Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 27 Staðan í dag hjá þessum konum er í flest- um tilvikum nokkuð góð. „Konurnar viður- kenna og horfast í augu við skaðann og eru að byggja sig upp. Framtíðarviðhorf kvennanna eru yfirleitt líka jákvæð. Hver og ein leitast við að verða hamingjusöm og virk kona, sem með reisn er ábyrg gagnvart öðrum, stendur með sjálfri sér við hlið annarra. Allar eru mjög ákveðnar í að láta aldrei nokkurn kúga sig aftur.“ Sigríður sagði að í bataferlinu væri gríð- arlega mikilvægt fyrir aðstandendur að leyfa konunni að tala um hlutina. Þá væri lykilat- riði að taka ekki ráðin af henni, nema hún væri í bráðri lífshættu, því konan hefði svo oft verið beitt ofbeldi og því ofríki að ráðin væru stöðugt tekin af henni. Þá væri mikilvægt að styrkja hana hið innra og hjálpa henni að finna sinn innri styrk. „Heimilisofbeldi er alvarlegur glæpur, því sá heggur er hlífa skyldi. Og heimilið, sem á að vera griðastaður, vermireitur og skjól í skúrunum verður líkara vígvelli þar sem stríðsglæpir eru algengir, grundvallarmann- réttindi eru fótum troðin og kúgun er þema dagsins.“ Sigríður sagði konur sem búa við heimilis- ofbeldi þurfa að leggja áherslu á að eignast góða vinkonu eða vin þar sem hún upplifði kærleiksrík samskipti. Þær þyrftu að kalla hlutina réttum nöfnum, a.m.k. innra með sér, og velja vel hverjum þær treystu fyrir reynslu sinni þegar þær fyndu þörfina til að tjá sig. Sagði Sigríður íslensku þjóðina þurfa að efla forvarnir gegn heimilisofbeldi, bæði meðal stráka og stelpna. Efla þyrfti þekkingu fólks á eðli og afleiðingum heimilisofbeldis og efla endurreisn þeirra sem væru niðurbrotn- ar eftir heimilisofbeldi. eins og það þiðnaði hjartað. Þá reis eins og Fönix og skilur við manninn með börnin sín í meðferð og fór að jálfa sig, börnin sín og aðra upp. Hún ega kröftug í dag. En við skulum passa ð dæma ekki.“ sum tímapunkti í fyrirlestrinum var sloftið orðið afar tregafullt og heyrðist salinn að erindið kom sterkt við við- Ófáir kyngdu tárum sínum og sugu fið við frásagnir Sigríðar. „Í sumum um við þessar konur þurftum við að segulbandið í klukkutíma og bara man. Það eru konur úti um allt Ísland, ga niðurbrotnar og lokaðar inni í i. Við getum ekki dæmt þessar konur. fbeldismenn beita svo mörgum teg- af ofbeldi. Þetta er illskan holdi klædd in eru oft brotin fyrir lífstíð. Mörg nda inni á geðdeildum því lífið verður ega of erfitt.“ Löng leið til bata n til bata er flestum löng og ströng. tekur þá innri ákvörðun að standa fri sér og eigin orðum. Hún setur sér a markmið að verða heil kona á ný og lt annað til hliðar.“ rannsókn á heimilisofbeldi í fangelsi rings Morgunblaðið/Sverrir öldi fólks sat ráðstefnu um heimilisofbeldi gegn börnum og unglingum í Kenn- ólanum og spunnust líflegar umræður m.a. um notkun orða og orðræðu um ofbeldi. nn fékk alltaf svo mikið því þegar ég grét að ég honum það ekki til geðs áta lengur – Ég bít bara inn,“ sagði ein konan. hjartanu blæðir.“ ‘ Stytting náms til stúdents-prófs kallar á ný námsgögnfyrir grunnskólann, og viða-mikla endurmenntun grunn- skólakennara sem gæti orðið smærri skólum á landsbyggðinni erfið. Mikið þarf að gerast til þess að hægt verði að byrja að kenna ein- hverjum bekkjum sam- kvæmt nýrri námsskrá haustið 2006, eins og stefnt er að. Þetta kom fram í máli Hönnu Hjartardóttur, formanns Skólastjóra- félags Íslands og skóla- stjóra Snælandsskóla, á málþingi um styttingu náms til stúdentsprófs, sem fram fór í Verzlun- arskóla Íslands í gær. Í samtali við Morgun- blaðið segir hún það sitt