Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 51 MINNINGAR Kæra Valgerður mín. Aðeins örfáar línur og þakkir fyrir okkar löngu og góðu kynni. Ég sá þig fyrst á Sankti Jós- efsspítala fyrir rúmum fjörutíu ár- um. Við vorum stofusystur og urð- um strax góðar vinkonur. Svo fór hvor til síns heima, þú austur að Kálfafelli til Björns bónda þíns og barnanna. Við heimsóttum ykkur svo austur að Kálfafelli og betri móttökur var ekki hægt að hugsa sér. Svo liðu ár- in og ég eignaðist son, Magnús Heiðar, annan í röðinni. Maggi var í vöggu í fyrstu heimsókn sinni til ykkar. Ég man að við settum saman tvo djúpa stóla og þar var komið VALGERÐUR PÁLSDÓTTIR ✝ Valgerður Páls-dóttir fæddist á Seljalandi í Fljóts- hverfi 6. október 1909. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 20. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Kálfafellskirkju 25. febrúar. rúm fyrir Magga litla. Síðar buðuð þið Björn honum til sumardvalar hjá ykkur á Kálfafelli nokkrum árum síðar og eftir það var hann alltaf Maggi okkar hjá þér. Okkar kynni voru alltaf einstaklega ánægjuleg og síðast þegar við töluðum saman spurðir þú um Magga, en hann sendir ykkur öllum bestu kveðjur frá Danmörku. Ég vona að guð og gæfan fylgi allri þinni stóru fjölskyldu, sem við Svavar, synir okkar og fjölskyldur þeirra sendum hugheilar samúðarkveðjur. Bestu þakkir fyrir alla vináttuna og móttökur á Kálfafelli gegnum ár- in. Hvíl þú í guðs friði, vina mín, þín Marta. Ég á margar góðar minningar um Valgerði ömmu mína. Ég átti því láni að fagna að dvelja sem barn nokkur sumur í sveit að Kálfafelli og sá tími rifjast upp fyrir mér nú þegar mér er hugsað til ömmu minnar sem lést 20. febrúar sl. Hún amma var mjög dugleg kona og hafði allt í röð og reglu á heim- ilinu. Þar var alltaf hreint og fínt og sjálfsagt að fara eftir ákveðnum reglum. Þar var ungviðið fljótt að læra, t.d. þurfti alltaf að þvo vel hendur þegar komið var inn frá úti- leikjum. Það var indælt að koma inn í eldhús, hvíla sig eftir ærsli og tilburði við sveitastörfin og fá góðan og vel útilátinn mat. Matarlystin var góð í sveitinni af allri útiverunni og hvatti amma alla til að taka hraustlega til matar síns og leifa engu. Eldhúsið var samkomustaður þar sem rætt var um atburði líðandi stundar og skipst á fréttum. Hlust- að var á útvarpsfréttir og veður- fréttir í hádeginu og í kjölfarið spáð í veðurhorfur með því að horfa út um eldhúsgluggann. Þetta var að sjálfsögðu mikilvægt hugðarefni í sveitinni, þar sem veðrið hafði mikil áhrif á verkin sem þurfti að sinna. Amma mín reyndi og sá margt á sinni lífsleið. Hún lifði tímana tvenna og það var ekki ónýtt fyrir barnabarn að geta sótt í dýrmætan sjóð sem hennar reynsla og þekking var. Þannig gat hún frætt borg- arbarnið um ýmislegt sem því var framandi, bæði hvað varðar liðna tíma og lífshætti í sveitinni. Ég er mjög þakklátur fyrir þenn- an tíma og það sem hann færði mér. Minningarnar og sú reynsla sem ég öðlaðist af kynnum mínum við Val- gerði ömmu mun fylgja mér og lifa í hugskoti mínu. Ármann Atli Sigurðsson. