Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Smáauglýsingavefurinn sem virkar Dásamlegar minningar þurfa ekki að taka fáránlega mikið pláss. Settu ókeypis smáauglýsingu á mbl.is. Það kostar ekkert að reyna. Hreinsaðu út úr geymslunni! Óke ypis smá augl ýsin gar Í MORGUNBLAÐINU 27. apríl birtist grein eftir sr. Bjarna Karls- son, sem hann nefnir Dónatrú, og leitast hann við með þeim skrifum að gera náðinni skil svo sem fram- kvæmd hennar kemur fram í Biblí- unni í formi hins gamla og nýja sátt- mála. Til frekari glöggvunar fyrir þá sem ekki eru heima í þessum efnum liggur málið þannig fyrir, að á tímum Gamla testamentisins talaði Guð til fólksins fyrir munn leiðtoga sinna (sbr. Móse) og spámanna. Fyrirmælin voru að ætla má ein- föld: Sá sem hlýðir mun lifa en hinn óhlýðni mun deyja. Boðorðin tíu voru gefin á þessum tíma. „Þú skalt ekki …“ er nokk- uð sem menn almennt kannast við. Ísr- aelsmenn áttu ekki að hafa aðra guði o.s.frv. Eftir dauða Krists og upprisu er talað um að fyrirheiti hins nýja sáttmála hafi komið til framkvæmda, það að Guð gaf mann- inum anda sinn í stað hins bein- skeytta „þú skalt ekki“-fyrirmælis. Náð Guðs nægir okkur. Nú gildir það ekki lengur að leggja áhersluna á hlýðnina, svo sem áður var, heldur lifa menn undir og umvafðir náð- arvæng Guðs. Vekur það spurn- inguna hvort skilyrði til frelsunar hafi verið á annan hátt varið á tím- um Gamla testamentisins en nú. Þungamiðja Gamla testament- isins er Kristur, krossfestur og upp- risinn með fyrirgefninguna sem kjarnann. Allt fórnarkerfi Ísr- aelsmanna snerist um þessa tákn- mynd. Þar bar hverjum einstaklingi að koma til þjónustunnar með til- tekið dýr, leggja hönd sína á höfuð þess, játa syndir sínar og aflífa það í návist og með aðstoð prestsins. Litið var á neitun sem beina uppreisn gegn Guði, í því að sá sem neitaði sagði í reynd að hann gæti lifað án Guðs. Mönnum bar að hlýða að við- lagðri dauðarefsingu. Í dag eru menn ekki gerðir höfðinu styttri þótt þeir taki ekki þátt í táknkerfi kirkjunnar. Hvað þá með trúna? Marteinn Lúter lagði áherslu á þátt trúarinnar í lífi ein- staklingsins; reyndar svo að allt annað víkur til hliðar. Trúin ein (sola fide). Er þá eðl- islægur munur á trúnni og þar með fyrirgefn- ingunni á þessum tveimur tímaskeiðum? Fyrirmælin sem voru áður; „þú skalt ekki“ …, taka á sig merkinguna „þú munt ekki …“ Sá sem gefur sig Guði mun ekki leit- ast við að hafa aðra guði o.s.frv. Einstaklingnum ber eft- ir sem áður að rækta trú sína. „Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar“ (Heb. 10:26). Munurinn á þessum tveimur sátt- málum er því minni en margur hyggur. Ég velti því fyrir mér hvort tilefni greinar sr. Bjarna sé umræðan und- anfarið um samkynhneigð m.t.t. kirkjunnar, og með vísan til farís- eanna beini hann spjótum sínum að þeim sem varið hafa hugtakið „kyn- villa“ í Biblíunni. Gamla testamentið tekur af öll tvímæli um að maðurinn haldi sig við gagnstætt kyn. Vand- inn hér er að líti menn á þessi fyr- irmæli sem hluta af gamla sáttmál- anum, sem gildir ekki lengur að forminu til, þá gilda aðrar forsendur í skjóli þess nýja. Maðurinn lifir á tíma náðarinnar, þannig að allt sem hann gerir er honum þar með fyr- irgefið. Kemur það m.a. fram í barnaskírninni þar sem barnið er falið Guði m.t.t. náðarinnar, fyr- irgefningarinnar og endurfæðing- arinnar (iðrunarinnar) í einu lagi. Að sama skapi gerir þessi skilningur