Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 35
margir spá því að grasrótarhreyfingin Hamas,
sem er sprottin upp úr uppreisnunum gegn her-
námi Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza og nú er
þrýst á að láta af vopnuðu viðnámi, muni ná góðum
árangri í þingkosningunum í sumar, þótt henni sé
ekki spáð meirihluta.
Mikið var fjallað um ákvörðun Hosnis Mub-
araks, forseta Egyptalands, um að leyfa mótfram-
boð í næstu forsetakosningum. Allt bendir þó til
þess að þar verði um helbera sýndarmennsku að
ræða. Samkvæmt þeim reglum, sem lagðar hafa
verið til, þurfa frambjóðendur að vera á vegum
löglegra flokka og vitaskuld ræður flokkur Mub-
araks yfir því hvernig lögleiðing flokka gengur
fyrir sig. Eins og The Economist bendir á gefa for-
dæmin frá Alsír og Túnis ekki tilefni til bjartsýni.
Þar er mótframboð til forseta leyft. Zeineddine
ben Ali, sem stjórnað hefur Túnis í 17 ár, hefur í
tvígang malað veika andstæðinga, sem höfðu verið
valdir og vottaðir fyrirfram og stóðu höllum fæti
frá upphafi. Meiri sanngirni ríkti í Alsír þar sem
Abdelaziz Bouteflika sigraði með dyggum stuðn-
ingi ríkisfjölmiðlanna og stjórnkerfisins. Egyptar
munu þó gefa lítið fyrir innantómar lýðræðisum-
bætur og þrýstingur á Mubarak um að grípa til
raunverulegra umbóta mun halda áfram.
Í Sýrlandi ríkir greinilega nokkur titringur
þessa dagana. Í dagblaðinu New York Times í
dag, laugardag, er greint frá því að nú megi sjá
myndir af Bashir Assad á öllum götuhornum. Þeg-
ar Bashir Assad tók við völdum af föður sínum fyr-
ir fimm árum var andi umbóta í lofti og raddir and-
ófsmanna fengu að heyrast. Það stóð ekki lengi, en
þó hefur Assad ekki snúið aftur til þeirrar kúg-
unar, sem faðir hans beitti. Hann hefur heldur
ekki ýtt undir þá persónudýrkun, sem tíðkast hef-
ur meðal einræðisherra jafnt í arabaheiminum
sem annars staðar. Nú ætlar hann greinilega að
snúa við blaðinu. „Bashir er að átta sig á því að það
var ástæða fyrir því hvernig faðir hans gerði hlut-
ina,“ segir Joshua Landis, sem kennir við Okla-
homa-háskóla og dvelur nú í Sýrlandi, við blaðið.
„Ef þú ætlar að vera einræðisherra verður þú að
hegða þér eins og einræðisherra.“ Viðbrögðin í
Líbanon við morðinu á Hariri hafa leitt til auk-
innar ritskoðunar í Sýrlandi. Þar er hins vegar
virk stjórnarandstaða, sem erfitt verður að þagga
niður í eftir að hún fékk lausan tauminn.