mat að seinka þurfi því um 1–2 ár að stytta nám til stúdentsprófs. „Það hafa komið margar athugasemdir þar að lútandi, og ég er enn að vona að þær dagsetningar sem talað er um verði endurskoðaðar,“ segir Hanna. „Styttingin kemur til með að breyta námsskránum alveg, því það stendur til að færa námsefni niður í grunnskólana,“ segir Hanna. Hún segir það kalla á ný námsgögn, sem erfitt sé að sjá að geti verið tilbúin fyrir haustið 2006. „Hingað til hefur þetta ekki gengið svona hratt, og ríkið má þá setja mun meira fé í gerð námsgagna en gert hefur verið hing- að til.“ Hanna segir að það þurfi að endur- skoða námsefnið í öllum grunnskól- anum frá fyrsta ári. „Menn eiga ekki að einblína bara á unglingastigið, ég held að það sé alveg eins rúmur tími til að bæta við á yngri stigum eins og á unglingastigi. Svo það þarf að skoða þetta sem eina heild.“ Þarf að auka menntun grunnskólakennara Gert er ráð fyrir því að framhaldsskóla- kennarar séu meira menntaðir en grunn- skólakennarar. Því seg- ir Hanna eðlilegt að reikna með því að þeir kennarar sem muni kenna þær greinar sem færðar verða úr fram- haldsskólum í grunn- skóla þurfi að auka við menntun sína til að geta kennt þær vel. „Þá er ég ekki að tala um einhver námskeið heldur endurmenntun sem fólk getur kannski tekið á einum eða tveimur vetrum með starfi.“ Auknar kröfur um menntun þeirra sem kenna greinar sem flytjast frá framhaldsskólum til grunnskóla geta komið hart niður á fámennum skólum á landsbyggðinni, segir Hanna. Hún bendir á að í þeim 70–80 skólum þar sem séu 10 nemendur eða færri í ár- gangi – og allt niður í 20 nemendur í skólanum öllum – sé erfitt að ætla að hægt sé að fá faggreinakennara fyrir unglingastigið. „Það eru bara svo fáir kennarar að það verður til dæmis að nýta sama kennarann til að kenna bæði dönsku, stærðfræði og íslensku á unglinga- stigi. Það eru kannski bara einn til þrír kennarar á unglingastiginu, og það er ekki hægt að ætlast til þess að sami kennari hafi fagþekkingu í öllum greinum.“ Hægt að nýta fjarkennslutækni Hún segir það krefjast yfirlegu að finna leiðir til þess að leysa vanda smærri skóla. Það væri t.d. hægt að nýta fjarkennslutæknina til þess að bjóða nemendum í fámennum skólum vel menntaðan kennara í ákveðnum námsgreinum þegar slíkur kennari sé ekki á staðnum. Hanna segir að þó það hafi verið hennar skoðun að frekar ætti að stytta grunnskólann en framhalds- skólann, sé nú rétt að vinna að stytt- ingu samkvæmt þeirri aðferðafræði sem pólitískur vilji sé fyrir. Hún segir jákvætt að stytta þann tíma sem það tekur ungt fólk að ljúka stúdents- prófi. „Mér finnst þetta eðlileg þróun, og í samræmi við það sem er í Vestur- Evrópu. Ég ætla okkar börnum og unglingum alveg jafnmiklar gáfur og öðrum, og tel þau geta numið til há- skólanáms á jafnmörgum árum og þau,“ segir Hanna. Stytting náms til stúdentsprófs kallar á viðamikla endurmenntun grunnskólakennara Gæti orðið smærri skólum erfitt Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Hanna Hjartardóttir Hugmyndir um styttingunáms til stúdentsprófsgætu leitt til aukinnarmiðstýringar í skólakerf- inu með því að steypa flesta í svipað mót og afmá með því sérkenni skóla. Auk þess eru fyrirliggjandi hug- myndir um skiptingu þriggja ára náms til stúdentsprófs milli kjarna, fjölsviðs og frjáls vals mjög gallaðar. Þetta er mat Yngva Péturssonar, rektors Menntaskólans við Reykja- vík (MR), og kom fram í erindi hans á mál- þingi um styttingu náms til stúdentsprófs í Verzlunarskóla Ís- lands í gær. Yngvi sagði menntaskóla í vaxandi mæli