Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 43
MINNINGAR
✝ Jósefína ÁstrósGuðmundsdóttir
fæddist á Sólvangi á
Akranesi 7. maí 1910.
Hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness 28. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Guðmundur Sig-
urðsson, f. 8. maí
1868, d. 8. apríl 1930,
og Ólafína Hannes-
dóttir, f. 31. ágúst
1866, d. 19. júlí 1957,
búsett lengst af á Sól-
vangi á Akranesi.
Systkini Jósefínu
voru: Guðjón, f. 1. júlí, 1895, d. 15.
maí 1903, Margrét, f. 5. desember
1897, d. 19. október 1970 og Ind-
íana, f. 15. apríl 1904, d. 2. maí
1973.
Jósefína giftist 2. nóvember
1934 Bjarna Hermanni Guð-
mundssyni frá Görðum í Önund-
arfirði, f. 7. janúar 1905, d. 1. febr-
úar 1983, þeim varð
ekki barna auðið, en
ólu upp einn fóstur-
son, Örn Hjörleifs-
son, bróðurson
Bjarna, f. 11. sept-
ember 1939. Örn
giftist 31. desember
1961 Aldísi Reynis-
dóttur, f. 15. febrúar
1944, d. 31. júlí 1991.
Sambýliskona Ingi-
gerður Jóndóttir, f.
22. september 1939.
Börn Arnar og Al-
dísar eru: Ásdís, gift
Ágústi Jóel Magnús-
syni, Örn, kvæntur Guðríði Sirrý
Gunnarsdóttur, Bjarni, kvæntur
Kristínu Guðbjörgu Sigurðardótt-
ur, og Sigrún Hjördís, sambýlis-
maður Ásberg Helgi Helgason.
Barnabarnabörnin eru átta.
Jósefína verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Á morgun 7. maí hefði hún amma
orðið 95 ára, með henni kveður okkur
kynslóð sem þekkti líf ólíkt því sem
við lifum í dag. 14 ára fór hún að
heiman til að vera vinnukona, með
aleiguna í litlu kofforti sem pabbi
hennar smíðaði. Amma fór í vinahópi
á Alþingishátíðina 1930. Fjórum ár-
um síðar giftist hún afa. Hann var
stýrimaður og skipstjóri á fiskiskip-
um og oft var amma hrædd um hann.
Hann sigldi í skipalestum í seinna
stríðinu, sem var mikið hættuspil,
óvissan heima alger. Þar að auki
höfðu þau tekið pabba okkar að sér,
rúmlega ársgamlan. Hún talaði oft
um hvað það hefði verið mikið vin-
arbragð af bróður afa, Hjörleifi afa,
og Sigrúnu ömmu að treysta þeim
fyrir yngsta barni sínu.
Amma og afi höfðu yndi af ferða-
lögum og meðan afi hafði heilsu til
var farið í bíltúr á Ford Cortina sem
þau áttu. Það var farinn Þingvalla-
hringur og Borgarfjarðarhringur og
afi sagði okkur hvað bæirnir og fjöll-
in hétu. Þau fóru líka í siglingar en
þá var ferðast til annarra landa með
skipum. Eins fóru þau á hverju
sumri í veiðitúr, helst í Dalina, í
góðra vina hópi. Bæði voru þau fé-
lagar í Oddfellowstúkum á Akranesi
og tóku virkan þátt í því félagsstarfi.
Alltaf var beðið með eftirvæntingu
eftir heimsóknum þeirra í sveitina og
löng var stundum biðin eftir að Kort-
ínan birtist á holtinu. Afi var fyrr en
varði kominn út á sjó með pabba en
amma fór með okkur í gönguferðir í
fjörunni þar sem leyndist margur
fjársjóður. Þau áttu fallegt heimili á
Bárugötu 19. Amma var hannyrða-
kona og bæði saumaði út og heklaði.
Hún var mikil smekkkona og ætíð
vel til höfð hvort sem hún var úti eða
inni, ávallt með lakkaðar neglur, svo
eftir var tekið. Amma ræktaði líka af
mikilli natni falleg blóm í garðinum
og þar var líka rabbarbari og græn-
meti sem var auðvitað best í heimi. Í
febrúar 1983 lést afi eftir erfið veik-
indi og það urðu mikil umskipti fyrir
ömmu. Hún hafði helgað sig því að
gera honum lífið bærilegra síðustu
vikurnar og mánuðina sem hann lifði.
