Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 16

Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Róm. AP, AFP. | Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær á þingi, að bandarískir hermenn ættu nokkra sök á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Bagdad snemma í mars en lagði áherslu á, að þótt bandarísk hermálayfirvöld hefðu sýknað þá, myndi það ekki verða til að spilla samskiptum ríkjanna. Nicola Calipari var skotinn til bana 4. mars er hann nálgaðist bandaríska varðstöð á veginum að flugvellinum í Bagdad. Var hann þá að koma með ítölsku blaðakonuna Giuliana Sgrena, sem hann hafði fengið leysta úr haldi mannræn- ingja. Niðurstaða Bandaríkja- manna er sú, að bílnum hafi verið ekið mjög hratt og ekki hafi verið sinnt viðvörunum. Því hafi her- mennirnir farið að settum reglum er þeir skutu á hann. Ítalir mótmæla því, að bíllinn hafi verið á mikilli ferð og segja reynslu- leysi hermannanna um að kenna hvernig fór. Siglt milli skers og báru Berlusconi reyndi að fara bil beggja í ræðu sinni, að sannfæra landa sína um, að væri fastur fyrir þegar þjóðarsómi væri annars veg- ar, og hins vegar að styggja ekki Bandaríkjastjórn. Er Berlusconi mesti bandamaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu. Berlusconi sagði einnig, að ekki kæmi til greina að hraða brottför ítalska herliðsins frá Írak vegna Calipari-málsins en það hefur kynt undir slíkum kröfum, ekki bara frá stjórnarandstöðunni, heldur einnig frá sumum stuðningsmönnum stjórnarinnar. Ítrekaði samstöðu Ítala með Bandaríkjunum Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir ekki koma til greina að flytja ítalska herliðið fyrr heim frá Írak vegna Calipari-málsins Silvio Berlusconi FÓRNARLAMBA Helfararinnar var minnst í gær, 60 árum eftir ósigur þýskra nasista, með „Göngu hinna lifandi“ við útrýmingarbúð- irnar í Auschwitz-Birkenau í Pól- landi. Er þessi ganga gengin árlega en að þessu sinni tóku þátt í henni um 20.000 manns frá meira en 50 þjóðlöndum, aðallega ungir gyð- ingar. Myndin sýnir ungt fólk frá Rússlandi en meðal göngumanna voru þeir Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, og Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ung- verjalands. Reuters „Ganga hinna lifandi“ HÓPUR Breta stefndi að því í gær að setja nýtt hraðamet á raf- knúnum bíl, sem er þyngri en 990 kíló. Fyrra metið, 394 km á klukku- stund, settu Bandaríkjamenn 1999 á saltsléttunum í Utah en á þessum tíma árs eru þær of blautar til að henta fyrir tilraun af þessu tagi. Vegna þess fengu Bretarnir leyfi stjórnvalda í Nevada til að loka 19 km löngum kafla á breiðum og beinum þjóðvegi í ríkinu. Eins og sjá má er rafbílinn, „e=motion“ eins og hann kallast, örvarlaga og búinn 52 rafhlöðum. Er stefnt að því að ná 484 km hraða en bílinn knýja tvær rafvélar, sem skilað geta 500 hest- öflum. Það er sami krafturinn og er í 2005-árgerðinni af Chevrolet Cor- vette-sportbíl með sjö lítra V8-vél. AP Reynt við hraðamet rafbíla New York. AP, AFP. | Tvær sprengjur sprungu í gærmorgun við byggingu á Manhattan í New York en í henni er meðal annars ræðismannsskrifstofa Breta í borginni. Ollu þær litlu tjóni og enginn slasaðist. Ekki er ljóst hvort tilræðinu var beint gegn bresku ræðismannsskrif- stofunni en í húsinu eru mörg fyrir- tæki, innlend sem erlend. