Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 45 FRÉTTIR Frá innreið meistarans íJerúsalem er sagt í öll-um guðspjöllunum fjór-um – nánar tiltekið í 21.kafla Matteusarguð- spjalls, 11. kafla Markúsarguð- spjalls, 19. kafla Lúkasarguð- spjalls og 12. kafla Jóhann- esarguðspjalls. Þær frásagnir eru dregnar saman í bókinni „Jesús, maðurinn sem breytti sögunni“ (1990), í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups, og á þessa leið: Jesús vissi að nú var komið að því. Hann fengi vart meiri tíma til að kenna og lækna. Hann hélt til Jerúsal- em til að halda páskahátíðina og mæta því sem verða vildi... Jesús hafði undirbúið vandlega komu sína til borgarinnar. Hann sendi tvo lærisveina sína á undan til að sækja asna, sem hann settist svo á bak og reið inn í borgina. Þegar fólkið, sem var á leið til borgarinnar, sá að Jesús var þar á ferð, fór það að syngja: „Lof sé syni Davíðs! Guð blessi hann sem kemur í nafni Drottins! Hósíanna í upphæðum!“ (Hósíanna þýðir: Drott- inn hjálpaðu.) Fólkið lagði flíkur sínar á veginn fyrir framan asnann og veifaði pálmagrein- um eins og gert var þegar konungar voru á ferð. Sumir þeirra sem horfðu á skildu það sem Jesús var að gera. Með því að velja asna til reiðar inn í borgina var Jesús að láta rætast spádóminn gamla, sem Sakaría talaði um í Gamla testamentinu: „Hrópið af gleði, íbúar Jerúsalem! Sko, konungurinn kemur til ykkar! Hann er sigurvegari, en þó hógvær og ríðandi á asna… Konungur þinn mun koma á friði meðal þjóðanna, og mun ríkja um allan heim.“ (Sakaría 9:9–10). Jesús taldi sig greinilega vera kon- unginn, Massías, sem Sakaría boðaði, auðmjúkan Messías, sem koma mundi með friði… Í vikunni fyrir páska komu æðstu prestarnir og farísearnir saman. Þeir voru sammála um að Jesús yrði að deyja. Það yrði að gerast í kyrrþey, til þess að valda ekki uppreisn borg- arbúa. En þá vantaði einhvern úr hópi vina Jesú til að leiða þá til hans. Heppnin var með þeim. Júdas Ískaríot var tilbúinn að aðstoða. Á leynifundi fékk Júdas greidda 30 silfurpeninga og lofaði að finna stað þar sem hægt væri að handtaka Jesú án þess að mikið bæri á. En um þetta hefur líka verið ort. Það gerði t.a.m. eitt helsta sálmaskáld Íslendinga, fyrr og síðar, Valdimar Briem, í tveggja binda ritverki sem nefndist „Biblíuljóð“ og kom út árið 1897. En hann var þá prestur að Stóra-Núpi. Ég ætla að leyfa þessum rúmlega hundrað ára gamla texta að segja okkur hvað gerðist þarna á pálmasunnudegi fyrir um 2000 árum, með upp- haflegri stafsetningu. Og þar er tekið á málinu á dálítið annan hátt. En ljóðið, sem ber yfir- skriftina „Innreið Jesú í Jerúsal- em,“ er svona: Til Jórsalaborgar þá Jesús er reið, þá jörðin af fögnuði dundi. Ó hvern mundi gruna, sú ljómandi leið að lykta hjá krossinum mundi. Þá hjuggu menn limið af laufgaðri stöng, á leiðina kvistum þeir stráðu; þar breiddu þeir klæði sín byrjandi söng, um blessun og dýrð hans þeir kváðu. En opt skiptast veður á örskammri stund og ótt fyrir sólina dregur. Og eptir þann dýrlega fagnaðarfund hve fljótt kom hans hörmunga-vegur. Hið limaða trje varð þá lausnarans kross, þeir ljetu’ á hann háðungarklæði. Í blessunar stað: „Komi’ hans blóð yfir oss,“ þeir blindaðir kölluðu í æði. En krossinn hans breytast mun lífsins í lund, á leið vora kvistum hann stráir; og brúðkaupsklæðin á blessunarstund oss búa þá englar guðs háir. Og allt þetta verður svo eg megi ná til eilífra föður-heimkynna, – til borgar guðs