Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 20. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku pabbi minn, í dag, 20. mars, hefðir þú orðið 70 ára. Vá, hvað tíminn er fljótur að líða. Ég man þegar þú áttir 65 ára afmæli og ég og Unnar gáfum þér vinnuskó og kort og á kortinu stóð: Hér með vottast að Garðar Andrésson er besti pabbi í heimi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, og mitt nafn stóð undir og þú talaðir meira um kortið en skóna. Svo hef ég verið að hugsa um gömlu dagana, þegar ég var lítil, manstu þegar þú varst að smíða innréttinguna í eldhúsið og ég var bundin úti í garði að leika í kof- anum og að rólunni sem þú smíð- aðir handa mér og stundum kallaði ég í þig og sagði, „Pabbi, pabbi minn, ætlarðu að láta detta núna?“ og þá komst þú út í glugga og ég fékk eina karamellu eða eitthvert góðgæti. Eða þegar við fórum stundum bara tvö Heiðmerkur- rúntinn að skoða lúpínuna, það merka blóm, og stoppuðum stund- um í sjoppu og keyptum okkur kók eða suðusúkkulaði, það var góður tími. Ég man líka eftir litla borð- inu og stólnum, sem þú smíðaðir handa mér, þegar ég var lítil og þar gat ég setið heilu stundirnar og murrað, eins og þú kallaðir það, þegar ég var að leika mér. Ég man eftir því þegar þú varst einhverju sinni að koma af sjónum og ég var úti að leika með krökk- unum í götunni, ég tók ekki eftir bílnum, sem stoppaði hjá okkur. Það var pikkað í mig og sagt Sjáðu Þórunn, og ég leit upp og þá stóðst þú fyrir framan mig og ég hljóp upp um hálsinn á þér og var svo kát að sjá þig. Svo sagðir þú mér seinna að vinnufélagar þínir hefðu öfundað þig af því hvað þú fékkst innilegar móttökur hjá mér, sögðu að þeir fengju ekki svona mót- tökur hjá konunum sínum, ég var voða kát með það. Ég man líka eftir því þegar þú leyfðir mér að keyra Löduna fyrst GARÐAR ANDRÉSSON ✝ Garðar Andrés-son fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrand- arsýslu 20. mars 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. júlí 2001 og fór út- för hans fram frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd 13. júlí. á Stapanum, það gekk misvel. Þar sem ég mátti gefa aðeins í, þar keyrði ég hægt og þar sem ég átti að keyra hægt, þar gaf ég í, en þú gafst ekki upp á að kenna mér. Þegar ég fékk að keyra ströndina fyrst, manstu eftir því, þeg- ar ég sá músina og þú sagðir, já, en sérð þú það sem þú átt að gera?! Ég man líka eftir því þegar við, ég, þú og mamma, fórum vestur og mamma lagði sig og við fórum í labbitúr upp í fjallið fyrir ofan bæ- inn og komum niður með stein, við ræddum mikið saman þá. Við átt- um oft góðan tíma saman, bara við tvö. Þú gast allt, pabbi, það var al- veg sama, hvað við systkinin kom- um með til þín, alltaf gast þú hjálpað okkur og við gátum alltaf leitað til þín. Hvort sem það var bíllinn eða eitthvað annað, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa. Og þegar ég bjó í Eyjum. Ef mér leið illa og eitthvað var að, þá hringdir þú alltaf í mig, þú vissir alltaf ef eitthvað var að hjá mér og ég varð oft vör við það að þú varst að hugsa til mín og stundum þegar ég hringdi í þig, þá sagðir þú, ég var einmitt að hugsa til þín, Tóta mín, það var svo sterkt samband á milli okkar. Ég elska þig svo mikið, elsku