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þetta sígilda máltæki kom upp í hugann þeg- ar við fréttum af því hörmulega slysi sem leiddi til ótímabærs andláts Bjarna Sveinssonar. Hann var dæmi um mann sem lifði ekki bara lífinu, heldur naut hann þess og lagði sig allan fram um að láta aðra njóta þess. Kynni okkar af Bjarna hófust fyr- ir rétt um áratug er við hófum störf í Skeljungi. Hann rak þá þjónustu- stöð Skeljungs á Reykjavíkurvegi sem hann rak allt til dánardags. Stöðina rak hann alla tíð með mynd- arbrag og naut þar dyggrar aðstoð- ar vina sinna, þeirra Öldu og Vignis. Sökum þessa rekstrar kom Bjarni oft á skrifstofu Skeljungs til að ræða háleitar hugmyndir sínar um hvernig mætti bæta reksturinn og gæði þjónustunnar. Hann var léttur í fasi með glaðlegt yfirbragð og heill í öllum samskiptum. Það var sama hvenær Bjarni kom, alltaf stafaði frá honum mikil útgeislun og krafturinn smitaði út frá sér. Heim- sóknir Bjarna lífguðu svo sannar- lega upp á hversdagsleikann. Bjarni ávann sér traust vegna starfa sinna fyrir félagið og leituðum við því oft til hans þegar byggja átti upp veit- ingastarfsemi á lóðum félagsins eða rétta þurfti við rekstur sem var far- inn að ganga illa. Hann tók við þess- um verkefnum og leysti þau með glæsibrag. Eftir því sem árin liðu urðu kynn- in nánari. Minnisstætt er þegar Bjarni fór í vettvangsferð með und- irritaðan til að sýna honum mat- vælafyrirtækið sitt í Garðabænum. Þetta var stoltið hans, fyrirtækið sem þau hjónin höfðu byggt upp frá grunni og þar sem þau voru frum- kvöðlar á sínu sviði. Fyrir tveimur árum seldi Bjarni matvælafyrirtækið, sem var orðið mjög verðmætt, enda byggt upp af mikilli elju og skynsemi frá fyrsta degi. Þessum kafla í lífi hans var BJARNI SVEINSSON ✝ Bjarni Sveinssonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1949. Hann lést af slysförum 17. febr- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 28. febrúar. lokið og hann var ánægður að skila fyr- irtækinu í góðar hend- ur. Þrátt fyrir söluna á fyrirtækinu var hann áfram ávallt kallaður Bjarni í Sóma hjá okk- ur í Skeljungi. Í framhaldi af þessu gafst meiri tími fyrir áhugamálin hjá hon- um. Bjarni hafði þó alltaf áhuga á að tak- ast á hendur ný verk- efni í rekstri og ræddi oft hugmyndir sínar í þessa veru. Bjarni var félagi í golfklúbbi Skeljungs. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttinni og töluverðan metnað til að bæta sig. Aðalkost- urinn við golfið var að það gat hann stundað með sínum besta vini, nefnilega konunni sinni. Það var gaman að spila golf með Bjarna og þar naut hann sín vel. Að lokum viljum við votta eig- inkonu hans, börnum og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur á erfiðum tímum. Í huga okkar verða alla tíð greyptar minn- ingar um yndislegan mann sem lagði sig allan fram við að láta gott af sér leiða. Árni Ármann Árnason, Margrét Guðmundsdóttir. Í Hafnarfirði er Kaldakinn. Þar bjó Bjarni. Þar er líka Grænakinn. Þar bjó ég. Í þessum bæ bernsku okkar var Lækjarskólinn okkar. Líka tjarnirn- ar, ísi lagðar á veturna. Líka hraun- in, full af hellum, gjám, álfum, tröll- um, indíánum og kúrekum og öllu sem þarf. Stutt er í Kaldársel en að- eins lengra að Kleifarvatni. Þar var veiði. Í Hafnarfirði var skátafélag. Súrsæti rabarbarinn í garði ná- grannans þroskaði bragðlaukana. Margt var brallað. Við Bjarni áttum Strandgötuna með