Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ A nítu Briem hefur heldur betur gengið allt í haginn eftir að hafa útskrifast úr Konunglega leiklistarskól- anum (Royal Academy of Dramatic Arts, RADA) í Lundúnum á síðasta ári. Hún lék aðalhlutverk í spænsk-bandarísku kvikmyndinni Nunnan, (e. The Nun) og nú er leikritið Losing Louis, þar sem hún er m.a. í félagsskap hinna þekktu leik- kvenna Alison Steadman og Lynda Belling- ham, komið á West End í Lundúnum. Leikritið var sýnt fyrir fullu húsi í Hampstead-leikhús- inu í norðurhluta Lundúna en er nú komið í Trafalgar Whitehall-leikhúsið á West End. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og leik- ritið hefur fengið mjög góða dóma, enda eru Al- ison Steadman og Lynda Bellingham frábærar gamanleikkonur. Ég hef lært ofsalega mikið af þessari samvinnu; það jafnast fátt á við að vera umvafin svona hæfileikaríku fólki,“ segir Aníta. „Þetta er svört kómedía um fjölskyldu sem þarf að takast á við skuggalega viðburði úr for- tíðinni. Verkið skiptist eiginlega í tvær sögur; fyrri hlutinn gerist árið 1955 þar sem ég leik hjákonu fjölskylduföðurins. Seinni hlutinn ger- ist fimmtíu árum seinna og þá hittum við son hjónanna og son eiginmannsins og hjákonunn- ar, í jarðarför föðurins,“ segir hún, „þetta er gamanleikrit, en fjallar auðvitað um grátbros- lega atburði“. Er að huga að næsta verkefni Aníta segir að gert sé ráð fyrir að sýningar standi yfir til 25. júní. „Reyndar liggja tveir leikarar í hópnum í flensu heima þessa dagana, þannig að varamenn þeirra hafa þurft að hlaupa í skarðið. En þetta er alveg rosalega gaman,“ segir hún. Hún segir, aðspurð hvort eitthvað liggi fyrir um næstu verkefni, að hún hafi einmitt farið í fyrstu prufuna sína í dag [á fimmtudaginn]. „Þetta er svo langur sýning- arferill að maður er fyrst núna að leita sér að næstu vinnu,“ segir hún, en Losing Louis var frumsýnt í lok janúar. Aníta var brautskráð frá RADA í júlí og fyrsta verkefni hennar var að leika í einum þætti breska sjónvarpsþáttarins Doctors sem sýndur var 17. desember ytra. Þá eyddi hún tveimur mánuðum í Barcelona á Spáni við tök- ur á fyrrnefndri mynd og tók svo þátt í leik- smiðju breska þjóðleikhússins þar sem hún vann með afar færu fólki, segir hún. Mjög mikilvægt er fyrir leikara í Lundúnum, segir Aníta aðspurð, að vera með færan um- boðsmann. „Ég hef verið mjög heppin því ég er með fyrsta flokks umboðsmann. Það skiptir öllu máli að vera með gott fólk á bak við sig í þessum bransa því samkeppnin er hörð. Um- boðsmaðurinn hefur komið mér á ótrúlegustu fundi og ég hef hitt alveg stórkostlegt fólk. Auðvitað er það samt ekki nóg; þetta er hörku- vinna og maður verður alltaf að sanna sig upp á nýtt fyrir hvert verkefni; fara í prufur og afla nýrra verkefna,“ segir hún. Samkeppnin góð Aníta hræðist ekki samkeppnina. „Hún er svo örvandi fyrir sköpunargleðina,“ segir hún. „Maður verður alltaf að vera á tánum og mér finnst það gott.“ Spurð um kvikmyndina The Nun segir Aníta að hún sé spennumynd. Hún leikur ekki nunn- una sjálfa. „Ég leik „góða kallinn“, 17 ára bandaríska stúlku sem yfirgefur heimaland sitt til að leita uppi fortíð móður sinnar á Spáni,“ segir hún. Myndin hefst á því að móðirin deyr á dularfullan hátt og Eve, sem Aníta leikur, er ekki sátt við niðurstöður rannsóknar á dauð- daga móður sinnar. Hún tekur málin í sínar hendur og kemst á snoðir um ýmislegt misjafnt í fortíð móðurinnar. „Það var alveg stórkostleg lífsreynsla að leika aðalhlutverk í svona mynd. Í sjálfu sér var kostur að ég vissi í raun og veru ekki alveg hvað ég væri að fara út í. Það er ekki fyrr en eftir á sem maður áttar sig á þessu öllu saman. Auðvitað er frábært að fá svona verkefni um leið og maður útskrifast úr leiklistarskóla; fá að vinna með svona góðu og skilningsríku fólki og axla ábyrgð svona fljótt,“ segir hún. Lærði spænsku og köfun „Svo var ofboðslega gaman að búa í Barce- lona í tvo mánuði. Þetta kom upp með mjög skömmum fyrirvara og áður en ég vissi af var ég lent í Barcelona þar sem enginn talaði ensku og mér mætti maður með skilti sem á stóð „Briem“. Þetta gerðist allt mjög hratt en það var stórfenglegt að komast inn í spænska menningu og fá borgað fyrirfram fyrir vinnuna sína,“ segir Aníta, „ég var með túlk til að byrja með en eftir viku fór mig að langa að tala sjálf við