Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 21
DAGLEGT LÍF
VERÐ á fatnaði hefur farið lækkandi á síðustu
árum og margir sérfræðingar telja að það muni
lækka enn frekar. Líklegt sé að lágvöruverðs-
verslunum með fatnað fjölgi en að neytendur
muni jafnframt huga frekar að gæðum og upp-
runa fatnaðarins þegar kemur að því að velja,
að því er m.a. kemur fram á vef Aftenposten.
Fram kemur að neytendur séu í ríkari mæli
meðvitaðir um hvar og hvernig fatnaður er bú-
inn til og úr hvernig efni hann er. Þrýst er á
fataframleiðendur að standast umhverfisstaðla
og búa vel að starfsfólki sem býr fötin til. Skv.
danskri greiningarstofu, PEJ, er líklegt að fatn-
aður verði í auknum mæli til sölu í mat-
vöruverslunum á næstu árum og þær taki þar
með stærri hluta af fatamarkaðnum. Í Dan-
mörku eru 50% barnafatnaðar og 35% kven-
fatnaðar seld utan venjulegra fataverslana.
PEJ telur að lágvöruverðsverslunum með fatn-
að fjölgi á næstunni. Slíkar verslanir sem eru
blanda af lagersölu og fataverslun hafa notið
velgengni þrátt fyrir lágt þjónustustig og jafn-
vel óaðlaðandi húsnæði. Lágt verð virðist skipta
meira máli.
Ingun Grimstad Klepp starfar við neytenda-
rannsóknir og hún segir í samtali við Aftenpost-
en að erfitt sé að útskýra hví fólk í Noregi, þar
sem velmegun er mikil, kaupi ódýran fatnað
sem jafnframt er ekki vandaður. „Það getur
verið auðveldara að réttlæta kaup á fötum sem
passa kannski ekki alveg með því að þau hafi
verið svo ódýr,“ segir hún og bætir við að oft sé
samhengi á milli þess að kaupa ódýrt og gera lé-
leg kaup. Grimstad Klepp bendir á að það er
óumhverfisvænt að fjöldaframleiða og dreifa
fatnaði. Þrýstingur á að bjóða lágt verð geri það
líka að verkum að margir fataframleiðendur
hugsi ekki um vinnuvernd.
NEYTENDUR
Líklegt að lágvöru-
verðsverslunum með
fatnað fjölgi
Morgunblaðið/ÞÖK
Talið er sennilegt að fatnaður verði í auknum mæli til sölu í matvöruverslunum á næstu árum
og þær búðir taki þar með stærri hluta af fatamarkaðnum.
MENNT er máttur, segir mál-
tækið, og nemendur Kossaskól-
ans í Seattle í Bandaríkjunum
taka sannarlega undir það ef
marka má umsagnir þeirra á
heimasíðu skólans kissingschool.-
com. Þar lýsir hluti af þeim
hundruðum para sem sótt hafa
skólann undanfarin ár hvernig
það að læra að kyssa í þar til
gerðum skóla hefur auðgað líf
þeirra og fært þau nær hvort
öðru.
„Það er ekkert verra en stein-
dauður koss sem felur ekkert í
sér nema skyldurækni,“ brýnir
Cherie Byrd, stofnandi og að-
alleiðbeinandi skólans, fyrir nem-
endum sínum og bætir því við að
slíkir kossar leiði af sér fjarlægð
og stigvaxandi gremju í sam-
böndum. En slíku er hægt að
kippa í liðinn, segir Byrd og vill
meina að hægt sé að kenna pör-
um hvernig eigi að kyssa vel og
innilega þannig að þau finni til
aukinnar nándar og heitari ástar.
Jafnvel fyrir platónska vini
Öll pör eru velkomin í Kossaskól-
ann, hvort sem um er að ræða
hjón til áratuga eða glæný kær-
ustupör. Þar sitja gagnkyn-
hneigðir og samkynhneigðir við
sama borð og er jafnvel mælt
með því að platónskir vinir sæki svona nám-
skeið saman enda sé þetta „yndisleg hug-
mynd fyrir vini sem
vilja gera eitthvað
eftirminnilegt
saman, og deila
með sér kær-
leika og góðum
tilfinningum“ eins
og Byrd orðar það.
En þarf virkilega
að kenna fólki að kyssa? „Svo sannarlega,“
segir hún og bætir því við að þó flestir geti
kysst þá skorti mjög marga það næmi, þá
dýpt, nánd og ástríðu sem athöfnin bjóði upp
á sé hún framkvæmd eftir kúnstarinnar
reglum. Hún segir rangt að álykta að það að
kyssa sé eitthvað sem lærist af sjálfu sér, því
eins og með alla aðra færni, hvort sem um er
að ræða í íþróttum eða eldhúsinu, þá snúist
þetta um að tileinka sér ákveðna list og til
þess þurfi bæði leiðbeiningar og þjálfun.
SKONDIÐ
Kenndu mér að kyssa rétt
Reuters
Hjónin Gary Getz og Lorrie Clemens, frá Palo Alto í Kali-
forníu, eru meðal þeirra sem hafa sótt Kossaskólann með
góðum árangri. Hér sjást þau við heimalærdóminn.