Trúverðugleiki
andstæðinga
Bush í Evrópu
Hræringarnar í Mið-
Austurlöndum hafa
gert marga arabaleið-
toga vara um sig. En
nú er einnig farið að
spyrja hvort það sama
geti átt við um leiðtoga víðar. „Ef Bush hafði rétt
fyrir sér, hver hafði þá rangt fyrir sér?“ spurði
John Vincour blaðamaður í grein í dagblaðinu Int-
ernational Herald Tribune fyrr í vikunni. „En ef í
ljós kemur að George Bush hafði rétt fyrir sér
varðandi Írak og á meira en lítinn þátt í hinu arab-
íska vori veikburða pólitískra framfara, sem nú
gera vart við sig frá Egyptalandi til Sádi-Arabíu
er það skelfileg staða fyrir evrópska stjórnmála-
menn frá Spáni til Þýskalands og dregur úr trú-
verðugleika þeirra,“ skrifar Vincour. „Þetta eru
stjórnmálamenn á borð við Gerhard Schröder og
José Louis Rodríguez Zapatero, sem beinlínis
sigruðu í kosningum með því að berjast gegn Bush
og Íraksstríðinu. Þeir létu ruddunum eftir tal um
frelsi og hryðjuverk jihadista og bundu framtíð
sína við andstöðuna við sýn Bush um Mið-Aust-
urlönd, sem þeir héldu að yrði nægtahorn at-
kvæða. Þegar Frakklandi og Belgíu er bætt við
eru komnar í hópinn ríkisstjórnir sem vonuðust til
þess að geta gert úr afstöðu sinni upphaf goðsagn-
arinnar um endurskilgreiningu Evrópu sem mót-
vægi við Bandaríkin.“
Vincour kveðst merkja vísbendingar um að í
Evrópu sé hafið endurmat á Bush. Ein þeirra er
að þingmenn allra flokka í þýska þingmannahópn-
um á Evrópuþinginu skrifuðu undir bréf til
Schröders þar sem skorað var á hann að hætta við
að aflétta vopnasölubanni á Kína eins og til stend-
ur með þeim rökum að kínversk stjórnvöld telji að
þeim sé mismunað með banninu. Þingmennirnir
létu sér ekki nægja að benda á að með því að binda
enda á vopnasölubannið væri horft fram hjá við-
varandi mannréttindabrotum í Kína og hernaðar-
legu jafnvægi í Asíu stefnt í hættu, heldur væri
andstaða Bandaríkjamanna við þessar fyrirætl-
anir skiljanleg og afleiðing „réttlætanlegrar gæslu
hagsmuna“ þeirra við að tryggja öryggi Japans,
Taívans og Suður-Kóreu.
Vincour bendir á að Chirac þurfi ekki að hafa
áhyggjur af því að hafa haft rangt fyrir sér í and-
stöðunni við Bush, en öðru máli gegni um Schröd-
er. Hans bíði kosningar á næsta ári og þetta mál
bætist ofan á hrikalegt atvinnuleysi og verstu hag-
vaxtarhorfur í Evrópu: „Við veiktan efnahag og
breytingar af völdum Bush í Mið-Austurlöndum
bætist hlægilegt kosningamont Schröders um að
Þýskaland komi fram á ný sem pólitískt afl í heim-
inum á grundvelli andstöðu hans við stríðið í
Írak.“ Vincour segir einnig að Zapatero hafi lagt
það mikla áherslu á andstöðuna við Bush í stríðinu
við andstæðinga sína á hægri vængnum að hann
muni aldrei geta sagt að Bush hafi gert eitthvað
rétt.
Stjórn Bush hefur hins vegar fengið aukið
sjálfstraust á nýju kjörtímabili. Það kemur meðal
annars fram í því að hún hefur rétt fram sáttahönd
í Evrópu, sem alltaf er auðveldara þegar samið er
af styrkleika. Þar með er þó ekki sagt að tilraun til
að bæta samskiptin við helstu andstæðingana í
Evrópu sé án ástæðu. Uppbygging Íraks er mun
erfiðara verkefni en stjórn Bush hélt og Banda-
ríkjamenn vilja mikið til vinna að fá aðstoð frá sín-
um helstu gagnrýnendum.
Sáttfýsi og
sundurgerð
Bush hefur löngum
verið legið á hálsi fyrir
að sýna ekki sömu
sáttfýsi í verki og orði.