á altæki náðarinnar málið flóknara þegar þýða skal hugtök út frá gamla sáttmálanum yfir á hið nýja tímabil. Gildandi bann við að karlmaður leggist með karlmanni í Gamla testamentinu kallar þannig á nýjan skilning, nýja túlkun, á nýju tíma- bili. Ég dreg þá ályktun út frá grein sr. Bjarna, að þeir sem líta á ábyrgð mannsins gagnvart Guði í ljósi ein- hvers konar hlýðni út frá fyr- irmælum gamla sáttmálans teljist farísear og þar með andhverfir framgangi fagnaðarerindisins (ev- angelion), en þjóðkirkjan er lútersk- evangelísk að skilgreiningu. Biblían talar sterklega gegn sam- kynhneigð, en það er ekki þar með sagt að Guð útiloki samkynhneigða, en talsverð hætta er á að menn leggi þetta tvennt að jöfnu. Skilyrði til frelsunar hafi verið þau sömu allt frá upphafi mannsins þótt útfærslan hafi tekið breytingum. Mönnum ber að breyta svo sem þeir best vita og eru færir um. Kirkjan, samfélag manna, er til þess kölluð að styrkja manninn á þeirri göngu. Frelsun mannsins er Guðs að meta. Af dónatrú séra Bjarna Ómar Torfason skrifar í tilefni af grein sr. Bjarna Karlssonar ’Skilyrði til frelsunarhafi verið þau sömu allt frá upphafi mannsins þótt útfærslan hafi tekið breytingum.‘ Ómar Torfason Höfundur er sjúkraþjálfari á Akureyri. FORRÁÐAMENN Háskóla Ís- lands fagna nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um HÍ og enn eru yf- irlýsingar um rann- sóknarháskóla í fremstu röð. Með til- liti til þess fjölda ein- staklinga sem hafa numið og/eða kennt við fremstu háskóla í heimi og HÍ hefur hafnað eða jafnvel dæmt óhæfa hefði mátt ætla að HÍ væri einn af þeim fremstu. Svo er ekki að sjá í skýrslu Ríkisend- urskoðunar og erfitt er að sjá hverju er fagnað þegar litið er á gæði. Ríkisendurskoðun bendir á að til séu upplýsingar um gæðamat og röðun háskóla og eru slíkar aðgengilegar á net- inu. Á nýlegum lista yfir 500 bestu í heim- inum er HÍ ekki getið og ekki heldur á lista yfir 125 bestu í Evr- ópu. Á heimslista frá árinu 2003 eru banda- rískir háskólar efstir, síðan enskir sem eru efstir á Evrópulista. Helstu skólar hinna Norður- landanna eru á þessum listum, Karólínska Institut efst, fertugasta á heimslista og níunda á Evr- ópulista. Rannsóknarvirkni HÍ er borin saman við 9 aðra háskóla og eru aðeins fjórir þeirra á heimslista og tveir á Evrópulista og er HÍ þeim neðar. Ríkisendurskoðun getur að- eins eins skóla sem er neðar en HÍ. Ríkisendurskoðun bendir á að fjöldi ritverka í ritrýndum tímarit- um sé mælikvarði á viðleitni til vís- indavinnu, en tilvitnanatíðni í rit- verkin sé mælikvarði á vægi vísindavinnunnar. Fjöldi greina frá HÍ er nokkur en þær hafa vakið litla athygli (orð Ríkisendsk.), til- vitnanatíðni er að meðaltali aðeins 4,11 og er Ísland þar aðeins átj- ánda af 22 löndum sem könnuð eru. Ríkisendurskoðun bendir á að lágmarkskröfur við ráðningar kennara víki frá kjörmynd við er- lenda rannsóknarháskóla. Greint er frá því að stöðuveitingar hafi valdið ágreiningi og er það mildilega orð- að því deilur hafa oft orðið miklar og ekki allar náð til fjölmiðla. Ráðningarferlinu er lýst, en dómnefnd fjallar fyrst um hæfi um- sækjenda og má engan ráða nema verið talinn hæfur, þ.e. engan sem dómnefnd telur óhæfan. Deild- arfundir taka síðan ákvarðanir um ráðningu, oft með atkvæðagreiðslu. Skýrslan getur þess að haldið hef- ur verið fram að þetta ráðning- arferli fyrirbyggi ekki að kunnings- og klíkuskapur geti ráðið