Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BRAGI Árnason, prófessor í efna-
fræði við Háskóla Íslands, sem
varð sjötugur hinn 10. mars sl.
flutti kveðjufyrirlestur í hátíðarsal
Háskóla Íslands sl. föstudag í til-
efni af starfslokum við skólann.
Í erindi sínu rakti Bragi náms-
og starfsferil frá því hann lauk
menntaskóla um miðja síðustu öld,
námi sínu í Þýskalandi og aðdrag-
anda þess að hann ákvað að hætta
í doktorsnámi og snúa sér að rann-
sóknum á Íslandi.
Ekkert lát á heimsóknum
Síðustu áratugi hafa rannsóknir
Braga einkum snúið að vetni og
sagði hann að ekki væri ofsagt að
vetnisverkefnið hefði hlotið
óskipta athygli vítt og breitt um
heiminn. Ekkert lát hefði verið á
heimsóknum fréttamanna frá er-
lendum fjölmiðlum, sjónvarpi, út-
varpi, tímaritum og dagblöðum. Þá
hefði legið hingað til lands mikill
straumur fræðimanna og stjórn-
enda stórfyrirtækja til að fræðast
um vetnisáform Íslendinga. Til
dæmis hefðu fyrir um ári komið
hingað forsvarsmenn stærstu bíla-
framleiðenda og stórfyrirtækja í
Japan og síðan hefðu hingað komið
embættismenn og borgarfulltrúar
frá Japan til að
kynna sér vetn-
ismál Íslendinga.
„Ég gerði mér
til gamans fyrir
nokkru að telja
nafnspjöld
þeirra erlendu
aðila sem hafa
komið í heim-
sókn, gagngert
til að kynna sér vetnisrannsóknir
við Háskóla Íslands og vetnisvæð-
ingaráform. Nafnspjöldin reyndust
354,“ sagði hann.
Virkjun sólarorku
næsta skref
Bragi sagði ekki óeðlilegt að
menn hugsuðu sem svo að Ísland
væri augljóslega kjörið tilrauna-
land til að hefja vetnisvæðingu
heimsins. Tiltölulega lítið mál væri
að byggja upp nauðsynlega innviði
þar sem hægt yrði að prófa og
endurbæta nauðsynlega tækni.
Þannig að þegar hagkvæmt yrði
að hefja virkjun sólarorku í
stórum stíl yrði tiltölulega auðvelt
að nýta og yfirfæra reynslu og
þekkingu sem aflað hefði verið á
Íslandi yfir á stærri samfélög, að
mati Braga.
Bragi Árnason lætur af störfum
Vetnisverkefnið hlot-
ið óskipta athygli
Bragi Árnason
FÆÐINGAR á landinu öllu voru
alls 4.187 í fyrra, rúmlega 100 fleiri
en árið 2003 þegar þær voru 4.079.
Tíðni keisaraskurða lækkar, t.d. í
Reykjavík og Akureyri, en hækkar á
öðrum stöðum og stendur Akranes
upp úr þar sem tíðni keisaraskurða
sem hlutfall af fæðingum var 25,44%
í fyrra. Séu aðgerðir með sogklukk-
um teknar með lætur nærri að
þriðja hver kona sem fæðir á Akra-
nesi fæði með einhvers konar að-
gerð.
Andvana fædd börn voru 21 á síð-
asta ári, borið saman við sjö börn ár-
ið á undan, þar af voru 18 á kvenna-
deild LSH, eitt á Akureyri, eitt í
Keflavík og eitt á Akranesi.
Að sögn Reynis Tómasar Geirs-
sonar, yfirlæknis á kvennadeild
LSH, geta orsakir andvana fæðinga
verið margvíslegar, s.s. sýkingar,
fylgjulos, naflastrengsklemmur,
sjúkdómar hjá móður og meðfæddir
sjúkdómar hjá börnunum.
Fjöldi andvana fæddra barna
(börn sem deyja í móðurkviði) var
hærri á síðasta ári en nokkur síð-
ustu þar. Reynir Tómas bendir þó á
að fá tilvik hækki hlutfallið umtals-
vert og að í einni og sömu vikunni í
fyrra hafi t.d. þrjú börn fæðst and-
vana á þremur stöðum á landinu af
mismunandi orsökum. Mörg þess-
ara barna séu miklir fyrirburar og
oftast er fátt eða ekkert sem gefi til
kynna að barninu sé hætt. Börn sem
látin voru fyrstu viku eftir fæðingu
voru fjögur á landinu í fyrra, öll
fædd á kvennadeild LSH. Árið 2003
voru börn látin á fyrstu viku helm-
ingi fleiri, eða átta. Tölurnar sveifl-
ast því talsvert milli ára. Reynir
Tómas bendir á að engu að síður sé
fjöldi barna sem deyja í meðgöngu,
fæðingu og á fyrstu vikum eftir fæð-
ingu með því lægsta sem gerist í
heiminum, einnig á síðasta ári.