pabbi minn, ég veit að þú munt taka á móti mér þegar minn tími kemur. Ég ætla að ljúka þessu á byrj- uninni á uppáhaldslaginu þínu, Sem lindin tær. Ó, hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal, líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd, lauma kossı́ á kaldan stein, kastast áfram, tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti, bæði daga’ og nætur. (Bjarki Árnason.) Elsku pabbi minn, ég elska þig og mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Þín dóttir Tóta – Þórunn Helga. Vinur minn Jóhann V. Sigurjónsson út- varpsvirkjameistari er látinn eftir lang- varandi veikindi. Vinskapur okkar Jóhanns hófst 1961, en Jóhann hafði þá stofnað verslunarrekstur sinn, Filmur & Vélar sf., ásamt félaga sínum Gunnari Eyland sem látinn er fyrir mörgum árum. Jóhann og Gunnar höfðu unnið sem kvik- myndasýningar- og viðgerðar- menn í Trípólíbíói og vildu nýta reynslu sína og þekkingu við sölu og þjónustu á kvikmyndatöku og sýningarvélum. 8 millimetra kvik- myndatökuvélar voru sjaldgæfar á Íslandi um þær mundir er fyr- irtæki undirritaðs hóf innflutning á hinum japönsku Minolta kvik- myndatöku- og ljósmyndavélum til Íslands og urðu Filmur & Vél- ar sf. aðalsöluaðili okkar og hófst þá vinskapur okkar Jóhanns sem staðið hefur í rúm 40 ár. Viðskiptin uxu mjög hratt og streymdu viðskiptavinirnir í Film- ur & Vélar sf. á Skólavörðustíg til þess að eignast þessi undratæki, sem fljótlega urðu almennings- eign í landinu. Þar sem kvik- myndataka var ólík annarri myndatöku þurfti oft miklar skýr- ingar og leiðbeiningar sem Jó- hann veitti fúslega og var ávallt reiðubúinn til þess að miðla af þekkingu sinni og visku, jafnvel til viðskiptavina sem keypt höfðu vélar sínar annars staðar, t.d. er- lendis, enda urðu slíkir viðskipta- vinir tíðir gestir í verslun hans. Á þessum árum voru kvik- myndafilmur seldar með inniföld- um framköllunarkostnaði og þurfti að senda filmurnar utan til framköllunar. Voru viðskiptavin- irnir ekki slíku vanir og bauð Jó- hann þá viðskiptavinum sínum að JÓHANN VALBERG SIGURJÓNSSON ✝ Jóhann ValbergSigurjónsson fæddist í Reykjavík 23. janúar 1925. Hann lést á líknar- deild Landspítala, Landakoti, fimmtu- daginn 17. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 25. febrúar. koma með filmurnar til sín og mundi hann sjá um sendingarnar. Hygg ég að á þessum árum hafi Filmur & Vélar sf. verið stærsti íslenski viðskiptavin- ur Kodak A/S í Dan- mörku hvað framköll- un varðar. Hjá Filmur & Vél- ar sf. var veitt full- komin viðgerðarþjón- usta fyrir kvikmynda- og ljósmyndavélar en á því sviði var Jóhann frumherji á Íslandi. Margir þeir viðskiptavinir sem komu með lítið bilaðar vélar í við- gerð fengu umsvifalaust úrlausn á meðan beðið var og þegar boðin var greiðsla fyrir viðgerðina brosti Jóhann og sagði: „Þetta var ekkert mál, vinur“ og tók enga þóknun. Ef viðgerðin tók lengri tíma lánaði hann oft vél á meðan. Segja má að Jóhann hafi verið hagleiksmaður af guðs náð en hann var útlærður útvarps- virkjameistari. Var hann fljótur að öðlast þekkingu í viðgerðum á ljósmynda- og kvikmyndavélum og ef varahlutirnir voru ekki til staðar bjó hann þá til. Filmur & Vélar sf. var fyrst til þess að koma á fót 8 mm kvik- myndaleigu