Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gísli Ólafsson, fyrrver-andi yfirlögregluþjónná Akureyri, hefur haftmikil áhrif á flugsögunaá Akureyri. Hann er eini núlifandi stofnandi Flugfélags Akureyrar en félagið var stofnað 3. júní árið 1937. Nafni félagsins var breytt í Flugfélag Íslands árið 1943 og varð númer þrjú í röðinni með því nafni. Árið 1973 sameinuðust Flug- félag Íslands og Loftleiðir undir nafni Flugleiða. Gísli var annar stofnenda Flugskóla Akureyrar og stóð að rekstri hans á árunum 1945–1948, hann starfaði með Rauða krossi Ís- lands og stóð fyrir kaupum á tveimur sjúkraflugvélum til Akureyrar, hann fór fyrir söfnun svo hægt yrði að kaupa flugvél af Waco-gerð til lands- ins frá Bandaríkjunum og hann hafði frumkvæði að því að byggður var þyrlupallur við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, svo eitthvað sé nefnt. Flugsaga Akureyrar er mjög merkileg og segja má að með stofnun Flugfélags Akureyrar hafi verið lagð- ur varanlegur grunnur að framtíð áætlunarflugs á Íslandi. Fyrsta áætl- unarflug milli staða hér á landi var farið á vegum Flugfélags Íslands númer 2, frá Vatnsmýrinni í Reykja- vík til Akureyrar 4. júní 1928. Allt frá þeim tíma að Akureyringar sáu Junk- er-sjóflugvélina á Pollinum hefur áhugi á flugi verið mikill í bænum. Á Akureyri er rekið myndarlegt flug- safn, sem m.a. er ætlað að varðveita flugsögu Íslands en flugsaga Ak- ureyrar er merkur þáttur í þeirri sögu. Gísli, sem orðinn er 94 ára, starfaði í lögreglunni í 40 ár, á árunum 1940 til 1980 og þar af síðustu 20 árin sem yf- irlögregluþjónn. Hann hafði á þeim tíma frumkvæði að því að hafist var handa við byggingu nýrrar lög- reglustöðvar við Þórunnarstræti en fram að því var lögreglustöðin í litlu og lélegu húsnæði í Laxagötu, eins og Gísli orðaði það. Hann var einnig yf- irmaður Almannavarna á Akureyri og í Eyjafirði og vann áfram fyrir Al- mannavarnir eftir að hann hætti í lög- reglunni. Gísli fæddist á Sandhólum í Eyjafirði 23. júní árið 1910. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir hús- freyja og Ólafur Gíslason bóndi og eignuðust þau 8 börn. „Ég ólst upp í fátækt eins og svo margir aðrir en menn urðu bara að bjarga sér,“ sagði Gísli um árin í sveitinni. Gísli hefur verið heimilismaður í Kjarnalundi í um eitt ár og hann unir hag sínum vel þar, enda með útsýni til austurs, yfir Eyjafjörð og það sem mestu skiptir, hluta af flugbrautinni á Akureyr- arflugvelli. Hann fylgist vel með öllu flugi og þekkir vélarnar á hljóðinu. Gísli er við ágæta heilsu, sjónin er þó farin að daprast nokkuð en heyrnin er góð og hann fylgist enn vel með fréttum. Áður en Gísli flutti í Kjarna- lund bjó hann hjá einkadóttur sinni, Sigríði, manni hennar Einari Bjarna- syni og dætrum þeirra Tinnu Rún og Evu Hrund. Gísli sagðist gera lítið af því að fara út úr húsi en þó færi hann yfirleitt í kvöldmat til dóttur sinnar og fjölskyldu á sunnudagskvöldum. Eiginkona Gísla var Eva Hjálm- arsdóttir, hjúkrunarkona á Akureyri, en hún er látin. Svipti mig sjálfur ökuréttindum Gísli flutti úr foreldrahúsum og til Akureyrar árið 1929 og vann ýmis störf þar til hann gekk í lögregluna. Hann vann lengi hjá BSA, m.a. sem bílstjóri en bílar voru mjög að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Hann var með mikla bíladellu ekki síður en flugdellu, að eigin sögn og kenndi á bíl í gamla daga, bæði á Akureyri og í næsta nágrenni. Einnig var hann með kennsluréttindi fyrir fyrstu tvö stigin í svifflugi. Þá var hann mikill áhuga- maður um ljósmyndir og tók mikinn fjölda ljósmynda bæði hér heima og erlendis. „Ég svipti mig sjálfur öku- leyfinu fyrir nokkrum árum enda kominn tími til að hætta. Sýslumað- urinn notar þetta stundum á gamalt fólk, sem hann vill að skili inn rétt- indum sínum, að menn ættu að taka yfirlögregluþjóninn fyrrverandi sér til fyrirmyndar, þar sem hann hefði svipt sig sjálfur réttindunum.“ Fyrstu kynni Gísla af fluginu urðu þegar Svifflugfélag Akureyrar var stofnað 1937, eða sama ár og Flug- félag Akureyrar var stofnað. Hann sagðist hafa verið mjög spenntur fyr- ir því og fór á svifflugsnámskeið bæði á Sandskeiði og á Melgerðismelum. „Við vorum með þýskan flugkennara og hann þótti harður í horn að taka og vildi að menn hlýddu sér. Ég komst að því síðar að þetta var háttsettur foringi í þýska flughernum en hann komst til síns heima með fiskiskipi frá Akureyri um það leyti sem stríðið hófst. Þjóðverjar sóttu það mjög stíft á þessum tíma að koma sér upp bæki- stöð á Íslandi en höfðu ekki erindi sem erfiði.