Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 25 UMRÆÐAN IÐNAÐARRÁÐHERRA fer nú um héruð með áltrúboðið sitt. Margur hélt að ráðherrann myndi hafa hægt um sig þangað til sést fyrir endann á framkvæmdunum fyrir austan. Þar eiga sér nú stað ein mestu náttúruspjöll Íslands- sögunnar af manna völdum, gíf- urleg félagsleg undirboð á vinnu- markaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og langt í land að þessar framkvæmdir komist í höfn. Þeim fjölgar nú ört sem draga í efa að álversframkvæmdirnar á Austurlandi standi undir þeim væntingum sem heimamönnum var talin trú um þegar farið var af stað með hervirkin. Nú eru Norðlendingar spurðir hvort þeir séu ekki til í að fórna náttúruperlum sínum, jökulvötnum og fossum fyrir álver í sinni heima- byggð eða hjá nágrönnunum. Nota á sömu aðferð gagnvart Norðlendingum og gert var við Austfirðinga: annaðhvort segið þið já við álveri eða fáið ekki neitt. En skoðanakönnun álráðherrans stað- festir að Norðlendingum hugnast engan veginn stórvirk óafturkræf náttúruspjöll og álbræðslur. Hvað um aðra valkosti? Hvers vegna spurði ráðherrann ekki um það sem brennur á íbúun- um í dag: „Ertu ánægður eða óánægður með að fá að borga margfalt meira fyrir rafmagnið eftir að það var markaðsvætt?“ „Ertu reiðubúinn að borga tvö- falt eða þrefalt hærra raforkuverð til að greiða niður rafmagn til er- lendrar stóriðju?“ „Hvort viltu heldur milljarð frá ríkinu til uppbyggingar náttúru- og menningartengdrar ferðaþjón- ustu eða til stórvirkjana og ál- vers?“ Það ætti að vera öllum ljóst að slíkt fer ekki saman. Ef litið er til Skagafjarðar er ljóst að sókn og ímynd Hólaskóla og héraðsins alls jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi á sviði vistfræði, náttúru- og menning- artengdrar ferðaþjónustu fer eng- an veginn saman við stórvirk nátt- úruspjöll og mengandi orkufreka stóriðju. Nútíma hátækniiðnaður, matvælaframleiðsla, markaðs- setning á fegurð og reisn íslenska hestsins, allt byggist þetta á ímynd hreinnar náttúru landsins. Framtíð Skagafjarðar og Norð- urlands alls liggur í allt öðru en úreltum hugmyndum um stóriðju og umhverfisspjöll. „Í takt við nýja tíma“ Í forystugrein Morgunblaðsins 8. apríl sl. er fjallað um skoð- anakönnun iðnaðarráðuneytisins og þá staðreynd að Norðlendingar eru alls ekki reiðubúnir að fórna náttúruperlum sínum og samfélagi á altari erlendrar orkufrekrar stóriðju. Og Skagfirðingar eru þar sýnu andvígastir. Látum leiðarahöfund Morg- unblaðsins hafa orðið: „Þessar niðurstöður hljóta að vekja helstu formælendur stór- iðjuframkvæmda til umhugsunar. Ljóst virðist að stór hluti Norð- lendinga líti frekar til annarra kosta en stóriðju hvað varðar upp- byggingu og þróun atvinnulífs í landsfjórðungnum. Enda liggur fyrir að stóriðja skapar fremur einhæf störf og raunar til þessa nær eingöngu fyrir annað kynið, þótt hjá Reyðaráli séu nú uppi metnaðarfull áform um jafnt kynjahlutfall í störfum hjá nýju ál- veri. Margir hafa áhyggjur af að hin nýju störf vegi ekki upp á móti þeim miklu og oft óendurkræfu umhverfisáhrifum sem stóriðja og tilheyrandi ráðstafanir til raf- orkuöflunar óneitanlega valda. Þá benda talsmenn annarra atvinnu- greina á hættuna á neikvæðum áhrifum stóriðju og virkjana á uppbyggingu annarra atvinnu- greina á viðkomandi svæði ekki síst ferðaþjónustu. Niðurstöður þeirra kannana sem gerðar hafa verið fyrir iðn- aðarráðuneytið benda því ekki til neinnar samstöðu á Norðurlandi um stóriðjuframkvæmdir. Niðurstöðurnar hljóta að vera hvatning þeim sem vilja kanna vandlega aðra atvinnukosti sem væru meira í takt við nýja tíma upplýsingasamfélags og hátækni- iðnaðar.