á Íslandi sem virkaði líkt og videoleigur í dag. Útleigu- efnið voru kvikmyndir af hinum sívinsælu teiknimyndum eins og Mikka mús, Andrési önd ásamt fjölda annarra titla. Ef heimilin áttu ekki sýningarvél fékkst hún leigð. Þróaðist þessi þjónusta í þann farveg að naumast var hægt að halda barnaafmæli án Mikka músar og félaga og minnast ef- laust margir, sem nú eru full- orðnir, gleðistunda úr barnaaf- mælum sínum þar sem sýndur var Mikki og félagar frá Filmur & Vélar sf. Margir viðskiptavinir urðu per- sónulegir vinir og kunningjar Jó- hanns, sem hann ávarpaði ávallt „vinur“ og kvenfólkið „elskan mín“. Í Filmur & Vélar sf. var ávallt heitt á könnunni og var ekki óvanalegt að kúnnarnir brygðu sér inn fyrir búðarborðið og þæðu kaffidreitil um leið og leitað var á náðir viskubrunns Jó- hanns um kvikmyndir/kvikmynd- un og allt sem því tengist. Oft voru fjörugar umræður um dag- inn og veginn eða stangaveiði sem var gamalt áhugamál Jóhanns. Undirritaður kom nánast dag- lega í Filmur & Vélar sf. og minn- ist þess að hafa hitt þar ýmsa vel þekkta borgara, t.d. Gunnar heit- inn Hannesson ljósmyndara og Geir heitinn Þormar ökukennara, svo einhverjir séu nefndir. Mætti líkja þessu við hið alkunna „skuggaráðuneyti“ sem hittist daglega í morgunkaffi hjá Magn- úsi heitnum í Pfaff, neðar við Skólavörðustíginn. Samband okkar Jóhanns þróað- ist í ævilangan vinskap. Á tveggja ára fresti til 1989 ferðuðumst við saman til Kölnar í Þýskalandi, á hina alþjóðlegu vörusýningu Photokina, til þess að auka við þekkingu okkar á sviði ljós- mynda- og kvikmyndavéla. Eftir strembna og erfiða daga við að þramma sali sýningarhallanna eyddum við oft kvöldunum saman, ásamt íslenskum kollegum, í af- slöppuðu umhverfi veitingahús- anna yfir góðum málsverði, þar sem rætt var um áhugaverð atvik sem menn höfðu kynnst á líðandi degi. Jóhann var mjög leikinn stangaveiðimaður og veiddi ávallt á flugu. Veiðiáhugann fékk hann með móðurmjólkinni, í heimasveit sinni í Borgarfirði. Hann fór snemma í sveit að Hamri og hreifst af Þverá en þar lærði hann fyrstu tökin í stangaveiði. Saman veiddum við í Þverá og Kjarrá nokkrum sinnum og langar mig að segja frá atviki sem gerðist í Þverá í ágúst 1984. Við Gunnar Helgason, fyrrverandi lögmaður Flugleiða, vorum saman með holl ásamt vinum okkar beggja og var Jóhann þar á meðal. Þar sem Jó- hann var á heimavelli í uppá- haldsá sinni lét hann okkur veiði- félagana vita að nú skyldum við sjá hvernig kunnáttumenn stæðu að veiðunum. Við skiptum hópn- um niður á veiðistaði eftir kúnst- arinnar reglum og vildi svo til að einn daginn veiddum við saman þannig að Jóhann fékk strenginn ofan við hinn magnaða Þórunn- arhyl en ég og enskur veiðifélagi höfðum Þórunnarhyl. Undir lok tímabils okkar í hylnum hafði Jó- hann fengið nokkra væna laxa en ég og félagi minn engan þrátt fyr- ir mikla eljusemi við veiðarnar. Fór ég því til Jóhanns og til- kynnti honum um vanmátt okkar og lét þess getið að nú fengi hann tækifæri að sýna okkur veiði- kænsku sína. Jóhann var ekki að tvínóna við hlutina, kynnti sér að- stæður og kastaði út. Í þriðja kasti tók laxinn, sem reyndist kolleginn 24 punda hrygna, og var sá fiskur stærsti laxinn úr Þverá það árið. Ég og veiðifélagi minn höfðum árangurslaust reynt stór- ar sem smáar flugur og túbur og eftir að Jóhann hafði heyrt það hnýtti hann, á staðnum, fluguna „Red Smirnoff“ á 2“ maðkakrók og fyrir Smirnoffinum féll svo lax- inn. Í veiðihúsinu um kvöldið tek- ur Jóhann eftir ungri framreiðslu- stúlku úr sveitinni og ávarpar hana: „Heyrðu, elskan – ég þekkti hana ömmu þína, þú ert jafnfalleg og hún var.