Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 15 Nú er tækifærið til að gera það sem þú hefur lengi ætlað þér 10% til 20% afsl fram að páskum á sérpöntunum á höfuðgöflum, rúmteppum, dýnuverum og náttborðum. Dæmi 20% afsl: Faruk stillanlegur höfuðgafl áður kr 123.250 NÚ 98.600 Cecilia rúmteppi 280x280cm kr 56.550 NÚ 45.240 Mathilda dýnuáklæði 180x200cm kr 30.550 NÚ 24.440 10% afsl. af GANT HOME sængurfatnaði í verslun Verið velkomin Ármúla 10 • 108 Reykjavík • Sími: 5689950 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn í félagsheimilinu Þingborg, föstudaginn 8. apríl 2005 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 15. mars 2005. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. mína og kennsluna. Mér hefur ekki síst fundist gaman að kenna hinn verklega þátt.“ En er slík kennsla ekki hættuleg – hefur aldrei komið til efnafræðilegra sprenginga? spyr ég. „Nei, en það flæddi einu sinni þeg- ar gleymdist að skrúfa fyrir vatn þegar verið var að eima. Þá var að- koman ekki góð – ég hef passað slíkt vel síðan,“ segir Kristín og brosir. „Ég hef verið að skoða efni í ís- lenskum jurtum í rannsóknarstarfi mínu. Íslenskar jurtir hafa komið á óvart, ég hef einkum rannsakað fléttur og berjalyng. Í rannsóknar- störfum þessum höfum við séð að í íslenskum plöntum eru ekki síður áhugaverð efni en í plöntum sem vaxa í heitara loftslagi. Hinar síðar- nefndu hafa talsvert verið rannsak- aðar en ekki plöntur frá kaldari svæðum. Lyfseðilsskyld lyf í apótek- um eru að þriðjungi unnin úr plöntum, aðallega frá hlýjum svæð- um. Við höfum séð í rannsóknum okkar efni sem vinna á veirum, þ.á m. RS-veiru, þessi efni eru í flétt- um og skógarplöntum, í fléttum eru einnig efni sem hafa áhrif á vöxt ill- kynja frumna. Við höfum og fundið efni í berjalyngi, bæði í berjum og lynginu sjálfu, sem hafa bakteríu- hemjandi áhrif. Þetta er stórt verk- efni hjá okkur sem við vinnum í sam- starfi við aðra vísindamenn innanlands sem erlendis, við vinnum gjarnan efnafræðilegu vinnuna hér. Við höfum verið í samstarfi við er- lenda aðila, t.d. bandarísku krabba- meinsstofnunina sem hefur mælt virkni fyrir okkur í jurtum. Sumar jurtir eru minna mengaðar hér en erlendis, t.d. fjallagrös, sem vaxa hægt og eru mjög viðkvæm fyrir geislamengun. Í Evrópu eru fjalla- grös enn menguð eftir Tjernóbyl- slysið – en hér alls ekki. “ Mikilvægt að eiga framtíðarsýn og gera hana að veruleika En verður rektorsstarfið ekki til að fjarlægja Kristínu frá rannsókn- arstörfunum? „Jú, og mér finnst það dálítið leið- inlegt þótt ég á hinn bóginn hafi góða aðstöðu til að fylgjast með á þeim vettvangi. Ljóst er þó að ég verð að miklu leyti að halda mig til hlés í þessum efnum – rektorsstarfið er mjög krefjandi. Nú tekur við aðlögunartími, ég þarf að ganga frá hér á deildinni og ljúka minni kennslu og á sama tíma að koma mér vel inn í málefni skól- ans. Ég hef átt sæti í fjármálanefnd háskólaráðs, það kemur mér nú vel. Stærsta verkefni nýs rektors er að tryggja fjárhagslegan grundvöll skólans til framtíðar. Ég vil ekki leysa fjárhagsvanda skólans með skólagjöldum og álít að endurskoða þurfi hlutverk happdrættis og þeirra mála í heild sinni. Þetta er geysilega öflug stofnun, 10.000 manna samfélag nemenda, kennara og starfsfólks. Við þurfum að tryggja að skólinn haldi styrk- leika sínum og hann geti eflst sem rannsóknarháskóli og tekið þátt í að búa íslenskt þjóðfélag undir okkar nýju öld, bæði með því að styrkja það sem verið er að gera og hugsa til framtíðar hvað snertir nýjar náms- leiðir. Við höfum ákveðið forskot á aðra háskóla hér, HÍ hefur jú verið til í 94 ár, en ég vonast til að Háskóli Íslands geti haft samstarf við hina háskólana til hagsbóta fyrir alla að- ila. Í kosningabaráttunni hef ég lagt upp úr málefnum HÍ og framtíðar- sýn minni. Það sem skiptir mestu máli fyrir þann sem tekur að sér rektorsstarf við HÍ er að hann hafi skýra framtíðarsýn og metnað og kraft til að gera þessa sýn að veru- leika.“ Sem fram hefur komið starfar eig- inmaður Kristínar hjá flugfélagi – skyldu þau eyða frístundunum mikið í útlöndum? „Nei, við förum helst til útlanda ef við eigum erindi vegna vinnu en í frí- um gerum við mun meira af því að ferðast um landið okkar – veiðum og förum á skíði ef tækifæri gefst. Mest heillar þó sumarbústaðurinn sem við eigum, lífið þar er okkar helsta tóm- stundaáhugamál um þessar mund- ir,“ segir Kristín þegar spurt er um tómstundasamveru fjölskyldunnar. „Sumarbústaðurinn er í Þverár- hlíð í Borgarfirðinum, við eigum ekki ættir að rekja þangað en umhverfið þar finnst okkur yndislegt. Við stundum þar trjárækt og höfum kynnst góðu fólki í nágrenninu. Yngri dóttir okkar hefur náð að kynnast börnum í sveitinni, það er ómetanlegt fyrir borgarbarn að kynnast sveitasælunni – og raunar fyrir okkur öll. Ég á krefjandi starf framundan, til að ná árangri í því þarf ég að sinna því af lífi og sál en ég held að það sé mjög nauðsynlegt að geta horfið frá því af og til og þar sé ég sveitina og fjölskyldulífið sem mikilsverðasta vettvanginn.“ mundan gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.