“ Gísli sagði að hann hefði tekið þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar fyrir tilstuðlan Kristjáns Kristjánssonar, vinnuveitanda síns á BSA. „Eftir að Agnar Kofoed-Hansen kom heim frá flugnámi í danska hernum var engin flugvél til handa honum. Flugfélag Ís- lands númer eitt og tvö höfðu hætt rekstri og Reykvíkingar, sem höfðu slæma reynslu af rekstri félaganna tveggja, voru ekki tilbúnir að leggja meiri peninga í kaup á flugvél. Þeir bentu Agnari á að snúa sér norður og tala við Akureyringa. Lagði fram 300 krónur við stofnun Flugfélags Akureyrar Agnar hafði samband við Vilhjálm Þór, sem þá var kaupfélagsstjóri KEA, og það varð úr að Vilhjálmur hóaði saman efnaðri borgurum bæj- arins og Flugfélag Akureyrar var stofnað. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Gullfossi 3. júní 1937. „Ég hafði verið í kringum svifflugið, var starfs- maður Kristjáns á BSA og hann vildi endilega hafa mig með í stofnun fé- lagsins. Það varð úr og ég lagði fram 300 krónur í stofnfé en sú upphæð nálgaðist að vera mánaðarlaun mín á BSA. Og ég er víst eini núlifandi stofnandi félagsins.“ Eftir stofnun félagsins var ráðist í kaup á fjögurra sæta flugvél af Waco- gerð og Agnar Kofoed-Hansen ráð- inn flugmaður og framkvæmdastjóri félagsins. Flugvélin fórst á Reykja- víkurflugvelli og með henni tveir menn, auk þess sem tveir aðrir slös- uðust. Síðar var keypt önnur vél sömu gerðar en hún brotlenti á Hornafirði. Þar varð mannbjörg en vélin eyðilagðist. „Það var því engin vél þessarar gerðar til á Íslandi og menn voru mjög aumir yfir því. Síðar fréttist af slíkri vél vestur í Banda- ríkjunum, sem þó var óflugfær og í frekar lélegu ásigkomulagi. Það varð þó úr að hafin var söfnun 1980 og 1981 til að kaupa þessa vél, því hér á Akureyri var mikill áhugi á stofnun flugsafns. Hér var Flugfélag Ak- ureyrar stofnað, sem síðar varð Flug- félag Íslands númer 3 og Flugleiðir, sem starfar enn í dag. Ég tók að mér að safna peningum til kaupa á þessari vél í Bandaríkjunum en ekki man ég hvað hún kostaði. Ég leitaði til fyr- irtækja og einstaklinga hér á svæðinu og tókst að safna nærri þremur millj- ónum króna. Það dugði til að kaupa vélina og einhvern veginn komst hún til Íslands. Markmiðið var að vélin yrði safngripur Flugfélags Akureyr- ar og staðsett á Akureyri og það var einmitt þess vegna sem söfnunin gekk svona vel. Vélin er nú í geymslu í flugskýli í Reykjavík en ég geri mér enn vonir um að hún verði flutt norð- ur og að hér verði framtíðarstaður hennar.“ Stofnaði Flugskóla Akureyrar Gísli stóð einnig að stofnun Flug- skóla Akureyrar árið 1945, ásamt Árna Bjarnarsyni bóksala og fljót- lega bættist Steindór Hjaltalín í hóp- inn. Saman ráku þeir skólann á ár- unum 1945–1948. „Tilgangurinn með stofnun skólans var að gefa ungum mönnum tækifæri til að læra að fljúga og um tíma vorum við með fimm flugvélar. Sjálfur lærði ég að fljúga í skólanum og man enn nokkuð vel eftir prófdeginum. Sigurður Jóns- son, sem var þekktur undir nafninu Siggi flug, var prófdómari. Sigurður var með flugskírteini númer 1 á Ís- landi og ég fékk skírteini númer 59.“ Sigurður var við stjórnvölinn þegar Waco-vélin brotlenti í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli og slasaðist hann nokkuð. Gísli sagði að eftirlit með vélum flugskólans hefði verið nokkuð stopult og að til þeirra verka hefðu komið menn úr Reykjavík. „Ég hafði nokkra reynslu af skoðun flug- véla og fékk síðar leyfi til að skoða vélarnar.“ Gísli sagðist hafa reynt að komast í öll flug sem mögulegt var og fór í margar ferðir sem aðstoðarflug- maður, bæði í farþegaflug og síld- arleitarflug á árunum í kringum 1950. Og aldrei lenti hann í óhappi í fluginu. Hann var lengi í stjórn Rauða kross- Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, hefur haft mikil áhrif á flugsöguna á Akureyri Er eini núlifandi stofnandi Flug- félags Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akureyri, á svölunum í Kjarnalundi. Eftir að Gísli tók við sem yfirlögregluþjónn á Akureyri barðist hann fyrir því að byggð yrði ný lögreglustöð. Ráðist var í byggingu nýrrar lögreglustöðvar við Þórunnarstræti og tók Gísli fyrstu skóflustungu að húsinu árið 1963. Gísli Ólafsson var virkur í starfi Oddfellow og helsti hvatamaðurinn að því að þetta glæsilega félagsheimili reglunnar við Sjafnarstíg var byggt. Gísli tók fyrstu skóflustunguna að húsinu árið 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.