Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 27

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 27 UMRÆÐAN Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga 10 Dregið í dag ! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! Ford Mustang ÉG HEF oft verið spurður að því í gegnum tíðina hvort samkeppnin í leikhúsinu væri ekki mannskemm- andi? Hvort loft væri ekki lævi blandið? Hvort fólk níddi þar ekki skóinn hvað niður af öðru? – Ég hef yf- irleitt svarað því til að ég þekkti ekki leik- húsfólk að öðru en að vinna að heilindum hvað með öðru og oftast reyna að byggja hvað annað upp í því sem það hefur verið að gera. En það á við um leikhúsið, eins og svo margan annan starfsvettvang, að þar er til fólk sem ekki hefur séð drauma sína rætast. Ég hélt að það ætti aldrei fyrir mér að liggja að leggja orð í belg í sam- bandi við gagnrýni í leikhúsi, en ég get bara ekki orða bundist eftir að hafa lesið það sem María Kristjáns- dóttir skrifar hér í blaðið föstudaginn 29. apríl um verk Birgis Sigurðssonar Dínamít, sem var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu tveimur dögum áður. Reiðin og sársaukinn sem kraumar undir í þessari grein hefur ekkert með leiksýninguna að gera. Hann á sér einhverjar aðrar rætur. Ég vil hvetja lesendur Morg- unblaðsins til að fara og sjá þessa leiksýningu. Hér er á ferðinni spenn- andi verk eftir einn okkar mikilhæf- asta leikritahöfund, í spennandi upp- færslu sem ég fylgdist með af athygli allan tímann, og borið uppi af af- burðaleik. Leikritið er ekki kennsluleikrit eins og María segir. Heldur er það, líkt og kenningar Nietzsche, lofgjörð til lífsins eins og það er, en ekki eins og það gæti verið, eins og svo marg- ar hugsjónir og trúar- stefnur. Sýningin er ekki sett upp á „penan stofumáta“ heldur full af snjöllum sviðs- lausnum sem eru trúar verkinu. Ég veit ekki hvorn María er að reyna að hæða, Thorbjörn Egner eða Stefán Bald- ursson, þegar hún ber þá saman í þessu samhengi, vindhöggið er svo augljóst að maður vonar bara að box- arinn standi á fótunum. Og síðast en ekki síst; leikur Hilmis Snæs er ekki pínlegur, „pínlegt er það, pínlegt – hann veltir bara innyflunum út úr sjálfum sér yfir áhorfendur – oft langaði mig til að skríða undir sætið“. Þetta er bara ekki rétt, leikur Hilmis Snæs var afburða glæsilegur, en sá sem skrifar svona þjónar hvorki leik- listinni né lesendum, hann þjónar engu nema eigin ólund. Leikur Hilm- is var vogaður og mjög spennandi. Fyrr í vetur kvöddu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Þjóðleikhús- ins Stefán Baldursson, með litlu hófi, eftir farsælt starf sem Þjóðleik- hússtjóri. Þar sagði Baltasar Kor- mákur eitthvað í þessa veru: Þjóð- leikhússtjóri er valdamikill maður í leikhússtarfinu á Íslandi. Sá eða sú sem situr í þeirri stöðu hefur mögu- leika á að gefa mörgum tækifæri til að blómstra í leiklistinni og það hefur Stefán líka gert. En þjóðleikhússtjóri getur ekki gefið öllum tækifæri og því miður heyrist oft hærra í þeim sem finnst að framhjá sér hafi verið geng- ið en okkur sem fengum að spreyta okkur. – Stundum fara þeir jafnvel að skrifa gagnrýni. Mér finnst að María Kristjáns- dóttir hafi fulla ástæðu til að skríða undir sætið, ef hana langar til þess, en lesendur Morgunblaðsins hvet ég til að fara og sjá afbragðs sýningu Þjóðleikhússins á Dínamíti eftir Birgi Sigurðsson. Skríddu bara undir sætið, láttu það eftir þér! Kjartan Ragnarsson svarar leikgagnrýni Maríu Kristjáns- dóttur á verkið Dínamít ’… sá sem skrifarsvona þjónar hvorki leiklistinni né lesendum, hann þjónar engu nema eigin ólund.