Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 37 UMRÆÐAN GREINA þarf hismið frá kjarn- anum. Það skiptir ekki öllu máli hvort Jónas Sen hafi orðið að draga í land, ádeilugrein hans á tónlistarhúsið haustið 2001 hafi farið framhjá mér eða hver líkti óperulist- inni við safn í Silfri Eg- ils. Aðalatriðið er að við erum sammála um að ekki er búið að óp- erunni eins og hún bæði þarf og á skilið. Jónas hefur lagt gott til umræðunnar og t.d. tekið undir sjónarmið mín um sameiningu. Með sameiningu stofn- ana má spara stórfé án þess að rýra listrænt sjálfstæði þeirra. Gautaborgaróperan, þar sem ég starfa m.a. um þessar mundir, hefur um nokkurra ára skeið annast flutning söngleikja einnig og þannig aflað tekna sem hún hefði ekki fengið ella. Slíka samnýtingu má hugsa sér í hinu nýja Tónlistarhúsi beri yfirvöld gæfu til að hanna hæfilega stóran óp- erusal inn í það. Leikhús hér rúma ekki nægilega marga áhorfendur til að „núllpunktur“ náist í rekstrinum og mun það t.d. vera ástæða þess að Þjóðleikhússtjóri aflýsti söngleiknum Jesus Christ Superstar í vor. Kostn- aðurinn of hár og áhorfendur sviptir söngleiknum. Mig langar til að benda á fáein at- riði sem mæla með óperusal í Tónlist- arhúsinu:  Leikhúsatburðir á vegum Listahátíðar hefðu stærri sal og yrðu því hagkvæmari.  Hægt væri að sameina rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar og Óp- erunnar án þess að sameina listræna stjórnun.  Halda má flóknar kaupstefnusýn- ingar án röskunar á starfi Sinfón- íuhljómsveitarinnar.  Íslenska Óperan gæti hafið samstarf við erlend óperuhús (co- production) og aukið möguleika á flutningi sjaldheyrðra verka.  Slíkt samstarf gæti aukið möguleika á sam- starfi í flutningi ís- lenskra óperuverka.  Hagkvæmni hlytist af sameinaðri markaðs- setningu og miðasölu og möguleikar á blandaðri áskrift. Finnar hafa á síðustu 30 árum gjörbreytt ímynd sinni með eflingu menningar, ekki síst tónlistar. Stjórn- endur, einleikarar og einsöngvarar frá Finnlandi heimsækja öll helstu óperu- og tónleikahús veraldar reglu- lega sem sendiherrar þjóðar sinnar og bera út hróður hennar. Þessi stór- kostlega landkynning þeirra er engin tilviljun. Hún er árangur vel fram- kvæmdrar stefnu í menningarmálum. Danir eru að komast í hóp ríkustu þjóða heims þrátt fyrir að búa yfir litlum náttúruauðlindum. Þeir byggja á mannauði. Öflugt menningarstarf er uppspretta sem þeir virkja. Í frábærum pistli Fréttablaðsins „Skoðun“ 7. mars er talað um kröfur sem menntað starfsfólk gerir til þjóð- félagsins sem það lifir í, t.a.m. „gott menntakerfi og fjölbreytt menning- ar- og tómstundalíf“. Þarf ekki að fjölyrða hve óperusalur í Tónlistar- húsinu yrði sönglífinu á Íslandi mikil lyftistöng, tónlistaráhugafólki mikið gleðiefni – og skattgreiðendum mikill léttir að sjá stefnt að hagkvæmni með fjölnýtingarhúsi um leið og blásið yrði til sóknar. Mér sýnist við Jónas Sen vera sam- mála um þetta, samherjar í barátt- unni og bræður í andanum. Við samherjarnir, Jónas og ég Gunnar Guðbjörnsson fjallar um Tónlistarhús ’Þarf ekki að fjölyrðahve óperusalur í Tón- listarhúsinu yrði söng- lífinu á Íslandi mikil lyftistöng.‘ Gunnar Guðbjörnsson Höfundur er óperusöngvari. Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Nýkomin í einkasölu falleg og björt og vel skipulögð 130 fm efri sérhæð með sérinngangi. 4 svefnherbergi í sérsvefnálmu. Þvotta- herbergi innaf eldhúsi. Suðursvalir, fallegt útsýni. Bílskúrsplata. Hiti í innkeyrslu. Stutt í skóla, sundlaug og alla þjónustu. Góð eign sem vert er að skoða. Verð 24,9 m. Seljendur sína í dag milli kl. 14-17, allir velkomnir. Borgarholtsbraut 76 - Kópavogi Opið hús í dag kl. 14-17. HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús Verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali GLÆSILEG 3JA HERBERGJA NEÐRI SÉRHÆÐ Í GRAFARVOGI - STARENGI 24 - OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 16 • Stærð íbúðar er 86 fm. • Jarðhæð – sérinngangur – sérgarður. • Húsið er með viðhaldsfrírri múrklæðningu. • Gott skipulag, enginn stigi. • Sérþvottahús í íbúð. • Fallegar innréttingar – parket á gólfum. • Stutt í alla þjónustu og skóla. Teitur Lárusson, sölufulltrúi, sími 894 8090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.