Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Höfum fengið í einkasölu þetta frábæra rúmlega eitthundrað ára 146 fm báru- járnshús á þremur hæðum með sérbílastæði. Húsið er hálf friðað. Lóðin er 216 fm. Kjallari er 50 fm: Hugguleg 2ja herb. íbúð í kjallara. Hæðin er 68 fm: Forstofa með parketi. Stór og mikið björt stofa með parketi. Eldhús með eldri innréttingu og flísum á gólfi. Útgengi á trépall. Baðherbergi með baðkari. Ris er 28 fm.: Hol og tvö góð herbergi. Þetta hús býður upp á mikla möguleika til endurinnréttingar og stand-setningar að utan með styrk frá Húsfriðunarnefnd. Grjótagata - einbýlishús Þorbjörn Pálsson, símar 515 0505, 898 1233. Sölufulltrúar Fasteignakaupa Sigríður Sigmundsdóttir, símar 515 0506, 848 6071.Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. HELLUBRAUT - HF. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu mjög gott einbýli á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr, samtals um 180 fermetrar, vel staðsett á einum fallegasta útsýnisstað í miðbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, búr, geymslu- loft, gang, 3 herbergi, hjónaher- bergi og baðherbergi. Á neðri hæð er inngangur, þvottahús, baðherbergi, geymsla og bílskúr. Stórar suður- og vestursvalir. Einstök staðsetning. Upplýsingar um eignina eru inni á mbl.is og hjá sölumönnum Hraunhamars. STAKKHAMRAR - RVÍK - GLÆSIEIGN Í einkasölu hjá Hraunhamri fasteignasölu glæsilegt einbýli á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr, samtals um 205 fermetrar, vel staðsett á frábær- um stað í Hamrahverfi í Grafarvogi. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrt- ingu, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, sólstofu, eldhús, þvottahús, gang, þrjú góð barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, góðan bílskúr og geymslu- loft. Húsið er innréttað á mjög smekklegan hátt með fallegum innréttingum og vönduðum gólfefnum. Glæsilegur garður með sólpalli, heitum potti og fallegum gróðri. Útsýni. Eign í algjörum sérflokki. Upplýsingar á Hraun- hamri.is og mbl.is og hjá sölumönnum. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Dæmi úr kaupendaskrá: Skrifstofu- og lagerpláss í austurborginni óskast 100-200 fm skrifstofu- og lagerpláss (með sýningaraðstöðu) óskast. Æskileg staðsetning: Höfði eða Flatir. Fleiri staðir koma til greina. Allar nánari uppl. veitir Sverrir. Íbúð í Kópavogi óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskast í Kópavogi. Æskileg stærð 80-120 fm. Smára-, Linda- og Hvammahverfi koma einkum til greina. Öruggur kaupandi. Uppl. veitir Sverrir. Raðhús eða einbýli í Hæðum í Garðabæ óskast - Staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 200-250 fm eign á framangreindu svæði. Góður afhendingarfrestur. Nánari uppl. veitir Sverrir. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - Staðgreiðsla Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýl- ishús á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Raðhús á Seltjarnarnesi (gjarnan í Kolbeinsstaðamýri) óskast Traustur kaupandi óskar eftir 180-280 fm húsi á framangreindum stað. Nánari uppl. veita Magnea og Sverrir. Íbúð í vesturborginni óskast Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herb. íbúð í vesturborginni. Nán- ari uppl. veitir Sverrir. Sérhæð við miðborgina óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst mið- borginni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð á ofangeindum svæðum. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan. Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari uppl. „Penthouse“ í miðborginni óskast - Staðgreiðsla Óskum eftir 200-250 fm „penthouse“-íbúð eða (efstu) sérhæð í mið- borginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Íbúð við Kirkjusand óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand. Nánari uppl. veitir Sverrir. