Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉÐINSFJARÐARGÖNGIN eru ein sú vitlausasta framkvæmd sem ég hef heyrt um í langan tíma, sagði Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjör- dæmi, í umræðum um tillögu sam- gönguráðherra að samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008 á Alþingi í gær. Sturla Böðvarsson mælti fyrir til- lögunni í upphafi þingfundar og stóðu umræður um hana yfir í allan gærdag og fram á kvöld. Í tillög- unni er m.a. gert ráð fyrir því að Héðinsfjarðargöng verði boðin út síðar á þessu ári. Áætlað er að þau kosti um sex milljarða. Samtals gerir tillagan ráð fyrir því að tæp- um sextíu milljörðum króna verði varið til vegamála á næstu fjórum árum. Stjórnarþingmennirnir Gunnar Birgisson, Sjálfstæðisflokki, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvestur- kjördæmi, gagnrýndu ýmsa en þó ólíka þætti áætlunarinnar harðlega. Gunnar sagðist fagna þeim fjár- munum sem verið væri að setja í vegamál. Þeim fjármunum væri á hinn bóginn misskipt milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. Kristinn gagnrýndi hins vegar þau áform að fresta framkvæmdum í vegagerð á næstu árum. Hann sagði að það gengi ekki lengur að ríkisstjórnin lofaði framkvæmdum fyrir kosningar en skæri þau loforð niður eftir kosningar. Beindi hann því til ríkisstjórnarinnar að hætta slíkum skollaleik. Ekki eftir flokkslínum Þingmenn stjórnarandstöðunnar átöldu einnig ýmis atriði í sam- gönguáætluninni. Meðal annars gagnrýndu þeir harðlega frestun vegaframkvæmda. Björgvin G. Sig- urðsson, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði m.a. að skv. áætluninni væri ekki gert ráð fyrir því að hægt yrði að ljúka við Suðurstrandarveg. Sturla Böðvarsson svaraði því hins vegar til að þingmaðurinn yrði að hafa kjark til að gera upp á milli verka. „Það er mat okkar,“ sagði ráðherra, „að það sé mikilvægara við þessar aðstæður að framkvæma endurbætur á Hellisheiðinni og ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar en að ljúka Suðurstrandarvegi.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að auðvitað væri „sá mikli niðurskurður eða frestun [...] á framkvæmdum, eink- um og sér í lagi til vegamála, á þriggja ára tímabili, ákaflega til- finnanlegur“. Og Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að ríkisstjórnin hefði skorið niður í vegafram- kvæmdum í kjördæmum, þar sem sáralítið annað væri um að vera. Til að mynda í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Tekist var á um fleiri atriði í samgöngumálum á Alþingi í gær, s.s. um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks í Reykjavíkurkjör- dæmi norður, talað t.d. fyrir því að völlurinn yrði færður til Keflavíkur en Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks í Norðaustur- kjördæmi, taldi það ekki koma til greina. Þannig fóru sjónarmið þing- manna í umræðunum í gær fremur eftir kjördæmum en flokkum. Var tilhneigingin reyndar sú að þing- menn teldu ekki nóg að gert í sam- göngumálum í sínum eigin kjör- dæmum. Eins og áður sagði gagnrýndi Gunnar Birgisson skipt- ingu fjármuna milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins í vegamálum. Hann kvaðst hafa tekið saman upplýsingar um fyrirhugað- ar nýframkvæmdir í vegamálum á næstu fjórum árum og skiptingu þeirra milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins skv. áætlun- inni. Niðurstaðan væri eftirfarandi: „Í Suðurkjördæmi fara 4,2 millj- arðar [í nýframkvæmdir] plús brýr og fleira á þessum fjórum árum. Þar búa 40 þúsund manns. Í Norð- vesturkjördæmi, í kjördæmi ráð- herrans, fara 6,5 milljarðar [í ný- framkvæmdir], plús eitthvað annað. Þar búa 30 þúsund manns. Í Norð- austurkjördæmi búa 40 þúsund manns, eða tæplega það. Þar fara tíu milljarðar [í nýframkvæmdir] með þessari vitlausu framkvæmd, Héðinsfjarðargöngum.