Dreifing fæðinga á landinu var
áþekk í fyrra og árið á undan. Í
Reykjavík fæddust 71% allra barna
á landinu, á Akureyri var hlutfallið
svipað milli ára (9–10%) en Akranes
fór upp fyrir Keflavík í fjölda fæð-
inga (224 á móti 209) og hefur það
ekki gerst síðan 1983. Tíðni keis-
araskurða lækkaði á nokkrum stöð-
um í fyrra frá árinu á undan, sem
fyrr segir. Í Reykjavík var tíðnin
rétt rúm 17% í fyrra, en var 19,3%
2003 og hafði þá hækkað nokkuð
borið saman við árin þar á undan. Á
Akureyri var tíðni keisaraskurða
rúm 14,6% í fyrra og hefur lækkað
síðustu ár úr rúmum 24%. Í Nes-
kaupstað var hlutfall keisaraskurða
einnig hátt í fyrra, 22%, og hlutfall
keisaraskurða var einnig umtalsvert
á öðrum stöðum, 10–13%, s.s. í Vest-
mannaeyjum, Selfossi og Ísafirði og
hefur hækkað milli ára.
Þriðja hver kona á Akra-
nesi fæðir með aðgerð
!!!
!!!
"" #$#
%
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
hefur dæmt rúmlega fertugan karl-
mann í eins árs fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot og líkamsárás. Ákærði
játaði öll brot.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að
skv. læknaskýrslu, þar sem fram
komi ástand brotaþola, megi ráða að
árásin hafi verið harkaleg og til þess
fallin að vekja verulegan ótta hjá
brotaþola.
Fram kemur að ákærði eigi saka-
feril frá 1984 til 1998. Hann hefur
hlotið dóma fyrir hegningarlagabrot,
s.s. skjalafals og ýmis auðgunarbrot,
auk brota á umferðarlögum. Síðast
hlaut ákærði dóm í desember 1998
fyrir hegningarlagabrot. Ákærði
hlaut árið 1996 átta mánaða fangels-
isdóm fyrir brot á 209. gr. almennra
hegningarlaga sem snertir lostugt
athæfi sem særi blygðunarsemi
manna eða er til opinbers hneykslis.
Tekið er fram að til refsilækkunar er
gert að líta til þess að ákærði játaði
greiðlega brot sitt og samþykkti að
greiða bætur, en hann var dæmdur
til greiðslu á 500 þúsund krónur
ásamt vöxtum til brotaþola. Auk
þess er ákærða gert að greiða laun
réttargæslumanns, 75 þúsund krón-
ur , og allan sakarkostnað, þ.m.t
málsvarnarlaun skipaðs verjanda
síns, 150 þúsund krónur.
Árs fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot og líkamsárás
HIN fjögurra ára gamla hnáta, Heiðrún Anna, hafði allan varann á
þegar hún gaf grágæsunum við Reykjavíkurtjörn. Varlega réttir hún
fram brauðbitann og svangar gæsirnar gera sig líklegar til að narta í.
Heiðrún er skynsöm, því vitað er um aðgangshörku fuglanna við
Tjörnina, ekki síst í mesta kuldanum þegar minna er um fæðu-
framboðið.
Morgunblaðið/Ómar
Gæsunum gefið með varúð
SKÓLAYFIRVÖLD í Austurbæjarskóla í
Reykjavík hafa skorið upp herör gegn lúsafar-
aldri sem herjað hefur á nemendur skólans í
vetur, og verður nemendum ekki hleypt inn í
skólann eftir páskafrí nema með uppáskrifað
vottorð frá foreldrum um að hár þeirra hafi
verið kembt.
„Við losnum ekki við lúsina, það er stóri
verkurinn. Þetta er ekki þannig að hér séu allir
grálúsugir, heldur eru alltaf einhver tilfelli
sem koma upp. Þegar við teljum okkur vera
komin fyrir vind með þetta gýs það upp ein-
hversstaðar,“ segir Héðinn Pétursson, aðstoð-
arskólastjóri Austurbæjarskóla.
Hann segir að áður en farið sé út í svo mikl-
ar aðgerðir sé ljóst að búið sé að reyna ým-
islegt til þess að vinna á vandanum, en þær að-
ferðir hafi einfaldlega ekki borið tilætlaðan
árangur, og því þurfi að grípa til svo harka-
legra aðgerða.
Héðinn segir að reyna eigi að nota páskafrí-
ið til þess að losna við lúsina, engin lús sem er í
skólanum muni lifa af svo langan tíma án blóðs
og því sé mikilvægt að foreldrar byrji strax á
fyrsta degi páskafrísins að kemba til þess að
komast að því hvort lús eða nit séu í hári
barnana. Í bréfi sem sent var út til foreldra eru
þeir beðnir um að senda börn sín ekki í skólann
fyrr en víst sé að engin lús sé til staðar.
Héðinn segist þó ekki eiga von á miklu
brottfalli lúsugra nemenda eftir páskafríið þó
einhvern tíma geti tekið að losna við þessa
óværu, enda hafi fólk allt páskafríið til þess að
tryggja að börnin séu lúsarlaus.
Skera upp
herör gegn
lúsafaraldri