Smám saman tók lífið þó á sig vana-
lega mynd. Í stað þess að fara í sigl-
ingar með afa ferðaðist hún með vin-
konum af Skaganum. Þótt þær væru
allar ömmur og jafnvel langömmur
kölluðu þær sig Skagastelpur og
nutu lífsins.
Árið 1993 urðu aftur kaflaskipti í
lífi ömmu hún missti mikið sjón og
varð að flytja úr íbúðinni á Bárugöt-
unni sem hafði verið heimili hennar
næstum alla hennar búskapartíð.
Hún flutti í Dvalarheimilið á Höfða
þar sem hún tók fljótt gleði sína á ný
enda margir góðir vinir og kunningj-
ar heimilismenn. Á hverjum degi
sem gaf fór hún í heilsubótargöngu
um nágrennið. Víst má telja að þeim
sið gat hún þakkað sína góðu heilsu
langt fram eftir aldri. Það voru
margar góðar stundir sem lang-
ömmubörnin áttu í heimsókn hjá
ömmu Jósu á Höfða og ekki spillti
fyrir að hún passaði uppá að eiga
alltaf eitthvað gott að traktera þau á.
Amma kenndi okkur margt fal-
legt, hún trúði á mátt bænarinnar
sem gat gert allt gott. Ef seint gekk
að sofna var gott að leggja sig í bólið
hennar og hlusta á hana fara með
bænirnar sínar, oft var endað á þess-
ari:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð blessi hana ömmu
Ásdís, Örn, Bjarni, Sigrún
Hjördís og fjölskyldur.
Að eiga ljúfar minningar um ein-
hvern er svo dýrmætt, minningar um
þá sem hafa snert mann með ein-
lægri framkomu, hjartahlýju og
fölskvalausri gleði. En einmitt svona
snertir þú mig, Ásta mín.
Mamma hringdi í mig á laugar-
daginn og sagði mér frá andláti þínu,
síðan þá hafa komið upp í huga mér
minningarbrot frá samverustundum
okkar og Bjarna ömmubróður míns.
Það er sennilega ekki tilviljun að ég
er með mynd af þér í stofunni hjá
mér, þar sem þú ert ung kona á Flat-
eyri, glæsilega klædd og heldur á
pabba mínum í fanginu, þá litlu
barni.
Tenging mín og bræðra minna við
okkar föðurfólk hefur alltaf verið af
skornum skammti eftir að pabbi lést
árið 1963. Annað var uppi á teningn-
um varðandi ykkur Bjarna, þið voruð
okkar tenging við föðurfólkið, og það
gleymist ekki, og þá ekki síst hvað
þið sýnduð henni mömmu mikla
ræktarsemi alla tíð. Það á að þakka
fyrir það sem vel er gert og það geri
ég af heilum hug.
Þegar ég var á unglingsaldri fékk
ég að fara með Boggunni upp á
Skaga og gista hjá ykkur, það var
svo notalegt, engir bræður að pirra
mig og ég eins og prinsessan á baun-
inni, meira að segja með sér her-
bergi, það gerðist ekki betra.
Fyrir 2 árum lét ég loks verða af
því að heimsækja þig á dvalarheim-
ilið Höfða, fann herbergið þitt og
kallaði inn til þín, þá svaraðir þú af
bragði „Er þetta, Gróa mín?“ þú
varst ótrúleg að muna eftir mér. Þú
faðmaðir mig og kysstir, spurðir um
börnin mín, og mömmu, vildir vita
hvernig lífið gengi og allt skipti þetta
þig máli.
Að geta ornað sér við minningar
um góða vini, sem hafa lagt sig fram
um að gefa af sér eins og þú, þá
finnst mér ég vera rík.
Þessi fátæklegu orð eru þakklæt-
isvottur til þín Ásta mín, sem hefðir
ekki verið mér betri þó þú hefðir ver-
ið amma mín.
Afkomendum Ástu sendi ég inni-
legustu samúðarkveðjur frá mér og
fjölskyldu minni.
Guð blessi minningu mætrar konu.
Gróa Stefánsdóttir.
JÓSEFÍNA ÁSTRÓS
GUÐMUNDSDÓTTIR
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Guð-
nýju Gerði Gunnarsdóttur borgar-
minjaverði, millifyrirsagnir eru
blaðsins.
„Í Morgunblaðin hinn 5. maí birt-
ist frétt um veitingarekstur í Við-
eyjarstofu og vegna þess sem þar
er haft eftir Steinari Davíðssyni
veitingamanni óskar undirrituð eft-
ir að koma á framfæri eftirfarandi
athugasemdum.