ferðinni. Er þetta reynsla margra. Fram kemur að umsækjendur geti ekki skotið ágreiningi til óháðs aðila til endurskoðunar álits dómnefndar. Þetta ráðningarkerfi hefur úti- lokað marga hæfa einstaklinga. Af fimm áhrifamestu vísindamönnum Íslands sóttu fjórir um stöðu við HÍ, þremur var hafnað. Umsækj- endum sem hafa numið og/eða kennt við m.a. Brown University, Harvard, Karólínska, Kings College, Lund, Sahlgrenska og Yale hefur verið hafnað og jafnvel taldir óhæfir. Nokkurra dæma skal getið: Harvard læknaskólinn er talinn sá besti í heiminum. Fyrir nokkrum árum sótti Harvard- menntaður læknir og kennari lækna í sér- námi við þann skóla um prófessorsstöðu við HÍ. Annar umsækjandi hafði fengið sína sér- menntun á lítilli deild á Hringbrautarspítala með stuttri kynnisdvöl á erlendum sjúkra- húsum. Af vinum sín- um í dómnefnd og Læknadeild HÍ var hann talinn hæfari og ráðinn. Lækni, sem hefur þrisvar verið við kennslu lækna á allt að fimmta ári í sérnámi við Yale og á ritverk sem hefur náð um 425 tilvitnunum eða 100 sinnum meira en meðaltal við HÍ, hefur fjórum sinnum verið hafnað og tvisvar formlega talinn óhæfur til að kenna íslenskum læknastúd- entum. Læknir og kennari við háskóla- sjúkrahúsið í Lundi sótti um pró- fessorsstöðu og hafði þá um 120 til- vitnanir í vísindavinnu, nokkrir umsækjenda milli 50 og 60 og einn tvær. Sérfræðingurinn frá Lundi var talinn óhæfur. Lesendur geta ráðið í hver var talinn hæfastur og ráðinn. Leitun til dómstóla eða umboðs- manns til að hnekkja augljóslega hagræddu áliti dómnefnda hefur verið árangurslaus. Ekkert tillit verið tekið til rangfærslu á sér- fræðiviðurkenningu, enginn munur gerður á sérnámi við héraðs- eða háskólasjúkrahús, enginn munur á grein í Læknablaðinu eða Lancet. Afleiðingarnar orðið uppsögn úr starfi. Dómnefndir hér á landi innan HÍ og heilbrigðiskerfisins hafa þannig vald sem á sér enga hliðstæðu í vestrænum ríkjum, til að upphefja verðleikalitla einstaklinga eða níða aðra og gera út um starfsferil þeirra. Með þessu hefur starfs- kröftum verið sóað og mikilvæg tengsl til framhaldsmenntunar glatast. Í lokaorðum Ríkisendurskoðunar er staðhæft að nokkuð sé í land að kennaralið uppfylli sömu mennt- unarkröfur og gerðar eru við við- urkennda erlenda rannsóknarhá- skóla og bent er á þörf á að bæta ráðningarferil. Hlálegt er að í fylgdarliði forseta Íslands til Kína verða fulltrúar ís- lenskra háskóla til að reyna að laða að kínverska nemendur. Ein- staklingur sem kínverskir sérfræð- ingar hafa sjálfir leitað til vegna sérnáms og hefur nánast tvöfalt meiri tilvitnanir í vísindatímaritum og fræðibókum, en allir síðustu fjórir umsækjendur um rektors- embætti til samans, er talinn óhæf- ur til kennslu við HÍ. Ef ekki á að sóa meiri mannauði og Háskóli Íslands verða lokaður einkaklúbbur meðalmenna verður að breyta ráðningarferli og innleiða áfrýjunarmöguleika við álit dóm- nefnda. Annars er fjármagni kast- að á glæ. Háskóli Íslands í fremstu röð Birgir Guðjónsson fjallar um skýrslu ríkisendurskoðunar um Háskóla Íslands Birgir Guðjónsson ’Greint er fráþví að stöðuveit- ingar hafi valdið ágreiningi og er það mildilega orðað því deilur hafa oft orðið miklar og ekki allar náð til fjöl- miðla. ‘ Höfundur er læknir. Klapparstíg 44 sími 562 3614 Gluggagrind 60 cm. Verð kr. 1.900 Gluggagrind (smíðajárn) með fóðri 60 cm. Verð kr. 2.700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.