Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐMANNS BJARNASONAR, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Efstasundi 47. Sérstakar þakkir til starfsfólks F2 á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun og félagsskap á liðnum árum. Anna Björg Jónsdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Margrét S. Jörgensen, Guðbjörn Jónsson, Fanný M. Clausen, Margrét Jónsdóttir, Gunnar M. Andrésson, afa- og langafabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR húsmóðir, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést á Hrafnistu mánudaginn 28. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Ágúst Þór Ormsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, Gunnlaugur Óskar Ágústsson, Anna Heiður Heiðarsdóttir, Sveinn Fjalar Ágústsson, Jóna Rún Gísladóttir, Sverrir Rafn Ágústsson, Hrefna Fanney Matthíasdóttir, Freyja Ágústsdóttir, Róbert Sölvi Sveinsson, Kolbrún Birna Gunnlaugsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN VALDIMAR JÓHANNSSON frá Hömrum, Hrísalundi 18, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Þórunn Ólafía Júlíusdóttir, Jóhann F. Stefánsson, Hrönn Vigfúsdóttir, Sigríður J. Stefánsdóttir, Arnar M. Friðriksson, María S. Stefánsdóttir, Ásgeir G. Hjálmarsson, Bára M. Stefánsdóttir, Dúa Stefánsdóttir, Jón Ó. Ferdinandsson, Hugrún Stefánsdóttir, Jón H. Thorleifsson, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls GUÐJÓNS G. GUÐJÓNSSONAR, Laugarnesvegi 89, Reykjavík. Helga Bergþórsdóttir, Bergþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðjónsson, Anna M. Helgadóttir, Birgir Guðjónsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Guðjón Þór Guðjónsson, Kari Brekke, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJALTI BJÖRNSSON, Tröllaborgum 23, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju mánudaginn 21. mars kl. 15.00. Sigurlín Helgadóttir, Birgir Hjaltason, Bjarndís Sumarliðadóttir, Helgi Hjaltason, Guðrún Stefánsdóttir, Björn Hjaltason, Kolbrún Hjaltadóttir Lowell, John Lowell, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR, Eskihlíð 26, Reykjavík. Kærar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir, Ragnar H. Guðmundsson, Jóhann H. Ragnarsson, Ingvar H. Ragnarsson, Ásta Sölvadóttir, Jökull Tinni Ingvarsson. ✝ Guðlaug HuldaGuðlaugsdóttir fæddist á Snældu- beinsstöðum í Reyk- holtsdal 28. júlí 1921. Hún lést á dvalar- heimilinu Grund við Hringbraut föstu- daginn 25. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urbjörg Ívarsdóttir, f. 21.9. 1883, d. 6.12. 1927 og Guðlaugur Hannesson, f. 4.8. 1877, d. 10.8. 1921. Systkini hennar eru Finnbogi, f. 1906, d. 1989, Ívar Rósant, f. 1909, d. 1974, Hanna Kristín, f. 1911, d. 1997, Svava Guðrún, f. 1914, d. 2002, Sigurð- ur, f. 1915, d. 1916, Áslaug, f. 1916, Aðalbjörg, f. 1916, d. 1928, Sigrún, f. 1918 og Heiðveig, f. 1919. Hulda giftist 2. janúar 1943 Ing- ólfi Ólafssyni, verslunarmanni í Reykjavík, f. 24.3. 1921, d. 17.11. 1966. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson, f. 28.9. 1893, d. 3.5. 1973 og Ingveldur Einarsdóttir, f. 10.8. 1889, d. 19.11. 1966. Börn Huldu og Ingólfs eru: 1) Kolbrún Sigurbjörg meinatæknir og sagn- fræðingur, f. 10.3. 1943, gift Ágústi Einarssyni prófessor, f. 11.1. 1952. Synir þeirra eru Einar, f. 11.11. 1972, Ingólfur, f. 16.3. 1974, kvæntur Ingu Brá Vigfúsdóttur, f. 9.4. 1971 og Ágúst Ólafur, f. 10.3. 1977, í sambúð með Þor- björgu Sigríði Gunn- laugsdóttur, f. 23.5. 1978, dóttir þeirra er Elísabet Una, f. 22.5. 2002. 2) Ingv- eldur bankastarfs- maður, f. 7.3. 1944, gift Geir Torfasyni fjármálastjóra, f. 26.11. 1940. 3) Rósa Guðrún póstmaður, f. 25.10. 