Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÓHELLA HF. - BÍLSKÚRAR Nýtt hjá Hraunhamri fasteigna- sölu. Bílskúrar eða geymslubil 26,3 fermetrar sem eru að rísa við Móhellu í Hafnarfirði. Bíl- skúrarnir eru byggðir að mestu úr einingum frá Límtré og af- hendast fullbúnir með frágeng- inni lóð, þeir fyrstu í apríl 2005. Hægt er að fá lán allt að 70%. Nánari upplýsingar á Hraun- hamar.is eða hjá sölumönnum. Verð 2,3 millj. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Nýtt á skrá. Sérlega vel skipulögð og björt 3ja herb. íbúð á 3. hæð með flísalögðum suðursvölum. Tvö rúm- góð svefnherbergi eru innan íbúðar, tvískipt flísalagt baðherbergi og þvottahús inn af. Rúmgóð stofa, fal- legar innréttingar og skápar í íbúð. Parket á öllum gólfum nema baði og forstofu. Verð 19,7 millj. Opið hús í dag FÍFULIND 7 - 3. hæð - KÓPAVOGI - LAUS FLJÓTLEGA Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Verið velkomin í dag frá kl. 17-18, bjalla merkt Árni og Júlía SÍÐUMÚLI 1 - TIL LEIGU Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til leigu rúmgott húsnæði, sem getur hentað bæði sem skrifstofuhúsnæði og/eða aðstaða fyrir ýmiss konar félagastarf- semi. Rýmið sem um ræðir er á þriðju hæð, sem er á rishæð hússins, en hún skiptist í mjög gott 40 fm fundarherbergi, sem rúmar allt að 16 manns á fundi, og síðan mjög gott og bjart 107 fm rými sem áður var notað sem mötu- neyti með bæði gaflgluggum og þakgluggum. Gæti nýst fyrir stærri fundi og þess háttar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Húsakaupa. FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins 14. mars síðastliðinn fjallaði um styrki til landbúnaðar hér á landi og þá sérstaklega um nýjan styrk til kornræktar. Leið- arahöfundur hefur greinilega ekki aflað sér réttra upplýsinga um stuðning við land- búnað hér heima né heldur um sambæri- lega styrki erlendis. Af því leiðir að rangt er farið með mikilsverð atriði og ályktanir for- ystugreinarinnar bera þess merki að vera byggðar á vanþekk- ingu. Hér verður reynt að bæta úr þessu í örstuttu máli og á sem einfaldastan hátt: 1. Allar vestrænar þjóðir styrkja landbúnað sinn. Rökin fyrir því eru af mörgu tagi: Að hluta til er fram- leiðsla landbúnaðarvara innanlands atvinnuskapandi, að hluta til er mat- vælaframleiðsla flokkuð sem örygg- ismál og að auki eru landbún- aðarstyrkir víðast hvar stuðningur við dreifðar byggðir. 2. Ýmsar leiðir eru notaðar til að koma landbúnaðarstyrkjum í hend- ur réttra aðila. Undanfarið hafa styrkir hérlendis undantekning- arlítið verið greiddir á framleiðslu bænda, það er ákveðin upphæð á hvern lítra mjólkur og á hvert kg kindakjöts. Erlendis er meginhluti styrkja greiddur á land, það er ákveðin upphæð á hvern hektara ræktunarlands. Þessir styrkir eiga að skila sér til neytenda í lækkuðu verði á búvörum, hvor aðferðin sem notuð er. 3. Nýr styrkur til kornræktar, svo- nefndur, er tilflutn- ingur á fjármunum, sem þegar eru ætlaðir til stuðnings landbún- aði. Upphæðin nemur ekki nema rúmlega 1% af því sem veitt er til stuðnings mjólk- urframleiðslu í landinu árlega. Eins og komið hefur fram er ekki um að ræða aukinn stuðn- ing við landbúnað, heldur er þetta lítið skref í átt til þess að samræma styrkjakerfi okkar því, sem við- gengst í grannlöndunum. 4. Landbúnaðarstyrkir hjá grann- þjóðunum eru að stærstum hluta veittir beint á akurlendi eins og áður segir. Af því leiðir að bændur í þeim löndum geta tekið korn út úr fram- leiðsluferlinu og selt á lágu verði. Ís- lensk kornrækt hefur þurft að keppa við það undanfarin ár nánast án stuðnings. 