Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN H vað ætli margir hér á landi hafi hlustað á nýju Mugison- plötuna? Og þá meina ég hlustað. Í haust var ég farinn að fá á til- finninguna að bókstaflega allir fíluðu Mugison í botn. Það virtist sama úr hvaða stétt fólkið var eða á hvaða aldri. Ef einhver var spurður hvað hann væri nú að hlusta á eða hvaða plötur hann hefði verið að kaupa sér var svarið einhvern veginn á þessa leið: „Já, bíddu … ég var að kaupa nýju plötuna með Noruh Jones … já og nýju Mugison-plötuna auðvitað. Hún er frábær!“ Þetta síðasta nafn sagði viðkomandi í hálfgerðu ofboði, en á svip hans mátti alltaf greina að hann var dauðfeginn að hafa munað eftir Mugison, nafninu sem frelsaði hann með naum- indum til „svalleikans“ – þetta hugtak eða ástand sem aldrei er hægt að setja almennilega fingur á. Ég get svarið að sumt af þessu fólki hefði ekki getað nefnt titil plötunnar hefði það verið innt eftir honum, hvað þá að það væri búið að hlusta á plötuna. Mugison (og svo ég gleymi því nú ekki, platan hans er frábær) hafnaði í haust í undarlegri nafn- togunarhringiðu, á ensku er þetta kallað „name drop“. Það þykir, og þótti sérstaklega fyrir u.þ.b. hálfu ári, alveg afskaplega fínt að nefna þennan hæfileikaríka tónlistar- mann á nafn. Þetta hefur ekki neitt með tónlistina hans að gera, heldur allt með það að „vera með“, fylgjast með því sem er að gerast, einhvers konar leið til að geta haft a.m.k. á tilfinningunni að maður sé ekki orðinn gersamlega stein- geldur. Björk, Sigur Rós og múm hafa öll einhvern tíma orðið skot- spónn svona látaláta. Það er eins og þegar fólk uppgötvar að ákveðnir listamenn eru komnir á hvers manns varir – að maður tali nú ekki um ef þær eru útlenskar – þá sé farið að keppast við að mæra viðkomandi. Listin sjálf er algert aukaatriði. Þetta er meira eins og sjálfshjálp, nöfn viðkomandi eru notuð af fólki sem vill sannfæra sig um að það fylgist enn með. Þetta á auðvitað við um allar listgreinar aðrar. Murakami, er hann ekki maðurinn í dag? Jújú, ég veit hvað klukkan slær í bók- menntunum (ég hef ekki lesið eina bók eftir manninn). Ég man glöggt að Egill Sæ- björnsson, listamaðurinn snjalli, lenti í smávægilegri hringiðu haustið 2000. Það var vegna plöt- unnar Tonk of the Lawn, sem er, líkt og plata Mugisons, frábær. Man einhver eftir þessari plötu í dag? Svo virðist nefnilega sem þú þurfir að vera hæfilega „skrýtinn“ til að komast inn í téða hringiðu, því hvað er svalt við það að vera venjulegur? Æ, hvar heldur þessi smekklögregla sig eiginlega!? Ég er ekki að rekja þessa hluti til að hefja sjálfan mig á stall, bara af því að ég hef borið gæfu til þess að hlusta á þessa fínu plötu Mugi- sons. Né á þetta að verða til þess að gera lítið úr því ágæta fólki sem hrópar nafn hans á torgum bara af því að allir aðrir eru að því. Svona félagsleg hegðan er mjög algeng og ég held að allir kannist við að hafa lent í einhverju svipuðu. En það breytir því ekki að auðvitað er þetta fáránlegt – jafnvel sorglegt. Þetta eru sömu kraftarnir og hafa skotið þeirri hugmynd inn í fólk að það sé enn ofursvalt að tala um „ambient“ og „drum’n’bass“. En nú er lag að grípa til tveggja dæmisagna. Einhverju sinni var ég staddur í teiti þar sem allir voru töluvert yngri en ég. Ég var um það bil 25 ára en hitt fólkið á aldrinum 17 til 18 ára. Einn drengurinn var að spila hipphoppplötur af mikilli ástríðu og útskýrði um leið af áfergju fyrir öðrum hversu mikil snilld þetta væri. Nú hef ég gaman af hipphoppi en allt í einu rann það upp fyrir mér að drengurinn vissi meira en ég um tónlistina. Plöt- urnar hafði hann komið með sjálf- ur en teitið hélt systir mín á heim- ili foreldra minna þar sem ég bjó ennþá (ahemm). Alltént reyndi ég á aumkunarverðan hátt að halda í við manninn með því að sýna hon- um hipphoppplöturnar mínar. En það þýddi lítið, drengurinn var ljósárum á undan mér. Ég upplifði mig skyndilega sem gamlan, ég var „ekki með“ og eitt sek- úndubrot var ég að hugsa um að ljúga því að ég vissi hitt og þetta, þó að ég vissi ekki neitt. Ég kvaddi þetta teiti reynslunni ríkari og með hugarfóður