Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helgi Bergsfæddist í Reykja- vík 9. júní 1920. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík aðfara- nótt 28. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Helga voru hjónin Elín Jónsdóttir Bergs, fædd Thor- stensen, húsmóðir, f. 9. desember 1895 á Þingvöllum, d. 27. janúar 1982, og Helgi Helgason Bergs, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, f. 27. júlí 1888 á Fossi á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu, d. 29. janúar 1957. Önnur börn þeirra hjóna eru: Guðbjörg húsmóðir, f. 6. mars 1919, d. 13. júlí 2002, Halla sendi- ráðunautur, f. 3. febrúar 1922, d. 21. janúar 1994, og Jón forstjóri, f. 14. september 1927. Árið 1942 kvæntist Helgi Lís Bergs, fæddri Eriksen, húsmóður, f. 9. október 1917, d. 14. ágúst 1997. Foreldrar hennar voru Bertha Eriksen húsmóðir, f. 21. júlí 1889, d. 12. september 1951, og Vilhelm Eriksen kaupmaður, f. 26. október 1885, d. 9. janúar 1967. Þau Helgi og Lís hófu búskap sinn í Danmörku en fluttust til Íslands 1945 og bjuggu í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Helgi Már hagfræð- ingur, f. 21. maí 1945, kvæntur Dórótheu Bergs hjúkrunarfræð- ingi og lektor, f. 20. febrúar 1947. Börn þeirra eru a) Helgi Þór, f. 8. janúar 1966; kvæntur Sigurlín Huld Ívarsdóttur, f. 25. ágúst 1965, og eiga þau þrjá syni, b) Vilhjálm- ur, f. 17. maí 1972; maki hans er Jóna Valborg Árnadóttir, f. 2. október 1973, en þau eiga einn son og c) Þórdís Lilja, f. 11. mars 1979. 2) Sólveig kennari, f. 28. janúar 1948, gift Ævari Petersen fugla- fræðingi, f. 15. janúar 1948. Þau eiga tvö börn, a) Önnu Björgu, f. 23. júlí 1971, gift Magnúsi Pálma Örnólfssyni, f. 17. maí 1971, og eiga þau tvo syni og b) Magnús stjóri iðnaðar- og tæknideildar Sambands íslenskra samvinnu- félaga 1961–1969. Helgi var ritari Framsóknar- flokksins 1962–1972 og sat í mið- stjórn flokksins frá 1962 til ævi- loka. Hann var alþingismaður Sunnlendinga 1963–1967 og átti setu í efri deild Alþingis. Hann var í sjávarútvegsnefnd, fjárhags- og viðskiptanefnd og iðnaðarnefnd deildarinnar og lét einkum efna- hags- og atvinnumál til sín taka. Hann sat á Alþingi sem varaþing- maður Suðurlandskjördæmis á ár- unum 1960, 1961, 1963, 1969 og 1970 en átti samtals setu á 10 þing- um. Hann var fulltrúi á þingi Norðurlandaráðs 1966, Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1967 og þingi Evrópuráðsins 1969 og 1970. Helgi var bankastjóri Lands- banka Íslands 1971–1988. Hann hafði áður setið í bankaráði Iðn- aðarbanka Íslands 1953–1959 og stjórn Iðnaðarmálastofnunar 1962–1966. Hann var í kjararann- sóknarnefnd 1963–1971 og Rann- sóknaráði ríkisins 1965–1967. Í stjórn Fiskveiðasjóðs átti hann sæti 1971–1972, 1978–1980 og 1982–1986 og framkvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðs 1973–1976. Helgi var lengi í stjórn Scandinavian Bank. Þá var Helgi 1973–1976 for- maður stjórnar Viðlagasjóðs, sem ríkisstjórnin kom á fót í kjölfar eldgossins á Heimaey 1973 til að annast björgunar- og varnarað- gerðir í Eyjum, öflun og byggingu húsnæðis fyrir brottflutta Eyja- menn víða um land og endurreisn í Vestmannaeyjum í kjölfar gossins. Einnig var hann formaður stjórn- ar Rafmagnsveitna