hafa aukið sér- hæfingu sína til að höfða til breiðs hóps nemenda, og nefndi þar sérstaklega sér- hæfingu bekkjarkerf- isskóla eins og MR og Verzlunarskóla Ís- lands. Í MR hefði verið lögð áhersla á undir- búning fyrir raun- greinanám og tungumálanám á há- skólastigi, og MR væri eini skólinn sem byði upp á heildstætt nám í lat- ínu, grísku, fornfræði og málvísind- um. Í Verzlunarskólanum hefði hins vegar sérstök áhersla verið lögð á nám í viðskiptagreinum, auk náms á mála-, náttúrufræði- og félagsfræð- isviðum. „Fyrirliggjandi hugmyndir um skiptingu þriggja ára náms til stúd- entsprófs, milli kjarna, kjörsviðs og frjáls vals, eru mjög gallaðar. Það er gert ráð fyrir því að halda sama hlut- falli í kjarna og nú er gert, þrátt fyrir það að 12 einingar gamla kjarnans verði fluttar í grunnskólann. Þannig er hlutfallslega verið að auka kjarn- ann, en það þýðir að ekki verður hægt að bjóða upp á jafn sérhæft nám í þessu nýja kerfi og gert er í núgildandi námskrá,“ sagði Yngvi í erindi sínu. Nýtt skólastig milli menntaskóla og háskóla? Þannig mundi t.d. Verzlunarskólinn ekki geta boðið upp á nám í verslunargreinum á öðrum brautum, næðu tillögurnar fram að ganga. Í MR mundi t.d. raungreinanám til stúd- entsprófs á þeim braut- um sem búa nemendur undir nám í raunvísind- um og læknisfræði skerðast um a.m.k. 10 einingar. „Nemandi sem notar allt kjörsviðið og allt frjálsa valið til náms í raungreinum, kæmist mest upp í 66 einingar, en núna eru 77 einingar í raungreinum á þessum brautum,“ sagði Yngvi. Yngvi benti ennfremur á að ýmsar deildir háskólastigsins hefðu gert at- hugasemdir við fyrirhuguð áform um styttingu náms til stúdentsprófs, með raungreinakennara fremsta í flokki. Þeir teldu að undirbúningur nemenda fyrir nám á háskólastigi yrði lakari en verið hefði, sem mundi óhjákvæmilega leiða til þess að námskröfur yrðu minnkaðar. „Getur verið að ein af afleiðingum þessara breytinga verði sú að há- skólanám til fyrstu prófgráðu leng- ist, eða að það verði nauðsyn á nýju skólastigi milli framhaldsskólans og háskólans í ákveðnum deildum? Það er að minnsta kosti ljóst að þessi styttingaráform verða ekki til efling- ar tækni- og verkfræðinámi nema síður sé,“ sagði Yngvi. Þegar mikil fjölbreytni í skólakerfinu Tillögur um styttingu náms eru sérkennilegar þegar höfð er í huga sú mikla fjölbreytni námsleiða sem nú þegar er í boði í skólakerfinu, að mati Yngva. „Ég nefni áfangakerfið þar sem nemendum gefst kostur á að ljúka námi á þremur, eða þremur og hálfu ári. Menntaskólinn Hraðbraut býður og sínum nemendum að ljúka námi á tveimur árum. Í fyrra buðu Menntaskólinn við Sund og Verzlun- arskóli Íslands upp á þriggja ára námsleið til stúdentsprófs í bekkja- kerfi.“ Í grunnskólakerfinu sé boðið upp á breytilegar námsleiðir í efstu bekkjunum, og ekki óalgengt að nemendur taki byrjendaáfanga í framhaldsskóla og fái þá metna til eininga innan áfangakerfis. „Rökrétt næsta skref væri að endurskipu- leggja nám í efstu bekkjum grunn- skólans með það í huga að bjóða dug- miklum nemendum að ljúka námsefni í 8.-10. bekk á tveimur ár- um í stað þriggja án þess að breyta grunnskólanum að öðru leyti. Þar með væri komið til móts við ólíka hópa. Ákveðinn hópur nemenda gæti þannig lokið efstu bekkjum grunn- skólans á tveimur árum í stað þriggja, og jafnvel stytt námstímann enn frekar með því að fara síðan á þriggja ára braut í framhaldsskóla.“ Sérhæfingu bekkjar- kerfisskólanna fórnað Segir styttingu náms geta leitt til aukinnar miðstýringar Yngvi Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.