Rétt er sem kemur fram hjá
Steinari að í ársbyrjun 2001 var
embætti staðarhaldara lagt niður
en umsjón með Viðey falin Árbæj-
arsafni – Minjasafni Reykjavíkur.
Því er hins vegar mótmælt að eftir
að safnið tók við rekstri í eynni hafi
„afskipti borgarinnar einkennst af
tómu bulli“.
Snemma á árinu 2001 skipaði
menningarmálanefnd stýrihóp sem
falið var það verkefni að móta
stefnu um nýtingu Viðeyjar og ann-
arra eyja á Sundum. Stýrihópurinn
lauk störfum í ársbyrjun 2002 og
starf í Viðey hefur á undanförnum
árum tekið mið af tillögum hópsins,
sem birtar eru í skýrslunni: ,,Fram-
tíðarsýn um Viðey og aðrar eyjar á
Sundum“, er samþykkt var í menn-
ingarmálanefnd 23. jan. 2002. Hinn
12. mars 2002 tók borgarráð undir
stefnumörkun um framtíðarnýtingu
Viðeyjar og annarra eyja á Sund-
unum.
Áhugavert útivistarsvæði
og vettvangur fræðslu
Í tillögunum kemur fram að með
starfsemi í eynni vill Reykjavíkur-
borg að eyjan verði áhugavert úti-
vistarsvæði og vettvangur fræðslu í
sögu- og náttúrufræðum, opin öllum
almenningi. Undanfarin ár hefur
verið unnið í anda framtíðarsýnar,
m.a. að eftirfarandi verkefnum:
Árið 2003 voru sett upp fræðslu-
skilti við húsgrunna í þorpinu á
Sundbakka, þar sem saga þorpsins
og einstakra bygginga er rakin.
Einnig var gefinn út nýr leiðsögu-
bæklingur með korti og sýning í
skólahúsi endurnýjuð. Á árinu 2004
voru göngustígar bættir og nýir
lagðir. Nú í vor verða sett fræðslu-
skilti við göngustíga með upplýs-
ingum um sögu og náttúru eyj-
arinnar og upplýsingaskilti við
bryggju í Viðey endurnýjuð. Öll
skilti eru á íslensku og ensku.
Frá því að endurbyggingu lauk í
Viðey árið 1988 hefur verið rekið
veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið
1997 tók fyrirtækið Goðatorg, sem
er í eigu Steinars Davíðssonar og
fleiri, við veitingarekstri í Viðeyj-
arstofu. Var gerður samningur til
tveggja ára, með heimild til fram-
lengingar tvö ár í senn. Samning-
urinn var endurnýjaður tvisvar
sinnum.
Haustið 2003 var hafin endur-
skoðun á rekstri í Viðey og ákvað
menningarmálanefnd að allir samn-
ingar varðandi rekstur í Viðey
skyldu lausir í árslok 2004. Var
Steinari þegar kynnt þessi ákvörð-
un nefndarinnar en jafnframt boðið
að framlengja samning til eins árs,
enda sóttist hann eftir því. Það lá
því algjörlega ljóst fyrir við end-
urnýjun samnings að veitingarekst-
ur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í
ársbyrjun 2005.
Reykjavíkurborg hefur staðið
við allar sínar skuldbindingar
Í samningi um veitingarekstur í
Viðeyjarstofu er kveðið á um skyld-
ur beggja aðila. Í ljósi þess að um
mjög sérstakan stað og sögufrægt
hús er að ræða hefur Reykjavík-
urborg, sem eigandi og leigusali,
tekið sér mun meiri skyldur á
herðar en leigusalar gera almennt,
m.a. með því að tryggja reglulegar
ferjusiglingar í Viðey og hefur auk
þess veitt veitingamanni ýmsa þjón-
ustu með því að hafa starfsmenn í
eynni. Reykjavíkurborg hefur stað-
ið við allar sínar skuldbindingar, en
hins vegar hefur veitingamaðurinn
ekki staðið við sinn hluta samnings-
ins. Veitingamaðurinn hefur átt í
erfiðleikum með að greiða húsa-
leigu undanfarin ár, sem bendir til
að rekstur hans hafi ekki gengið
vel, og er skuld hans við Reykjavík-
urborg orðin veruleg. Þegar veit-
ingamaður óskaði eftir því sl. haust
að fá enn frekari framlengingu á
samningi, eða nú til vors 2005, var
honum gefið vilyrði fyrir því að svo
gæti orðið að því tilskildu að skuld
Goðatorgs við Reykjavíkurborg
yrði að fullu greidd. Þrátt fyrir að
honum hafi ítrekað verið gefið tæki-
færi til að ganga frá skuld sinni
hefur hann ekki gert það og því
hefur samningi við hann nú verið
rift.
