Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Magnþrungið andrúmsloft var íSkriðu, fyrirlestrasal Kenn-araháskóla Íslands í gær þegarSvava Björnsdóttir lýsti reynslu sinni af andlegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi og dr. Sigríður Halldórsdótt- ir, prófessor við heilbrigðisdeild Háskóla Ak- ureyrar skýrði frá rannsókn sinni á hjóna- bandsháska. Voru lýsingar og frásagnir á köflum svo þrungnar erfiðri reynslu og tilfinn- ingaróti að fjölmargir áheyrendur táruðust og klökknuðu í þéttskipuðum salnum. Fyrirlestrar Svövu og Sigríðar voru hluti af ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem samtökin Styrkur – úr hlekkjum til frelsis skipulögðu. Þar mátti einnig heyra erindi frá Barnaverndarnefnd, Sam- tökum um Kvennaathvarf, Stígamótum, Neyðarmóttöku, Barnahúsi, Blátt áfram og lög- reglunni um ólíka reynslu þess- ara aðila af ofbeldismálum og hvernig tekið er á þeim. Rannsókn Sigríðar var svo- nefnd eigindleg rannsókn, sem í stað þess að byggjast á spurn- ingakönnun, byggðist á djúpum viðtölum við níu konur sem höfðu gengið gegnum hildarleik ofbeldis frá hendi maka síns. Að auki átti Sigríður almenn viðtöl við 20-30 konur. Byggðist rann- sóknin á svonefndri fyrirbærafræði þar sem lögð er áhersla á að sýna veruleikann frá sjón- arhorni viðmælandans og draga hann fram. Þannig verður þekking til í gegnum virka samvinnu viðmælanda og rannsakanda. Var- aði því Sigríður áheyrendur við því að hún kynni að klökkna við lesturinn, því sem rann- sakandi fyndi hún vel fyrir þjáningu viðmæl- enda sinna. Í sambandi með púðurtunnu Sigríður ákvað að rannsaka heimilisofbeldi í kjölfar rannsóknar sem hún vann á brjósta- krabbameini, en hún hafði talið að það væri versta þjáning sem kona gæti lent í. „En þá sagði ein kona við mig í miðju viðtali: „Sigríð- ur, veistu það að brjóstakrabbameinið var ekki neitt, það er sko ekki þjáning míns lífs,“ og þá fór hún að tala um heimilisofbeldið. Þeg- ar þetta gerðist í annað og þriðja skiptið ákvað ég að gera rannsókn á heimilisofbeldi.“ Sigríður sagði mikinn þrýsting í samfélag- inu um að allir ættu að giftast. „En eftir að hafa rætt við konur sem hafa lent í hjóna- bandsháska finnst mér ljóst að það eru til menn sem ættu aldrei að giftast,“ sagði Sig- ríður og bætti við að hún hefði sérstaklega áhyggjur af stöðu kvenna af erlendum upp- runa sem hefðu í mörgum tilvikum ekki það tengslanet sem gæti hjálpað þeim ef þær lentu í slíkum háska. Festast í vef ofbeldis Rakti Sigríður þá meginflokka sem viðtölin fóru yfir, en fyrstur þeirra er upphafið, þar sem konur gera sér grein fyrir því að þær eru í sambandi með lifandi púðurtunnu. Upphafið einkennist af því að konur festast meir og meir í neti ofbeldis sem eykst smám saman. „Rétt eins og drekafluga sem lendir í köngulóarvef og þegar hún hreyfir sig festist hún enn meir,“ sagði Sigríður. „Konurnar segja allar með mismunandi hætti að ofbeldið hafi verið þarna en þær hafi lokað augunum fyrir því. Og konan vonar að ofbeldisatvik endurtaki sig ekki og notar mikinn tíma og orku í að byggja upp sjálfstraust mannsins. Hún trúir orðum mannsins, að hann elski hana, en ekki athöfnum hans, sem oft lýsa mikilli grimmd í hennar garð. Á þessu tímabili grætur konan mjög mikið og er mjög hrædd við manninn.