Morgunblaðið - 04.04.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.04.2005, Qupperneq 30
Dagbók Í dag er mánudagur 4. apríl, 94. dagur ársins 2005 Víkverji er vel uppalinn og voru kenndir góðir siðir er hann var lítill drengur. Meðal annars lærði hann að manni ber að fara úr skónum þegar inn í hús er komið (þó að raunar hafi hann kynnst því síðar að þessi siður er alls ekki alls staðar í heiðri hafður erlendis) og taka ofan höfuðfatið. Víkverji nefnir þetta hér af því tilefni að hann horfði á sjón- varpsþáttinn Silfur Egils í gær. Þar var Reynir nokkur Traustason meðal gesta, ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Reynir hefur skapað sér alveg sérstaka ímynd með því að bera jafnan stóran og mikinn hatt og hafa hvalbein bundið um hálsinn. Reynir var semsé ekkert að hafa fyrir því í gær, fremur en endranær, að taka ofan hattinn þótt inn í hús væri kominn og í beina útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2. Hefðu það samt ekki verið eðlilegir mannasiðir? x x x Víkverji fylgist vel með knatt-spyrnunni erlendis og minnist þess að í eina tíð var meistarakeppni Evrópu þess eðlis, að þar kepptu aðeins meistaralið frá hverju landi. Nú hefur þessi keppni verið geng- isfelld svo hrikalega að til leiks mæta á hverju hausti lið sem jafnvel lentu í fjórða sæti í keppni heimafyrir. Þetta þykir Víkverja vond breyting. Enska liðið Liverpool hefur t.a.m. ekki orðið meist- ari í Bretlandi síðan 1990 en keppir þó í vik- unni við ítalska liðið Juventus í átta liða úr- slitum meistarakeppni Evrópu – hvers konar vitleysa er þetta eig- inlega? x x x Jóhannes Páll II. páfi lést rétt uppúr klukkan hálfátta á laugardags- kvöld. Þetta geta þó ekki talist nein tíðindi uppi á Krókhálsi, þar á bæ höfðu menn greint frá því heilum sól- arhring áður að páfinn væri fallinn frá. Ekki sáu menn ástæðu til þess á fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 að leiðrétta mistök sín eða biðja áhorf- endur afsökunar á þeim. Það má sannarlega segja það um fréttastofu Stöðvar tvö að þar skiptir það eitt máli að vera fyrstur með fréttirnar! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Páskahret | Óvænt snjókoman um helgina varð þessum piltum tilefni til að rifja upp handtökin í Heiðmörkinni og fara í snjókast að þjóðlegum sið. Hætt er við að snjórinn staldri stutt við að þessu sinni og því rétt að grípa tækifær- ið þegar það gefst. Morgunblaðið/Þorkell Snjókast MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 5.–7.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.