Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 98 . TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Vinna saman og veiða saman Fjórir tannlæknar og tannfræð- ingur í sömu fjölskyldu | 20 Íþróttir | Eiður aftur í undanúrslit Eyjastúlkur mörðu Stjörnuna Úr verinu | Hvíla mennina en ekki stálið  Lágur sjávarhiti ógnar humarvertíð  Ætla að rækta 800 tonn af kræklingi á ári Ferskleiki og gæði íslenskrar matvöru gerir hana að úrvals kosti fyrir heimilin í landinu. Vestmannaeyjum | Mikil fiskigengd er í kant- inum suðaustur af Eyjum og hefur hún ekki verið meiri í 30 til 40 ár að mati Bergvins Oddssonar, skip- stjóra á netabátnum Glófaxa VE. Hann var að taka upp netin í gær enda búinn með kvótann. „Ég er búinn að róa frá Vest- mannaeyjum síðan fyrir 1970 og ég hef aldrei séð eins mik- inn fisk í kantinum og núna,“ sagði Bergvin. „Ég var með þrjár trossur í gær og var lítið eftir af netunum nema teinarnir en samt komu þær með tíu tonn af fiski. Ef við hefðum verið með ný net hefðum við ekki getað dregið þau í gegnum rúlluna og þurft að snörla þetta inn á bómunni. Fiskurinn virðist vera að aukast því nú er ekki miður apríl og vertíð á að standa sem hæst. Þetta segir manni að þetta er alveg óhemjuganga sem er á ferðinni,“ segir hann. Bergvin sagði að það hefði einhvern tím- ann þótt saga til næsta bæjar að Glófaxi væri eini netabáturinn austan við Eyjar. „Og núna er ég búinn með kvótann nema hvað ég verð að skilja eftir nokkur tonn til að eiga með humrinum sem er næst á dagkránni hjá okk- ur. Það er svakalegt að þurfa að hætta því síðustu 15 til 17 daga hefur aflinn verið allt upp í 30 tonn á dag. Það er sama að segja um aðra báta frá Eyj- um, þeir eru komnir í vandræði vegna kvót- ans og þetta er mín stysta vetrarvertíð. Þetta er stór og góður þorskur, fimm til sjö kíló, og ef það hefur einhvern tímann verið ástæða til að bæta við kvótann er það núna,“ segir hann. „Ég hélt að þetta fiskveiðistjórnunarkerfi hefði verið sett á til að vernda fiskinn en heimildirnar virðast bara mega fara niður á við. Það er aldrei talað við menn sem stunda þetta og þeir vita þetta alltaf betur sitjandi á bak við skrifborð í Reykjavík. Í venjulegu ári hefði kvótinn dugað langt fram í maí og mað- ur er alltaf með sama fjölda af netum en ég hef aldrei séð annað eins af fiski og núna og það er hundfúlt að neyðast til að hætta,“ sagði Bergvin að lokum. „Aldrei séð eins mik- inn fisk í kantinum“ Bergvin Oddsson Eftir Sigursvein Þórðarson HIN 38 ára Helle Thorning- Schmidt var í gær kjörin nýr for- maður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og er hún fyrsta konan sem gegnir embættinu í 134 ára sögu flokksins. Hlaut hún 53% at- kvæða en Frank Jensen, sem einn- ig bauð sig fram, fékk 47%. Thorn- ing-Schmidt hét því eftir sigurinn að sameina flokksmenn og berjast af alefli gegn miðju-hægristjórn Anders Fogh Rasmussen og koma jafnaðarmönnum aftur til valda. Thorning-Schmidt er frá Kaup- mannahöfn, hún er gift Stephen Kinnock, syni breska stjórnmála- mannsins Neils Kinnocks og eiga þau tvær dætur. Hún var þing- maður á Evrópuþinginu 1999– 2004 en var kjörin á danska þingið í þingkosningunum í febrúar síð- astliðnum. Um 88,4% af alls 52 þúsund fé- lögum flokksins tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni sem að hluta fór fram á Netinu. Thorning-Schmidt sagði kjörið verða upphaf nýrra tíma fyrir jafnaðarmenn, vörn yrði snúið í sókn. „Frá deginum í dag standa jafnaðarmenn saman og allir eru velkomnir. Þeir sem ekki vilja vera með verða að sitja heima,“ sagði Thorning-Schmidt á fundi er sigurinn var í höfn og var ákaft fagnað. Hún sagðist vera þakklát fyrir traustið og hét að