1946. Sonur hennar er Ingólfur Már, f. 4.10. 1971, í sambúð með Ástu Gústafs- dóttur, f. 9.3. 1972, sonur þeirra er Daníel Þór, f. 6.4. 2003. 4) Jón Ernst sölu- og þjónustufulltrúi, f. 11.2. 1950, kona hans er Dagný Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, f. 29.8. 1949. Börn þeirra eru Rósa Dögg, f. 2.11. 1971, gift Hannesi Má Sigurðssyni, f. 14.7. 1971, dæt- ur þeirra eru Sara Sól, f. 11.12. 1997 og Birta Rós, f. 27.6. 2003, Helgi Hrannarr, f. 6.2. 1978 og Dagur Geir f. 13.12. 1989. Jón átti eina dóttur áður, Aðalheiði, f. 1967. 5) Aðalbjörg Gunnhildur, f. 23.3. 1961, gift Stefáni Bocchino, f. 22.2. 1961. Börn þeirra eru Hulda Guðríður, f. 26.3. 1987 og Frank Ingi, f. 14.12. 1988. Útför Huldu fór fram í kyrrþey. Amma Hulda á Víðimel. Ég man fyrst eftir mér á Víðimelnum í sunnudagshrygg með allri fjölskyld- unni hjá ömmu. Heimatilbúni ísinn hennar í boltaformi á eftir. Ég man eftir fiskibollunum hennar og eftir ísmolunum sem henni fundust svo góðir. Ég man líka eftir litla baðher- berginu með skrítnu sturtunni og dimmu geymslunni með rörinu sem var svo gaman að hanga á. Og sjón- varpinu í stofunni sem aldrei var kveikt á og gömlu klukkunni sem sló á heila og hálfa tímanum. Ég man eftir steinstiganum frammi á gangi þar sem við renndum okkur svo oft niður. Ég man eftir rabarbaranum í garðinum og rifsberjunum góðu sem við sóttum úr næstu görðum. Ég man eftir ömmu gangandi úti í náttúrunni með trefilinn bundinn um sig miðja. Og aðfangadagskaffið á Víðimelnum þar sem við hittumst öll, drukkum kakó með rjóma, borð- uðum smákökur og randatertur og skiptumst á gjöfum. Ég man eftir ömmu við endann á púkkborðinu í jólaboðunum. Ég man þegar þú kall- aðir mig Daggardropann þinn. Ég man eftir skrýtnu birtunni úti þegar þú kvaddir í morgunsárið, og febrúarsólinni sem skein þennan heiðríka dag. Þú valdir fallegan dag, amma mín. Kysstu Kátalann minn frá mér. Rósa Dögg. Það er skrýtið að hugsa til þess að eftir því sem árin líða þá aukast lík- urnar á því að við missum þá sem eru okkur kærir, og eins er furðu- legt að hugsa til þess að þeir sem við munum eyða mestum tíma með í líf- inu eru af annarri kynslóð og eru jafnvel ekki fæddir, en þarna á ég einmitt við börnin okkar. Það er ljóst að börnin þín og barnabörn voru fjársjóðurinn þinn og þú pass- aðir uppá þína eftir fremsta megni og í sumum tilvikum var það svo að manni fannst jafnvel um of. Nú þegar þú hefur kvatt okkur ættingja þína og þennan heim hugs- ar maður um lífshlaupið sem þú hef- ur átt og reynir að bera saman við sitt eigið. Þó vissulega séu tímarnir breyttir. Ég sjálfur hef aldrei átt afa, ég átti hinsvegar tvær ömmur þangað til nú fyrir skömmu og þó ólíkar hafi verið þá hef ég erft eitthvað frá þeim báðum, einhverja kosti og ein- hverja galla. Þegar maður hugsar um liðnu stundirnar þá hef ég kom- ist að því að þær eru kannski ekki neitt sérlega margar, hverju sem um var að kenna. Ég gleymi samt aldrei þessum stundum og rekur minni til göngutúrs sem við áttum í sameiningu, ég og þú, þegar ég var um það bil sjö ára. Slíkur var kraft- urinn og ákefðin í göngunni að leiðir skildu, enda þú tæpum kílómetra á undan mér og ég algerlega brjálað- ur yfir meðferðinni sem ég fékk hjá ömmu sem var að passa mig í fyrsta skipti. Þetta er kannski lýsandi dæmi um það hvernig þú varst og þinn persónuleika, það var ekki til neitt sem hét uppgjöf enda get ég vel ímyndað mér að þú hafir alltaf þurft að hafa fyrir þínu. Þetta við- horf hef ég í seinni tíð virt mikils, kraftinn, baráttuna og það að vilja að hafa fyrir hlutunum. Það sem stendur uppúr þegar ég rifja upp þau ár sem við áttum eru þau tilvik þegar þú vannst í fjöl- skylduspilunum, því þá var vissara að