Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 47
553 2075 - BARA LÚXUS ☎   JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. ísl. tali   Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir  B.B. Sjáðu Popptíví Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 8 og 10.10 B.I. 16. Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 10.20   Sýnd kl. 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 6 m. íslensku tali  S.V. MBL.  K&F X-FM Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers Woodsman Sýnd kl 6 Ham lifandi dauðir Sýnd kl. 4 Trailer Town Sýnd kl. 10.15 Ranarna Sýnd kl. 4 I Heart Huckebees Sýnd kl. 6 Mean Creek Sýnd kl. 4 Festen Sýnd kl. 6 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 4 Frá leikstjóra "Hero" kemur nýtt þrekvirki; epísk bardagamynd og ástarsaga, sem á sér engan líka og "setur ný viðmið á mörgum sviðum kvikmyndagerðar". r l i tj r r r tt r ir i; í r t r , r lí t r i i r i i r r . Frábær tragíkómísk mynd fyrir fullorðna um lífið og dauðann, ást og kynlíf eftir bók hins virta John Irving (The World According to Garp). Jeff Bridges sýnir safaríkasta leik ársins og Kim Basinger gefur honum ekkert eftir!  Ó.H.T. Rás 2 Magnaður spennutryllir Myndin er byggð á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rwanda þegar ein milljón manns lét lífið á 100 dögum! Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, 7 meiriháttar alþjóðlegra verðlauna og var á yfir 120 topp 10 listum síðasta árs. Einnig fékk hún áhorfendaverðlaun in á Toronto hátíðinni. Sýnd kl. 8 R E E S E W I T H E R S P O O N VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR MasterCard Forsýning kl.8 MasterCard korthafar fá 2 fyrir 1 tilboð greiði þeir með kortinu Sýnd kl. 10.30.  SK DV MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 47 ÍSLENSKRI dægurtónlist síðustu fimmtíu ára verða gerð góð skil í væntanlegri röð diska, sem ber vinnuheitið Svona var það. Hver diskur verður tileinkaður einu ári í tónlistinni og koma fyrstu fimmtán diskarnir út í sumar. „Hugmyndin er að hafa 11-15 lög á hverri plötu og er áherslan á það sem var vinsælt á hverju ári. Undantekningarlítið var tónlistin gefin út á viðkomandi ári en það verður að taka það til greina að í árdaga útgáfusögu íslenskrar dægurtónlistar voru lögin stundum vinsæl áður en þau komu út. Lagið var jafnvel gefið út á nót- um og varð vinsælt á mannamótum áður en það kom út og við reynum að taka tillit til þess,“ seg- ir Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu (áður Skíf- an), en diskaröðin verður gefin út á undirmerk- inu Íslenskir tónar. „Við byrjum árið 1952. Eftir að hafa skoðað þetta vel og vandlega virðist okkur það vera fyrsta árið sem stendur undir heilli plötu af þessu tagi. Við ætlum að byrja á því að gefa út fimmtán plötur í sumar, til og með árinu 1966,“ segir hann en stefnt er á að diskarnir komi út í júní. Eiður segir að diskarnir geti í framtíðinni verið ágætis heimild hvað varðar þessi ár. „Fólk getur leitað til þessara safnplatna sem heimilda um hvað var vinsælt til dæmis á fæðingarárum einstaklings sem á fimmtusafmæli eða djamm- árum einhvers sem á sjötugsafmæli.“ Um er að ræða töluverða endurútgáfu á lög- um sem hafa ekki komið út áður á geisladiski. Aðrar safnplötur eins og Óskalögin hafa farið hraðar yfir sögu. „Ég held að fólk hafi gaman af þessu. Svo skemmir ekki fyrir að þetta á að vera af- skaplega viðráðanlegt í verði,“ segir hann en verðið á að vera undir þúsund krónum. „Þetta ætti að gera sem flestum kleift að eignast öflugt safn af íslenskri dægurtónlist.“ Heilmikil vinna er í kringum útgáfuna. „Heimildum um útgáfu og útgáfuár ber alls ekkert saman. Ég er með Trausta Jónsson veð- urfræðing mér til halds og trausts í þessu. Hann er mikill fróðleiksbanki um gamla íslenska dæg- urtónlist.“ Til að gefa fólki hugmynd um hvaða lista- menn koma þarna við sögu má nefna að Alfreð Clausen, Svavar Lárusson, Sigurður Ólafsson og Ingibjörg Þorbergs eru áberandi á fyrstu plötunum, að sögn Eiðs. Næstu ár fylgja á eftir Haukur Morthens, Erla Þorsteinsdóttir, Ragn- ar Bjarnason og Skapti Ólafsson. Nýtt fólk kemur inn um 1960 eins og Elly Vilhjálms og Óðinn Valdimarsson. Loks verður stefnubreyt- ing í tónlistinni um miðjan sjöunda áratuginn og þá koma inn Hljómar, Lúdó sextett, Ómar Ragnarsson, Savanna tríóið, Þorvaldur Hall- dórsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Tónlist | Umfangsmikil endurútgáfa á íslenskri dægurtónlist Svona var það Morgunblaðið/Júlíus Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, hefur stýrt yfirgripsmikilli endurútgáfu fyrirtækisins síðustu árin. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Haukur Morthens á að sjálfsögðu lög á væntanlegum safndiskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.