“ Í kaffið í Filmur og Vélar sf. komu margir laxveiðimenn og voru oft magnaðar veiðisögur að- alumræðuefnið. Voru sögur Jó- hanns ætíð þó þær mögnuðustu og nánast ótrúlegar. Jóhann stundaði Sogið í mörg ár með vini sínum Ósvaldi heitnum Knudsen kvikmyndagerðamanni, og sagði Jóhann einu sinni svo frá af góð- um veiðitúr: „Við veiddum svo vel að ég hafði ekki undan að keyra aflann í hjólbörum upp í veiðihús – og það var bara fyrir hádegi.“ Ég kveð þennan skemmtilega og trygga vin með söknuði og þakklæti fyrir vinskap hans og trúnað. Ég bið almættið að styrkja Láru, börn þeirra, tengdabörn, barnabörn og systk- ini og votta þeim mína dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. Júlíus P. Guðjónsson. Kæri bróðir, það er komið að kveðjustund, ekki varð komið í veg fyrir það. Mikið vildi ég að þú hefðir leitað til mín þeg- ar öll nótt virtist úti,og gefið mér tækifæri á að hjálpa þér að sjá ljósið aftur. Þú keyrðir mig í vinnuna fyrir um þremur vikum og varð það okkar síð- asta stund saman,var sú stund eins og allar aðrar, róleg og þægileg. Ég er þakklátur fyrir þá stund. Þú þurftir að berjast fyrir lífi þínu oftar en flestir á þinni stuttu ævi, og var mamma búin að beita ýmsum ráð- um og jafnvel göldrum til að hjálpa þér, minnist ég Einars kraftaverka- FREDDÝ FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON ✝ Freddý FriðrikÞórhallsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1979. Hann lést í Grindavík fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grindavíkur- kirkju 19. mars. manns frá Einarsstöð- um koma þar við sögu. Oft var ég barnapían þín og var það frekar létt verk. Við vorum ávallt góðir félagar þrátt fyrir að ég væri stundum að reyna að siða þig til og segja þér hver tilgangur lífsins væri, hver sem hann nú er. Ekki minnist ég þess að vinátta okkar hafi nokkurn tímann verið rofin. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki gefið þér jólapakka þar sem þú varst svo nægjusamur, alltaf sáttur við með þína uppskeru, þú hefur trúlega vitað að tilgangur jólanna væri annar en gjafir. Það var yndislegt að fá að eiga þig sem bróður og jafn sorglegt að missa þig. Ég mun fylgjast vel með út um gluggann í vinnunni, hvort ég sjái þig á fallegu skýi. Kveðja Þór bróðir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar ei- ginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALHEIÐAR ÓSKAR JÓNSDÓTTUR, Aðalgötu 1, Keflavík. Ólafur Ingvi Kristjánsson, Garðar Ólafsson, Inga Ósk Ólafsdóttir, Gissur Hans Þórðarson, Heiða Ósk Garðarsdóttir, Ólafur Ingvi Hansson, Brynjar Þór Hansson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVEINBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Núpi, Selfossi. Axel Lárusson, Róslín Jóhannsdóttir, Helga Jónsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Andrea Jónsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.