Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 39
koma á stöðugleika í efnahagsmál- um. Helgi var tryggðatröll. Það var gott að leita til hans, allt stóð sem hann sagði. Hann var hreinskiptinn og hikaði ekki við að segja hug sinn ef honum leist ekki á áform manna. Sumum fannst hann durgs- legur en þegar nánari kynni höfðu tekist fann maður hjartahlýjan mann og viðkvæman. Framsóknarflokkurinn naut krafta hans í mörgum málum. Hann vann þjóð sinni vel og á ör- lagastundum var hann ávallt tilbú- inn að leggja sig fram. Það átti ekki síst við þegar eldgosið í Vest- mannaeyjum skall á og lagði hluta byggðarinnar í rúst. Þá kallaði Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra hann til forystu fyrir Við- lagasjóð Íslands sem Helgi sinnti af sínum alkunna krafti og lagni. Ég vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins votta börnum hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Við höfum misst mikinn kappa sem hefur skilað stærra ævi- starfi en almennt gerist. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Halldór Ásgrímsson. Helga Bergs kynntist ég 1954. Hann var þá nýkominn frá Tyrk- landi, þar sem hann starfaði á veg- um Sameinuðu þjóðanna, en ég var nýlega kominn heim frá námi í Bandaríkjunum. Við vorum ungir verkfræðingar og höfðum brenn- andi áhuga á nýsköpun í íslenskri verktækni. Í Helga fann ég afar traustan einstakling, sem lýsti sín- um skoðunum tæpitungulaust og stóð ætíð við sín orð. Samstarf okkar Helga varð enn nánara eftir að við hófum báðir þátttöku í stjórnmálum. Helgi var ritari Framsóknarflokksins í 10 ár, frá 1962 til 1972. Þar vann hann, eins og honum var líkt, mikið og gott starf. Helgi varð alþingismað- ur Sunnlendinga 1963 en náði ekki kjöri í kosningunum 1967. Það var, að mínu mati, mikill skaði. Ég er sannfærður um, að Helgi hefði orð- ið afkastamikill þingmaður fyrir sitt kjördæmi og fyrir þjóðina. Hann galt hins vegar hjá sumum sinnar hreinskilni og þess að lofa aldrei meiru en hann gat staðið við. Helgi kaus ekki að sækjast aftur eftir þingsetu. Á þessum árum unnum við Helgi mikið saman. Um það mætti rita langt mál og þakka margt. Helgi var frábær í öllu sínu starfi. Árið 1971 varð Helgi bankastjóri Landsbanka Íslands og gegndi því starfi til ársins 1988. Þar komu hin traustu handtök Helga sér vel. Á þessum árum voru mikil umbrot í efnahagslífinu. Helgi gætti þess að leiða bankann aldrei út í neina æv- intýramennsku. Hann var jafn- framt ætíð ráðhollur. Það var mik- ils virði að hafa slíkan bakhjarl. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan vin með söknuði, en um leið þakklæti. Við Edda send- um fjölskyldu Helga samúðar- kveðjur. Steingrímur Hermannsson. Leiðir okkar Helga Bergs lágu fyrst saman þegar við settumst í fjórða bekk stærðfræðideildar Menntaskólans í Reykjavík haustið 1935. Við sem þá urðum bekkj- arbræður komum úr ýmsum áttum, en urðum brátt góðir félagar í fá- mennum en samheldnum bekk. Helgi var okkar yngstur, en þó hæstur vexti. Ég reyndist vera næstyngstur og næsthæstur. Á þessum árum stóð kreppan enn hér á landi og litlar horfur voru á að henni linnti. Það blasti við hversu skammt landið var komið á leið í samanburði við önnur nálæg lönd. Í augum okkar sem valið höfðu nám í stærðfræðideild var lausnina umfram allt að finna í tæknilegum, hagnýtum framförum. Við ætluðum að leggja okkar lóð á vogarskálina sem verkfræðingar eða