Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 23 Ég held að hvorutveggja hafi gengið eftir.“ Frá 1987 kenndi Njörður eingöngu ritlistarnámskeið og segist hann hafa haft mikla ánægju af. Njörður segir ritlistarkennara þurfa að vera rithöfund, og hann hef- ur auk bókmenntabókanna, sem að framan voru nefndar, sent frá sér ævisögur, skáldsögur, leikrit og ljóð. Verk hans hafa verið þýdd á mörg tungumál og sjálfur hefur hann þýtt mörg bókmenntaverk á íslenzku. Óttast mest kæruleysi og orðfæð „Í þessum umræðum, sem nú eiga sér stað um stöðu íslenzkrar tungu, finnst mér tungan standa að sumu leyti vel, að öðru leyti illa. Ég hef ekki mjög miklar áhyggjur af tökuorðum og slettum. Ég hef meiri áhyggjur af öðrum þáttum mál- notkunar. Ýmislegt bendir til þess að beyg- ingakerfið sé að riðlast. Þetta stafar sumpart af óöryggi manna í að fall- beygja nafnorð. Annað er viðtenging- arháttur með ef og hvort, sem er mik- il öfugþróun. Það er skrýtið, að viðtengingarhátturinn skuli sækja á hjá okkur meðan hann er á undan- haldi í öðrum Norðurlandamálum og ensku. Menn segja: Ef hann sé heima. Og: Ég veit ekki hvort hann sé heima. Eitt einkenni íslenzkunnar er að hún er sagnatungumál meðan enskan til dæmis er nafnorðatungumál. Með því að velja sagnir af kostgæfni þurf- um við ekki að nota eins mörg orð og málið verður gegnsærra. Stofnana- mál hrúgar hins vegar saman nafn- orðum. Í fréttum er þetta helzt: Vopnað rán var framið í banka. Af hverju ekki: Vopnaður maður rændi banka. Þarna gegnir sögnin lykilhlut- verki. Fyrir nú utan það: hvernig get- ur rán verið vopnað? Hefurðu tekið eftir því að forsetn- ingar eru að hverfa úr málinu og í staðinn er komið orðið varðandi? Námskeið varðandi meðferð þunga- vinnuvéla hef ég séð auglýst. Ég sagði nemendum mínum stundum, að ég hefði mestan hug á að stofna um- vinafélag! En megináhyggjur mínar eru ekki af þessu heldur því að orðaforði ungs fólks er miklu minni og fábrotnari en var. Ég leyfi mér að fullyrða, að með- al nemenda okkar í íslenzku á þessum 30 árum minnkaði hann greinilega; mér kæmi ekki á óvart, þótt hann hefði minnkað um 30%. Eitt dæmi er að nú labba menn alltaf; þetta er orðið eina sögnin sem notuð er yfir göngulag. Upphaflega merkti sögnin að labba að ganga hægt og þótt vel megi segja að menn gangi hægt á fjöll, þá finnst mér ekki hægt að tala um að labba á Esjuna, eins og algengt er orðið. Með þessu hverfa margar sagnir úr notkun og málið verður minna myndrænt. Með labbinu töpum við sögnunum að ganga, stika, strunsa, rölta, svo nokk- ur dæmi séu tekin. Enska tungan hefur orðið „tail“ meðan við höfum hali, rófa, dindill, skott, stertur og sporður og svo fram- vegis. Okkur þætti áreiðanlega ein- kennilegt að tala um hala á fiski eða hundi.“ – Hvernig vilt þú snúa vörn í sókn? „Við eigum að bjarga málinu okkar með því að vanda okkur. Við eigum að vera jákvæð og upp- örvandi. Eins og ég hafi ekki verið það í þessu samtali! Við eigum að benda á það sem er til fyrirmyndar og örva ungt fólk til þess að skrifa, tjá sig í skrifuðu máli og hnitmiða hugs- un sína. Við eigum stöðugt að hugsa um það, hvernig getur þessi texti orð- ið betri. Og hvaða orð við eigum að nota. Hver er munurinn á sögnunum að sitja og húka? Til þess að skynja það þurfum við að kunna bæði orðin. Orðaforðinn er lykillinn að flestu öðru. Og hvernig öðlumst við orða- forða? Halldór Kiljan Laxness fór um landið og skrifaði niður hjá sér tungu- tak fólksins. Við þurfum ekkert að vera að ferðast í þessum tilgangi. Við höfum aðgang að mjög góðum hjálp- argögnum, þar sem orðabækur eru. Ég nefni samheitaorðabókina, Ís- lenska orðabók, Merg málsins eftir Jón G. Friðjónsson og Orðastað og Orðaheim eftir Jón Hilmar Jónsson. Þegar við hlustum á útvarp er talað orð yfirleitt óundirbúið snakk. Það leiðir til fábreytilegri orðaforða. Fólk les minna en áður og fólk skrifar minna en áður. Það sem skrifað er, er mikið til sms-skilaboð eða tölvuskeyti sem leiða til mikið einfaldari orða- forða. Með minni orðaforða verður hugs- unin fátæklegri. Tungumálið er hljóðfæri hugans og við eigum að leggja okkur öll fram um að leika sem mest og bezt á það hljóðfæri. Það sem ég óttast mest um ís- lenzka tungu er kæruleysið; að mönnum þyki ekki vænt um málið eða sýni væntumþykju sína ekki nægilega í verki.