Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALLT OF algengt er að Íslend- ingar beri litla sem enga virðingu fyrir afgreiðslufólki, hvort sem um er að ræða sölufólk eða starfsmenn á kassa verslunar. Maður heyrir jafnvel foreldra segja við börnin sín að þau „endi á kass- anum í Bónus“ ef þau sinna ekki náminu. Er einhver virðing fólgin í þessum orð- um? Foreldrar og aðrir landsmenn, hvar stæði þjóðfélagið í dag ef enginn af- greiddi í verslun eða verslunin væri ekki til? Sjálfsþurft- arbúskapur. Fjölbreytt og gefandi starf Ég vinn í verslun, í raun vildi ég verða kennari en ég byrjaði að vinna í verslun samhliða skóla fyrir fimm árum og ég er þar enn. Starf mitt veitir mér mikla ánægju og við- skiptavinirnir eru flestir mjög al- mennilegir og kurteisir. Hvergi er hægt að finna samsafn af jafnfjöl- breyttu og skemmtilegu fólki, enda geri ég allt sem ég get til þess að uppfylla óskir þess og þarfir. Viðskiptavinir eru duglegir að hrósa þessari verslun fyrir góða þjónustu og kurteist starfsfólk. Er það starfsfólkinu eða viðskiptavin- inum að þakka? Þú uppskerð eins og þú sáir Í þessari verslun sýna flestir við- skiptavinir starfsfólkinu virðingu og þar af leiðandi fá þeir góða þjón- ustu. Afgreiðslufólk er mannlegt rétt eins og þú. Flest höfum við ánægju af mann- legum samskiptum og þar af leiðandi starfi okkar. Vinnan okkar felst í því að þjóna þér, les- andi góður, og því bið ég þig sem og alla landsmenn að sýna af- greiðslufólki virðingu. Það er virðingarvert að fá að starfa við mann- leg samskipti og get ég fullyrt að það er ekki á allra færi að þjóna jafn fjölbreyttum hópi við- skiptavina og af- greiðslufólk gerir. Næst þegar þú geng- ur inn í verslun mæli ég með því að þú bros- ir, verðir fyrri til að bjóða starfsmanninum góðan dag og athugaðu viðbrögðin. Mundu að það felst mikil óvirðing í því að tala í símann á meðan á af- greiðslu stendur eða bjóða ekki góðan dag / gott kvöld. Vilt þú að aðrir komi þannig fram við þig? Hvað er virðingarvert? Þóra Björg Andrésdóttir fjallar um verslunarstörf Þóra Björg Andrésdóttir ’Vinnan okkarfelst í því að þjóna þér, les- andi góður...‘ Höfundur er í verslunarfagnámi í Verslunarskóla Íslands. NÚ FER hver að verða síðastur til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í formanns- kjöri. Kjörskrá verð- ur lokað föstudaginn 15. apríl. Samfylk- ingin er barnungur flokkur en hefur þeg- ar markað mikilvæg spor í lýðræðisþróun stjórnmála: Formað- ur er kjörinn af öllum flokksmönnum sem vilja taka þátt í kosn- ingu, við fórum með Evrópumálin í ít- arlega kynningu og umræðu og kusum svo um stefnuna. Frá síðasta landsfundi hafa hundruð manna tekið þátt í málefnastörfum um heilbrigðismál og stefnumótun framtíðarhóps – og miklu fleiri sótt vel skipulagða fundi og mál- þing þeim tengd. Samfylkingin mótar vinnubrögð sem eru opin og lýðræðisleg og veitir flokks- mönnum sínum vald til að skipa hæfasta fólki sínu í forystusveit. Viltu vera með? Þá ertu í stórum hópi þeirra sem að- hyllast jafnaðarstefnu, félagshyggju og jafn- rétti. Félagar í Sam- fylkingunni eru nær 15.000. Kjósendur Samfylkingar eru miklu fleiri. Þriðji hver maður sem geng- ur niður Laugaveg er kjósandi Samfylk- ingar. Í einni bifreið af hverjum þremur sem aka þjóðveg númer eitt er kjósandi Samfylkingar við stýrið. Þessi hversdagslegu dæmi sýna hve víðtækt fylgi flokksins er. Nú hvetjum við alla þá sem styðja hugsjón um jafnaðarsamfélag að ganga í flokkinn og vera með í að móta framtíð hans. Formanns- kjörið er bara fyrsta skrefið í átt til þess að leiða sjónarmið jafn- aðarmanna til öndvegis í íslensk- um stjórnmálum. Mikið starf er framundan og hver og einn þeirra tugþúsunda Íslendinga sem styðja okkur á kjördag er velkominn í flokkinn til að taka þátt í lýðræði í reynd. Samfylkingin: Þú mátt kjósa! Stefán Jón Hafstein fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Stefán Jón Hafstein ’ Nú hvetjum við alla þásem styðja hugsjón um jafnaðarsamfélag að ganga í flokkinn og vera með í að móta framtíð hans.