“ Sigríður nefndi dæmi um konu sem sagði frá því að maður hafði nefbrotið hana eftir að þau höfðu verið í samkvæmi og hann vildi fara heim. „Og hann sagði við hana, „Sástu ekki hvernig ég lyfti augabrúnunum?“ Og hún hafði ekki séð það, en þið getið ímyndað ykkur að þessi kona sem var nefbrotin en engu að það var hún upp og fór m byggja sj er rosale okkur að Á þess andrúms víða um stadda. Ó upp í ne viðtölunu stoppa s gráta sam algjörleg þögninni Þessir of undum a og börni þeirra le einfaldle Leiðin „Konan með sjálf það innra leggja all síður föst í netinu, hvort hún færi ekki að fylgjast með augabrúnunum. Skilyrðingin verður meiri og meiri og konan fer að sætta sig við ýmislegt sem hún hefði aldrei sætt sig við áður, smám saman. Við þekkjum þetta frá ofbeldi gegn börnum. Ofbeldið smáeykst þar til einstaklingurinn áttar sig á því og þá hefst sjálfsásökunin.“ Þöggunarferli Annar flokkurinn er ferli niðurbrots, þögg- unarferli. Þar lýsa konurnar því hvernig mað- urinn braut þær smám saman niður. „Þar sem mikið er rætt um einelti má alveg nota það hugtak vegna þess að í mörgum tilvikum legg- ur maðurinn konuna virkilega í einelti,“ sagði Sigríður. „Hann getur verið með fyrirmyndar framkomu gagnvart flestum eða öllum öðrum. Þeir eru eins og smjör við annað fólk, svo enginn grunar þá um neitt og fólk trúir þessu jafnvel ekki.“ Tilfinningalegur sársauki þeirra sem þola heimilisofbeldið er ólýsanlegur. „Það er ekki til meiri þjáning og það eru ekki til margar leiðir til að deyfa þann sársauka,“ sagði Sigríður. „Í sjálfsbjargarviðleitninni leita konur leiða til að deyfa þessa þjáningu, m.a. með áfengis- neyslu eða þá að þær fara í sjálfsmorðshugleiðingar.“ Einn viðmælandi Sigríðar lýsti niðurbrotinu þannig: „Hann sneri alltaf öllu á haus og hvítt var svart og svart var hvítt. Að lifa þannig stöðugt í einhverri lífslygi er ótrúlega brjótandi.“ Í klóm dauðans Niðurbrotið verður smám saman algjört og segir Sigríður konuna eins og í klóm dauðans, sem er í raun hástig heimilisofbeldisins. „Margir hafa spurt mig af hverju í ósköpunum ég nota svona stór orð og sagt að þetta geti ekki verið svona slæmt. En þetta er svo slæmt. Kona sem lifir við heimilisofbeldi er eins og fangi í eigin ranni.“ Á þessu tímabili viðhefur maðurinn stöðuga niðurlægingu í orðum og athöfnum, sker á öll tengsl konunnar við aðra og tekur allt frá henni. Hún hefur ekkert rými, er algjörlega aðþrengd. Þessu fylgir ólýsanleg þjáning, sem samt er ótjáð. „Ófrelsið er algjört og fyrr en varir deyr lífsgleðin. Því hef ég kallað þennan samskiptahátt, sem karlmaður er í, sem beitir kúgun og ofbeldi í hjónabandi sínu, lífsfjand- samlegan samskiptahátt.“ Ein konan lýsti tilfinningunni svo: „Þetta er eins og í náttúrunni – Það verður náttúruleg deyfing þegar sársaukinn nær ákveðnu stigi. Þá slokknar á öllu. Það fannst mér verst, þessi slokknun. Því það slokknar ekki bara á sárs- aukanum, það slokknar á öllum jákvæðum til- finningum líka, þú finnur ekki lengur til neins og þú hættir að elska. Það er það versta.