Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 06.05.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BLAIR SIGRAÐI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Verkamannaflokk- urinn unnu sinn þriðja sigur í röð í þingkosningunum í gær. End- anlegur tölur lágu ekki fyrir en út- gönguspár bentu til, að hann fengi um 37% atkvæða og 66 þingsæta meirihluta á þingi. Er það allmikið tap frá því í kosningunum fyrir fjór- um árum en þá var meirihluti flokks- ins 161 þingmaður. Íhaldsflokknum var spáð 33% atkvæða og 209 þing- mönnum, sem er nokkur aukning frá 2001, og Frjálslyndum demókrötum var spáð 22% og 53 þingmönnum. Fyrir Blair er um að ræða sögulegan sigur enda er þetta í fyrsta sinn, sem Verkamannaflokkurinn vinnur þrennar kosningar í röð. Samt sem áður er ljóst, að staða hans er veikari en áður vegna tapsins og talið er, að hann muni víkja á næsta kjörtímabili fyrir Gordon Brown fjármálaráð- herra. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ekki veikst í kosningunum en samt er óvíst um framtíð hans sem leiðtoga flokksins. Bjóða í Lithuanian Airlines Eignarhaldsfélagið Fengur, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar, er á meðal tilboðsgjafa í litháska ríkisflug- félagið, Lithuanian Airlines. Þegar tilboðsfrestur einkavæðing- arnefndar Litháens rann út í gær- morgun höfðu nefndinni borist fjög- ur tilboð í flugfélagið; þrjú frá litháskum fjárfestum og eitt frá Feng. Að sögn Pálma hefur tilboð Fengs verið í undirbúningi í allnokk- urn tíma. Góð raunávöxtun Líkur eru á að meðalraunávöxtun eigna lífeyrissjóðakerfisins í landinu hafi verið 10,5% á seinasta ári. Árið 2004 var þriðja besta árið hvað raun- ávöxtun á eignum lífeyrissjóðanna snertir frá upphafi. Ávöxtun hefur einungis verið betri árin 1999 þegar raunávöxtunin var 12% og 2003 þeg- ar hún var 11,3% hjá sjóðunum öll- um að meðaltali. Haukar Íslandsmeistarar Haukar urðu í gærkvöldi Íslands- meistarar í handknattleik karla þriðja árið í röð. Er þetta einnig í fimmta sinn á sex árum sem félagið vinnur Íslandsmeistaratitilinn. Haukar báru sigurorð af Vest- mannaeyingum 28-24. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Minningar 27/43 Akureyri 14 Myndasögur 48 Austurland 14 Víkverji 48 Viðskipti 15 Dagbók 48/51 Erlent 16 Staður og stund 50 Daglegt líf 18/19 Leikhús 52 Menning 22/23, 52/56 Bíó 54/57 Umræðan 24/35 Ljósvakamiðlar 58 Bréf 36 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UM 60 manns tóku þátt í kosningavöku í breska sendi- ráðinu í gærkvöldi í boði sendiherrans, Alp Mehmets. Áður en fyrstu tölur birtust flutti dr. Torun Dewan, kennari í stjórnmálafræði við London School of Econ- omics, erindi um kosningarnar. „Þetta er ekki síst gert okkur til ánægju, fá hingað hóp af fólki til að ræða um stjórnmál,“ sagði Alp Meh- met sendiherra. „Dr. Dewan er ekki tengdur stjórn- völdum og því augljóst að hann getur sagt ýmislegt sem ekki væri við hæfi að ég léti út úr mér. Ég mun hvergi láta mér bregða, hver sem úrslitin verða.“ Á myndinni má þekkja lengst til hægri Mehmet sendiherra, einnig Ólaf Harðarson prófessor og Boga Ágústsson, yfirmann fréttasviðs ríkisútvarpsins. Eftirvænting í sendiráði Morgunblaðið/Ómar BORGARSTJÓRI og bæjarstjórar allra sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu hafa sent samgöngunefnd Alþingis sameiginleg mótmæli, vegna skiptingar fjármagns til vegafram- kvæmda, í umsögn um tillögu til sam- gönguáætlunar fyrir árin 2005-2008. Samgöngunefnd kemur saman til fundar í dag þar sem vegaáætlunin verður til umræðu en nefndinni hafa borist 63 erindi og umsagnir vegna samgönguáætlunar. Hjálmar Árnason, varaformaður nefndarinnar, vill lítið tjá sig um mál- ið á meðan það er enn í vinnslu. „Það er ljóst að það vilja allir fá meira. Það er ekki bara höfuðborgin, heldur vilja sveitarstjórnir af öllu landinu fá meira fé til vegamála,“ sagði Hjálm- ar. Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ályktaði sl. mánudag um skiptingu vegafjárins eins og gert er ráð fyrir að hún verði í vegaáætlun, skv. upplýsingum Lúð- víks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafn- arfirði og formanns SSH. „Við gerum alvarlegar athugasemdir við þessa skiptingu eins og hún liggur fyrir. Við teljum langt í frá að tekið sé mið af þörf og aðstæðum þar sem hún er brýnust í vegaframkvæmdum og að höfuðborgarsvæðið sé alls ekki að fá sinn hlut.