Þegar hann lýsti yfir því að Paul Wolfowitz, að-
stoðarutanríkisráðherra og einn af helstu hug-
myndafræðingum nýju íhaldsmannanna, yrði til-
nefndur í stöðu yfirmanns Alþjóðabankans vakti
það hörð viðbrögð víða í Evrópu, kannski ekki síst
vegna þess að þessi ákvörðun fylgir í kjölfarið á
skipan Johns Boltons í stöðu sendiherra Banda-
ríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bolton hef-
ur starfað í bandaríska utanríkisráðuneytinu og
hefur aldrei dregið dul á fyrirlitningu sína á Sam-
einuðu þjóðunum. „Höfuðstöðvarnar [á Manhatt-
an] við Austurá eru 38 hæðir, ef þær væru tíu
færri myndi það ekki skipta nokkru máli,“ er haft
eftir Bolton í Der Spiegel. Bolton hefur sagt að að-
eins ein þjóð ætti að eiga sæti og atkvæði í örygg-
isráðinu, Bandaríkin. Vinstra blaðið taz, sem gefið
er út í Berlín, sagði að skipan Boltons sem sendi-
herra hjá SÞ væri eins og að fela Írönum forsæti í
kvenréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Talið er ólíklegt að Bush hefði lagt fram nafn
Wolfowitz án þess að fullvissa sig fyrst um það að
stjórnendur bankans samþykktu að hann fengi
starfið. Wolfowitz var helsti málsvari þeirrar
skoðunar innan Bandaríkjastjórnar að með því að
stofna útvörð lýðræðis í Írak yrði hægt að end-
urmóta Mið-Austurlönd. Hann sagði reyndar
einnig að þegar sigur ynnist yrði eftirleikurinn
auðveldur og hægt yrði að fjármagna uppbygg-
ingu landsins með olíutekjum. Í fréttaskýringu í
The New York Times um Wolfowitz er vitnað til
þess að hann hafi eitt sinn skrifað að helsta lexía
kalda stríðsins fyrir bandaríska utanríkisstefnu
hafi verið „mikilvægi forustu og í hverju hún felst:
ekki að lesa yfir hausamótunum á mönnum, setja
sig í stellingar og setja fram kröfur, heldur að
sýna vinum þínum að þeir muni njóta verndar og
séð verði um þá, að óvinum þínum verði refsað og
þeir sem neiti að styðja þig muni iðrast þess“. Til-
nefning Wolfowitz er greinilega liður í að breiða út
sýn og stefnu stjórnar Bush í alþóðapólitík.
Sú þróun í stjórnmálum Mið-Austurlanda, sem
hér hefur verið rakin, er vonandi upphaf að nýjum
tímum í þeim heimshluta. Það væri hins vegar
varasamt að búast við því að hlutirnir gerist hratt.
Einræðisherrar arabaríkjanna munu ekki falla
með sama hraða og kommúnistastjórnir ráð-
stjórnarríkjanna við hrun járntjaldsins. Það getur
enginn neitað því að kosningarnar í Afganistan og
Írak hafa vakið almenning í arabaheiminum til
umhugsunar og kveikt vonir um aukið frelsi og
lýðræði. Hvort hugmyndir þeirra um lýðræði eru
þær sömu og hugmyndir Bush er önnur saga og
enn önnur hvort hagsmunir nýrra stjórnmálaafla í
þessum heimshluta muni fara saman við hags-
muni Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn njóta
víða velvilja, en þeir hafa einnig sýnt að þeir eiga
auðvelt með að sólunda honum. Hafi Bush ætlað
að hleypa af stað öldu lýðræðis með því að steypa
Saddam Hussein er verkinu ekki lokið, það er rétt
að hefjast. Það verk er vandasamt, ekki síst vegna
þess hve mikilvægt er að nýjar lýðræðisfylkingar
fái að þróast og vaxa með sjálfstæðum hætti. Um
leið er mikilvægt að það sé ljóst að áherslan á lýð-
ræði eigi við um alla. Það mega hinir nýju íhalds-
menn með Wolfowitz í broddi fylkingar eiga að í
þeirra huga á ekki að slaka til gagnvart einræð-
isherrum ef það þjónar hagsmunum Bandaríkja-
manna og líkt og svokallaðir raunsæismenn, sem
kenndir hafa verið við Henry Kissinger, halda
fram. Í þeirra huga á ekki að gefa einræðisherrum
nein grið. Það er þó erfitt að halda því fram að
þessi stefna hafi verið stunduð í verki. Reyndin
hefur verið sú að einræðisherrum er sýnt mismun-
andi viðmót allt eftir mætti þeirra eða magnleysi
og því hvort þeir hafa verið hallir undir Banda-
ríkjamenn eða ekki. Eigi krafan um lýðræði að
vera trúverðug verður hún að ná til allra.
Reuters
Líbanar eru langþreyttir á ítökum Sýrlendinga í landi sínu og vilja þá burt.
Reyndin hefur verið
sú að einræðisherr-
um er sýnt mismun-
andi viðmót allt eftir
mætti þeirra eða
magnleysi og því
hvort þeir hafa ver-
ið hallir undir
Bandaríkjamenn
eða ekki. Eigi kraf-
an um lýðræði að
vera trúverðug
verður hún að ná
til allra.
Laugardagur 19. mars