“ Sagði Sigríður hið andlega niðurbrot leiða af sér líkamlegt niðurbrot, því manneskjan er heild. Þannig veikjast konurnar sífellt meir líkamlega. „Hann fékk alltaf svo mikið út úr því þegar ég grét að ég geri honum það ekki til geðs að gráta lengur – Ég bít bara á jaxlinn,“ sagði ein konan. „En hjartanu blæðir.“ Mikilvægt að dæma ekki Fjórða flokkinn nefndi Sigríður vöknunina, en hún hefst þegar einhver eða eitthvað kem- ur konunni til hjálpar. „Hjartað þiðnar og hún byrjar að finna fyrir tilfinningum aftur. Kon- an rýfur vítahringinn sem hún hefur verið í og leitar sér hjálpar á persónulegum grunni eða faglegum,“ sagði Sigríður. „Ein konan sagði frá því að hún hefði séð mann sinn draga eina dótturina milli herbergja á hárinu og sagði: „Ég sá að hann var að beita börnin ofbeldi og ég var svo frosin og var svo dauð að ég gat ekkert gert.“ Svo dæmum við þær og spyrj- um: „Af hverju gerðirðu ekki eitthvað? Þú vissir.“ En við megum það ekki. Þær eru svo dauðar, það er búið að drepa eitthvað inni í þeim.“ Þessi sama kona hafði alltaf elskað íslenska hesta og vaknaði að sögn Sigríðar við að sjá hestastóð. „Allt í einu er eitthvað sem gerist, Fyrirlestur Sigríðar Halldórsdóttur um Lokaðar inni í ofbeldisvítahr Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Mikill fjö arahásk Sigríður Halldórsdóttir ’„Hanút úr þ geri h að grá á jaxli „En h SAMKYNHNEIGÐIR OG BIBLÍAN Hið íslenska biblíufélag stend-ur nú fyrir nýrri þýðingu áBiblíunni og er gert ráð fyr- ir því að hún komi út á næsta ári. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verða gerðar umtalsverðar breytingar á málfari Biblíunnar í nýju þýðingunni og felast þær meðal annars í því að endurskoða niðrandi orð, sem tengd hafa verið samkyn- hneigð og taka í auknum mæli tillit til málfars beggja kynja. Texti Biblíunnar hefur iðulega verið notaður til að ala á fordómum í garð samkynhneigðra. Niðurstaða fræðimanna er hins vegar sú að sé texti Biblíunnar skoðaður í ljósi sög- unnar sé ljóst að þar sé fremur verið að ræða um ofbeldi gagnvart börn- um en ást fullvaxinna karlmanna. Mun orðið „kynvillingur“ því víkja fyrir öðru orðalagi. Biblían var síðast gefin út árið 1981. Sem dæmi um breytingar má nefna eftirfarandi setningu úr 1. Kórintubréfi, sem hljóðar svo í út- gáfunni frá 1981: „Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrk- endur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar guðs ríki erfa.“ Í tillögu þýðingarnefndar lít- ur hún svona út: „Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrk- endur, hórkarlar né þeir sem leita á drengi eða eru í slagtogi við þá, þjóf- ar né ásælnir, drykkjumenn, last- málir né ræningjar erfa Guðs ríki.“ Afstaða kirkjunnar til samkyn- hneigðar hefur verið mjög til um- ræðu. Á málþingi Prestafélags Ís- lands og Félags aðstandenda samkynhneigðra í mars var sam- þykkt tillaga um að skipa starfshóp til að semja hjónavígsluritúal, sem hentaði jafnt gagnkynhneigðum sem samkynhneigðum hjónum. Skortur á slíku ritúali hefur verið ein helsta ástæðan fyrir því að sam- kynhneigðum hefur ekki fundist þeir vera velkomnir í kirkjunni og skipun starfshópsins spor í þá átt að bæta úr því. Sama má segja um þá endurskoðun, sem nú á sér stað