“ Tungan, landið og sagan „Ég hef oft upplifað það að útlend- ingar hlæja að okkur fyrir að hafa sveigt veginn fram hjá álfasteininum. En meðan við kunnum álfasöguna er staðurinn einhvers virði og rétt að sneiða hjá steininum. Ef þú kemur á Þingvöll, þá sérðu fyrir þér þá atburði sem þar hafa gerzt. Sagan lifnar fyrir þér og þú þekkir staðinn. En ef þú þekkir enga sögu, hvað þá?“ Nú er Nirði svo mikið niðri fyrir, að hann er búinn að svara sjálfum sér áður en ég veit af. „Engin saga, enginn staður. Ókunnugt fólk í eigin landi. Ef við ökum norður í land, þá för- um við í gegnum Kjalnesingasögu, Harðarsögu, Egilssögu og eftir atvik- um Laxdælu eða Grettissögu. Svo bætast við allar þjóðsögurnar og öll ljóðin, sem hafa verið ort um ýmsa staði og ýmsa menn. Svona er landið lifandi, en mér finnst þekking fólks fara þverrandi og um leið deyr landið fyrir augunum á því. Mér er minnisstæð ferð sem ég fór einu sinni á Hornstrandir með kunn- ugum manni. Ég sá þarna bara firði og fjöll, en svo fór hann að segja mér sögur. Þetta voru alveg tveir heimar; þessi sem ég sá og svo hinn, sem fylgdarmaður minn átti með sögun- um. Og með þeim gat hann gefið mér hlutdeild í lifandi landi. Er þessu ekki svipað farið með tungumálið? Ég tók eftir því, þegar ég kenndi, að unga fólkið hafði lesið fá ljóð. Benedikt Gröndal sagði eitthvað á þá leið, að ljóðlistin væri öðrum þræði lærð og svo hitt, að hvert nýtt ljóð tæki með einhverjum hætti tillit til allra ljóða, sem ort höfðu verið á und- an því. Því er nefnilega þannig varið, að því betur sem við þekkjum til, þeim mun auðugra mál eigum við.“ freysteinn@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús við nýja götu á milli Klyfjasels og Lækjarsels í Breiðholti, sem hlotið hefur nafnið Lambasel. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði og er gatnagerðargjald innifalið í því. Um er að ræða lóðir fyrir einnar og tveggja hæða hús af tveimur stærðum: • 12 lóðir fyrir hús allt að 184 ferm. að stærð á einni hæð (kr. 3,5 millj.) • 5 lóðir fyrir hús allt að 240 ferm. að stærð á einni hæð (kr. 4,6 millj.) • 13 lóðir fyrir hús allt að 240 ferm. á 1 – 2 hæðum (kr. 4,6 millj.) Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar og deiliskipulagsskilmálar fást á skrifstofu Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 3. hæð. Þessi gögn er einnig að finna á heimasíðu Framkvæmdasviðs, www.rvk.is/fs undir málaflokknum „lóðir”. Frekari upplýsingar um lóðirnar fást á heimasíðunni og á skrifstofu Framkvæmdasviðs í síma 563 2310. Umsækjendur um lóðirnar þurfa m.a. að uppfylla eftirtalin skilyrði: • Vera ekki í vanskilum með opinber gjöld. • Standast greiðslumat fyrir 25 mkr. húsbyggingu. • Hafa átt lögheimili í Reykjavík í a.m.k. eitt ár talið frá ársbyrjun 2000 og að hafa ekki á sama tímabili fengið úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg. Hver umsækjandi getur sótt um eina lóð. Hjón og sambýlisfólk teljast vera einn umsækjandi í þessu sambandi. Dregið verður úr innsendum umsóknum og verður haft samband við þá, sem þær umsóknir eiga, um val á lóðum. Athugið, að aðeins þeir sem dregnir verða út þurfa að skila gögnum sem sýna að þeir uppfylli framangreind skilyrði. Umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum, undirrituðum af umsækjanda eða umboðsmanni hans, skal skila til skrifstofu Framkvæmdasviðs, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl. 16:15 fimmtudaginn 7. apríl nk. Reykjavíkurborg LAMBASEL lóðir til úthlutunar í grónu hverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.