Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í ónefndu alræðisríki er rithöfundur færður til yfirheyrslu. Smásögur hans hafa vakið athygli rannsóknar- lögreglunnar, því hrottalegir glæpir hafa verið framdir á sama hátt og lýst er í nokkrum sögum hans. Sakamála- leikritið Koddamaðurinn hverfist sem sagt um sögur – grimmilegar smásögur sem rit- höfundur að nafni Katúrían hefur skrifað. Sögurnar mynda eins konar uppistöðu í verk- inu og útgangspunkt; það eru þær sem hrinda atburðarásinni af stað og halda henni gangandi. Rúnar Freyr Gíslason fer með hlutverk rithöfundarins Katúríans í uppfærslu Þjóð- leikhússins á verkinu. Hann segist telja að boðskapur verksins sé fyrst og fremst að list- in skipti öllu máli. „Sögurnar eru það sem skiptir öllu máli fyrir Katúrían, og hann er tilbúinn til að fórna lífi sínu og jafnvel öðrum fyrir þær. Fyrir listina.“ Ábyrgð listamanna Umfjöllunarefni leikritsins býður óneitan- lega upp á hugrenningar um hlutverk listar og listamanna í samfélaginu, þar sem sögur Katúríans virðast hafa veitt einhverjum inn- blástur til hrottalegra glæpa. Hversu mikil áhrif hafa listamenn í raun, og hver er ábyrgð þeirra þegar kemur að myndun skoð- ana almennings og gjörða? Að mati Rúnars Freys er þetta vissulega viðfangsefni í leik- ritinu. „Þetta er einmitt dálítið aktúellt um- ræðuefni í dag, þegar mikið er rætt til dæmis um hvort tölvuleikir, sjónvarpsþættir og bíó- myndir hafi áhrif á börn, og hver sé raun- verulega sökudólgurinn. McDonagh er að spyrja að þessu, en ég held að hann svari því ekki. Þetta er svona hliðarspurning í verkinu og það er mín persónulega skoðun að verkið fjalli ekki um þetta, þó það fái okkur til að hugsa um þessi mál. Að mínu viti fjallar þetta fyrst og fremst um listina; að listin sigrar og listin er allt. Fólk kemur og fer, lifir og deyr, en listin er eilíf.“ Hann bætir því við að þó að rithöfundinum, sem hann túlkar í leikritinu, virðist vissulega brugðið að einhver hafi ákveðið að gera sög- urnar hans að raunveruleika, sé niðurstaðan sem hann kemst að sú að hann geti ekki látið það hafa áhrif á sig. „Listin verður að verða til eins og hún verður til, og ég er sammála því. Ég veit kannski ekki með börn – auðvit- að verður maður að vernda þau fyrir hinu og þessu – en með aðra einstaklinga gildir, að það er ekki hnífurinn sem drepur. Það er fólkið sjálft.“ Margbrotið hlutverk Koddamaðurinn er ein af smásögum Katúríans og er sögð í leikritinu ásamt fjöl- mörgum öðrum. Langflestar eiga þær það sameiginlegt að vera óhugnanlegri en orð fá lýst, og eru sumar þeirra sviðsettar í leikrit- inu en aðrar eru einfaldlega sagðar. Í mörg- um tilfellum kemur það í hlut Rúnars Freys sem Katúríans að segja sögurnar. Það hlýtur að hafa verið svolítið mál að læra þær, telur blaðamaður, og hittir þar naglann á höfuðið. „Já, þetta er eitt erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég þurfti að liggja talsvert yfir þessu, enda mikill texti og ég er á sviðinu all- an tímann,“ segir hann og tekur til við að lýsa Katúrían. „Hann er fjölbreyttur karakt- er; klár og ástríðufullur, ekki síst gagnvart sögunum sínum. Það er nánast eins og hann fái kikk út úr því að segja þær. Auðvitað eru allar persónur fjölbreyttar í lífinu sjálfu og hafa allan tilfinningaskalann, en það er sjald- an sem maður fær tækifæri til að sjá hann allan í leikriti, eins og í þessu tilfelli. Við fáum að sjá Katúrían hræddan, ánægðan, reiðan, sorgmæddan og allt þar á milli. Þetta er án efa margbrotnasta hlutverk sem ég hef fengist við.“ Brechtískur McDonagh Höfundur Koddamannsins, Martin McDonagh, á að baki þónokkur verk sem vakið hafa mikla athygli og hefur hann eink- um beint sjónum sínum að kynlegum kvistum í afskekktum byggðarlögum heimalands síns, Írlands. Má þar nefna Fegurðardrottninguna frá Línakri og Halta Billa sem eru íslenskum leikhúsgestum vel kunn. Í Koddamanninum snýr hann sér frá Írlandi, að óskilgreindu al- ræðisríki og skapar leikrit sem hlaðið er spennu og hryllingi í bland við tilvistarlegar og fagurfræðilegar pælingar. Rúnar Freyr segist hafa verið að kynnast McDonagh fyrst nú, en hann hafi strax látið heillast af Koddamanninum. „Mér finnst hann alveg