við þýðingu Biblíunnar. Það er grátlegt þegar texti ritningarinnar er notað- ur til að ala á fordómum og mismuna þjóðfélagshópum og beinlínis í and- stöðu við það umburðarlyndi, sem kristin trú boðar. Það er því tíma- bært að taka þetta mál til endur- skoðunar þegar unnið er að þessari þýðingu, sem er sú ellefta í röð ís- lenskra biblíuþýðinga. Með sama hætti ber að fagna því að í nýrri þýðingu er reynt að „tryggja að bæði kynin njóti sannmælis“, svo vitnað sé í orð Guðrúnar Kvaran, prófessors í íslensku við Háskóla Ís- lands, sem hefur unnið með Biblíu- félaginu að hinni nýju þýðingu. Með þýðingunni er greinilega reynt að tryggja að allir hópar samfélagsins njóti sannmælis. HLUSTAÐ Á RADDIR NEMENDA Fyrirhuguð stytting náms á fram-haldsskólastigi er umdeild, fyr- ir margra hluta sakir. Skólameistar- ar nokkurra framhaldsskóla hafa gagnrýnt þær tillögur sem fyrir liggja, sem og talsmenn kennara í ákveðnum greinum. Nú hafa samtök framhaldsskólanema jafnframt mót- mælt áformunum eindregið. Á fimmta hundrað framhalds- skólanema kom saman á Austurvelli í síðustu viku til að mótmæla stytt- ingu náms í framhaldsskólum. Hags- munaráð íslenskra framhaldsskóla- nema stóð fyrir mótmælafundinum, en það er skipað fulltrúum sex af stærstu framhaldsskólum landsins. Létu skipuleggjendur mótmælanna meðal annars þá skoðun í ljós að mun vænlegra væri að stytta nám á grunnskólastigi og að með styttingu framhaldsskólans réðu sparnaðar- sjónarmið ferðinni, fremur en hags- munir nemenda. Í grein í Morgunblaðinu í gær nefndu framhaldsskólanemar, sem blaðamaður tók tali, ýmis rök gegn þeim hugmyndum sem liggja fyrir um styttingu náms í framhaldsskól- um. Viðmælendunum fannst fram hjá framhaldsskólanemum gengið í umræðu og stefnumótun um málið og töldu hættu á að bæði framhalds- skóla- og háskólanám á Íslandi yrði gengisfellt. Þeir lögðu áherslu á að stytting námsins myndi draga úr valmöguleikum þeirra, auka eins- leitni skólanna og minnka fjöl- breytni. Ekki síst höfðu nemendurn- ir áhyggjur af því að með samþjöppun námsins gæfist minni tími fyrir félagslíf, sem væri mikil- vægur þáttur framhaldsskólaár- anna. Bentu þeir á að þetta væri fyrsta skólastigið þar sem nemendur stunduðu nám og félagslíf á eigin forsendum og þar eignuðust þeir vini fyrir lífstíð. Morgunblaðið hefur fært rök fyrir því að eðlilegra sé að stytta nám á grunnskólastigi en framhaldsskóla- stigi og undir það taka nemendurnir. „Þessi fyrstu tíu ár eru óttalegt dútl,“ verður einum að orði og víst er að mörgum þykir það ekki orðum aukið. Til dæmis er ærin ástæða til að hefja tungumálakennslu mun fyrr en nú er gert og almennt mætti nýta árin í grunnskólanum mun betur. Stytting framhaldsskólans er mál sem snertir allt þjóðfélagið, þar sem hún miðar að því að stúdentar komi fyrr út á vinnumarkaðinn. Það snert- ir kennarastéttina, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, en vitanlega fyrst og fremst nemendurna sjálfa. Núverandi framhaldsskólanemar eru eðlilegur málsvari þeirra sem fyrirhugaðar breytingar munu hafa áhrif á í nálægri framtíð og því er rík ástæða til að gefa skoðunum þeirra gaum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.