öðrum. Líka Tobbusjoppu og tvö bíóhús, lifandi höfn. Mest langaði okkur að stela hjörtum úr sætum stelpum eða að minnsta kosti blíðu augna- ráði. Við áttum Presley og svo komu Bítlarnir til Hafnarfjarðar. Heimili Bjarna var samkomuhús- ið. Ásta húsfreyja bar nafnið með rentu, þolinmóð og gestrisin. Hún bólstraði húsgögn á daginn en Sveinn, faðirinn, gerði við bíla af list og safnaði vindlamerkjum undir gleri á skrifborðinu. Allt heimilishald þessa sómafólks var í senn reglufast en samt nægj- anlega frjálslegt til þess að gleðin mætti ríkja. Ungfrú Gerða var stóra systir Bjarna sem hann leit upp til. Stefán var stóri bróðirinn, bílagæinn og töffarinn í okkar augum. Um nokkurra ára skeið urðum við Bjarni bestu vinir í heimi. Vina- hópur okkar var raunar mjög stór. Stutt var í skólafélaga okkar og bekkjarfélaga. Það var stutt í allar áttir í Firðinum og heimurinn víkk- aði. Það var stutt í prakkarastrikin, stutt í hláturinn og spaugið en líka stutt í heimspekilegar vangaveltur um tilveruna. Bjarni var vinsælastur stráka. Alltaf hugmyndaríkur, fyndinn í til- svörum, en umfram allt traustur vinur. Bjarni var strax sem strákur duglegur og vel fallinn til forystu í margvíslegum leikjum og verkefn- um. Gaman hans var alltaf græsku- laust. Eins og oft verður þá skildi leiðir okkar Bjarna þegar frá leið bernskuárum. Ég slæmdist fyrr í átt til Reykjavíkur til náms og við tók langdvöl erlendis. Bjarni stefndi á matargerðarlistina og stofnsetti brátt sómafyrirtæki á því sviði. Allar fregnir af bernskuvini mín- um voru góðar. Síst undraðist ég að áræði og orka Bjarna leiddi hann til ástar við öræfin og fjallablámann. Þar fór saman með átökunum fegurð, gam- an og alvara í faðmi landsins okkar. Ég vissi fyrir víst hversu elskur Bjarni var að fjölskyldu sinni og heimili. Ég þekkti upplag vinar míns og veit að söknuður eiginkonu og afkomenda er sár. Ég var svo heppinn að eignast Bjarna að vini þegar við báðir vorum að stíga skrefin til þroska. Þá þegar var hann stráka vinsælastur í umhverfi sínu og gæfubrautin var mörkuð. Víst er að enn er Bjarni á gæfu- braut. Ljúf vegferð hans um hug- arheim okkar mun aldrei enda. Baldur Andrésson. Mig langar að minnast Bjarna vinar míns í nokkrum orðum. Ég kynntist Bjarna og fjölskyldu tveggja ára gömul er ég flutti í Þernunesið í næsta hús við þau. Eva Dögg og ég höfum alla tíð verið miklar vinkonur og á tímabilum al- gjörar samlokur. Vorum við Eva heimagangar hvor hjá annarri. Ég minnist Bjarna oft í stutt- buxum og í stuttermabol með der- húfu þegar hann var að elda sem mér þótti alltaf vinalegt. Bjarni eld- aði einstaklega góðan mat og var ég ávallt velkomin. Eva sagði ósjaldan við mig: „Jósó komdu yfir, pabbi vill sjá þig.“ Fjöl- skyldan kallar mig alltaf Jósó. Það hefur alltaf verið notalegt að koma til þeirra. Bjarni hafði alltaf tíma til að spjalla við okkur um lífið sem okkur þótti vænt um og talaði hann af mikilli reynslu. Þegar Eva Dögg fór út sem skiptinemi hélt ég áfram að fara yf- ir til þeirra hjóna til að spjalla við þau, enda var það löngu hætt að vera þannig að ég væri einungis að heimsækja Evu. Ég veit hvað Eva Dögg leit mikið upp til pabba síns og var mjög hænd að honum. Enda hugsaði hann einstaklega vel um ástvini sína. Hann var skemmtileg- ur, hlýr og góður maður sem mér þótti mjög vænt um. