Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Sumarbolir - ótal litir
Yfirhafnir
á hálfvirði
þessa viku
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Vattúlpur, ullarkápur,
dúnúlpur,
húfur og hattar
Frábær
buxnasnið
Heimsferðir bjóða beint flug til Bologna alla fimmtudaga í sumar á
hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og
bíl á frábærum kjörum eða eitt af
okkar vinsælu hótelum á Rimini.
Bókaðu núna og tryggðu þér bestu
kjörin.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 23.595
Flugsæti með sköttum m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára, 7. júlí. Netverð.
Bílaleigubíll frá kr. 2.400
Netverð á dag m.v. bíl í A-flokki í
7 daga eða meira með ótakmörkuðum
akstri, kaskó- og þjófnaðartryggingu.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Bologna
Hjarta Ítalíu
frá kr. 23.595
Alla fimmtudaga í sumar
YFIRNEFND Mannréttinda-
dómstólsins í Strassborg hefur
hafnað beiðni íslenska ríkisins um
að taka fyrir bótaþáttinn í dómi
sem dómstólinn kvað upp í máli
sem Kjartan Ásmundsson, fyrr-
verandi sjómaður, höfðaði gegn ís-
lenska ríkinu vegna ólögmætrar
skerðingar á lífeyrisréttindum
hans. Þar með hefur Kjartan unn-
ið fullnaðarsigur í málinu en áður
hafði bæði Héraðsdómur Reykja-
víkur og Hæstiréttur Íslands
dæmt honum í óhag.
Upphaf málsins er að árið 1978
slasaðist Kjartan alvarlega á fæti
við störf sín um borð í togara og
var Kjartan, sem var þrautreynd-
ur sjómaður, metinn til 100% ör-
orku til fyrri starfa. Árið 1994
tóku gildi ný lög sem urðu til þess
að allar bótagreiðslur til hans úr
Lífeyrissjóði sjómanna féllu niður
en alls urðu 54 sjóðfélagar fyrir
skerðingu bóta vegna þessa. Laga-
breytingin var gerð að frumkvæði
lífeyrissjóðsins sem stóð illa á
þessum árum. Kjartan undi ekki
þessum breytingum og höfðaði
mál, fyrst fyrir héraðsdómi, svo
Hæstarétti og loks Mannréttinda-
dómstóli Evrópu.
Í október komst Mannréttinda-
dómstóllinn að þeirri niðurstöðu
að íslenska ríkið hefði brotið gegn
ákvæðum Mannréttindasáttmála
Evrópu með því að svipta hann
bótalaust áunnum lífeyrisrétt-
indum frá Lífeyrissjóði sjómanna.
Voru honum dæmdar 75 þúsund
evrur vegna fjárhagstjóns, 1.500
evrur vegna annars tjóns og 20
þúsund evrur í málskostnað. Þá
samsvaraði upphæðin um átta
milljónum íslenskra króna.
Íslenska ríkið ákvað að vísa
bótaþætti dómsins til yfirdeild-
arinnar á þeim grundvelli að
Kjartan hefði ekki orðið fyrir fjár-
hagstjóni af völdum lagabreyting-
arinnar. Stærstum hluta mála sem
vísað er til yfirdeildarinnar er vís-
að frá og, eins og fyrr segir, urðu
það örlög áfrýjunar íslenska rík-
isins.
Fullnaðarsigur
Niðurstaða Mannréttinda-
dómstólsins er endanleg og því
ber ríkinu nú að greiða Kjartani
þær bætur sem honum voru
dæmdar. Lilja Jónasdóttir hrl.,
lögmaður Kjartans, fagnar þessari
niðurstöðu en sagði að hún hefði
þó ekki komið sér á óvart. Það
hefði á hinn bóginn komið henni
verulega á óvart ef dómstóllinn
hefði samþykkt áfrýjunarbeiðni
ríkisins enda hafi málið ekki upp-
fyllt skilyrði til meðferðar hjá yf-
irdeild dómsins. Með þessari nið-
urstöðu hefði unnist
fullnaðarsigur, í niðurstöðunni
fælist viðurkenning dómstólsins á
því að ríkið hefði brotið gegn
ákvæðum Mannréttindasáttmálans
um friðhelgi eignaréttarins með
lagabreytingunni árið 1994.