‘ Kjartan Ragnarsson Höfundur er leikstjóri og leikskáld. Á GÓÐVIÐRISDEGI fyrir stuttu átti undirritaður leið um Úlfarsfell ofanvert á tveim jafnfljótum. Skammt frá vindpokanum, þar sem svifdrekamenn fleygja sér fram af fellinu, blasti við aug- um hrollvekjandi sjón. Þetta var stór olíu- pollur á leið niður í svörðinn. Á pollinn og brákina stirndi í öllum regnbogans litum þeg- ar sólin glotti í gegnum glufur í skýjunum. Sitt til hvorrar handar við olíuflekkinn blöstu við djúp hjólför, sem báru þögult vitni um hvers konar farartæki hafði verið hér á ferð. Það fór ekki milli mála að hér hafði lagt leið sína jeppaeigandi, sem stoltur ók sínu torfærutrölli. Miðað við stærð olíuflekksins sem þessi jeppaeigandi hafði skilið eftir á fjallinu mátti ætla að hann hefði not- að tækifærið og skipt um olíu á staðnum. Lamandi vanmáttur og hryllingur gagnvart umhverf- isglæpum á borð við þann sem blasti við augum fyllti hugann. Það var jafnvel hægt að ímynda sér þennan ólukkans jeppaeiganda gleðjast yfir vorkomunni við söng heiðlóunnar, um leið og hann sendi grunnvatns- kerfi þessa fjalls fyrrnefnda eit- urspýju. Olíumengun sem gæti nægt til þess að eyðileggja allt það vatn sem koma mun úr lindum þess næstu áratugina. Það var sem kalt vatn flæddi milli skinns og hörunds, þegar þeirri hugsun laust niður í hugann, hvað gerst hefði ef téður jeppaeigandi hefði verið á ferð í Heiðmörkinni þennan dag. Hefði hann hikað við að skipta um olíu á jeppanum í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborg- arsvæðisins? Það er ekki víst. Var það kannski hin ótrúlega gæfa borg- arbúa eða leiðsögn æðri máttarvalda, sem réð því að þessi maður átti leið um Úlfarsfell að þessu sinni, í stað Heiðmerkur eða Bláfjalla? En á þeim stöðum hefði skaðinn af sama athæfi getað orðið með öllu óbæt- anlegur. Þegar hugsað er til þess að meg- inþorri þjóðarinnar nærist á ein- hverju heilnæmasta vatni sem fyr- irfinnst á jarðarkringlunni allri vakna óneitanlega oft áleitnar spurn- ingar. Þetta á jafnvel við án þess að menn neyðist til að upplifa skelfingu sem þessa í venjulegum göngutúr. Getur það talist viðunandi fyr- irkomulag, að það séu guð almátt- ugur og lukkan sem ráða ferðinni, þegar kemur að óþægilegum ákvarð- anatökum varðandi framtíð- arverndun meginvatnsbóla höf- uðborgarsvæðisins? Nei, það gengur ekki. Því hér er einfaldlega í húfi spurningin um líf eða dauða eins mikilvægasta fjöreggs þjóðarinnar. Þetta fjöregg er hið ævintýralega magn lindarvatns sem sprettur upp í Gvendarbrunnum, Heiðmörk, Vatns- endakrika og Kaldárseli. Nátt- úruauðlindir sem eiga sér fáar eða engar hliðstæður í öllum heiminum. Auðlind sem vegna hreinleika og gæða vatnsins gæti í framtíðinni mögulega orðið íslensku þjóðinni verðmætari sem neyslu- og útflutn- ingsvara en sem svarar tekjum af samanlögðum fiskveiðum og þunga- iðnaði í landinu. Það getur ekki gengið öllu lengur að viðkomandi sveitarfélög og stjórn- völd taki ekki af skarið og sameinist um öfluga vatnsverndarstefnu, til framtíðarvarðveislu framangreindra svæða. Í þessari stefnumótun er óhjákvæmilegt að fórnað verði minni hagsmunum fyrir meiri. Þá er átt við að nauðsynlegt verði að stöðva frek- ari uppbyggingu útivistarmann- virkja á Bláfjallasvæð- inu. Takmarka eins og kostur er alla bíla- og vélsleðaumferð um Blá- fjallavegi og banna allan utanvegaakstur á þess- um svæðum. Um Heið- mörk væri eðlilegast að takmarka alla umferð, aðra en þá sem farin er fótgangandi eða á reið- hjólum. Þá væri æski- legt að flugumferð yfir þessi svæði öll yrði tak- mörkuð eins og kostur er, vegna mögulegrar slysahættu og ófyrirsjánlegra afleiðinga slíkra óhappa. Að lokum skorar undirrit- aður á Alþingi Íslendinga að taka forystu um mótun framtíðarstefnu til ýtrustu verndar þeirra gífurlegu auðæfa sem hér eru í húfi. Tafarlausar að- gerðir til verndar voru vatni Sigurður R. Þórðarson fjallar um vatnsvernd Sigurður R. Þórðarson ’… hér er einfaldlega íhúfi spurningin um líf eða dauða eins mik- ilvægasta fjöreggs þjóð- arinnar.‘ Höfundur er matvælafræðingur og starfar við framleiðslu á vatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.