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Bjarna og á eftir að sakna hans. Ég votta Sigrúnu, Lenu Björk, Evu Dögg, Bjarna Snæ, Ingu Rún, Viktori Orra og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Minningin um góðan mann lifir. Jóhanna Hildur Hauksdóttir. Ég heyri í svefnrofunum að sím- inn hringir. Unnur svarar og ég sofna aftur. Stuttu seinna kemur hún inn til mín og segir: „Ég er með sorglegar fréttir, hann Bjarni í Sóma er dáinn.“ Ég vona að mig sé að dreyma en því miður er ekki svo. Ég kynntist Bjarna fyrst þegar ég starfaði hjá Skeljungi og átti samskipti við hann vegna rekstrar hans í Hafnarfirði. Þessi kynni þró- uðust í gegnum árin í góða vináttu sem ég mat mjög mikils. Bjarni var hreinskiptinn og ráðagóður og alltaf tilbúinn til aðstoðar ef á þurfti að halda. Eftir að við Unnur fluttum í Borgarnes og byrjuðum að starfa á sama vettvangi og Bjarni urðu sam- skipti okkar meiri og með öðrum hætti en áður. Hin síðari ár hitt- umst við nokkuð reglulega er ég átti ferð til Reykjavíkur en þá hringdi ég gjarna í hann og við fengum okk- ur létt snarl í hádeginu einhvers staðar og ræddum allt milli himins og jarðar. Við töluðum um viðskipti, golf og fjölskyldur en við vorum reyndar báðir búnir að komast að því fyrir löngu að við vorum mjög vel giftir svo fjölskylduumræðan var kannski ekki mjög fyrirferðar- mikil. Manni leið alltaf vel í návist Bjarna, hann talaði um hluti sem skiptu máli en var líka þessi grallari sem sá spaugilegu hliðina á tilver- unni. Við Unnur áttum afar skemmtilegar stundir með þeim Sigrúnu austur í Úthlíð í golfi og grilli og hlökkuðum til fleiri slíkra. Við sem nutum þeirra forréttinda að eiga samleið með Bjarna erum ríkari en ella og í hans anda munum við halda þétt hvert utan um annað og rækta þau gildi sem hann setti á oddinn. Sigrúnu, börnunum, litla afa- stráknum og Stebba bróður vottum við okkar dýpstu samúð og treyst- um því að minningarnar um sóma- drenginn Bjarna verði þeim léttir í hinni miklu sorg sem að þeim að steðjar. Ég kveð þig, kæri minn, í þeirri öruggu vissu að við munum hittast aftur og þá munum við taka hring á vellinum. Þangað til verðum við bara að vera öflugir á æfingasvæð- inu. Hjörtur. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, frá Möðruvöllum í Kjós, lést að Dvalarheimilinu Grund við Hringbraut föstudaginn 18. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kári Jakobsson, Eygló Þorgeirsdóttir, Ólöf Þorgeirsdóttir, Jón Þorgeirsson, Hugrún Þorgeirsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR BRANDSSON, Prestastíg 11, Reykjavík, lést að heimili sínu að morgni föstudagsins 18. mars. Jónína Vigdís Ármannsdóttir, Sigurjón Á. Einarsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Brandur Einarsson, Lára Ásgeirsdóttir, Guðni B. Einarsson, Hrönn Hallsdóttir, Jóndís Einarsdóttir, Guðmundur J. Vilhelmsson, Hulda B. Rósarsdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hluttekn- ingu vegna andláts og útfarar föður okkar, afa og langafa, SVEINS VALDIMARS LÝÐSSONAR, Snorrabraut 30, Reykjavík. Guðrún Sveinsdóttir, Jón Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.