Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Þó ekki hafi þær ver-
ið háar í loftinu, stúlkurnar sem
öttu kappi á lokamóti 6. flokks
kvenna var hart barist og greini-
legt að margar þeirra bjuggu yf-
ir ríkulegu keppnisskapi. Það
voru „vinafélögin“ KA og Þór
sem sameiginlega stóðu að
mótinu og fór vel út hendi. Segja
má að Fylkisstúlkur úr Árbæn-
um í Reykjavík hafi gert góða
ferð norður yfir heiðar, þær
unnu til verðlauna í A-, B-, og C-
flokki og fóru því hlaðnar verð-
launapeningum heim.
Morgunblaðið/Kristján
Sigursælar Fylkisstúlkur
Kappleikur
Höfuðborgin | Suðurnes | Landið | Akureyri
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fjölnota íþróttahús | Bæjarstjórn Akra-
ness hefur samþykkt að ganga til samninga
við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um bygg-
ingu fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum.
Gert verði ráð fyrir tilboði fyrirtækisins í
óeinangrað og óupphitað hús með þeirri
breytingu að burðarvirki verði öflugra líkt
og fram kemur í frávikstilboði fyrirtæk-
isins, enda má þannig síðar einangra húsið
og hita það. Þá var samþykkt að gera ráð
fyrir Ligoturf gervigrasi frá Polytan. Bæj-
arstjóra var falið að ganga til samninga á
ofangreindum forsendum og undirbúa
stofnun framkvæmdasjóðs íþróttamann-
virkja og félags sem myndi eiga og reka
húsið.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Nonni í Die Zeit | Þýskur blaðamaður,
Ulrich Greiner, var á ferð hér á landi fyrir
skömmu ásamt fleiri blaðamönnum í
tengslum við Food
and Fun-hátíðina en
hann er menning-
arritstjóri Die Zeit.
Hafði hann í æsku
lesið Nonnabæk-
urnar og heillast af
landi og þjóð í kjöl-
farið. Hann brá sér
því norður til Ak-
ureyrar á æskuslóðir
Nonna. Ulrich heim-
sótti Nonnahús og hitti þar konur úr Zonta-
klúbbi Akureyrar sem reka safnið. Hann
gekk síðan um Nonnaslóð í fylgd safnvarð-
ar og heimsótti prestshjónin á Möðruvöll-
um í Hörgárdal, en þar fæddist Nonni fyrir
hartnær 150 árum. Nú fyrir nokkru birtist
síðan löng grein í Die Zeit þar sem Ulrich
fjallar um Nonna og heimkynni hans. Þrátt
fyrir að 92 ár séu liðin frá því að fyrsta
Nonnabókin kom út í Þýskalandi heldur
Nonni áfram að kynna landið sitt og laða
hingað fólk sem heillast hefur af landinu við
lestur bókanna.
Bifhjólanámskeið | Almenni ökuskólinn
ehf. ætlar að halda bifhjólanámskeið á Pat-
reksfirði í byrjun maí en slíkt námskeið hef-
ur ekki verið haldið í sveitarfélaginu í tutt-
ugu ár. Námskeiðið skiptist í bóklegt og
verklegt nám og verða þrjú svokölluð
Chopper-hjól af stærðinni 250–800 kúbik
notuð til verklegu kennslunnar. Að því er
fram kemur á fréttavefnum Tíðis eru
nokkrir nú þegar búnir að skrá sig og ef
áhugi er fyrir hendi er möguleiki á að halda
skellinöðrunámskeið samhliða.
Málþing um íslensk-an fjölmiðla-markað á tíma-
mótum verður haldið í
Háskólanum á Akureyri, í
dag, miðvikudag, í stofu
L201 á Sólborg. Félags-
vísindadeild Háskólans á
Akureyri stendur fyrir ráð-
stefnunni sem hefst kl.
12.10. „Sjaldan eða aldrei
hafa málefni fjölmiðlanna
verið í eins mikilli deiglu og
einmitt nú,“ segir í tilkynn-
ingu um málþingið. Miklar
breytingar hafa orðið á
stuttum tíma á stöðu og
starfsumhverfi fjölmiðla og
enn meiri breytingar eru
rétt handan við hornið.
Á málþinginu munu
nokkrir helstu forustu-
menn á íslenskum fjöl-
miðlamarkaði reifa hug-
myndir sínar og
framtíðarsýn um stöðu ís-
lenskra fjölmiðla.
Fjölmiðlar
Þrátt fyrir hríðarmuggu og vindsperring héldu 18ungir menn í félagsskapnum RT 5 á Akureyrisínu striki og flugu í óvissuferð út í nyrstu
byggð, Grímsey.