meiriháttar. Þetta er með betri verkum sem ég hef lesið,“ segir hann og bæt- ir við að stíll McDonaghs minni hann dálítið á Bertolt Brecht. „Brecht var alltaf að segja sögur, stoppa síðan og segja við áhorfendur: Þetta er bara leikrit! og halda síðan áfram með söguna. Manni er kippt í og úr raun- veruleikanum. McDonagh leikur sér svolítið með þetta sama, að láta áhorfendur stoppa og velta fyrir sér hvenær sé um sannleikann að ræða, og hvenær sé verið að segja sögu. Á vissan hátt má lesa leikritið sem eina stóra sögu. Að það sé enginn rithöfundur til, nema í sögunni. Það situr bara maður heima hjá sér og hugsar upp allt leikritið, frá upphafi til enda.“ Frábær leikstjóri Það er Þórhallur Sigurðsson sem leikstýrir verkinu, en hann leikstýrði einnig Halta Billa í Þjóðleikhúsinu árið 2002. Rúnar Freyr seg- ir það ómetanlegt að fá að starfa með öllu því fagfólki sem að sýningunni vinnur. „Þórhall- ur Sigurðsson er frábær leikstjóri og hefur auðvitað leikstýrt mörgum af eftirminnileg- ustu sýningum sem sést hafa í íslensku leik- húsi. Að fá svona reyndan leikstjóra, fyrir svona ungan leikara eins og mig, eru algjör forréttindi,“ segir hann að síðustu. Koddamaðurinn verður frumsýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20. Madríd, AFP. | Tenórsöngvarann góðkunna Placido Domingo langar að syngja ljóð Jóhannesar Páls páfa annars, sem lést sem kunn- ugt er í síðustu viku. Domingo sagði í viðtali við spænska dag- blaðið ABC að bókmenntagildi kveðskapar páfa væri mikið. „Ég er búinn að biðja son minn, Plac- ido yngri, sem er tónskáld, að semja söngverk við ljóð páfa,“ sagði Domingo. „Ég vona bara að ljóðin verði fljótt aðgengileg, svo við getum farið að skoða þau.“ Mikill aðdáandi páfa Í viðtalinu kveðst Domingo hafa verið mikill aðdáandi páfa, sem veitti honum áheyrn í þrígang, og hlustaði jafnoft á söng hans. „Hann var mikill páfi, og því kæmi það mér ekki á óvart ef eftirmaður hans kallaði sig Jóhannes Pál þriðja,“ sagði Domingo og kvaðst búast við því að Jóhannes Páll ann- ar yrði fljótlega tekinn í dýrlinga- tölu. Domingo vill syngja ljóð eftir páfa Placido Domingo eftir Martin McDonagh. Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir. Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason, Arnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Randver Þor- láksson, Helga E. Jónsdóttir og Birna Sigurðardóttir. Tónlist: Sigurður Bjóla. Brúðugerð: Bernd Ogrodnik. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas. Aðstoðarmaður leikstjóra: Helga E. Jónsdóttir. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Koddamaðurinn Sögur Koddamannsins Í kvöld verður leikritið Koddamaðurinn eftir írska verðlaunaleikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Inga María Leifsdóttir hreifst af spennunni og óhugnaðinum og ræddi við aðalleikarann, Rúnar Frey Gíslason, um listina sem sigrar allt. Katúrían færður til yfirheyrslu. Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Sigurjónsson og Arnar Jóns- son í hlutverkum sínum í sýningu Þjóðleikhússins á Koddamanninum eftir Martin McDonagh. ingamaria@mbl.is Koddamaðurinn hverfist um grimmilegar smásögur eftir rithöfundinn Katúrían. ÓFRIÐNUM í Scalaóperunni í Mílanó ætlar seint að linna, en á mánudag- inn hætti for- stjóri fílharm- óníusveitar óperuhússins án þess að gefa nokkra nánari skýringu á starfs- lokum sínum þar. Forstjórinn, Fedele Confalonieri, er jafnframt stjórnarformaður Mediaset, fjöl- miðlafyrirtækis Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu, og á sæti í stjórn fílharmóníusveitarinnar, en hann gaf stjórnarsætið einnig upp á bátinn. Ekki er nema um vika frá því að aðalhljóm- sveitarstjóri Scalaóper- unnar og list- rænn stjórn- andi til nítján ára, Riccardo Muti, sagði sínu starfi lausu eftir hat- rammar deilur við starfsmenn hússins. Deilurnar í Scala hófust í desember, skömmu eftir að Scala- óperan var opnuð að nýju eftir miklar endurbætur. Starfsmenn sökuðu Muti um að reka óperu- húsið eins og hann ætti það, en Muti hunsaði gagnrýni starfs- fólksins. Fella þurfti niður nokkr- ar sýningar vegna deilnanna. Enn fækkar yfir- mönnum í Scala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.