ríkisins 1974– 1978, stjórnarformaður Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar 1989–1991 og formaður Bessastaðanefndar 1989–1998 en sú nefnd annaðist framkvæmdir á forsetasetrinu á Bessastöðum og endurbyggingu húsakosts þar. Helgi ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um stjórnmál og efnahagsmál. Hann var sæmd- ur riddarakrossi St. Olavsorðunn- ar norsku 1974 og stórriddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1990. Helgi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Helga, f. 16. júlí 1975. 3) Elín skrifstofumað- ur, f. 11. júní 1949, gift Ólafi Ragnarssyni bókaútgefanda, f. 8. september 1944. Þau eiga tvo syni, a) Ragn- ar Helga, f. 5. október 1971; maki hans er Margrét Sigurðar- dóttir, f. 20. apríl 1971, og eiga þau þrjú börn og b) Kjartan Örn, f. 25. október 1972, sem kvæntur er Ástu Sóllilju Guð- mundsdóttur, f. 22. desember 1971, og eiga þau tvö börn. 4) Guðbjörg þroskaþjálfi, f. 3. október 1951, gift Viðari Gunn- arssyni óperusöngvara, f. 29. des- ember 1950. Börn þeirra eru tvö, a) Gunnar Bjarni, f. 7. september 1975, og b) Kolbrún Lís, f. 12. maí 1978. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938 og prófi í efnaverkfræði, cand. pol- yt., frá Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn, Danmarks Tekniske Højskole, 1943. Hann vann að rannsóknum við Tækniháskólann og var verkfræðingur við eina deilda hans 1943–1945. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga í Reykjavík 1945–1952, var forstöðumaður tæknideildar Sam- bandsins frá 1948, starfaði einkum við skipulagningu ullar- og fisk- iðnaðar samvinnufélaganna og hafði meðal annars umsjón með endurbyggingu ullarverksmiðj- unnar Gefjunar á Akureyri og skipulagningu dreifikerfis Olíufé- lagsins hf. Helgi var framkvæmda- stjóri Iðnsýningarinnar í Reykja- vík 1952. Hann var tækniráðunautur FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna í Tyrklandi 1953– 1954, og vann einkum við skipu- lagningu hraðfrystihúsa þar í landi. Starfandi stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka sf. var hann 1954–1960 og framkvæmda- Nú hefur hann vitjað Helga Bergs fákurinn að handan sem Ólafur Jóhann Sigurðsson orti um af alkunnri andagift. Fákur sá með bleika brá ber okkur að leiðarlok- um upp yfir Brún og í þá sveit sem enginn í þessum sóknum leit. Hlýjar minningar mínar um ljúf- an, traustan og sanngjarnan tengdaföður munu lengi geymast. Í hugann koma margvísleg leiftur tengd nærri fjögurra áratuga sam- fylgd frá því að ég bað um hönd Elínar dóttur hans. Fáum mönnum hef ég kynnst heilsteyptari og traustari í hví- vetna en Helga Bergs. Heiðarleiki og hógværð voru þær dyggðir sem einkenndu hann. Hann mátti ekki vamm sitt vita, kom af sömu heil- indum fram gagnvart öllum sem hann átti skipti við. Hógværðin birtist meðal annars í því að Helgi var að jafnaði fámáll við okkur í fjölskyldunni um verk- efni sín og lífshlaup. Hann hafði yf- irleitt lítinn áhuga á að ræða um sjálfan sig og viðfangsefni sín en spurði þeim mun meira um það sem viðmælandinn var að fást við hverju sinni eða vildi ræða lands- mál, heimsmál eða önnur áhuga- verð efni. Helgi var víðlesinn og fjölfróður, bókelskur með afbrigðum og kunni heilu