Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 49
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
85 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn6. maí, er 85 ára Baldur Ing-
ólfsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík.
Haldið verður upp á afmælið síðar í
sumar.
Konur og íslam er yfirskrift námskeiðs íAlþjóðahúsinu við Hverfisgötu nk.þriðjudag kl. 17.Amal Tamimi, leiðbeinandi á nám-
skeiðinu, segist hafa haldið námskeið um sama
efni í apríl.
„Eftir fyrra námskeiðið fékk ég fjölda fyr-
irspurna um að halda annað. Ég bregst við því
með námskeiðinu á þriðjudaginn. Á námskeiðinu
verður megináhersla lögð á konur og íslam. Ég
byrja á því að fjalla almennt um trúna og ýmis
grundvallarhugtök eins og sjálft orðið íslam og
salam. Múslimar heilsa gjarnan með því að segja
salam – friður.
Eftir að hafa fjallað almennt um íslam fjalla ég
um hvað er sagt um stöðu kvenna í Kóraninum.
Múhameð var í rauninni langt á undan sinni sam-
tíð varðandi réttindi kvenna, t.d. sagði hann að
konur og karlar væru jöfn frammi fyrir guði. Mú-
hameð barðist fyrir ýmsum réttindum kvenna og
þótti sjálfsagt að konur tækju virkan þátt í sam-
félaginu, ættu eignir, hefðu erfðarétt og rétt á því
að menntast svo eitthvað sé nefnt.
Svo fjalla ég um hvernig orð Kóransins hafa
verið rangtúlkuð í sumum arabalöndum í gegnum
tíðina. Þar sem konur eru kúgaðar í nafni íslams
er trúnni ekki um að kenna heldur útúrsnún-
ingum karlaveldisins á einstökum setningum eða
greinum í Kóraninum. Sem dæmi er hægt að
nefna hvernig talíbanar vísuðu stöðugt í trúna
þegar þeir lögðu blátt bann við því að konur í Afg-
anistan menntuðust, ynnu úti og hefðu erfðarétt.“
Er ekki staða kvenna einmitt mjög mismun-
andi í arabalöndunum?
„Jú, staða kvenna í arabalöndunum er mjög
mismunandi. Ég er sjálf frá Palestínu. Þar eru
konur virkir þátttakendur í samfélaginu. Þær
njóta menntunar til jafns við karla, taka þátt í at-
vinnulífinu og baráttunni gegn hersetu Ísraela
svo dæmi séu nefnd.
Í Kúveit mega konur enn hvorki kjósa né bjóða
sig fram til þings. Hvort tveggja þykja sjálfsögð
réttindi kvenna í löndum eins og Egyptalandi,
Jórdaníu og Katar.“
Hefur þú fundið fyrir ranghugmyndum gagn-
vart konum sem tilheyra íslam á Íslandi?
„Já, Íslendingar reka oft upp stór augu þegar
ég segi þeim að ég sé múslimi. Sumir virðast
halda að allar konur sem tilheyra íslam séu með
blæju. Þær geti ekki litið út eins og íslenskar kon-
ur.“
Hvað kom þátttakendum á fyrra námskeiðinu
mest á óvart?
„Á fyrra námskeiðinu voru aðeins konur – lík-
lega vegna yfirskriftarinnar. Flestar þeirra eru
kennarar í íslenskum skólum. Þeim kom mest á
óvart að Kóraninn skyldaði ekki konur til að vera
með blæju yfir andlitinu. Kóraninn segir að konur
eigi að hylja hárið – ekki andlitið. Fyrir konunum
var þessi staðreynd sönnun þess hversu víða túlk-
un karla réð ferðinni frekar en orð Kóransins.“
Námskeið | Fjallað um konur og íslam í Alþjóðahúsinu
Múhameð á undan sinni samtíð
Amal Tamimi fæddist
hinn 7. janúar árið 1960
í Palestínu. Hún fluttist
til Íslands árið 1995.
Amal lauk BA-gráðu í
félagsfræði frá fé-
lagsvísindadeild Há-
skóla Íslands í vor. Hún
er fræðslufulltrúi hjá
Alþjóðahúsi.
Amal á sex börn og eitt
barnabarn.
LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frumsýnir
Klerka í klípu í Félagsheimilinu á
Klifi í kvöld. Leikritið, sem er eftir
Philip King, er farsi af gamla skól-
anum og hefur það verið sett upp
víða hér á landi. Leikurinn gerist í
þorpi á Englandi í síðari heimsstyrj-
öld og segir frá þeim ósköpum sem
gerast þegar nýorðin prestsfrú
dubbar gamlan vin í hernum upp
sem prest svo þau komist út á lífið.
Þetta veldur fyrirsjáanlegum mis-
skilningi og hamagangi þegar inn í
laumuspilið blandast hneyksl-
unargjörn piparjónka, þýskur
strokufangi og ýmsir fleiri. Leik-
stjóri verksins er Hörður Sigurð-
arson en leikarar eru níu talsins.
Auk frumsýningar eru áætlaðar sýn-
ingar laugardag 7. maí og mánudag
16. maí. Leikfélag Ólafsvíkur er
gamalgróið félag sem á síðari árum
hefur sett upp sýningar annað til
þriðja hvert ár. Félagið verður
fimmtíu ára á næsta ári og hyggst
halda upp á það á viðeigandi hátt.
Klerkar í klípu á Ólafsvík
OPNAÐAR verða í dag í Lands-
bókasafni Íslands – háskólabóka-
safni tvær sögusýningar um Jó-
hann Jónsson, skáld frá Ólafsvík
og Sigríði Jónsdóttur frá Vogum
sem var móðir Nonna (Jóns
Sveinssonar rithöfundar). Lifandi
myndum af ævi þeirra Jóhanns og
Sigríðar er brugðið upp á sýning-
unum sem samanstanda af texta
og ljósmyndum ásamt gömlum
munum sem tengjast viðfangsefn-
inu. Í tilkynningu frá aðstandend-
um sýningarinnar segir um lífs-
hlaup þeirra að það hafi oftar en
ekki verið þungur róður en æðri
gildi voru þeirra haldreipi, feg-
urðin og lífstrúin. „Jóhann Jóns-
son – sögubrot úr ævi skálds“ er
yfirskrift sýningarinnar um skáld-
ið, líf hans, verk, samferðamenn og
tíðaranda.
Höfundur sýningarinnar er Elín
Una Jónsdóttir, íslenskufræðingur
og safnvörður í Snæfellsbæ. Yf-
irskrift sýningarinnar um Sigríði
Jónsdóttur móður Nonna er „Ár-
roð frá vaknandi stund“. Sýningin
var unnin af Nonnanefnd Zonta-
klúbbs Akureyrar. Ritstjóri var
Björg Bjarnadóttir en grafísk
hönnun var í höndum Aðalsteins
Svans hjá Stíl.
Sýningarnar verða opnar til 31.
ágúst á afgreiðslutíma Bókhlöð-
unnar.
Sögusýningar í Landsbókasafni