fólk. Þegar maður þarf að bjarga sér gerir maður það og ég náði að læra nógu mikla spænsku til að geta bjargað mér. Ég kann ekk- ert í málfræði en get bablað og komið því til skila sem ég vil koma á framfæri,“ segir hún og hlær. Síðasta atriði myndarinnar fer fram í vatni og Aníta segist hafa verið í hörkuköfunarþjálf- un fyrir það. „Á hverjum einasta degi þurfti ég að fara á klukkutíma æfingu til að þjálfa lungun og líkamann fyrir þetta atriði sem var tekið upp síðustu vikuna. „Þannig að ég er orðin hörku- sundgarpur og spænskumælandi eftir þetta ævintýri,“ segir hún og hlær dátt. Erfitt að horfa á sjálfan sig Leikstjórinn, Luis De La Madrid, er spænskur og framleiðslufyrirtækið, Filmax, líka en hefur gert margar myndir fyrir banda- rískan markað. Ein nýjasta mynd fyrirtækisins er The Machinist, með leikaranum Christian Bale í aðalhlutverki. The Nun er gerð með Bandaríkjamarkað í huga og verður frumsýnd þar á næsta ári. Enn er verið að klippa mynd- ina og á dögunum lauk Aníta vinnu við talsetn- ingu því eins og gengur þurfti að taka aftur upp hljóð við nokkur atriði myndarinnar. Aníta segist ekki vera farin að hugsa svo langt þegar blaðamaður spyr hana hvort ekki verði súrrealískt að fá að sjá myndina í fyrsta skipti. „Ég hitti einmitt leikstjórann um daginn og hann fór að tala um væntanlegar kvik- myndahátíðir og svoleiðis og það kom mér svo á óvart. Þetta var alveg dásamleg lífsreynsla í sjálfu sér og ég hafði einhvern veginn skilið hana eftir á Spáni. En ég er búin að sjá kynn- ingarmyndbrot og það var ofboðslega skrítið. Mjög undarlegt. Það er alltaf svolítið erfitt að horfa á sjálfan sig á skjánum.“ Líður vel í Lundúnum Aníta segist ekki vekja athygli á íslensku þjóðerni sínu að fyrra bragði í leiklistarheim- inum. „Í Englandi sitja útlendingar almennt, ekkert sérstaklega Íslendingar, ekki við sama borð og heimamenn. Það er svolítill stimpill settur á útlendinga hér. Ég hef lagt mig fram um að ná tungumálinu eins vel og mögulegt er og tel mér hafa tekist ágætlega upp. Það væri næstum ómögulegt fyrir mig að vinna hér ef ég talaði ekki góða ensku. Englendingar vilja svo- lítið halda sinni menningu fyrir sig og tíma ekki alltaf að hleypa útlendingunum að kjötkötlun- um.“ Aníta er 22 ára og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, búið í sex ár í Lundúnum. „Ég er búin að koma mér mjög vel fyrir hérna. Mér finnst al- veg rosalega gott að búa ein og er búin að koma mér upp mjög notalegu heimili. Ég held að það sé mikilvægast fyrir mig að eiga gott heimili, þá kemur allt hitt vonandi af sjálfu sér,“ segir hún. „Ég kem heim eins oft og ég get enda er fjölskyldan mín á Íslandi. Það getur verið erfitt að vera fjarri henni en hún kemur líka oft hing- að. Menningin hérna er svo sterk og svo mikil gróska í listalífinu og mér finnst ofsalega gott að geta týnst í fjöldanum. Maður getur verið sinn eigin herra og þetta er draumaumhverfi listamannsins,“ segir hún. Ég geri ráð fyrir að ég geti þá auglýst í Morgunblaðinu að Íslendingar sem eigi leið um Lundúnir eigi vísa gistingu hjá þér. „(Hlær dátt) Ekki séns. Alls ekki. Ég er svo mikill einfari að eðlisfari. Guð minn góður (hlær)!“ Ljósmynd/Mike Figgis Aníta Briem þarf ekki að kvarta undan aðgerðaleysi í leiklistarheiminum í Lundúnum. Leikkonan Aníta Briem lifði lífi sínu í friði í Lundúnum þar til á fimmtu- daginn að Ívar Páll Jónsson trufl- aði hana við vorhreingerningarnar. MIKE Figgis, leikstjórinn sem gerði Leaving Las Vegas með Nicolas Cage og Elizabeth Shue og Cage fékk Óskarinn fyrir, er góður vinur Anítu. Þau kynntust í haust, þegar hún tók þátt í leiksmiðju breska þjóðleikhússins. Figgis leikstýrði Anítu og öðrum leikara í leiksmiðjunni, en verkið fjallar um Lee Harvey Oswald, banamann Johns F. Kennedys, og eiginkonu hans, sem var rússnesk. „Við unnum saman mjög stíft í eina og hálfa viku og settum svo á svið sýningu með afrakstrinum. Það var frábært að fá að vinna með svona snillingi eins og Figgis er,“ segir Aníta. Hún segist þó ekki eiga víst hlutverk í næstu mynd hans. „Ætli maður verði ekki að fara í röðina eins og aðrar leikkonur.“ Mike er ljósmyndari, ekki síður en leikstjóri, og tók myndina af Anítu sem fylgir viðtalinu. Vann með Figgis í haust ivarpall@mbl.is Spænskumælandi sundgarpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.