ljóðin utan bókar. Sagnfræði- rit og ævisögur kunni hann vel að meta en hann fylgdist líka vel með því sem var að gerast í íslenskum bókmenntum og las til dæmis fjög- ur ný skáldverk um síðustu jól. Tónlist var honum einnig hugleik- in, ekki síst óperutónlist sem hann hlustaði gjarnan á. Hann sótti Ís- lensku óperuna og gerði sér stund- um ferð til útlanda til þess að sjá óperusýningar. Helgi var mikill fjölskyldumaður og naut þess best að vera í návist síns fólks, ekki síst ef yngsta kyn- slóðin var innan seilingar. Hann hafði kynnst konu sinni, Lís Eriksen, er hann dvaldist í Danmörku við verkfræðinám og þar giftu þau sig 1942. Þau voru ytra þar til heimsstyrjöldinni síðari lauk en fluttu til Íslands árið 1945. Lengst af bjuggu þau í Snekkju- vogi 11 og eigum við börn, tengda- börn og barnabörn kærar minn- ingar þaðan frá skemmtilegum samverustundum, ekki síst á jólum þar sem meistarakokkurinn Lís matreiddi íslenskar rjúpur. Stór- fjölskyldan var alltaf boðuð í glæsi- legan morgunverð á páskadags- morgun og konur og börn leyst út með páskaeggjum. Þeim sið hélt Helgi áfram á Þorragötu 5 eftir að Lís lést fyrir sjö árum. Eftir fráfall hennar þurfti hann að takast á við ný viðfangsefni sem hann hafði lítt sinnt fram að því, matargerð og alhliða heimilishald. Er skemmst frá að segja, að í þau verkefni gekk hann af sömu rögg- semi og í önnur störf og kom hann dætrum sínum hvað eftir annað á óvart með dæmafárri matreiðslu- kunnáttu. Ábyrgðarstörfin sem féllu í hlut Helga voru mörg og fjölbreytileg á langri starfsævi. Ýmsir þeirra sem unnu með honum hafa síðustu daga haft orð á mannkostum hans við okkur er Helga tengdumst. Nefnt hefur verið hve glöggskyggn hann var, víðsýnn og úrræðasnjall en jafnframt góður og sanngjarn stjórnandi. Þótt Helgi hafi gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum og haft margt fyrir stafni í lífinu held ég að síðustu tvo til þrjá áratugi ævi sinnar hafi hann ekki notið neins jafn vel og að vera afi og langafi. Slík var umhyggja hans fyrir barnabörnum og barnabarnabörn- um og þvílík gleði hans þegar hann var nálægt þeim. Þegar ungviðið bar fyrir augu hans brosti hann sínu breiðasta og annað fólk féll í skugga þess sólskinsbross. Síðasta heimili Helga var íbúðin í húsi númer 3 við Hlíðarhús sem hann flutti í snemma á þessu ári en fékk því miður ekki notið nema skamman tíma. Honum bauðst dvöl á hjúkrunarheimilinu Eir, handan götunnar, á meðan hann var að jafna sig eftir sjúkrahúsdvöl. Hann naut einstakrar umönnunar og elskusemi starfsfólks sem seint verður nógsamlega þökkuð. Þar sofnaði hann svefninum langa. Kunningi minn einn tók svo til orða er hann frétti lát Helga að hann hefði verið svo stór og stæði- legur maður, „svo flottur kall“, að hann hefði talið að hann yrði eilíf- ur. En svo var nú ekki. Það sama á fyrir okkur öllum að liggja; við fæðingu byrja kornin að sáldrast niður úr efra hólfi stundaglassins þótt óvíst sé hvenær burtferðar- dagurinn af hótel Jörð rennur upp. Helgi Bergs naut hér í jarðvist- inni tæplega 85 góðra ára með fjöl- skyldu, skólafélögum, samstarfs- fólki og vinum. Þeir sem áttu því láni að fagna að fá að ganga lífs- veginn samhliða honum um lengri eða skemmri tíma færa fram al- úðarþakkir