‘ Höfundur er formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar. ÖSSUR Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum að störfum framtíð- arhóps nú um helgina. Þessi skot geiguðu illilega og þar skaut hann sig illilega í fótinn. Þar að auki sendi hann öllum þeim fjölda fólks sem hefur tekið þátt í þessu starfi kaldar kveðjur, svo ekki sé meira sagt. Ég tók sjálfur þátt í starfi framtíð- arhópsins í hópi um skattamál. Eins og flestir muna eflaust var stefna og fram- ganga flokksins í skattamálum í tvenn- um síðustu kosn- ingum ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og því brýn þörf að bæta úr. Í þessum hópi störfuðu m.a. háskólaprófessor, bæði núverandi og fyrrverandi þing- menn, háskólakenn- arar og fólk úr at- vinnulífinu. Að mínu mati skilaði þessi hópur góðum nið- urstöðum, sem síðan voru ræddar ítarlega á flokksstjórnarfundi eins og aðrar niðurstöður þessa hóps sem tilbúnar voru á þeim tíma. Þar fóru fram frjóar og mjög gagnlegar umræður og mun betri en ég man eftir áður úr löngu pólitísku starfi. Mér finnst það ekki bera vott um mikla dómgreind að halda því fram að þetta starf hafi ekki skilað neinu. Stefnu flokksins fyrir síðustu þingkosningar var verulega ábótavant á mörgum sviðum og úr því er brýnt að bæta. Stefna stjórnmálaflokks á ekki að verða til í um- ræðum á milli örfárra þingmanna, hún á að þróast upp frá grasrótinni í flokkn- um. Ummæli ýmissa þingmanna á síðustu dögum um að þeir séu ekki sammála hinu og þessu sem rætt var í starfi framtíðar- hópsins skiptir mig engu, og heldur ekki hvort þeir hafi haft út- hald til þess að starfa í hópum til enda. Þeirra raddir og skoð- anir eru ekki þyngri en alla hinna sem taka þátt. Stefnu á að ákveða á sameig- inlegum vettvangi á grundvelli lýðræð- islegs starfs sem margir taka þátt. Markmiðin með starfi framtíðarhópsins voru einmitt að vinna málin með þessum hætti, eins og kom greinilega fram þegar formaður flokksins stóð að því að stofna hópinn á sín- um tíma ásamt fleira góðu fólki. Mér finnst formaður flokksins hafa þarna farið langt út fyrir strikið og að hann skuldi mér og öllum þeim fjölda fólks sem kom að starfi framtíðarhópsins afsök- un. Feilskot á framtíðarhóp Ari Skúlason fjallar um at- hugasemdir Össurar Skarphéð- inssonar um framtíðarhóp Samfylkingarinnar Ari Skúlason ’Mér finnst for-maður flokksins hafa þarna farið langt út fyrir strikið og að hann skuldi mér og öllum þeim fjölda fólks sem kom að starfi framtíðarhóps- ins afsökun.‘ Höfundur situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar. ÉG GET ekki orða bundist yfir grein sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 8. apríl sl. Þar skrifar háskólaneminn Kristófer Már Kristinsson um formannskjör í Samfylkingunni og segir meðal annars: „Þegar er yfrið nóg af miðaldra köllum sem vilja verða ráðherrar og þegar kostur er á hæfum konum til for- ystu á að setja kallana á ís.“ Mér finnst þetta bera vott um hvim- leiða tilhneigingu til að skipta fólki í tvær fylkingar, karla og konur. Þannig hugs- unarháttur stuðlar að sundrungu milli kynjana og auðveldar okkur ekki fyrir í jafnréttisbaráttunni sem aldrei má verða einslit og bera keim af „karlar á móti konum“. Ég er eindregið fylgjandi því að hvetja konur til dáða á öllum vígstöðvum, hvar sem færi gefst. En mér finnst ekki rétt að velja einstakling eftir kyni. Þar eiga verðleikar að ráða og ekkert annað. Hvetjum konur en veljum hæfasta einstaklinginn Í mínum huga er jafnréttisbarátta mik- ilvæg ekki síður fyrir karla en konur. Þetta er spurning um ákveð- ið jafnvægi í samfélag- inu sem endurspeglast í einstaklingnum