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði í gær, að ekki væri enn vitað hver hefði komið sprengjunum fyrir eða hvers vegna. Höfðu þær verið grafnar ofan í steypt blómaker rétt við aðalinnganginn. Frumstæð smíð Að sögn lögreglunnar var um að ræða fremur frumstæða smíð, tvær leikfangasprengjur, sem fylltar höfðu verið með púðri. Það, sem helst tengir sprengingarnar við bresku ræðis- mannaskrifstofuna, er, að almennar þingkosningar voru í Bretlandi í gær. Spreng- ingar í New York Beindust hugsanlega að breskri ræðis- mannsskrifstofu Clearfield. AP. | Veitingahús í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum, sem fyrr á árinu missti heiðurinn af því að bjóða upp á stærstu hamborgara í heimi, hefur nú endurheimt hann. Nú hefur það á matseðlinum ham- borgara, sem vegur hvorki meira né minna en 6,75 kíló. Í hamborgaranum, sem kallast „bjórtunnubumbubrjótur“, eru 4,7 kíló af hakki, 25 ostsneiðar, eitt kál- höfuð, þrír tómatar, tveir laukar, hálfur þriðji bolli af majonesi, krydd, tómatsósa, sinnep, pipar og að sjálf- sögðu brauðið. Kostar rétturinn 30 dollara eða um 1.900 ísl. kr. „Þetta er nóg fyrir tíu manna fjöl- skyldu,“ sagði Denny Liegey, eig- andi veitingastaðarins, en hann hef- ur áður boðið upp á nærri fimm kílóa hamborgara. Varð kona nokkur, Kate Steinick, sem aðeins vó 45 kíló, fyrst til að klára hann innan þriggja klukkustunda og fékk að launum skyrtubol. Í mars varð veitingastaður í New Jersey til að bjóða upp 5,6 kílóa ham- borgara og nú hefur Liegey sem sagt bætt um betur. Um síðustu helgi reyndu fjórir menn að klára ham- borgarann, öll 6,75 kílóin, en gáfust allir upp á endanum. Nærri sjö kílóa ham- borgari KOMIÐ hefur í ljós að í mörgum Asíulöndum er beitt eitri til að útrýma skordýrum í gámum og geta efnin valdið sjúkdómum í mönnum, að sögn vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter. Sum efnanna voru m.a. notuð í Evr- ópu í fyrri heimsstyrjöld og er taugagasið klórpikrin nefnt sem dæmi. Sænsk yfirvöld vara nú starfsmenn í höfnum við hætt- unni og ráðleggja hafnarverka- mönnum að nota grímur og hanska leiki grunur á að hætta sé á ferð. Fram kemur í skýrslu um rannsókn, sem gerð var í Rotter- dam í Hollandi, að efnin geti bor- ist í lyf og matvæli og sum smjúga í gegnum plast. Magnið af einu efnanna, metalbrómíði, reyndist yfir hættumörkum í sælgæti og leikföngum. Eitrað gas Efnin eru oft í litlum kössum á stærð við sígarettupakka eða pokum sem minna á tepoka, hylkin eru fest innan á hlið í gáminum. Duftið í þessum um- búðum gefur frá sér eitrað gas með hjálp loftraka í gáminum. Setja ber spjald með eiturvið- vörun á hurð gámsins en það er oft sagt vera trassað, einkum í þróunarlöndum. Rannsóknin í Hollandi sýnir að í um 800.000 af alls fjórum millj- ónum gáma sem tekið er við í Rotterdam, mestu hafnarborg í heimi, er magnið af umræddum efnum langt yfir hættumörkum. Varað við eitri í gámum frá Asíu ♦♦♦ Washington. AFP. | Bílasala jókst nokk- uð í Bandaríkjunum í apríl en aukn- ingin er næstum eingöngu í japönsk- um bílum. Það sverfur hins vegar að bandarísku bílasmiðjunum General Motors og Ford og einkum vegna verulegs samdráttar í sölu á jeppum og öðrum bensínhákum. Salan í apríl jókst um 5,7% miðað við sama mánuð í fyrra og fleyttu Toyota og Nissan rjómann ofan af aukningunni. Sýnir það þróunina en neytendur leggja nú æ meiri áherslu á sparneytna bíla. Það kemur síðan aftur niður á sölu stórra bíla, einkum jeppa, pallbíla og sportbíla. „Hér er einfaldlega um að ræða viðbrögð við háu bensínverði og al- mennt er búist við, að það verði áfram hátt og jafnvel hærra en nú,“ sagði einn markaðssérfræðingurinn. Sem dæmi má nefna, að sala í Hummer-bílum er nú um 28% minni en fyrir ári. Í Ford Explorer er hún 14,6% minni, í Expedition 20% og í Excursion 26,5% minni. Staðan er nú sú vestra, að banda- rísku bílaverksmiðjurnar þrjár, Ford, GM og Chrysler, hafa 56,3% mark- aðarins, framleiðendur í Asíu 37,5% og evrópskir framleiðendur 6,2%. Jeppar og pallbílar á undanhaldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.