undir armi. Annað nærtækt dæmi er fjöl- skyldufaðirinn, nýskriðinn yfir þrí- tugt, sem labbar inn í plötubúð með barnavagn (þessi persóna hef- ur áður komið við sögu í Viðhorfi hjá mér). Af ótta við að vera ekki lengur með á nótunum kaupir þessi maður sér nýjustu sólóplötu Richards Ashcrofts með skjálfandi hendi. Athugið að þessi maður var einu sinni „kúl“ og hann ber þess- ar leifar enn með sér. Hann er enn með hárið dálítið ósnyrtilegt og á enn gömlu Converse-skóna sína. En úr augunum stafar ekki lengur rósemd eða öryggi hins svala manns, heldur ótti. Óttinn við það að vera búinn að missa það. Þessi sami ótti rekur hann til að kaupa sér Mugison í næstu ferð. Ástæða þess að ég hef þráhyggju gagnvart þessum ímyndaða manni er auð- vitað augljós. Ég hræddur um að verða þessi maður einhvern tíma. Mórallinn er því þessi: Vertu þú sjálfur. Orð Hueys Lewis verða manni þó enn betra leiðarljós í baráttunni: „It’s hip to be square.“ Svalt Í haust var ég farinn að fá á tilfinn- inguna að bókstaflega allir fíluðu Mugi- son í botn. Það virtist sama úr hvaða stétt fólkið var eða á hvaða aldri. Ef ein- hver var spurður hvað hann væri nú að hlusta á eða hvaða plötur hann hefði verið að kaupa sér var svarið einhvern veginn á þessa leið: „Já, bíddu … ég var að kaupa nýju plötuna með Noruh Jon- es … já og nýju Mugison-plötuna auð- vitað. Hún er frábær!“ VIÐHORF Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is KOSNINGABARÁTTA við venslafólk er óhjákvæmilega erfið en sennilega enn verri ef andstæð- ingurinn er kona. Össur Skarphéðinsson er ekki til sölu og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hann tapi ekki formannsslagnum í Samfylkingunni. Össur hefur haldið fram skoðunum sínum á mönnum og mál- efnum, þegar aðrir hlupu í skjól kaupa- héðna og peninga- manna. Össur hefur átt sína slæmu daga eins og allir en hann varpar ábyrgðinni ekki yfir á aðra. Hann er metinn af pólitískum andstæð- ingum fyrir þetta. Össur hallar sér ekki að auð- mönnum í pólitískum egóisma sjálfum sér til framdráttar. Hann auglýsir sig ekki á fölskum for- sendum, og hefur aldrei fengið orð á sig sem handbendi peningavalds- ins. Hann hefur aldrei yljað sér við elda þeirra sem þekkja ekki jöfnuð hvað þá þeirra sem kunna ekki að fara að lögum og hafa leikið sér að þjóð sinni í krafti peninga. Hann notar ekki ókeypis bíl frá Heklu, situr ekki leynifundi með auð- mönnum eða úthlutar verkefnum til vina og vandamanna í umboði almennings. Össur er maður heiðarlegur og sannur og fer ekki í manngrein- arálit. Hann er fyrirmynd hægri- sinnaðra jafnaðarmanna og selur ekki sálu sína fyrir hlutabréf eða ókeypis auglýsingar í Baugsmiðl- unum. Össur hefur haft fyrir því að sameina jafnaðarmenn, ólíkt mót- frambjóðanda sínum, sem hefur baktryggt sig fyrir luktum dyrum og krafist þess að eiga alltaf síð- asta orðið, annars væri hún ekki til viðtals. Össur fékk ekki sérmeðferð R- listafólks, samanber kröfu mótherjans um að sitja áfram sem sameiningartákn eftir að hafa reynt fyrir sér sem frambjóðandi til þings og að hafa krafist þess í ofanálag að verða forsætisráð- herraefni flokks sem formaður hafði far- sællega stjórnað. Hvers vegna? Jú, var það frekja og yf- irgangur? Ingibjörg Sólrún var í Kvennalistanum á meðan það þjónaði lund hennar. Sveik flokkssystur sínar í EES- málinu með því að sitja hjá en lét síðar í veðri vaka, að hún hefði gengið enn lengra í svikunum og stutt samninginn. Skildi þannig Kvennalistann eftir rótlausan, líkt og hún gerði við R-listann. Við vorum ekki fáir jafn- aðarmennirnir sem treystum Ingi- björgu Sólrúnu til þess að koma með ferska vinda inn í síðustu kosningar. Hvað gerðist? Það ferskasta var að sameinast auð- valdinu og ganga til liðs við öfl sem telja sig geta einokað hér allt, lif- andi og dautt. Það kom ekkert nýtt frá henni sem gæti komið í veg fyr- ir eignarupptöku á heilu landi. Hún gekk peningavaldinu á hönd til þess eins að hnekkja á Davíð Odds- syni og Össuri Skarphéðinssyni sem heyja hér erfiða baráttu við þá, sem ráða yfir 70% fjölmiðla, fasteignum, verslun og þjónustu. Var hún ekki með sjálfri sér í