Í viðtalinu lætur Steinar að því
liggja að Reykjavíkurborg hafi
leynt og ljós grafið undan rekstri í
Viðey. Því er algerlega vísað á bug.
Eðli málsins samkvæmt er veitinga-
reksturinn í Viðeyjarstofu alfarið á
höndum veitingamanns, þar með
talin markaðssetning veitingahúss-
ins, en hann lætur einnig að því
liggja að meint fækkun gesta sé
borginni að kenna. Á undanförnum
árum hafa um 70% gesta í Viðey
verið gestir veitingahússins í Við-
eyjarstofu og því er fækkun gesta
að verulegu leyti á ábyrgð veitinga-
manns. Hins vegar er rétt að hér
komi fram að samanburður á fjölda
þeirra sem heimsótt hafa Viðey í
áranna rás er varla marktækur þar
sem gestatalning hefur ekki verið
með sama hætti þau ár sem starf-
semi hefur verið í Viðey á vegum
Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að
Reykjavíkurborg hefur bætt starfið
í Viðey með ýmsum hætti í því
skyni að styrkja staðinn sem úti-
vistarsvæði, m.a. með kynningu og
auglýsingum á eynni fyrir ferða-
menn, gerð göngustíga og merk-
ingu minja í eynni.
Viðræður við sterkan aðila um
að taka að sér veitingarekstur
Sú staðreynd að enginn bauð sig
fram til að reka veitingahús í Við-
eyjarstofu, í útboði sem auglýst var
fyrir skömmu, og erfiður rekstur
veitingahúss þar undanfarin ár, er
fyrst og fremst til marks um að
breytingar hafa orðið í veitinga-
húsarekstri í Reykjavík á undan-
förnum árum. Nú eru í gangi við-
ræður við sterkan aðila um að taka
að sér veitingarekstur í Viðeyjar-
stofu og eru bundnar vonir við að
þar takist betur til með reksturinn
er verið hefur til þessa. Reykjavík-
urborg hefur fullan hug á að Viðey
verði eftirsóttur útivistar- og ferða-
mannastaður og hyggst efla starf
þar enn frekar og meðal annars
með því að bjóða siglingar úr mið-
borginni í eyna í sumar. Eitt af
mörgu sem má skoða í Viðey í allt
sumar er verk Ólafs Elíassonar,
Blindi skálinn, sem verið er að setja
upp í tilefni af Listahátíð í Reykja-
vík. Ekki er að efa að með því verki
mun Viðey verða mikilvægur
áfangastaður fyrir enn fleiri en áð-
ur. Þetta er í samræmi við áherslur
menningar- og ferðamálaráðs borg-
arinnar, sem vill auka vægi eyj-
arinnar á sumrin með menningar-
tengdri þjónustu, en á næsta ári er
áætlaður annar viðburður í sam-
starfi við Listahátíð sem vekja mun
athygli. Þá er vert að geta þess að
einmitt þessa daga eru tugir grunn-
skólabarna í „sköpunarsmiðju“ með
listamönnum, sem sýna afrakstur-
inn í Viðey á Listahátíð, en það
starf er styrkt af Reykjavíkurborg
og er að frumkvæði menningar- og
ferðamálaráðs.“
Athugasemd vegna fréttar um veitingarekstur í Viðey
Hefur ekki staðið við
sinn hluta samnings
Morgunblaðið/Ómar
Egilsstaðir | Óskar Björgvinsson
sinnir hér vorverkunum í garð-
inum við hús sitt sem stendur við
Selásinn á Egilsstöðum. Hann
snyrti trén sem uxu út yfir gang-
stéttina, langleiðina út á götu,
þannig að gangandi og hjólandi
fólki stafaði nokkur hætta af.
Þá þýðir ekki annað en grípa
keðjusögina og sníða neðstu
greinarnar af, þó garðyrkjumað-
urinn mæli ekki með þessum árs-
tíma til verksins. Eftir snjóakafla
eystra síðustu dagana má búast
við að menn grípi nú garðverk-
færin að nýju og hlúi að nýgræð-
ingnum, eilítið döprum eftir
kuldakastið.
Klippt og
skorið í
vorinu