lifandi hæðum í há, þar hann mun jeg blessaðan finna. Þá sje jeg það allt, er guðs almætti skóp, í eilífum vor-morgunroða; og aptur þá fæ jeg minn ástvinahóp og englanna fylkingar skoða. Og ilmandi breiða þar eilífðarblóm guðs englar á mannanna vegu; og fagnaðar inndælan heyri jeg hljóm guðs hörpunnar ununarlegu. Þar hljómar hið dýrðlega hallelúja, guðs heilagra lofsöngur fagur; en himnarnir bergmála: hósíanna. Ó hvílíkur ununardagur! Megi andi þeirrar viku kirkju- ársins sem nú er byrjuð ríkja í hjörtum okkar. Hósíanna Með pálmasunnudegi rennur upp helgasta vika kristindómsins, sem landsmenn flestir nú á tímum kalla dymbilviku. Sigurður Ægisson gluggar í bækur og leyfir þeim að endursegja hina stórmerku atburði fortíðarinnar, sem við enn minnumst. sigurdur.aegisson@kirkjan.is TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki TILBO Ð Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Mark 30 fullt verð kr. 57.855 Tilboðsverð:Kr.40.900 Mark 10 fullt verð kr. 19.900 Tilboðsverð:Kr.13.930 Mark 20 fullt verð kr. 38.010 Tilboðsverð:Kr.26.976 Afmælisþakkir Til allra, sem glöddu mig á 90 ára afmælinu mínu: Kæru vinir, sem minntust mín og glöddu á ómælanlegan hátt. Þakka skeyti, gjafir símtöl og afmælissöng í gegnum síma. Þakka þeim, sem gátu komið og verið með mér og fjölskyldu minni og gleðina sem þið komuð með. Þakka börnum mínum, barnabörnum, tengdabörnum og öllum þeim, sem gerðu mér þetta kleift. Ég vona að bláberin verði ykkur hvatning í sumar, þá er tilganginum náð. Kveðja, Gróa Helga Kristjánsdóttir, Hólmi. SAMÞYKKT var ályktun á aðal- fundi Krabbameinsfélags Reykja- víkur í vikunni þar sem lýst er ein- dregnum stuðningi við lagafrumvarp sem nú er til meðferðar á Alþingi um að reykingar verði ekki leyfðar á veitingastöðum hérlendis. Ályktunin er svohljóðandi: „Aðal- fundur Krabbameinsfélags Reykja- víkur, haldinn 16. mars 2005, lýsir eindregnum stuðningi við lagafrum- varp sem miðar að því að reykingar verði ekki leyfðar á veitingastöðum hér á landi. Mikilvægt er að Ísland dragist ekki aftur úr í þróuninni á þessu sviði og verði áfram í fararbroddi í bar- áttu fyrir hreinu lofti og bættri heilsu.“ Þá var samþykkt ályktun þar sem skorað er á bæjarstjórnir Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar að hætta að bjóða ljósaböð í ljósabekkj- um í íþróttamannvirkjum á sínum vegum, líkt og ákveðið hefur verið að gera í Reykjavík og víðar. „Tíðni húðkrabbameins hér á landi hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og er það meðal annars rakið til aukinnar ljósabekkjanotkunar. Því er mikilvægt að opinberir aðilar grípi til ráðstafana sem í þeirra valdi standa til að sýna gott fordæmi og bregðast við ábendingum frá húð- læknum og öðrum,“ segir m.a. í þeirri ályktun. Styðja bann við reyking- um á veitingastöðum STJÓRN Skagafjarðarveitna ehf. hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við hugmyndir stjórnvalda um sameiningu Lands- virkjunar, Orkuveitu Vestfjarða og RARIK. Í ályktuninni segir m.a. að meðal markmiða nýrra orkulaga sé að koma á samkeppni í raforkumálum en að fyrirhuguð sameining stefni í þveröfuga átt. Stjórn Skagafjarðar- veitna ehf. leggur til við iðnaðarráð- herra að sveitarstjórnum og orku- fyrirtækjum verði gefin tækifæri til að yfirtaka rekstur Orkuveitu Vest- fjarða og RARIK og efla þannig starfsemi þeirra á landsbyggðinni. Á móti sameiningu orkuveitna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.