Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Girnileg matarkista Sumarsalat í sól og blíðu | Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Skódinn orðinn 100 ára  Vinnubíll sem ríkið gerði að fólks- bíl  Sígildar sjálfrennireiðar sýndar í sumar Íþróttir | KR-ingar unnu deildarbikarinn Birgir Leifur á einu höggi yfir pari FYRIR dyrum stendur að einka- væða litháska ríkisflugfélagið, Lithuanian Airlines. Þegar tilboðs- frestur einka- væðingarnefndar Litháens rann út kl. 10.00 í gær- morgun höfðu nefndinni borist fjögur tilboð í flugfélagið; þrjú frá litháskum fjárfestum og eitt frá Eignar- haldsfélaginu Feng, félagi í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar, sem eiga nú þegar eins og kunnugt er Icelandic Express og norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling. Tilboð þeirra Pálma og Jóhann- esar hefur verið unnið í samvinnu og samkvæmt ráðgjöf MP Fjárfest- ingarbanka. Pálmi Haraldsson sagði í gær- kvöldi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í London, að þetta til- boð hefði verið í undirbúningi í all- nokkurn tíma. Lithuanian Airlines flygi með liðlega 500 þúsund far- þega á ári og það sem hann og fé- lagi hans Jóhannes sæju helst í þessum kaupum, ef af yrði, væri að hægt yrði að efla sóknarfærin, bæði hjá Lithuanian Airlines og Sterling. „Þetta er auðvitað í beinu fram- haldi af því sem við höfum sagt áð- ur. Við erum að halda áfram útrás- inni í tengslum við kaup okkar á Sterling og við sjáum þarna öflug tækifæri. Ég lít þannig á, að þetta sé í rauninni fyrsta skref okkar af vonandi mörgum til frekari útrásar í kjölfar kaupanna á Sterling. Fé- lagið er með nýlegan og góðan flugvélakost og við sjáum fyrir okk- ur ýmsa samlegðar- og samvinnu- kosti þessara félaga,“ sagði Pálmi. Niðurstaða fæst í júní Ómar Sigtryggsson hjá fyrir- tækjasviði MP Fjárfestingarbanka sagði í gærkvöldi, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum í Vilnius í Litháen, að nú myndi einkavæðing- arnefnd Litháens vega og meta þau tilboð sem borist hefðu. „Þetta verður bið í einhverjar vikur og við eigum ekki von á því að niðurstaða liggi fyrir fyrr en einhvern tíma í júnímánuði,“ sagði Ómar. Hann sagði jafnframt að ekki yrði upp- lýst, að svo komnu máli, upp á hvað tilboð Fengs hljóðaði. Lithuanian Airlines hefur yfir átta flugvélum að ráða, þar af fimm Boeing 737-500. Hjá félaginu starfa nú um 700 manns. Fengur vill kaupa Lithuanian Airlines Pálmi Haraldsson RANNSÓKNIR, sem gerðar hafa verið í Bretlandi á börnum, sem standa sig illa í skóla, eru óróleg og einbeitingarlaus, sýna, að frammistaða þeirra og hegðun stórbatna ef þeim eru gefnar nátt- úrulegar fitusýrur, blanda af lýsi og næturljóssolíu. Meira en 120 börn frá sex til tólf ára tóku þátt í rannsókninni og fékk helmingurinn blöndu af lýsi eða omega-3-fitusýru og omega-6- fitusýru úr næturljósi, sem er planta af eyrarrósarætt. Hin fengu lyf- leysu að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Eftir þrjá mánuði kom í ljós, að þau börnin, sem fengu náttúrulegu fitusýrurnar, höfðu bætt sig verulega í náminu og í allri framkomu. Dregið hafði úr ofvirkni og skammtímaminni var betra. Þá hafði lestrargeta barnanna batnað og þá ekki síður sjálfsmynd þeirra. Lýsið betra en lyfin? London. | Verkamannaflokkurinn sigrar í þingkosningunum í Bret- landi samkvæmt þeim tölum sem lágu fyrir klukkan eitt í nótt að ís- lenzkum tíma. Þrátt fyrir verulegt fylgistap frá síðustu kosningum er sigur Tonys Blairs forsætisráð- herra sögulegur; aldrei áður hefur Verkamannaflokkurinn haldið um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Íhaldsflokkurinn bætir við sig fylgi og þingsætum, en þrátt fyrir fylgisaukningu Frjálslyndra demó- krata virðist sem þingmönnum þeirra fjölgi ekki í samræmi við það sem þeir vonuðust til. Samkvæmt útgönguspá sjón- varpsstöðvanna BBC og ITN, sem náði til tæplega 20.000 kjósenda, fær Verkamannaflokkurinn um 37% atkvæða og 356 þingsæti af 646, Íhaldsflokkurinn 33% atkvæða og 210 þingsæti og Frjálslyndi demókrataflokkurinn 22% atkvæða og 54 þingsæti. Samkvæmt þessu hafa íhaldsmenn aftur bætt við sig á lokaspretti kosningabaráttunnar, á kostnað Verkamannaflokksins. Í kosningunum árið 2001 fékk Verkamannaflokkurinn 41% at- kvæða og 412 þingsæti, íhaldsmenn 30% og 166 sæti og Frjálslyndir 18% atkvæða og 52 þingmenn í Westminster. Þegar úrslit lágu fyrir í 168 kjör- dæmum hafði Verkamannaflokkur- inn unnið 135 sæti, Íhaldsflokkur- inn 16 og Frjálslyndir 12. Í þessum kjördæmum hafði Verkamanna- flokkurinn tapað þingmönnum í fimm, íhaldsmenn höfðu bætt þremur við sig og Frjálslyndir ein- um. Verkamannaflokkurinn fær sam- kvæmt spá BBC kl. eitt í nótt 68 þingsæta meirihluta, en hafði 160 sæti umfram stjórnarandstöðuna á síðasta þingi. Lítill meirihluti eykur þrýsting á Blair Stjórnmálaskýrendur líta al- mennt svo á að ríkisstjórn Tonys Blairs muni lenda í vandræðum verði meirihlutinn minni en 50 sæti. Vinstrivængur flokksins geti þá stöðvað stjórnarfrumvörp. Stærð meirihlutans getur líka haft áhrif á hvenær Blair afhendir Gordon Brown fjármálaráðherra stjórnarforystuna. „Ef meirihlut- inn verður minni en 50 sæti eykst þrýstingurinn á Blair að segja af sér,“ sagði Patrick Dunleavy, pró- fessor í stjórnmálafræði við LSE, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Stuðningsmenn Browns vilja að Blair hætti sumarið 2007, þegar hann hefur setið í tíu ár. Hann situr varla lengur en til sum- ars 2008, en þá slagar forsætisráð- herratíð hans hátt upp í setu Mar- grétar Thatcher í embætti.“ Þriðji sigur Blairs  Þingmeirihluti Verkamannaflokksins minnkar verulega  Íhaldsflokk- urinn bætir við sig þingsætum  Vinstrimenn geta þvælzt fyrir Blair AP Blair og Cherie, kona hans, er þau komu í nótt til að hlýða á úrslit kosninganna í hans kjördæmi. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is  Kjördagur/Miðopna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.