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast Rýming eftir 1 ár Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Stað- greiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Nánari uppl. veitir Sverrir. Hæð í Laugarnesi, Vogum eða Teigum óskast Óskum eftir 120-140 fm hæð á framangreindu svæði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu - Einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - Traustir kaupendur KAFLASKIL urðu í fjármálum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar árið 1962. Skuldastaðan var þá mjög slæm og skattar háir. Nýkjörin bæjarstjórn hóf strax viðreisn- arstarf og lagði grunninn að öflugri fjármálastjórn sem stóð til ársins 1986. Þá var bæjarsjóður orðinn nær skuldlaus. Lánin voru innan við hálfan milljarð króna á verðlagi í desember 2004 miðað við bygg- ingavísitölu. Breytt um stefnu 1986 Ný bæjarstjórnarforysta breytti um stefnu 1986 og lagði áherslu á aukin umsvif á ýmsum sviðum. Eyðslan jókst fram úr tekjum og skuldir mynduðust í vaxandi mæli ár hvert nema árið 1996. Í árslok 2004 má ætla að skuldir verði ekki undir 8 milljörðum króna. Þær eru að miklu leyti erlend lán. Þess var ekki gætt að verkefni sem ráðist var í skiluðu fjármunum til að greiða lánin þeirra vegna. Þau urðu að greiðast af skatttekjum. Vextir 6 milljarðar Ætla má að vextir af föstum lán- um í ársreikningum bæjarsjóðs ár- in 1986 til 2004 nálgist 5 milljarða króna uppfærðir með bygginga- vísitölu til desember 2004. Þar sem yfirdráttarvextir, víx- ilvextir og dráttarvextir verða jafnan miklir við tak- mörkuð fjárráð má gera ráð fyrir að vaxtafjárhæðin sem hefði mátt spara sé ekki undir 6 millj- örðum króna. Það jafngildir því að þrír fjórðu lánanna séu vegna vaxtagreiðslna. Röng fjármálastjórn Þetta sýnir að í dag hefði bærinn getað átt nánast sömu fjárfest- ingar og verið skuldlítill ef hann hefði látið hraða framkvæmda fylgja innkomnum tekjum. Lán- tökur sem skatttekjur fólks eiga að standa undir ættu að vera óheimilar. Slík ráðstöfun á tekjum fram í tímann raskar eðlilegri og nauðsynlegri festu í fjármálum. Bæjarstjórn hvers kjörtímabils á að hafa full umráð yfir tekjum þess. Nú skuldar Hafnarfjarð- arbær meira en árstekjur. Hvað á að gera? Nauðsynlegt er að gera úttekt á rekstri bæjarins. Er hægt að losna við útgjöld án þess að skerða nauðsynlega þjónustu? Að spara og skera niður skilar oft sorglega litlum árangri, þó má aldrei hvika frá góðu aðhaldi. Sala þjónustueigna leysir ekki fjárhagsvanda til frambúðar nema síður sé. Skuldbreyting Ég tel að nú geti verið hag- kvæmt að taka innlent lán t.d. til 40 ára. Krónan er sterk og hætt er við að hún haldi ekki styrkleika sínum til langframa. Af jafngreiðsluláni að upphæð 10 milljarða króna með núverandi fasteignalánavöxtum yrði árleg greiðsla vaxta og afborgana um 500 milljónir króna auk verðbóta. Skynsamlegt er að lán séu í sama gjaldmiðli og tekjuöflunin til að forðast gengisáhættu. Gott er að taka aðeins stærra lán til að endurskipuleggja greiðslustöðuna. Síðan má ekki taka lán undir neinum kring- umstæðum nema greiða þau á sama kjörtímabili. Slík fjár- málastjórn ætti að tryggja að stjórn hvers kjörtímabils ráði yfir sínum tekjum og ekkert umfram það. Bæjarstjórar Sagan hefur kennt okkur að á tímabilinu 1962 til 1986 blómstr- uðu fjármálin og bærinn undir sterkri stjórn þriggja bæjarstjóra sem allir voru embættismenn. En á tímabilinu 1986 til 2004 hafa ver- ið 5 bæjarstjórar, allir jafnframt bæjarfulltrúar og enginn þeirra hefur getað stöðvað skuldasöfn- unina og náð tökum á fjár- málastjórninni. Það virðist inn- byggt í slíkt stjórnkerfi. Samhent fjármálastjórn Bæjarstjórn þarf að byggja upp öfluga fjármálastjórn. Um það hlýtur að vera samstaða í bæj- arstjórn. Nauðsynlegt er að leita ráða góðra ráðgjafa í þeim efnum. Sterk fjármálastjórn Til þess að byggja upp sterka fjármálastjórn þarf að hafa sterk- an bakhjarl á meðal bæjarbúa. Þá dugir ekki naumur meirihluti bæj- arfulltrúa sem ef til vill er með minnihluta kjósenda á bak við sig. Slíkri valdstjórn hlýtur að mistak- ast. Besta tryggingin fyrir farsæld í stjórn bæjarmála er að ná sem víðtækastri samstöðu. Valdbeit- ingin er æði oft deila um keisarans skegg. Bærinn verður að treysta á sjálfan sig í þessu efni. Ég vona að eitthvað gott sé hægt að hafa af þessum hugleið- ingum. Þær eru ekki settar fram sem ádeila á flokka eða ein- staklinga heldur byggjast þær á löngum lífsskóla og væntumþykju á bænum okkar og bæjarbúum. Skuldir þjaka Hafnarfjörð Páll V. Daníelsson fjallar um skuldsetningu Hafnarfjarðar ’Nauðsynlegt er aðgera úttekt á rekstri bæjarins. Er hægt að losna við útgjöld án þess að skerða nauðsynlega þjónustu?‘ Páll V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.