“ (Leturbr. J.B). Jón Bjarnason Vinstri – grænir sammála Morgunblaðinu Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði tökum heils hugar undir þessi orð Morgunblaðsins. Okkar tillögur í atvinnumálum lúta í sama farveg. Það væri óskandi að iðn- aðarráðherra hætti áltrúboði sínu og taki höndum saman við meg- inþorra Skagfirðinga og annarra Norðlendinga við að kanna aðra atvinnukosti í takt við nýja tíma. Ef ráðherra og aðrir stór- iðjutrúboðar keyra áfram úrelta ríkisrekna atvinnustefnu í formi ál- vera og stórvirkjana er verið að efna til grimmilegra átaka í fjórð- ungnum og ljóst er að Skagfirð- ingar munu aldrei fórna sínum dýrustu perlum, Jökulánum og Héraðsvötnum, baráttulaust. Norðlendingar hafna álverum Jón Bjarnason fjallar um stóriðju ’Það væri óskandi aðiðnaðarráðherra hætti áltrúboði sínu og tæki höndum saman við meg- inþorra Skagfirðinga og annarra Norðlendinga við að kanna aðra at- vinnukosti í takt við nýja tíma. ‘ Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi. Fyrirtækjatölvur með lága bilanatíðni og aukið öryggi ������� ��� � ���������� �� � ��� ��������� � ���� ��� ���� � �������������� IBM ThinkCentre borðtölvur eru hannaðar með endingu og áreiðanleika að leiðarljósi, og er um ræða tölvur sem búa ávallt yfir nýjustu tækni. ThinkVantage tæknin er grunnurinn á bak við hönnun tölva frá IBM þar sem lágur rekstrarkostnaður, lág bilanatíðni, einföld umsýsla og öryggi eru í fyrirrúmi. Gartner Group valdi IBM PC tölvur sem fyrstu þrjá valkosti fyrir fyrirtæki þegar búið var að meta vöru, verð, þjónustu, hagkvæmni og framtíðarsýn framleiðanda*. Með kaupum á tölvum frá IBM eru fyrirtæki því að tryggja sér forystu í samkeppni. IBM borðtölvur í fremstu röð hjá Gartner IBM ThinkCentre A50 - Ultra Small Form Factor Minnsta borðtölvan frá IBM Pentium 4 3,0Ghz örgjörvi, 533MHz gagnabraut. 256MB PC 2700 vinnsluminni. 40GB harður diskur. CD drif í Ultrabay Enhanced stæði. 10/100/1000 netkort. Intel Extreme Graphics II skjákort. Windows XP Pro. Þriggja ára ábyrgð Vörunúmer: VZF75IL. Verð: 69.900 kr. (Skjár ekki innifalinn í verði) IBM ThinkCentre A51p turn Öflug vél fyrir þá sem þurfa meiri afköst Pentium 4 530 örgjörvi, 800MHz gagnabraut. 256MB DDR2 PC3200 vinnsluminni. 40GB Serial-ATA harður diskur. Intel Graphics Media Accelerator 900 skjákort. DVD drif. 10/100/1000 netkort. Windows XP Pro. Þriggja ára ábyrgð. Vörunúmer: VLD71IL. Verð: 79.900 kr. (Skjár ekki innifalinn í verði) IBM ThinkVision 17” flatur skjár Hagkvæmur og vandaður skrifstofuskjár Upplausn 1280x1024 punktar. Birtumagn 300cd/m2. Skerpa 450:1. Svartími 16ms. Þriggja ára ábyrgð. Vörunúmer: T34N9EU. Verð: 29.900 kr. *Gartner Group (PCD0503), mars 2005 IBM ThinkCentre A51 - Small Form Factor Nett borðtölva á skrifstofuna Pentium 4 530 örgjörvi, 800MHz gagnabraut. 256MB PC2700 vinnsluminni. Intel Graphics Media Accelerator 900 skjákort. 40GB Serial-ATA harður diskur. DVD drif. 10/100/1000 netkort. Windows XP Pro. Þriggja ára ábyrgð. Vörunúmer: VLE71IL. Verð: 79.900 kr. (Skjár ekki innifalinn í verði) Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val á réttu borðtölvunni. Síminn er 569 7700 og netfangið er tolvulausnir@nyherji.is Söluaðilar um land allt. ThinkCentre borðtölvur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.