“ Að sögn hans hefur hlutfall þess fjár sem rennur til höfuðborgarsvæð- isins verið um 19-20% af heildarfram- lögum til vegamála en umferðar- þunginn á því svæði sé á bilinu 60 til 70% af heildarumferð. Að sögn hans eru mörg stór og mikilvæg verkefni látin bíða og sett í salt. „Þetta er mjög skýr afstaða allra sveitarstjórnanna hér á höfuðborgar- svæðinu. Menn eru mjög einhuga um að það sé full ástæða til að afstaða okkar komi fram með þessum hætti,“ segir Lúðvík. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins senda mótmæli „Það vilja allir fá meira“ 63 erindi af öllu landinu hafa borist samgöngunefnd reglunnar í Reykjavík barst til- kynning um slysið á níunda tím- anum í gærmorgun. Var konan látin þegar að var komið. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. KONA um tvítugt lést er bifreið sem hún ók fór út af Breiðholts- braut við undirgöng skammt frá Víðidal og valt í fyrrinótt. Engin vitni urðu að slysinu. Samkvæmt upplýsingum lög- Banaslys á Breiðholtsbraut UM tveggja ára gamalt barn varð fyrir skömmu fyrir lífshættulegri eitrun er það náði í lyf sem geymd voru í skáp á heimili og borðaði lífs- hættulegan skammt. Var barninu um tíma haldið í öndunarvél á gjörgæslu og þurfti að gangast undir flókna meðferð þar sem skilja þurfti lyfið úr blóðinu. Hefur barnið náð fullum bata og er ekki talið að það hafi beðið var- anlegan skaða af. Ekki var öryggislok á umbúðum lyfsins. Sigurður Kristjánsson, yf- irlæknir bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, segir að öryggislok eigi skilyrðislaust að vera á öllum umbúð- um hættulegra lyfja. Læsa öll lyf inni í skáp og hafa ekki hættuleg efni á glámbekk Að sögn Sigurðar er komið á bráðamóttökuna með börn sem hafa látið ofan í sig efni eða lyf sem geta verið hættuleg í 30 til 50 tilvikum á hverju ári. Í fæstum tilfellum sé þó um mjög alvarleg tilfelli að ræða en oft sé erfitt að meta það við komu barns ef ekki er vitað hversu mikið magn það hefur tekið inn og hversu langt er um liðið. Í síðustu viku var t.d. komið með barn á bráða- móttökuna sem hafði drukkið lampa- olíu en að sögn Sigurðar reyndist barnið þó ekki alvarlega veikt. Herdís Storgaard, framkvæmda- stjóri Árvekni – slysavarna barna, hvetur foreldra og forráðamenn barna til að læsa öll lyf inni í skáp. Hægt sé að fá öryggislæsingar á skápa en þær séu þó á engan hátt fullnægjandi vörn gegn því að börn nái í lyfin. Margir átti sig ekki á því að aðeins lítið magn lyfja og eiturefna sem börn innbyrða geti valdið mjög alvarlegri og jafnvel lífshættulegri eitrun. Krafist í byggingarreglugerð að lyfjaskápur sé í öllum húsum Herdís segir að mikil umræða eigi sér stað í Evrópu meðal fólks sem vinnur við slysavarnir um nauðsyn þess að herða enn frekar reglur um öryggislæsingar lyfjaumbúða. Bendir hún einnig á að í byggingarreglugerð frá 1979 sé gerð krafa um að í öllum íbúðarhúsum eigi að vera lyfjaskápur. Þessu sé yfirleitt ekki framfylgt og óljóst sé hver eigi að sjá til þess að þessari kröfu sé full- nægt við byggingu og frágang húsa. Barn varð fyrir alvarlegri eitrun 30–50 tilvik á hverju ári vegna barna sem innbyrt hafa skaðleg efni Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EFNAHAGSLÍFIÐ á Íslandi mun ekki hafa hag af aðild að Evrópu- sambandinu og það er engin póli- tísk ástæða fyrir aðild Íslands að sambandinu, að því er fram kom hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands, í ræðu í Lundúnum og sagt er frá í dagblaðinu Fin- ancial Times. Blaðið hefur eftir Ólafi að hann sjái ekki að Ísland muni sækja um aðild að Evrópu- sambandinu í fyr- irsjáanlegri fram- tíð. Það sé engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands. Það gæti gerst einhvern tíma í framtíðinni og gæti þá byggst á því hvað gerist varðandi evruna og hver afstaða Noregs verður. Ólafur bendir ennfremur á að í aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu séu fólgnir kostir að- ildar að Evrópusambandinu, auk frelsis til að eiga í samskiptum við önnur ríki á eigin forsendum, eins og við Kína og Indland. Í frétt Financial Times er einnig haft eftir honum að á síðustu árum hafi Ísland sýnt hvernig lítið ríki geti brugðist við hnattvæðingunni með skipulögðum og árangursrík- um hætti hvað efnahagslífið snerti. „Sérhvert fyrirtæki í landinu hef- ur nú einstakt tækifæri til að koma sér á framfæri. Ný fyrirtæki geta nú farið inn á heimsmark- aðinn án tillits til þess hvar þau eru staðsett og fljótlega haft allan heiminn sem sitt markaðssvæði,“ segir Ólafur einnig í frétt Fin- ancial Times. Forseti Íslands í Financial Times Ekki ESB- aðild í fyr- irsjáanlegri framtíð Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.