5. Fyrir íslenska bændur er það sanngirnismál að þeir sitji við sama borð og stallbræður þeirra handan hafs. Hluta korns nýta bændur að sjálfsögðu til að fóðra eigin búpen- ing, en hluti er seldur milli manna. Til dæmis munu flestir svína- og ali- fuglabændur kaupa korn af öðrum. Íslenskir bændur, sem stunda korn- rækt, verða að geta keppt við út- lendinga um þessi viðskipti á jafn- réttisgrundvelli. Möguleikar til leiðréttingar eru tveir: Hægt er að setja einhverja tolla eða hömlur á innflutning, það myndi leiða til verð- hækkunar á svína- og hænsnakjöti og engum líka vel. Hin leiðin væri að flytja lítið eitt af núverandi stuðningi við mjólkurframleiðslu yfir á korn- ræktina til að jafna aðstöðu ís- lenskra og erlendra kornbænda. Í lokin er rétt að ítreka að korn- ræktin er bara einn liður í því að framleiða kjöt og mjólk. Með jafn- rétti í verðlagsmálum ættu bændur að geta framleitt hér mestan hluta af því korni, sem fer til mjólkurfram- leiðslu og svínafóðurs og nokkurn hluta af því hænsnafóðri, sem notað er hér á landi. Þar með yrði svína- og hænsnarækt jafninnlend og búskap- ur með kindur og kýr. Og þess skal enn getið að íslenskir kornbændur biðja aðeins um jafnrétti við erlenda bændur, engin forréttindi. Verst er þó að Morgunblaðið gerir lítið úr möguleikum okkar til korn- ræktar. Með atorku og snilli ís- lenskra bænda hefur tekist að gera kornræktina að alvöru búgrein. Uppskera af korni á flatareiningu er hér sú sama og í meginhluta Skand- inavíu svo að dæmi sé tekið. Við eig- um þar að auki víðáttumikið og af- bragðsgott ræktunarland í öllum landshlutum. Það er náttúruauðlind, sem við höfum enn ekki nýtt nema að litlum hluta. Og ef við ræktum hér allt okkar fóðurkorn, getum við haldið í landinu þeim milljarði króna, sem árlega fer í greiðslur til út- lendra bænda fyrir innflutt korn. Kornræktin er nú helsti vaxt- arbroddur landbúnaðarins og gefist bændum færi á að þróa hana í skyn- samlegu verslunarumhverfi, mun hún bæta hag bæði neytenda og bænda og draga þar með úr þörf á stuðningi við landbúnaðinn. Í lokin vil ég lýsa vonbrigðum mínum með afstöðu Morgunblaðsins í þessu máli. Það leyfir sér að beita forystugrein sinni gegn framförum og nýsköpun í atvinnugrein, sem á sér mikla vaxtarmöguleika, ef rétt er á haldið. Langt er nú síðan nokk- ur hefur kennt Morgunblaðið við aft- urhald. Ég vona því að þetta skot blaðsins á þá, sem vilja stuðla að framförum og nútímavæðingu í ís- lenskum landbúnaði, hafi verið slysaskot og verði ekki endurtekið. Jafnrétti til kornræktar Jónatan Hermannsson svarar forystugrein Morgunblaðsins frá 14. mars ’Með atorku og snilli íslenskra bænda hefur tekist að gera kornræktina að alvöru búgrein.‘ Jónatan Hermannsson Höfundur er starfsmaður Landbún- aðarháskóla Íslands, Keldnaholti. ÉG STYÐ eindregið uppbygg- ingu í miðbænum og alveg sér- staklega við Laugaveg. Laugavegur er lífæð gamla miðbæjarins. Þarna er mannlíf gott og andi svífur yfir, andi smáfyrirtækja, menningar- starfsemi, einstaklingsframtaks fólks sem hefur persónuleika og fyrirtækja sem hafa sjarma. Að undanförnu hefur óbilgjörn um- ræða farið fram sem á að leiða fram þá ,,staðreynd“ að í framtíðinni kann að verða leyft að rífa 25 hús og byggja ný og betri í staðinn við Laugaveg. Þarna hef- ur ekki verið haldið til haga að verndun húsa, götumyndar og annars sem gefur Laugaveginum per- sónuleika og líf vegur miklu þyngra að magni til og gæðum en það sem má hugs- anlega