á kveðjustund. Á ævikvöldi var Helgi sáttur við guð og menn, tilbúinn til farar og hefði því hæglega getað kvatt með orðum skáldsins sem fyrr var vitn- að til: Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Ólafur Ragnarsson. Afi minn, Helgi Bergs, er látinn. Þótt sorgin hafi um stund sest að í hjartanu og missirinn sé mikill er mér efst í huga þakklæti. Afi var mér alla tíð sterk fyr- irmynd og snemma á lífsleiðinni óskaði ég mér að líkjast honum sem mest, til orðs og æðis. Þegar ég hugsa til baka minnist ég margra góðra stunda sem við átt- um saman. Ótal sunnudagsmorgna fór afi með okkur bræðurna í leið- angra. Oft var haldið niður að Tjörn að heilsa upp á endur og álftir. Oftar en ekki var líka farið í sund í Laugardalinn, en þá íþrótt kunni afi vel að meta. Í kjölfarið var ávallt haldið heim til ömmu Lís í Snekkjuvog með viðkomu í bak- aríi þar sem keypt voru rúnstykki og vínarbrauð. Þegar við höfðum náð tökum á sundinu urðu ný verk- efni fyrir valinu. Ég minnist þess að afi kenndi mér mannganginn, að róa bát og kasta flugu. Það var þó ekki fyrr en ég komst til vits og ára að ég skildi til fulls hve mikils virði afi Helgi var mér. Honum var eðlislægt að hugsa rök- rétt og skilja hismið frá kjarn- anum. Hann var víðlesinn og fylgd- ist ávallt mjög vel með þjóðfélagsmálum og heimsmálum. Samræður okkar kenndu mér margt um lífið, tilveruna og ekki síst um mig sjálfan. Yndislegri langafa gátu börnin mín ekki óskað sér og þau nutu þess að heimsækja hann. Þeim þótti mjög vænt um langafa sinn og það var gagnkvæmt. Ég er þakklátur fyrir lífsviðhorf- in sem ég lærði af afa. Lífsgildin sem hann hafði í heiðri munu vera mér að leiðarljósi. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann fyrir vin, fróðleiksbrunn og fyrirmynd. Minningarnar um afa Helga verða okkur öllum sem þekktum hann gott veganesti í lífinu. Kjartan Örn Ólafsson. Með þessum orðum vil ég minn- ast stuttlega afa míns, Helga Bergs. Ég leit upp til afa, hann var og er fyrirmynd mín í lífinu. Hann var stór maður. Ekki einungis var hann hávaxinn, heldur var hann einnig stór í huga og hjarta. Hann „afi langi“, eins og sonur minn hann Garpur Orri var vanur að kalla hann, var lítið fyrir prjál og sýndarmennsku. Hann var heill í öllu sem hann gerði, traustur, blíð- ur, skapgóður og umhyggjusamur. Afi naut þess að vera í faðmi fjöl- skyldunnar og hafði sérstaka unun af samvistum við barnabörnin sín og barnabarnabörn. Ég minnist margra góðra stunda með afa og ömmu Lis í Snekkjuvoginum, þar var gott að dvelja. Ást, traust og virðing ríkti svo sterkt milli afa og ömmu, það fundu allir sem nutu samvista við þau. Ég minnist líka heimsókna minna á Þorragötuna, þar bjó afi lengst af einn eftir að amma féll frá. Missirinn var honum erfiður, en hann sýndi mikið æðru- leysi og bar harm sinn í hljóði. Afi stóð sig hetjulega þau ár sem eftir fylgdu og gat minningu ömmu ekki verið sýndur meiri sómi en með því hvernig hann tókst á við lífið eftir hennar dag. Til afa á Þorragötuna var gott að koma. Við hann var rætt um allt milli himins og jarðar, alþjóðamál, innanlandsmál, pólitík og jafnvel lögfræði. Hann var yf- irburða gáfum gæddur og vel að sér á flestum sviðum, þegar hann talaði þá var hlustað