viðskipta- fræðingar. Við Helgi völdum báðir sömu greinina til háskólanáms – efnaverkfræði –, þá grein sem við töldum að best myndi henta í fram- farasókninni. Hann hélt til Dan- merkur, ég til Svíþjóðar. Leiðir okkar lágu aftur saman að styrj- öldinni lokinni þegar Esjan flutti heim frá Norðurlöndum þá náms- menn sem þar höfðu þá dvalist í samfleytt sex ár eða lengur. Helgi var þá fullnuma verkfræðingur, og fjölskyldufaðir að auki, tilbúinn til að takast á við þau verkefni sem við höfðum upprunalega haft í huga. Ég hafði hins vegar ratað aðrar leiðir, enda þótt stefnt væri að sama marki. Tuttugu og fimm árum síðar lágu leiðir okkar Helga enn saman, í þetta skipti í Landsbankanum, um langt skeið og í náinni sam- vinnu. Seint á þeim árum sátum við eitt sinn saman um kvöldstund með sænskum vini okkar og starfsbróð- ur og bárum saman bækurnar. All- ir þrír höfðum við á sínum tíma hafið nám í efnaverkfræði, og allir þrír, löngu síðar og eftir ýmsum krókaleiðum, endað sem banka- stjórar. Svíinn sagði af þunga að við hefðum lent í afleitri atvinnu. Hann sá eftir að hafa ekki haldið sig við tilraunaglösin. En svona var nú gangur lífsins, ekki síst í Sví- þjóð þar sem þeir verkfræðingar sem fram úr sköruðu urðu for- stjórar fyrirtækjanna og síðar meir eftirsóttir til forustu í bönkunum. Okkur Helga Bergs var það báð- um mikið gleðiefni að fá að starfa saman í Landsbankanum. Við þótt- umst vita það af fyrri kynnum að okkur myndi ganga vel að vinna saman. Sú varð einnig raunin á. Segja má að ekki hafi gengið hníf- urinn á milli okkar og aldrei borið skugga á samstarfið. Það varð okk- ur einnig til láns að þriðji félaginn í hópnum, Björgvin Vilmundarson, reyndist traustur förunautur. Hitt var svo annað mál, að við gátum ekki fengið miklu áorkað. Við tók- um við virðulegri stofnun, sem við okkar á milli stundum kölluðum „bankann hans Tryggva Gunnars- sonar“, og sem við gjarnan hefðum viljað þróa og umbreyta. En til þess gáfust lítil færi á meðan vext- ir voru fastir og verðbólga dró úr innlánum og rýrði eigið fé. Það var ekki fyrr en verðtrygging kom smám saman til sögunnar og vextir voru gefnir frjálsir um miðjan ní- unda áratuginn sem eiginleg bankastarfsemi gat hafist á Íslandi. Ýmis verkefni voru þó vissulega fyrir hendi sem búið gátu bankann undir þá umbreytingu sem hlaut að vera í vændum. Í þeim efnum bar tæknilegar framfarir og nýjungar í starfsháttum hvað hæst. Á því sviði lagði Helgi Bergs fram drjúgan skerf, ekki síst við stofnun og þró- un Reiknistofu bankanna. Annar vettvangur voru tengsl við erlenda banka, þar sem þátttaka Lands- bankans í Scandinavian Bank í London skipti hvað mestu máli, en þeim samskiptum sinnti Helgi öll síðustu ár sín í Landsbankanum. Þegar hinar róttæku umbætur í peningamálum komu til sögunnar varð það augljóst að hvorki Lands- bankinn né aðrir ríkisbankar gætu hagnýtt sér hin nýju skilyrði án gagngerra breytinga á skipulagi og starfsháttum. Um það leyti sem Landsbankinn hélt hundrað ára af- mæli sitt hátíðlegt árið 1986 vorum við allir þrír bankastjórarnir orðnir sannfærðir um nauðsyn þess að bankanum yrði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins með sölu hlutafjárins fyrir augum eftir því sem tímar liðu fram. Fyrir þessu reyndist þó ekki vera skilningur af hálfu stjórnmálamanna og þessi nauð- synlega breyting náði ekki fram að ganga fyrr en næstum hálfum öðr- um áratug síðar. Við Helgi Bergs