þeim yfirborðskennda slag sem hún stofnaði til með Borgarnesræð- unum fyrir alþingiskosningarnar? Össur er ekki pólitískur egóisti, hann er jafnaðarmaður. Hann hef- ur ekki gengið undir framsóknarok Alfreðs Þorsteinssonar eins og Ingibjörg Sólrún. Hefur hún ekki alltaf borið blak af Alfreð? Fór hann ekki sínu fram sem yfirborg- arstjóri í hennar tíð í ráðhúsinu? Þau Alfreð sameinast síðan undir skjóli Baugsmiðlanna, sem hafa á þeim takmarkalausa velþóknun. Hvar er gagnrýnin? Össur hótar ekki eins og dek- urbarn að hætta í stjórnmálum verði hann ekki formaður og hann sendir ekki vini sína í útlegð til að tryggja eigin frama. Jafnaðarmenn allra flokka! Stöndum þétt við bakið á Össuri Skarphéðinssyni og hinum duglegu konum og körlum sem með honum standa. Formannskosningar Sam- fylkingarinnar snerta okkur öll. Stöndum gegn þeim, sem eru eins og varningur á markaðstorgi. Söfn- um liði og kjósum Össur Skarphéð- insson, veitum honum verðskuld- aða viðurkenningu til að leiða áfram flokk íslenskra jafn- aðarmanna – jafnaðarmanna, sem standa undir nafni. Össur í ríkisstjórn Jónína Benediktsdóttir fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar ’Össur er maður heiðarlegur og sannur og fer ekki í mann- greinarálit. ‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FIA. NÝLEGA var í Morgunblaðinu grein eftir Einar Karl Haraldsson. Í greininni eru hyllingarskrif um áhuga Össurar Skarphéðinssonar fyrir skoðunum flokksmanna. Um þann áhuga segir Einar orðrétt: „Það eru ekki síst áhugaverðar áherslur hans á reglu- legar kannanir á hug flokksmanna til mála“. Betur að satt væri, en því miður eru þetta öf- ugmæli. Mörgum er enn í minni frumvarpið um hækkun eftirlauna ráðherra. Það fór svo á skjön við kjör al- mennings, að samtök launþega héldu úti- fund til að mótmæla því. Að auki var í því sú nýjung, að Össur Skarphéðinsson fær frá ríkinu 250 þús. á mánuði, fyrir það eitt að vera formaður í flokki. Þingflokkurinn leyfði að frum- varpið væri lagt fram í nafni Sam- fylkingarinnar. Skýring þing- manna á þeim afglöpum var sú, að Össur hefði lofað Davíð Oddssyni stuðningi þingmanna við málið, án þess að kanna áður hug þeirra. Og svo hælir Einar Karl Össuri fyrir „áherslur hans á reglulegar kann- anir á hug flokksmanna“. Kaffi Á þessum tíma var ég í stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi. Stjórnin bað Össur að mæta á fé- lagsfund til að heyra álit flokks- manna á frumvarpinu. Mátti hann ráða degi og tíma. Össur vildi ekki koma á fund, og bauð í staðinn stjórnarmönnum í kaffi. Einn þeirra, sem þáðu kaffi Öss- urar var formaður fé- lagsins og kom hann til baka með bréf frá Össuri, sem hann las upp á félagsfundi. Efni bréfsins var að Össur hefði rætt mál- in við stjórnina og teldi það nægja. Ef þetta verklag er dæmi um, „áhuga- verðar áherslur hans á reglulegar kann- anir á hug flokks- manna“, eins og Einar kallar það, þá eru þær áherslur harla lítils virði. Valdníðsla Eftirlaunafrumvarpið var árás á stefnu og siðferði jafnaðarmanna. Forustufólk í verkalýðsnefnd Sam- fylkingarinnar krafðist þess að flokksstjórn yrði kölluð saman fyr- ir jól svo þingmenn gætu kannað hug flokksmanna. Fundi var lofað strax eftir áramót, þar skyldi mál- ið rætt til hlítar við flokkinn. Efndir urðu þær að fundurinn var síðasta dag janúar. Til að bíta svo höfuðið af skömminni var verka- lýðsnefnd neitað um að frumvarpið væri á dagskrá fundarins. Þeirri ótrúlegu valdníðslu var að sjálf- sögðu hnekkt af fundarmönnum. Svo kemur Einar Karl Haralds- son í Morgunblaðið og slengir því framan í mig og annað flokksfólk að helstu kostir Össurar Skarp- héðinssonar séu „áhugaverðar áherslur hans á reglulegar kann- anir á hug flokksmanna“. Mér líður eins og maðurinn haldi að ég og aðrir í flokknum séum kjánar. Öfugmæli Einars Karls Arnþór Sigurðsson gerir at- hugasemdir við grein Einars Karls Haraldssonar ’Ef þetta verklag erdæmi um, „áhugaverðar áherslur hans á reglu- legar kannanir á hug flokksmanna“, eins og Einar kallar það, þá eru þær áherslur harla lítils virði.‘ Arnþór Sigurðsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.