og tekið mark á. Hrós hans og viðurkenning höfðu einnig sérstaka merkingu og voru manni einstaklega dýrmæt. Heimsóknir mínar síðustu misserin hefðu þó gjarnan mátt vera fleiri. Nú ertu farinn, afi minn, en arf- leifð þín og minningar lifa í hjört- um okkar sem eftir sitjum. Þín verður sárt saknað, þú varst svo stór hluti af lífi okkar. Ég er þakk- látur fyrir að hafa verið hluti af lífi þínu. Guð geymi þig, afi minn. Vilhjálmur Bergs. Allir þurfa á traustum sam- starfsmönnum að halda. Það á við um fyrirtæki, stofnanir og ekki síð- ur stjórnmálaflokka. Þegar ég minnist Helga Bergs er mér efst í huga fórnfýsi hans í þágu góðra mála og mikilvægi þess fyrir þjóð- málin að slíkir menn séu tilbúnir að starfa óhikað á vettvangi lands- mála. Helgi var óvenjulega afkastamik- ill maður. Hann var forystumaður í atvinnulífi, í stjórnmálum og gegndi fjölda trúnaðarstarfa á ýmsum sviðum. Vegir okkar lágu aðallega saman eftir að hann varð bankastjóri Landsbanka Íslands árið 1971. Áður hafði hann lengið starfað á vettvangi Framsóknar- flokksins, meðal annars sem þing- maður og ritari flokksins með ábyrgð á flokksstarfinu. Öll þess störf leysti Helgi af mikilli kost- gæfni og alúð. Á árum hans í for- ystusveit Landsbanka Íslands reyndi mikið á Helga. Það voru miklir umbrotatímar. Sjávarútveg- urinn gekk í gegnum mikla eldsk- írn. Lánsfé var af skornum skammti og atvinnulífið hrópaði á fjármagn til fjárfestinga og rekstr- ar. Þá þurfti að taka skjótar ákvarðanir sem gátu ráðið úrslitum um áframhaldandi rekstur og at- vinnu fólks. Eftir að ég kom í sjávarútvegs- ráðuneytið 1983 áttum við Helgi náið samstarf enda var hann jafn- framt formaður stjórnar Fiskveiða- sjóðs Íslands á þeim tíma. Hann gerði sér glögga grein fyrir nauð- syn þess að ráðast í grundvall- arbreytingar í sjávarútvegi, ekki aðeins til að tryggja framtíðar- rekstur heldur jafnframt til að HELGI BERGS Elsku Stína mín, kallið er komið. Og allt skeði þetta svo snöggt. Enginn getur ráðið sínum tíma, sér- staklega þegar slysin eru annars vegar. Ekki var aldurinn hár, bara 43 ár, og svo margt framundan. Við erum búnar að þekkjast í tíu ár, bæði á góðum tímum og erfiðum. En alltaf gátum við brosað að lífinu. Þú gast verið svo listræn og hafðir svo margt að gefa. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert af alhug. Þú varst stolt kona, aldrei baðstu um eitt KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR ✝ Kristín Þórarins-dóttir fæddist 15. september 1961. Hún lést af slysförum 21. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 16. mars. eða neitt. Ég er mjög þakklát fyrir þína hönd að þú fékkst aldrei meðvitund eftir þetta hræðilega bíl- slys sem þú lentir í hér í Los Angeles. Ef ég þekki þig rétt, þá ert þú örugglega sátt við kallið frá Guði. Þú hefðir ekki viljað lifa bara hálf eða engin manneskja. Ég þakka þér fyrir okkar vin- skap, og það sem þú kenndir mér, að þakka fyrir einn dag í einu. Ég sendi móður þinni Gerði Kristdórsdóttur, systkinum þínum Þyri og Viðari og föður þínum Þór- arni Ólafssyni og seinni konu hans Mörtu Bjarnadóttur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Katrín Gunnarsdóttir, Los Angeles.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.