Nú er hann afi far-
inn. Þá eru þau bæði
horfin úr þessum
heimi, afi og amma. Við
systurnar eigum marg-
ar góðar minningar frá uppvaxtarár-
um okkar sem tengjast Herði afa og
Sigrúnu ömmu á Hólsveginum.
HÖRÐUR
RUNÓLFSSON
✝ Hörður Runólfs-son fæddist á
Hálsum í Skorradal í
Borgarfirði 7. apríl
1911. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 5. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Graf-
arvogskirkju 11.
febrúar.
Lengi bjuggum við í
stóra húsinu hjá ömmu
og afa og fengum við
tækifæri til að kynnast
þeim báðum vel. Það
eru dýrmætar minn-
ingar sem við eigum
sem tengjast þessum
árum.
Elsku afi okkar, við
þökkum þér fyrir allar
góðu stundirnar. Við
vitum að nú ert þú
kominn til ömmu og
það eru fagnaðar-
fundir. Hvíl í friði,
elsku afi, og kysstu
ömmu frá okkur.
Þínar
Ragnheiður og Sigrún.