áttum því láni að fagna að kynnast vel ungir að árum og auðnast að eiga samleið um langt skeið síðar á ævinni. Það er með söknuði og hlýjum hug sem ég minnist vináttu okkar og sam- starfs að leiðarlokum. Jónas H. Haralz. Helgi Bergs kom víða við á at- hafnasamri starfsævi. Hvarvetna veitti hann stefnumálum sínum at- fylgi af festu samfara stakri prúð- mennsku og tillitssemi til viðhorfa annarra og var úrræða- og tillögu- góður. Kynntist ég mannkostum hans á mörgum snertiflötum, þar sem leiðir okkar lágu saman, en fjölyrði ekki um, svo margir sem eru til vitnis um þá þætti, utan þess sem hér á eftir greinir, þar sem ég er nú í fyrri sporum hans. Við lok starfsævinnar tók Helgi höndum saman við aðra valinkunna sómamenn um að koma vönduðum húsakynnum fyrir eldri borgara í sambyggingu við Þorragötu, fyrst á vettvangi byggingarfélagsins Skildinganess ehf. og síðan hús- félagsins við upphaf búsetu þar ár- ið 1995. Var hann valinn til fyrstu formennsku þess, sem hann gegndi ásamt allri hússtjórninni í tvö ár og lagði þannig traustan og farsælan grunn að frambúðarstarfi félagsins að sameiginlegum hagsmunum íbú- anna og þjónustu við þá. Var hann æ síðan góður og gegn félagi, en um síðustu áramót leitaði hann annarra úrræða um þjónustuhús- næði. Reyndist þá skemmra í enda- lokin en okkur gat órað fyrir. Helga fylgja alúðarkveðjur og þakkir húsfélaganna fyrir for- ustuna og samfylgdina ásamt inni- legum samúðarkveðjum til fjöl- skyldu hans. Bjarni Bragi Jónsson. Í dag er jarðsettur merkismað- urinn Helgi Bergs. Helgi starfaði sem bankastjóri við Landsbankann hluta ársins 1969 og síðan samfellt frá 1. maí 1971 til ársloka 1988, er hann lét af störfum vegna aldurs. Rúm sextán ár eru nú liðin síðan Helgi Bergs lét af störfum í Lands- bankanum og hefur bankinn og starfsumhverfi fjármálafyrirtækja gerbreyst á því tímabili. Framfarir hafa verið mestar og stórstígastar frá því að Landsbankinn varð að fullu einkabanki. Á bankastjórnar- tíð Helga Bergs í Landsbankanum, sem þá var að öllu leyti í eigu rík- isins, voru skv. lögum þrír banka- stjórar í senn við stjórnvölinn. Samhliða Helga voru bankastjórar Landsbankans þeir Jónas H. Har- alz og Björgvin Vilmundarson heit- inn. Breytingar í rekstri bankans og íslenskra banka almennt voru miklar á starfstíma Helga Bergs í Landsbankanum. Á þessu tímabili voru mörg fystu skrefin í frelsisátt tekin í bankaviðskiptum á Íslandi. Ein mikilvægasta breytingin var vaxtafrelsið sem þýddi að vaxta- ákvarðanir voru fluttar til bank- anna sjálfra frá Seðlabankanum á árinu 1983. Um svipað leyti var að aukast frelsi í gjaldeyrisviðskiptum og útbreiðsla kreditkortanna hófst. Mikil tækni- og tölvuvæðing átti sér stað í Landsbankanum og Reiknistofu bankanna á tímabilinu og var verkfræðingurinn Helgi Bergs mikill og eindreginn stuðn- ingsmaður framfara og tæknivæð- ingar sem og nauðsynlegra skipu- lagsbreytinga. Landsbankinn var í tvo áratugi hluthafi í Scandinavian Bank Group í London. Sá banki, sem var fyrst og fremst fyrirtækja- og fjárfestingarbanki, var í sameig- inlegri eigu eins stórs banka frá hverju Norðurlandanna og mjög mikilvægur hlekkur í erlendum viðskiptum Landsbankans á þeim tíma. Helgi Bergs var stjórnarmað- ur Landsbankans í Scandinavian Bank um árabil og lagði mikilvæg- an grunn að góðum samskiptum Landsbankans við skandinavíska banka á þessum árum. Helgi Bergs var stór maður og aðsópsmikill, virkaði ekki alltaf árennilegur en var þegar á reyndi öðrum hlýlegri og einlægari í sam- skiptum, stóð fast með sínu fólki og var ávallt fljótur að taka ákvarð- anir. Þau hjón Helgi og Lis kona hans, sem lést fyrir nokkrum ár- um, voru sérstaklega þægileg og skemmtileg á góðum stundum í gegnum árin. Bankastjórn og bankaráð Lands- bankans þakkar góð og ötul störf hans í þágu Landsbankans á sínum tíma. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Helga Bergs. Blessuð sé minning hans. Brynjólfur Helgason. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 39 MINNINGAR ✝ Lovísa Bjarg-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 28. ágúst 1898. Hún lést í Reykjavík 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Thorlacia Einarsdóttir, f. í Hvassahrauni 13. febrúar 1866, d. 17. maí 1900, og Bjarg- mundur Sigurðsson, f. í Neðridal í Bisk- upstungum 6. ágúst 1860, d. í nóvember 1914. Systkini Lovísu voru: Stefanía Thorlacia; Ey- björg; Sigurður; Vigdís Helga; Gunnar; hálfbróðir samfeðra Flórent Thorlacius; uppeldissystir Stefanía Pálsdóttir. Lovísa var á öðru ári er hún missti móður sína og ólst upp hjá móðursystur sinni, Guðríði Pálínu Einarsdóttur, f. 15. apríl 1856, d. 1932, og manni hennar Stefáni Stefánssyni í Reykjavík. Stefán lést árið 1905 og sá Guðríður um uppeldi Lovísu eftir það. Lovísa giftist 4. janúar 1921 Þorvaldi Egilssyni, stýrimanni og fiskmatsmanni, f. á Bakka í Dýra- firði 3. júní 1895, d. 18. nóvember 1969. Börn þeirra eru: 1) Eybjörg Sigurðardóttir, f. 10. apríl 1926, bróðurdóttir Lovísu sem þau tóku að sér nokkurra mánaða gamla. Mað- ur hennar er Geir Jóhann Geirsson. Börn þeirra eru Þor- valdur, Geir Helgi, Lovísa og Valgerð- ur. 2) Guðríður Stef- anía Þorvaldsdóttir, f. 21. nóvember 1931, gift Sigfúsi Þóri Styrkárssyni, sem lést 1998. Dætur þeirra eru Lovísa og Unnur Ingibjörg. 3) Sigurður Egill Þor- valdsson, f. 24. nóv- ember 1936, kvæntur Jónu Þor- leifsdóttur. Börn þeirra eru Ingibjörg, Þorvaldur Egill og Sturla Þór. Lovísa átti fjórtán langömmubörn og eitt langalang- ömmubarn. Lovísa ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hún lauk barnaskóla- prófi frá Miðbæjarbarnaskólanum 1911. Lovísa stundaði ýmis störf á unglingsárum þar til barnaupp- eldi tók við. Lengst af áttu þau Þorvaldur heimili á Brunnstíg 10. Eftir andlát Þorvalds flutti Lovísa með Guðríði dóttur sinni og Sig- fúsi manni hennar á Ægisíðu 50 þar sem hún bjó æ síðan. Lovísa verður jarðsungin frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er ósköp undarlegt að setjast niður til að minnast hennar ömmu. Svo lengi hefur hún verið með okkur og svo stór hluti af okkar tilveru. En allt vatn rennur til sjávar um síðir og nú hefur hún lokið sínu hlutverki hér meðal okkar. Eftir situr myndin hennar í huga okkar og stoltið í hjart- anu yfir að hafa verið hennar. Fyrstar eru minningarnar frá Brunnsstígnum þar sem hún og afi áttu svo fallegt heimili með stóran garð í kring. Rifs og sólber bak við hús og risastór eldrauður rabarbari fyrir framan sem við máttum fá ef við báðum um, stór tré til að príla í og drullupollar fyrir sull eða kökugerð og allt í baldursbrám og fíflum sem hægt var að skreyta með. Sannkallað ævintýraland. Svo var farið inn og þar beið manns ísköld mjólk og kannski tekex með eplasneið og sultutaui og stundum fékk maður malt hjá afa eða mola úr bláa boxinu sem geymt var í skápnum. Þarna var alltaf gott