leggja sig alla fram. Thorning-Schmidt var lítt þekkt áður en hún bauð sig fram til emb- ættisins. Stuðningur Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtoga flokksins, við Thorning-Schmidt er talinn hafa haft veruleg áhrif á niðurstöðuna. Nýi leiðtoginn er, eins og Nyrup, talinn vera nær miðju í pólitíska litrófinu en Jensen sem er 46 ára og fyrrverandi dómsmálaráð- herra. Hann hefur lagt áherslu á hefðbundin vinstrigildi, að sögn blaðsins Berlingske Tidende. Jensen sagðist fyrir kjörið myndu segja af sér þingmennsku ef hann tapaði en hann kemur úr armi fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft. Hann sagði af sér eftir að jafnaðarmenn biðu mikinn ósig- ur í þingkosningunum í febrúar sl. Thorning-Schmidt sagðist í gær stefna að því að bæta hlut jafnað- armanna í næstu kosningum en hún myndi ekki segja af sér þótt flokkurinn myndaði ekki næstu stjórn. Thorning-Schmidt sigraði naumlega Fyrst kvenna til að verða leið- togi danskra jafnaðarmanna Reuters Helle Thorning-Schmidt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STUÐNINGSMENN ítalska knattspyrnuliðs- ins Inter frá Mílanó köstuðu blysum og vatns- flöskum inn á San Síró leikvanginn í gær og sáu til þess að ekki var hægt að ljúka Mílanó- slagnum gegn AC Milan þar sem markvörður AC Milan fékk flugeld í bakið. / Íþróttir Reuters Ólæti í grannaslagnum í Mílanó YFIRDEILD Mannréttindadóm- stóls Evrópu hefur hafnað beiðni ís- lenska ríkisins um að taka fyrir bóta- þáttinn í dómi sínum í máli Kjartans Ásmundssonar, fyrrverandi sjó- manns, gegn ríkinu. Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, umboðsmaður ís- lenska ríkisins hjá Mannréttindadóm- stólnum, segir að dómurinn sé nú orð- inn endanlegur og gerir hún ráð fyrir að Kjartani verði greiddar bætur samkvæmt dóminum. Kjartan er afar ánægður með málalokin. „Þetta er fullnaðarsigur, ætli það sé ekki rétt að orða það þann- ig,“ sagði hann í gær. Lilja Jónasdótt- ir, lögmaður Kjartans, segir að vissu- lega geti dómurinn í máli Kjartans verið fordæmisgefandi í málum þeirra 53 sem eru í sömu stöðu gagn- vart Lífeyrissjóði sjómanna. Að sögn Bjargar fylgir ekki rök- stuðningur með niðurstöðu yfirdeild- ar Mannréttindadómstólsins. „Nefnd fimm dómara tekur þetta fyrir og metur hvort málið er þannig vaxið að það komist í gegnum þessa síu sem er nokkuð ströng. Það er lítið brot mála sem fer þarna í gegn en það þótti rétt að láta reyna á það,“ sagði hún. Fær greiddar bætur  Endanlegur dómur/9 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins hafnaði áfrýjun ríkisins Madrid. AP. | Spænska stjórnin íhug- ar að leysa húsnæðisvanda ungs fólks með því að láta byggja sam- stæður af litlum, 25–30 fermetra íbúðareiningum sem hægt væri að stafla hverri ofan á aðra. Íbúarnir myndu deila með sér þvottavélum, geymslum og öðrum þægindum. Líkön af einingasamstæðunum voru kynnt á vörusýningu í Madrid á mánudag. Óvíða í Evrópu býr ungt fólk jafnlengi í foreldrahúsum og á Spáni og hefur stjórn sósíalista heitið að byggja 200.000 íbúðir til að leysa vandann. Opinber könnun í desember benti til þess að 38% Spánverja á aldrinum 25–34 ára byggju enn hjá foreldrunum, hjá 18–25 ára fólki var hlutfallið 93%. Talsmaður stjórnarandstæðinga í Þjóðarfylkingunni í málum ungs fólks, Ana Belen Vazquez, for- dæmdi hugmyndina. „Enda þótt við séum ung viljum við húsnæði þar sem við getum lifað með sæmd,“ sagði hún. Ráðherra húsnæðismála, Maria Antonia Trujillo, sagði að húsnæði af áðurnefndu tagi væri algengt í Norður-Evrópu og ekki væri um að ræða „skref aftur á bak“ fyrir Spánverja. Smáíbúðir fyrir unga fólkið Úr verinu og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.