halda sig í fjarlægð, slíkur var krafturinn og æsingurinn. Eins er mér ljóst að ég á aldrei eftir að borða eins góðar fiskibollur eins og þínar, þó Kolla frænka komist ansi nálægt þínum gæðum. Eins er mér minnisstætt að þegar maður borðaði hjá þér þurfti maður að þvo sér um hendurnar, og svo mikil áhersla var lögð á hreinlæti við matarborðið að þegar maður hafði þvegið sér, komst þú og þvoðir hendurnar á manni aðeins betur. Ein allra skemmtilegasta minningin sem ég á snýr hins vegar að ferðalagi austur á Þingvelli þar sem fjölskyldan hitt- ist á góðum sumardegi. Sökum fjölda var ansi lítið pláss í bílunum og ég gleymi aldrei þeirri bílferð þegar þú ræddir um hvernig best væri að sitja í bíl til að sem flestir kæmust fyrir. – Jú, þú meira að segja hafðir skoðun á því hvernig við ættum að sitja í bílnum og þó svo að það hafi verið þér fjarri huga að skemmta ferðafélögum þínum með tiltækinu þá man ég að ég hló alla leiðina enda ekki á hverjum degi sem maður fær fjörutíu mínútna fyrirlestur um hvernig maður eigi að sitja í bíl, og hvernig koma megi fyrir sem flestum rössum í aftursæt- inu. Þetta er kannski lýsandi dæmi um kómísku hliðarnar sem þú áttir til, og það besta við það er að þú varst aldrei að reyna að vera fyndin, það bara var fyndið með hvaða aug- um þú gast litið á hlutina. Það sem er hins vegar mikilvæg- ast er hvernig þú komst börnum þínum öllum til manns og hvernig þessi fjölskylda hefur í raun og veru alltaf verið klettur í mínu lífi. Þrátt fyrir að allir hafi skoðun á öllu og flestir séu ósammála þá veit ég ekki um systkin sem eru nánari en börn- in þín. Þú hlýtur að eiga einhvern hlut að máli þar. Held að börnin þín séu þitt mesta og besta afrek í lífinu og fyrir það að tilheyra þessari fjöl- skyldu verð ég alla tíð þakklátur. Það er skrýtið að sitja og skrifa minningarorð um nýlátna ömmu sína og reyna að finna leið til að vera sorgmæddur yfir fráfalli hennar, sér í lagi þegar þér finnst það besta sem gat komið fyrir að hún fengi að fara á annan og betri stað. Það er líka skrýtið að þurfa að viðurkenna fyrir sjálfum sér að það sé engin sorg í hjartanu yfir fráfallinu, held- ur frekar yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast öllum hliðum ömmu sinnar. Ég er í raun að kveðja ömmu mína sem var 57 ára þegar ég fæddist og hafði lifað sínu lífi. Ég er í raun að kveðja ömmu mína sem ég sá mjög sjaldan og hafði lítil sam- skipti við. Og ég er í raun að kveðja ömmu mína sem ég kynntist aldrei almennilega en ég er líka að kveðja ömmu mína sem kenndi mér án þess að vita af því að maður getur komist langt á því að ætla sér hlutina, og maður á aldrei að gefast upp. Það voru margir nánari þér í fjöl- skyldunni en ég og allflestir stóðu sig betur að sinna þér í þínum veik- indum. Ég er hins vegar á því og tók meðvitaða ákvörðun um að okkar samskipti ættu ekki að verða nánari einungis vegna veikinda þinna og er í raun og veru fegin því að muna þig sem ömmu á Víðimel, kröfuharða, beinskeytta og umfram allt hrein- skilna manneskju sem lét aldrei skína í veikan blett eða sýndi miklar tilfinningar. Ég held að markmið okkar allra sé að verða hamingjusöm í lífinu og mín skoðun er sú að það eigi að vera takmark allra enda enginn tilgang- ur með neinu nema fólki líði vel og sé ánægt. Nú veit ég ekki hversu ánægð þú varst, né heldur hversu hamingjusöm þó mig gruni að það hafi skort töluvert þarna uppá. Það sem ég veit og ætla að lofa þér er hins vegar það að ég ætla að verða hamingjusamur, njóta lífsins og láta mér líða vel um ókomna framtíð. Elsku amma, láttu þér líða vel, brostu og kysstu afa frá mér. Helgi Hrannarr. HULDA GUÐLAUGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.