að vera og ekkert betra en þegar maður fékk að sofa í skotinu inn af svefn- herberginu. Tíminn líður eins og gengur og amma flutti með Gurrý og Sigfúsi á Ægisíðuna. Þarna átti hún áfram gott heimili, sína stofu með fallegu hlut- unum sínum. Stóllinn undir gluggan- um þar sem hún sat, alltaf með ein- hverja handavinnu. Þaðan eru nýjustu minningarnar og sú mynd sem við munum geyma í huganum. Stolt, glæsileg kona alltaf óaðfinn- anlega klædd og með hárið lagt, alltaf jákvæð og tilbúin til að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Hún var eig- inlega aldrei gömul kona þó hún ætti öll þessi 106 ár að baki, bara amma sem átti alltaf handa okkur bros og hlýju. Elsku Gurrý, Lovísa og Unnur, við erum öll sannfærð um að það er ekki síst vegna ykkar umhyggju að við fengum að hafa ömmu svona lengi og við munum alltaf þakka það. Guð geymi okkur öll og blessi minningu hennar. Þorvaldur, Geir Helgi, Lovísa og Valgerður Geirsbörn. Við systurnar vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili með ömmu okkar. Segja má að líf ömmu hafi skipst í þrjú tímabil, fyrst æskan með mömmu hennar, svo hjóna- bandsárin á Brunnstíg 10 þar sem amma bjó fjölskyldu sinni myndar- legt heimili. Við andlát Þorvalds afa flutti amma með foreldrum okkar á Ægisíðuna þar sem við tók enn nýtt hlutverk í lífinu og ekki síður mikil- vægt. Amma var okkur systrum sem þriðja foreldri, til hennar var alltaf hægt að leita og nýta sér visku henn- ar og reynslu. Með yfirvegun og jafn- aðargeði tókst henni ávallt að finna hlutunum réttan farveg. Hún tók full- an þátt í fjölskyldulífinu og fylgdist af einlægum áhuga með lífi heimilisfólks og annarra fjölskyldumeðlima. Amma var fínleg hið ytra en per- sónan var stór og sterk. Hún var stolt af sér og sínum, rausnarleg og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af myndarskap. Amma var alltaf óað- finnanlega klædd og hafði unun af því að hlúa að umhverfi sínu. Handavinn- an hennar var sérstaklega falleg, fín- leg og vönduð. Amma kenndi okkur að hekla og prjóna og þegar litlar hendur brast þolinmæðina kenndi amma að maður gefst ekki upp heldur reynir aftur. Þetta átti ekki bara við um handavinnu heldur lífið sjálft. Þótt framkoman hafi verið fáguð þá var hún ekki skaplaus, gaf til kynna ef henni var eitthvað á móti skapi. Við bárum ómælda virðingu fyrir ömmu og henni óhlýðnaðist maður bara einu sinni. Amma var líka kankvís og pínu- lítið stríðin, en aðeins þegar hún vissi að því yrði ekki illa tekið. Myndin sem við geymum af ömmu er af stoltri konu sem tók því sem lífið rétti með reisn og fágun. Minningin er umvafin þeirri hlýju, tryggð og trausti sem við fundum alltaf hjá henni. Lovísa og Unnur. Lovísa Bjargmundsdóttir Ég man best eftir langömmu minni sitjandi í stólnum sínum að gera ein- hverja handavinnu og síðan stóð hún alltaf upp og bauð öllum brjóstsykur sem voru hvítir með rauðum röndum. Hún var alltaf svo indæl við alla og góð. Þannig man ég best eftir Lovísu langömmu minni. Margrét Arna Viktorsdóttir. LOVÍSA BJARG- MUNDSDÓTTIR Hún Lovísa langamma mín var yndisleg kona. Ég man svo vel eftir henni sitjandi í stólnum sínum við hann- yrðir. Svo gaf hún okkur allt- af bismark-brjóstsykur, horfði til okkar og brosti. Mér þótti mjög vænt um hana langömmu enda var hún svo hlý og góð kona. Guð blessi minningu henn- ar. Emilía Björt Gísladóttir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.