Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 19
MINNSTAÐUR
Lausar einbýlishúsalóðir
Naustahverfi
Lausar eru til umsóknar 10 einbýlishúsalóðir (K6- og K7-gerð) við Vallartún og Vörð-
utún. Umsækjendum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofn-
un á greiðslugetu sinni í húsnæði að verðmæti allt að 18 milljónum króna.
Til að umsókn teljist gild þarf viðkomandi að vera í skilum við bæjarsjóð.
Lóðirnar verða byggingarhæfar 1. júlí 2005.
Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, vinnureglur, gjaldskrár, skipulags- og byggingar-
skilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfisdeildar og í þjónustu-
anddyri Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2005. Umsóknum skal skila í afgreiðslu umhverfis-
deildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9.
Dregið verður úr þeim umsóknum, sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna, og skulu um-
sækjendur eða umbjóðendur þeirra mæta miðvikudaginn 4. maí 2005 kl. 13:15 í Geisl-
agötu 9, 3. hæð.
Einstaklingar eiga forgang í einbýlishúsalóðir.
Skipulags- og byggingafulltrúi.
AKUREYRI
ÓLAFUR Ragnar Grímsson for-
seti Íslands og eiginkona hans,
Dorrit Moussaieff forsetafrú, hófu
seinni dag opinberrar heimsóknar
sinnar til Akureyrar með því að
hitta starfsfólk og nemendur
Menntaskólans á Akureyri á sam-
komu í Kvosinni. Þar spjallaði for-
seti við nemendur, flutt var tónlist
og húsakynni voru skoðuð.
Deginum var að mestu varið til
heimsókna til hinna ýmsu fyr-
irtækja í bænum, sem kynntu for-
seta starfsemi sína, þar má nefna
Norðlenska, Norðurmjólk , Víf-
ilfell, Slippstöðina og Kexsmiðj-
una. „Ég hef alltaf verið veikur
fyrir muffins,“ sagði forsetinn þar
sem hann fylgdist með starfsfólki
við bakstur, en Dorrit gerði sér
lítið fyrir og meðhöndlaði deig af
mikilli list.
Að auki kynntu forsetahjónin
sér þá starfsemi sem fram fer á
Hæfingarstöðinni við Skógarlund
en þar var sérstaklega staldrað
við í Deild fjölfatlaðra og Deild
skapandi starfs og fengu gestir að
líta muni sem unnir hafa verið af
notendum stöðvarinnar. Nem-
endur í 6. bekk Brekkuskóla voru
í sundtíma þegar Ólafur Ragnar
og Dorrit ásamt föruneyti birtust
á bakka Sundlaugar Akureyrar og
ráku þeir að vonum upp stór augu
þegar gesti bar að garði, en héldu
þó ró sinni og syntu sem aldrei
fyrr. Þá komu hjónin við í Kjarna-
lundi, dvalarheimili fyrir eldri
borgara við Kjarnaskóg, þar sem
einn íbúinn, Hjalti Finnsson, flutti
þeim frumsaminn kveðskap.
Loks kynnti forsetinn sér þá
fjölbreyttu íþróttastarfsemi sem
fram fer á Akureyri með heim-
sókn í Íþróttahöllina, en þar stóðu
yfir æfingar yngri flokka.
Dagskránni lauk með kvöld-
verði í Hrísey, en sem kunnugt
er voru sveitarfélögin Akureyri
og Hrísey sameinuð í eitt síðast-
liðið sumar.
Forsetahjónin heimsækja Eyja-
fjarðarsveit í dag, miðvikudag og
koma víða við á ferð sinni, kynna
sér starfsemi leik,- grunn-, og tón-
listarskóla, snæða hádegisverð á
Meðferðarheimilinu Laugalandi,
fara í fjós, boðið verður upp á
hestasýningu, Smámunasafnið
verður skoðað, sem og Grund-
arkirkja og eins verður litið við í
Djúpadalsvirkjun og Kristnesspít-
ali skoðaður. Dagskránni lýkur
með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsi
Hrafnagilsskóla.
Tveggja daga opinberri heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar lauk í gær
Morgunblaðið/Kristján
Forsetahjónin og fylgdarlið í heimsókn í Kexsmiðjunni, þar sem girnilegir snúðar runnu eftir færiböndum.
Morgunblaðið/Kristján
Forsetahjónin heilsa upp á nemendur í 6. sjötta bekk í Brekkuskóla sem
voru í sundkennslu er þau bar að garði. Við hlið þeirra á bakkanum stend-
ur Gísli Kristinn Lórenzson, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.
„Ég hef alltaf verið
veikur fyrir muffins!“
VEGNA hins mikla fjölda til-
lagna sem barst í hugmyndasam-
keppnina „Akureyri í öndvegi“
hefur dómnefnd, í samráði við
áhugahópinn sem stendur að
verkefninu, ákveðið að fresta til-
kynningu um niðurstöðu keppn-
innar fram til 7. maí, 2005. Alls
bárust 147 tillögur, sem eru mun
fleiri tillögur en við var búist.