sjálf- um, bæði körlum og konum. Látum kosn- ingabaráttu um for- mann Samfylking- arinnar ekki snúast upp í baráttu milli kynjanna, það hagnast enginn á því en allir tapa. Veljum hæfasta einstaklinginn til að leiða Samfylk- inguna. Það er engin spurning í mínum huga að valið stendur milli tveggja hæfra einstaklinga og ég hefði sannarlega viljað sjá þau vinna saman áfram til að efla og sameina einsog þau hafa gert síðustu miss- erin. En er ástæða til að skipta um formann í stjórnmálaflokki þegar sá sem situr er á góðri siglingu og hef- ur verið að vinna vel fyrir sinn flokk? Persónulega finnst mér það mjög hæpið. Stjórnmál snúast ekki um stjörnur Mér finnst ekki að stjórnmál eigi að snúast um stjörnur sem svífa hátt yfir það samfélag sem viðkom- andi hrærist í. Þetta á að vera spurning um stjórnmálamann sem er í sambandi við allar stéttir sam- félagsins og vinnur sín störf af alúð. Össuri Skarphéðinssyni hefur tekist að stilla saman strengi og sameina liðið í öfluga heild. Best kemur þetta fram í því að flokka- drættirnir eru horfnir. Samfylk- ingin er sameinuð, verkefnið tókst og flokkurinn er á réttri leið. Ég vona að þessi kosningabar- átta muni ekki skaða Samfylk- inguna, því ég held að þetta vax- andi stjórnmálaafl hafi möguleika á að ná langt í framtíðinni. Sameinum liðið en skiptum því ekki upp eftir kynjum eða öðrum tilteknum hóp- um. Karlar á ís? Guðmundur Jónas Haraldsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar Guðmundur Jónas Haraldsson ’Látum kosningabar-áttu um formann Sam- fylkingarinnar ekki snú- ast upp í baráttu milli kynjanna.‘ Höfundur er leikari/leikstjóri. FYRIR 30 árum eða svo þótti rétt að blaðamenn þéruðu ráð- herra og sendu þeim spurningar sínar skriflega fyr- irfram. Þá kom fram ný kynslóð sem var svo óviðeigandi að þúa þá og spyrja óundirbúinna og jafn- vel óþægilegra spurn- inga. Enn eimir þó eftir af þessum und- irlægjuhætti. Þannig þykir ekki viðeigandi að spyrja okkur stjórnmálamenn hvort við eða flokkar okkar hafi þegið fé frá fyrirtækjum sem við erum að veita fyrirgreiðslu. Enn síður þyk- ir viðeigandi að spyrja hvort við eigum persónulega fjárhagslegra hagsmuna að gæta af þeim ákvörðunum sem við tökum og því síður hvort við höfum beinlínis auðgast á þeim. Og þó fjölmiðlar segi annað veifið að úrbóta sé þörf í fjármálum stjórnmálaflokka þyk- ir ekki viðeigandi að fylgja því mjög eftir. Með svipuðum hætti hefur forseti Alþingis nú bannað mér að spyrja forsætisráðherra hvort hann muni upplýsa um tengsl sín og flokksins við bjóðendur í Landssímann. Forsætisráðherra skilar ekki skýrslu þeirri sem honum ber um fjármál flokkanna, fyrirspurn mín um hæfi forsætisráðherra til að velja milli bjóð- enda í Landssímann er hafnað og áður hef- ur ekki verið orðið við beiðni minni um utan- dagskrárumræðu um fjármál flokkanna á þeirri forsendu að það málefni heyri ekki undir neinn ráðherra! Í skugga leyndar þrífst spillingin best. Í fáum atriðum erum við jafn aftarlega á merinni, Íslendingar, og er varðar fjármögnun stjórn- málanna. Hvergi þekkist orðið slík leynistarfsemi sem hér meðal siðaðra þjóða. Á sama tíma og stjórnvöld krefjast gagnsæis fjölmiðla af því að þeir séu svo valdamiklir, hafna þau jafnvel umræðu um eigið ógagnsæi. Ef við eigum að vita hver leggur fé til fjölmiðla á þá hið sama ekki við um stjórnmálaflokkana? Það er löngu tímabært að ný kynslóð fólks leggi af þann tepruskap að spyrja ekki um spillingu og persónulega hagsmuni ráða- manna. Þannig og aðeins þannig verður dregið úr hættu á því að annarleg sjónarmið ráði för og greitt sé fyrir greiðvikni stjórn- valda. Að þéra ráðherra Helgi Hjörvar fjallar um tepruskap fjölmiðla gagnvart ráðamönnum þjóðarinnar ’Hvergi þekkist orðiðslík leynistarfsemi sem hér meðal siðaðra þjóða.‘ Helgi Hjörvar Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.