hverfa. Gleðitíðindi Skólavörðustígur er nú borgarprýði, ég vil að Laugavegur fái sama sess. Við verð- um að rífa kofa. Byggja upp falleg hús í anda gömlu Reykja- víkur, sem svara þörf- um nýrra tíma. Versl- unarfólk sem berst um á hæl og hnakka fær ekki almennilega aðstöðu af því að það á að vinna á ,,safni“ sem er skilgreint sam- kvæmt mjög þröngum smekk fárra. Þetta ,,vandamál“ sem nú er komið upp vegna óþarfa æsinga er mun gleðilegra en hitt, þegar við reyndum að benda á möguleika miðborgarinnar, sókn- arfærin og tækifærin, en úrtölu- menn reyndu að gengisfella miðbæ- inn. (Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lýstu d- lista frambjóðendur því yfir að ekki væri komandi í miðborgina vegna ólyktar!) Viðhorfsbreyting er greinileg: Mikil fjölgun íbúa í grennd við miðbæinn skapar tæki- færi, kaupmenn gleðjast, nú stend- ur mikið til, tónlistarhús að koma og alls staðar uppgangur. Þess vegna er mikilvægt að leyfa Laugaveg- inum að þróast innan þess ramma sem markaður var fyrir um nokkr- um árum með vandaðri vinnu þar sem vega salt hið nýja og gamla. Menning er ekki bara form, heldur inntak Sem formaður menningar- og ferðamálaráðs vil ég meiri kraft í uppbyggingu. Ég vil vernda það sem vernda ber, en húsvernd- armenning snýst ekki bara um form, spýtur og járn. Hún snýst um inntak, anda og möguleika, þau tækifæri sem þarf að skapa til að lífsandi verði dreginn í miðborginni. Sá lífsandi felst í viðskiptum, menn- ingarstarfsemi, fólki. Það er með þetta eins og annað í sjálfbærri þróun, hún snýst ekki bara um vernd, heldur líka félagslegan styrk og efnahagslegar for- sendur. Þess vegna vil ég að fólk horfi á mögu- leika samtímans og tækifæri í framtíðinni til að glæða hina gömlu byggð lífi. Ég styð í öll- um megindráttum þá framtíðarsýn sem kynnt var í nýlegum bæklingi og borinn í öll hús, fólki til upplýs- ingar. Tortryggni er réttmæt, nýbreytni er góð Vissulega hafa orðið niðurrifsslys og ný- byggingahörmungar. En er það ástæða til að hafast ekkert að? Dæmi um góða ný- breytni í anda gömlu Reykjavíkur eru mý- mörg og fjölgar. Hlut- verk gagnrýnenda er mikilvægt. En við byggjum ekki á óbreyttu ástandi, við byggjum á framtíð- arsýn. Ég bendi á tvær ágætar greinar í Mbl. þann 10. mars eftir Þorkel Sig- urlaugsson og dr. Bjarka Jóhann- esson máli mínu til stuðnings. Og grein Hjörleifs Stefánssonar daginn eftir þar sem skynsamlega er talað, en hvorki hann né Pétur H. Ár- mannsson arkitekt geta nú talist talsmenn óheftrar niðurrifsstefnu á Íslandi, ekki frekar en Pétur Ara- son stjóri Safns á Laugavegi. Á hin- um vængnum höfum við svo óþreyt- andi hvatningu Bolla Kristinssonar verslunarmanns sem talar máli þeirra fjölmörgu sem lifa og starfa á Laugaveginum, en þeirra sjónarmið hef ég leitast við að kynna mér, enda eigandi að litlum hlut í smáfyr- irtæki á Laugavegi sjálfur, (líklega einn borgarfulltrúa). Þannig hef ég fylgst með gjörbreyttum anda í göt- unni frá því sem var fyrir nokkrum árum og til þess sem nú stendur til. Ég segi: Áfram tónlistar- og ráð- stefnuhús, áfram uppbygging á Laugavegi, meira á Hverfisgötu, áfram allir þeir sem vilja miðbæ á lífi. Því miðbærinn lifir. Ég vil byggja upp við Laugaveg Stefán Jón Hafstein fjallar um Laugaveginn Stefán Jón Hafstein ’Vissulega hafaorðið niðurrifs- slys og nýbygg- ingahörmungar. En er það ástæða til að hafast ekkert að? Dæmi um góða nýbreytni í anda gömlu Reykjavíkur eru mýmörg og fjölgar. ‘ Höfundur er formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.