Fyrirhugað er að dómnefnd
kynni niðurstöður sínar fyrir Ak-
ureyringum 7. maí og lýsi meg-
indráttum þeirra tillagna sem
verðlaun og viðurkenningu hljóta
auk almennra sjónarhorna sem
birtust í öðrum tillögum. Sérstök
áhersla verður lögð á það að
tengja niðurstöðurnar við óskir
og viðhorf íbúa sem fram komu á
íbúaþinginu sem haldið var í
september síðastliðinn.
Vonir eru bundnar við það að
keppnin gefi Akureyringum nýja
sýn á miðbæinn sem verði leið-
arljós í uppbyggingu næstu ára.
Að Akureyri í öndvegi standa
nokkur öflugustu fyrirtæki
landsins og keppnin er haldin í
samvinnu við Arkitektafélag Ís-
lands.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef Akureyrar í öndvegi,
www.vision-akureyri.is.
Hugmyndasamkeppnin
„Akureyri í öndvegi“
Frestað að til-
kynna niðurstöðu
Skíðamót | Andrésar Andar leik-
arnir á skíðum, hinir 30. í röðinni,
fara fram í Hlíðarfjalli dagana 21.–
23. apríl en setning leikanna fer
fram í Íþróttahöllinni að kvöldi 20.
apríl. Keppt verður í alpa- og nor-
rænum greinum og eru þátttak-
endur á aldrinum 6–14 ára. Þetta í
fyrsta skipti sem 14 ára ungmenni
taka þátt en þau munu keppa á
punktamótum á leikunum. Eins og
fram hefur komið voru menn ekkert
alltof bjartsýnir á að hægt yrði að
halda leikana vegna snjóleysis en
heldur hefur ræst úr og því ætlar
Andrésar-nefndin að halda sínu
striki. Skráning þátttakenda lýkur á
fummtudag en Gísli Kristinn Lór-
enzson formaður nefndarinnar gerir
ráð fyrir 600–700 þátttakendum að
þessu sinni.
Bikarmeistari | Smári Ólafsson
sigraði á Bikarmóti Skákfélags
Akureyrar sem lauk nýlega. Smári
hlaut 7 vinninga í 9 umferðum og
er þetta í fyrsta skipti sem hann
sigrar á þessu móti. Annar varð
Unnar Þór Backmann með 6 vinn-
inga úr 9 umferðum. Þriðji varð
Tómas Veigar Sigurðarson með 5
vinninga úr 8 umferðum. Alls
mættu 12 skákmenn til leiks. Mót
þetta er nokkuð sérstakt, en dreg-
ið er fyrir hverja umferð, þannig
að oft kemur upp sú staða að menn
tefla við sama andstæðing tvisvar
til þrisvar í röð og jafnvel með
sömu liti. Eftir þriðja tap detta
menn úr keppni, þannig að fjöldi
tefldra skáka getur verið mjög
mismunandi hjá mönnum.
Næsta mót hjá Skákfélagi Ak-
ureyrar er forgjafarmót, sem fram
fer fimmtudaginn 14. apríl kl.
20:00. Þar er einnig á ferð nokkuð
sérstakt mót, þar sem stigalágir fá
ákveðna forgjöf í tíma á þá stiga-
hærri. Teflt er í KEA salnum í
Sunnuhlíð og eru allir velkomnir.
Útskriftartónleikar | Tónlist-
arskóli Eyjafjarðar heldur útskrift-
artónleika Elínar Jakobsdóttur pí-
anónemanda fimmtudaginn 14. apríl
kl. 17 í Tónlistarhúsinu Laugarborg.
Tónleikarnir eru hluti af framhalds-
prófi.
Með Elínu spilar Björg Sigur-
björnsdóttir og Auðrún Aðalsteins-
dóttir syngur. Píanókennari er
Dóróthea Dagný Tómasdóttir.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
Stuðningur við stóriðju | Aðal-
fundur Samfylkingarinnar í Eyja-
fjarðarsveit, sem haldinn var nýlega,
samþykkti ályktun þar sem fram
kemur að efla skuli stóriðju við
Eyjafjörð í formi menntunar, ferða-
þjónustu, heilbrigðismála og mat-
vælaiðnaðar, svo sem bláskeljarækt.
Jafnframt styður fundurinn upp-
byggingu orkufreks iðnaðar við
Húsavík.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
voru ýmis mál reifuð, t.d. atvinnu-
mál, byggðaþróun, samgöngur, stór-
iðja, ferðaþjónusta og svo mætti
lengi telja.
Fyrirlestur | Séra Þorgrímur
Daníelsson, prestur á Grenj-
aðarstað, flytur fyrirlestur á eftir
aðalfundi Samhygðar, samtaka
um sorg og sorgarviðbrögð,
fimmtudagkvöldið 14. apríl kl.
20.30.
Hann nefnist „Ranglæti og sorg-
in“.
Aðalfundur samtakanna hefst kl.
19 í safnaðarsal Akureyrarkirkju.