Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskipti á fimmtudegi  Velgengnin á bak við Nike á morgun NIÐURSTÖÐUR nýrrar könn- unar á vegum Olweusaráætlunar- innar gegn einelti sýna að 9,7% nemenda í 4.–7. bekk og 4,5% nem- enda í 8.–10. hafa orðið fyrir ein- elti. Eru það marktækt lægri tölur en í sambærilegri könnun frá árinu 2002. Þetta kom fram í máli Þor- láks H. Helgasonar, fram- kvæmdastjóra Olweusarverkefn- isins á Íslandi, á blaðamannafundi gær. „Í heildina leitið eru tölurnar 25% lægri nú en 2002 og það eru afar gleðileg tíðindi,“ segir Þorlák- ur og tekur fram að skýra megi þann mun að stórum hluta með því að orðið hafi vitundarvakning í þjóðfélaginu. Segir hann grunn- skólana í dag hafa fleiri tæki en áð- ur og vera fljótari að grípa inn í ef grunur vaknar um einelti. Könn- unin nú byggist á svörum 6.053 nemenda í þrjátíu grunnskólum, en svarhlutfallið í könnuninni var rúmlega 95%. Var könnunin gerð í þrjátíu grunnskólum víðs vegar um land, en um er að ræða skóla sem hófu þátttöku í Olweusaráætl- uninni gegn einelti haustið 2004, en fyrir eru fjörutíu og fimm grunnskólar þátttakendur í áætl- uninni. Í framsögu sinni lagði Þorlákur áherslu á að það að segja frá ein- elti eigi ekki bara að vera á ábyrgð þolandans, stuðla þurfi að and- rúmslofti þar sem allir geta sagt frá ef þeir verða vitni að einelti. „Eitt af því sem við höfum lagt mikla áherslu á er bætt samskipti við heimilin og að krakkarnir geti sagt foreldrum sínum frá eineltinu og að foreldrarnir geti svo aftur sett sig í samband við skólana. Krakkarnir þurfa að upplifa að þau sitji ekki ein uppi með vandamálið og megi ekki segja frá. Nú er það orðin regla í skólanum að þú segir frá ef þér líður illa og einnig ef þú veist af því að öðrum líður illa.“ Yngri gerendur eiga auðveld- ara með að stjórna hópnum Spurður hvernig skýra megi þann mun sem birtist á tíðni einelt- is eftir aldri, þar sem einelti virðist vera meira í yngri bekkjum og minnka eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu, segir Þorlákur ýmsa þætti spila þar saman. „Svo virðist sem þegar börnin eru yngri eigi gerendur auðveldara með að ná stjórn á hópnum. Það virðist þann- ig vera auðveldara að vera gerandi á yngri stigum,“ segir Þorlákur og bendir á að yngri börn líta einnig fremur á skólann sem sitt athvarf meðan eldri krakkar hafi athvarf víðar. Samkvæmt könnuninni mælist einelti á Netinu og í farsíma að meðaltali 3,6%, en tölurnar eru að sögn Þorláks mjög mismunandi eftir skólum. Í máli Þorláks kom fram að skólar hefðu notað upplýs- ingar úr sambærilegum könnunum frá 2002 og 2003 til að fylgjast bet- ur með þeim stöðum sem líklegt var að einelti væri framkvæmt. Spurður hvernig bregðast megi við einelti á Neti og í farsíma segir Þorlákur áhrifaríkasta leiðin að koma á viðhorfsbreytingu og ná samhljómi milli skólans annars vegar og foreldra hins vegar. „Allir starfsmenn skólanna taka þátt í verkefninu, þar á því að vera ein rödd. Við þurfum líka að ná samhljómi með foreldrum og ger- um það m.a. með foreldrabækl- ingum. Það á að vera sama þanþol- ið í skólunum og heima fyrir, þar sem ekkert ofbeldi er leyft. Þetta er fyrst og síðast spurning um við- horfsbreytingu, en í raun erum við að tala um að endurskapa fé- lagslegt kerfi í skólunum,“ segir Þorlákur og bendir á að til mikils er að vinna, því rannsóknir sýna fram á hversu afdrifaríkar afleið- ingar einelti getur haft, ekki aðeins fyrir þá sem verða fyrir því heldur einnig þá sem leggja aðra í einelti. Þannig sýna rannsóknir að þeir sem leggja aðra í einelti á skóla- göngu sinni eru í 60% meiri hættu á að lenda á sakaskrá fyrir þrítugt. Dregið hefur úr einelti í grunnskólum landsins „Vitundarvakning hefur orðið í þjóðfélaginu“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir „Krakkarnir þurfa að upplifa að þau sitji ekki ein uppi með vandamálið og megi ekki segja frá. Nú er það orðin regla í skólanum að þú segir frá ef þér líður illa og einnig ef þú veist af því að öðrum líður illa,“ segir Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi.                              !   !  !  ! !  ! lestrar og bæti lestrarfærni. Sérstaka athygli vekur hve mikla þýðingu verkefnið hefur fyr- ir sjálfstraust nemenda. STJÓRN Radda, samtaka um vandaðan upp- lestur og framsögn, undirritaði í gær samn- inga við nokkra aðila sem styrkja munu Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk næstu þrjú árin. Samningarnir voru undirritaðir í Hafnarborg í tengslum við lokahátíð Stóru upplestr- arkeppninnar í Hafnarfirði. Guðrún Helga- dóttir, skáld keppninnar, var heiðruð við sama tækifæri. Þeir sem nú ganga til samninga við Raddir eru: Menntamálaráðherra, Sparisjóðirnir, Edda útgáfa, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Skóladeild Ak- ureyrarbæjar, Reykjanesbær, Mjólk- ursamsalan og Flugfélag Íslands. Frá upphafi var menntamálaráðherra einn helsti styrktaraðili keppninnar en síðan hafa fleiri bæst við. Flestir þeirra sem nú skrifa undir hafa styrkt verkefnið árlega síðan árið 2000. Upplestrarkeppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara og þátt- taka í henni er frjáls. Veturinn 2003-2004 gerði Háskólinn á Akureyri ítarlega skýrslu um mat kennara og skólastjóra á henni. Mik- ill meirihluti aðspurðra telur að markmið verkefnisins hafi náðst, það leiði til aukins Styrkja Stóru upplestrarkeppnina Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðrún Helgadóttir, skáld keppninnar, var heiðruð sérstaklega við athöfnina. Morgunblaðið/Þorkell Meðal þeirra sem undirrituðu samninginn voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Stefán Jón Hafstein fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. TENGLAR ................................................................. www.ismennt.is/vefir/upplestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.