Aðspurð sagði Lilja að vissulega
geti dómurinn í máli Kjartans ver-
ið fordæmisgefandi í málum þeirra
53 sem eru í sömu stöðu gagnvart
Lífeyrissjóði sjómanna og Kjart-
an. Einnig geti mál hans verið for-
dæmisgefandi fyrir lífeyrisþega í
öðrum lífeyrissjóðum sem svipað
er ástatt fyrir. Hvert og eitt tilvik
verði þó að skoða sérstaklega.
Yfirnefnd Mannréttindadómstólsins hafnar áfrýjun ríkisins í máli sjómanns
Endanlegur dómur um ólög-
mæti lífeyrisskerðingarinnar
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Kjartan Ásmundsson um borð í Harðbaki á áttunda áratugnum. Slysið sem
varð til þess að hann varð að láta af sjómennsku varð árið 1978.
Morgunblaðið/Kristinn
Niðurstaða málsins kom Lilju Jón-
asdóttur hrl. ekki á óvart.
Í SAMTALI við
Morgunblaðið
sagðist Kjartan
vera afar ánægð-
ur með málalok-
in. „Ég bjóst við
þessari nið-
urstöðu og hún
var í samræmi
við það sem við
höfðum reiknað
með. Það var bú-
ið að kveða upp dóm sem var mjög
skýr. Ég er afar ánægður með
þessa niðurstöðu enda er tekið und-
ir öll okkar sjónarmið. Þetta er
fullnaðarsigur, ætli það sé ekki rétt
að orða það þannig,“ sagði hann.
Með því að yfirdeildin hafnaði að
taka málið fyrir er lokið baráttu
sem tekið hefur rúmlega tíu ár. Að-
spurður hvernig það sé að standa í
svo löngum málaferlum við ríkið
sagði Kjartan að það væri í lagi ef
málstaðurinn væri góður og lög-
maðurinn fær. Sagði hann að lög-
maður sinn, Lilja Jónasdóttir hrl.,
ætti allan heiðurinn af þessum
málalokum. „Hún á allan heiðurinn
af þessu hún Lilja, ég lagði bara til
þverhausinn í þetta,“ sagði Kjartan
Ásmundsson.
„Lagði bara til
þverhausinn“
Kjartan
Ásmundsson
SKORAÐ hefur verið á Ágúst Ólaf
Ágústsson, alþingismann Samfylk-
ingarinnar, af framkvæmdastjórn
Ungra jafnaðar-
manna, að gefa
kost á sér sem
varaformaður
flokksins á lands-
fundinum í næsta
mánuði.
Ágúst Ólafur
segist vera þakk-
látur fyrir þann
stuðning sem
þarna kemur
fram og hann meti hann mikils.
Hann kveðst hins vegar ekki hafa
tekið ákvörðun um hvort hann verð-
ur við áskoruninni og býður sig fram.
Ætlar hann að hugsa sinn gang á
næstunni en segist gera ráð fyrir að
taka ákvörðun af eða á fljótlega.
Í áskorun ungra jafnaðarmanna
segir að ungir jafnaðarmenn telji að
Ágúst Ólafur Ágústsson hafi sýnt
með frammistöðu sinni á Alþingi að
þar fari þroskaður stjórnmálamaður
með mikið erindi inn á vettvang
stjórnmálanna. Ágúst Ólafur hafi
þrátt fyrir ungan aldur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum innan flokksins
og sé annálaður fyrir dugnað og af-
bragðs samstarfshæfileika. Fengur
yrði að slíkum manni í embætti vara-
formanns sem meðal annars ber
ábyrgð á innra starfinu í flokknum.
Segjast Ungir jafnaðarmenn vona
að Ágúst Ólafur svari kalli þeirra
fjölmörgu sem vilja sjá hann bjóða
sig fram á landsfundinum. Það sé
kominn tími á nýja kynslóð í íslensk-
um stjórnmálum.
Eðlilegt að ungt fólk
sé í forystusveitinni
„Ég get alveg tekið undir það að
forysta Samfylkingarinnar þurfi að
hafa breiða skírskotun. Það má ekki
gleyma því að meira en helmingur
allra kjósenda er undir 35 ára aldri
og það er því eðlilegt að ungt fólk sé
þarna í forystusveit,“ segir Ágúst
Ólafur.
Spurður hvort formannskosningin
á landsfundinum hafi einhver áhrif á
mögulega ákvörðun hans um að
bjóða sig fram til varaformanns seg-
ir Ágúst Ólafur svo ekki vera. Hann
muni taka sína ákvörðun á eigin for-
sendum.
Skorað á Ágúst Ólaf að gefa kost á sér til varaformennsku
Ætlar að hugsa sinn gang
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Fréttir á SMS