“ Bætti hann því við að á sama tíma færu 6,6 milljarðar í nýframkvæmdir á höf- uðborgarsvæðinu, en þar byggju milli 180 til 190 þúsund manns. Gunnar sagði að þessi skipting milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- isins væri með ólíkindum og að hann myndi aldrei leggja blessun sína yfir hana. Fjöldi þingmanna tók þátt í löngum umræðum um samgönguáætlun fyrir næstu fjögur árin Þingmenn telja ekki nóg að gert í sínum eigin kjördæmum Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Birgisson ræðir málin við Björgvin G. Sigurðsson. Í forgrunni eru Jóhann Ársælsson og Guðmundur Hallvarðsson. ÞINGFUNDUR hefst kl. 13. í dag með umræðu utan dag- skrár um stöðu íslenska kaup- skipaflotans. Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks er málshefj- andi umræðunnar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra verð- ur til andsvara. Að því búnu verða fyrirspurnir til ráðherra. NOKKRAR umræður urðu í upphafi þingfundar á Alþingi í gær um fyrirspurn, sem Helgi Hjörv- ar, Samfylkingu, vill leggja fram á Alþingi og beina til forsætisráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar. „[Spurningin] er á þá leið hvort forsætis- ráðherra hyggist gera Alþingi grein fyrir hags- munatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum og flokks síns við væntanlega bjóð- endur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum hf.,“ upplýsti Helgi Hjörvar, sem jafnframt var máls- hefjandi umræðunnar. Sagði hann að forseti þingsins, Halldór Blöndal, hefði neitað sér um að leggja fram fyrirspurnina til forsætisráðherra, á þeirri forsendu m.a. að þetta væri ekki opinbert málefni. Halldór Blöndal svaraði því til, eftir at- hugasemdir Helga, að fyrirspurnin samræmdist ekki eftirfarandi ákvæði í 49. gr. þingskapa. „Óski alþingismaður upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni eða einstakt atriði þess gerir hann það með fyrirspurn er afhent skal forseta. Fyrirspurn skal vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það mið- að að hægt sé að svara henni í stuttu máli.“ Hall- dór sagði að það lægi ekki fyrir hverjir byðu í Símann og þar af leiðandi kæmi fyrirspurnin fram á undarlegum tíma. Þá væri öldungis ljóst að hún samræmdist ekki fyrrgreindu ákvæði þingskapa. Vill að ráðherra hreinsi andrúmsloftið Helgi sagði hins vegar að einkavæðing Símans væri opinbert málefni og að framkvæmd þeirrar einkavæðingar væri á ábyrgð forsætisráðherra. Gagnsæi þyrfti að ríkja um þá framkvæmd. „Hér hafa ekki bara á Alþingi heldur úti í samfélaginu hjá málsmetandi fólki, nú síðast Agnesi Braga- dóttur, landskunnri blaðakonu, risið upp efa- semdir um að vel sé að þessu staðið. Ég vildi gefa hæstvirtum forsætisráðherra tækifæri til að hreinsa andrúmsloftið og gefa út um það yfirlýs- ingu að hér yrði allt uppi á borðinu vegna þess að í skugga leyndarinnar þrífst spillingin best.“ Halldór Ásgrímsson blandaði sér í umræðuna og sagði að það væri orðin föst regla hjá Samfylk- ingunni að reyna að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum, þegar upp kæmu óvægin inn- anflokksátök innan hennar. Hann sagði alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn hefði engin hags- munatengsl við fyrirtækið og að hann ætti ekki hlutabréf í neinu fyrirtæki. „Hins vegar vill svo til að framsóknarmenn vinna í ýmsum fyrirtækjum í landinu og ég vænti þess að hið sama eigi við um flokksmenn úr öðrum flokkum.“ Hann bætti því við að hér væri enn ein gróu- sagan frá Samfylkingunni borin inn á Alþingi. „Ég tek ekki þátt í því,“ sagði hann. „Meðal ann- ars gengur sú gróusaga í þjóðfélaginu að það séu sterk hagsmunatengsl milli Samfylkingarinnar og fyrirtækisins Baugs. Ég trúi því ekki enda hef- ur engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi.“ Hann ítrekaði að Síminn hefði verið auglýstur til sölu og að engin tilboð hefðu borist. „Ég er hins vegar viss um að margir lífeyrissjóðir munu taka þátt. Það er áhugi fyrir því að stofna sérstakt fyr- irtæki almennings til að bjóða í Símann. Ég vona að það verði að veruleika og það munu áreið- anlega koma mörg tilboð.“ Harðar umræður um fyrir- spurn til forsætisráðherra ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.