Hjálmar Hauksson, formaður RT 5, sagði að í þetta
sinn hefðu þeir félagar ráðist í veglega ferð þar sem
verið væri að kveðja þrjá góða Round Table-félaga.
Það var Krían, veitingahúsið hér í Grímsey, sem hafði
veg og vanda af móttöku RT 5. Það mátti sjá að ein-
kunnarorðin að hafa það gaman væru í toppi, þar sem
þeir félagar nutu grímseysks matar eftir skemmtilega
göngu um Grímsey með viðkomu á heimskautsbaug.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Óvissuferð
Mikill vorhugur erí Akureyr-ingum, þó að
kalsalegt sé um að litast,
því víða er fáni dreginn
að húni til heiðurs for-
setahjónunum. Stefán Vil-
hjálmsson notar auðvitað
danskt viðhafnarmál, eins
og tíðkaðist á tyllidögum
á Akureyri hér áður fyrr,
er hann lítur út í garð:
Allt er hér bundið ís og snjó,
ummerki vorsins ei lengur ég sé,
en íslenska fánann má þekkja þó
á Þórunnarstræti et hundred og tre.
Davíð Hjálmar Haralds-
son er líka búsettur á Ak-
ureyri og yrkir:
Nú lykill og laukur er sprottinn
og lilja með blómaugu skær
en fegurst og farsælust, Drottinn,
er forsetaheimsóknin kær.
Helga Frímannsdóttir,
eiginkona Stefáns, heils-
aði upp á forsetahjónin
með skjólstæðingum sín-
um á Dvalarheimilinu
Hlíð. Stefán orti:
Heilla ég þeim hjónum bið,
af hjarta Davíð fagnar
og konan hefur komið við
kappann Ólaf Ragnar.
Af forsetahjónum
pebl@mbl.is
Hólmavík | Fjölskyldan á Stað í Stein-
grímsfirði sópaði að sér verðlaunum fyrir
Strandamenn í Skíðastaðagöngunni sem
fram fór í Meyjarskarði í Reykjaheiði í ná-
grenni Húsavíkur um helgina. Gangan var
önnur gangan í Íslandsgöngumótaröðinni.
Sigvaldi Magnússon sigraði í 20 km
göngu og var meðal annars þremur og
hálfri mínútu á undan fimmföldum Íslands-
meistara frá síðasta landsmóti, Jakobi E.
Jakobssyni. Með sigrinum náði Sigvaldi
forustu í stigakeppninni um Íslandsbikar-
inn, en tvær göngur eru eftir í mótaröðinni;
Strandagangan 16. apríl og Fossavatns-
gangan 30. apríl.
Faðir Sigvalda, Magnús Steingrímsson,
varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki.
Mæðgurnar Guðrún Magnúsdóttir og
Marta Sigvaldadóttir, systir Sigvalda og
móðir hans, gengu einnig 20 km og urðu í
fyrsta og öðru sæti.
Áðurnefnd fjölskylda, sem er frá bænum
Stað í Steingrímsfirði, hélt einnig uppi
heiðri Strandamanna í stigakeppni héraða
þar sem samanlagður fjöldi genginna kíló-
metra gildir til stiga. Strandamenn eru þar
í öðru sæti, fast á hæla Ísfirðinga.
Fjölskylda
heldur uppi
heiðri
Stranda-
manna
Eyjafjarðarsveit | Ábúendur í Holtseli í
Eyjafjarðarsveit, Guðmundur Jón Guð-
mundsson og Guðrún Eyjólfsdóttir, hafa
sótt um leyfi til Umhverfisstofnunar til að
koma sér upp ísgerð á bænum.
Hafa þau farið til Hollands í því skyni að
skoða ísgerðarvél, en um er að ræða eina
sérstaka tegund að því er fram kemur í
Bændablaðinu. Hún er einkaleyfisvernduð,
en um tvö þúsund bændur í Evrópu fram-
leiða ís undir merkinu Farmhouse ice-
cream og er ákveðinn fjöldi véla leyfður á
hverju svæði. Tvær slíkar vélar yrðu leyfð-
ar á Íslandi samkvæmt reglum. Ísgerðar-
vélin afkastar um 300 lítrum af ís á dag og
ef af verður munu Holtselsbændur taka
eigin mjólk til framleiðslunnar, enda fyrst
og fremst um heimilisframleiðslu að ræða.
Með vélinni er hægt að fá aðgang að 400 ís-
uppskriftum.
Sækja um
leyfi til
ísgerðar
♦♦♦