Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Girnileg matarkista Sumarsalat í sól og blíðu | Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Skódinn orðinn 100 ára  Vinnubíll sem ríkið gerði að fólks- bíl  Sígildar sjálfrennireiðar sýndar í sumar Íþróttir | KR-ingar unnu deildarbikarinn Birgir Leifur á einu höggi yfir pari FYRIR dyrum stendur að einka- væða litháska ríkisflugfélagið, Lithuanian Airlines. Þegar tilboðs- frestur einka- væðingarnefndar Litháens rann út kl. 10.00 í gær- morgun höfðu nefndinni borist fjögur tilboð í flugfélagið; þrjú frá litháskum fjárfestum og eitt frá Eignar- haldsfélaginu Feng, félagi í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar, sem eiga nú þegar eins og kunnugt er Icelandic Express og norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling. Tilboð þeirra Pálma og Jóhann- esar hefur verið unnið í samvinnu og samkvæmt ráðgjöf MP Fjárfest- ingarbanka. Pálmi Haraldsson sagði í gær- kvöldi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í London, að þetta til- boð hefði verið í undirbúningi í all- nokkurn tíma. Lithuanian Airlines flygi með liðlega 500 þúsund far- þega á ári og það sem hann og fé- lagi hans Jóhannes sæju helst í þessum kaupum, ef af yrði, væri að hægt yrði að efla sóknarfærin, bæði hjá Lithuanian Airlines og Sterling. „Þetta er auðvitað í beinu fram- haldi af því sem við höfum sagt áð- ur. Við erum að halda áfram útrás- inni í tengslum við kaup okkar á Sterling og við sjáum þarna öflug tækifæri. Ég lít þannig á, að þetta sé í rauninni fyrsta skref okkar af vonandi mörgum til frekari útrásar í kjölfar kaupanna á Sterling. Fé- lagið er með nýlegan og góðan flugvélakost og við sjáum fyrir okk- ur ýmsa samlegðar- og samvinnu- kosti þessara félaga,“ sagði Pálmi. Niðurstaða fæst í júní Ómar Sigtryggsson hjá fyrir- tækjasviði MP Fjárfestingarbanka sagði í gærkvöldi, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum í Vilnius í Litháen, að nú myndi einkavæðing- arnefnd Litháens vega og meta þau tilboð sem borist hefðu. „Þetta verður bið í einhverjar vikur og við eigum ekki von á því að niðurstaða liggi fyrir fyrr en einhvern tíma í júnímánuði,“ sagði Ómar. Hann sagði jafnframt að ekki yrði upp- lýst, að svo komnu máli, upp á hvað tilboð Fengs hljóðaði. Lithuanian Airlines hefur yfir átta flugvélum að ráða, þar af fimm Boeing 737-500. Hjá félaginu starfa nú um 700 manns. Fengur vill kaupa Lithuanian Airlines Pálmi Haraldsson RANNSÓKNIR, sem gerðar hafa verið í Bretlandi á börnum, sem standa sig illa í skóla, eru óróleg og einbeitingarlaus, sýna, að frammistaða þeirra og hegðun stórbatna ef þeim eru gefnar nátt- úrulegar fitusýrur, blanda af lýsi og næturljóssolíu. Meira en 120 börn frá sex til tólf ára tóku þátt í rannsókninni og fékk helmingurinn blöndu af lýsi eða omega-3-fitusýru og omega-6- fitusýru úr næturljósi, sem er planta af eyrarrósarætt. Hin fengu lyf- leysu að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Eftir þrjá mánuði kom í ljós, að þau börnin, sem fengu náttúrulegu fitusýrurnar, höfðu bætt sig verulega í náminu og í allri framkomu. Dregið hafði úr ofvirkni og skammtímaminni var betra. Þá hafði lestrargeta barnanna batnað og þá ekki síður sjálfsmynd þeirra. Lýsið betra en lyfin? London. | Verkamannaflokkurinn sigrar í þingkosningunum í Bret- landi samkvæmt þeim tölum sem lágu fyrir klukkan eitt í nótt að ís- lenzkum tíma. Þrátt fyrir verulegt fylgistap frá síðustu kosningum er sigur Tonys Blairs forsætisráð- herra sögulegur; aldrei áður hefur Verkamannaflokkurinn haldið um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Íhaldsflokkurinn bætir við sig fylgi og þingsætum, en þrátt fyrir fylgisaukningu Frjálslyndra demó- krata virðist sem þingmönnum þeirra fjölgi ekki í samræmi við það sem þeir vonuðust til. Samkvæmt útgönguspá sjón- varpsstöðvanna BBC og ITN, sem náði til tæplega 20.000 kjósenda, fær Verkamannaflokkurinn um 37% atkvæða og 356 þingsæti af 646, Íhaldsflokkurinn 33% atkvæða og 210 þingsæti og Frjálslyndi demókrataflokkurinn 22% atkvæða og 54 þingsæti. Samkvæmt þessu hafa íhaldsmenn aftur bætt við sig á lokaspretti kosningabaráttunnar, á kostnað Verkamannaflokksins. Í kosningunum árið 2001 fékk Verkamannaflokkurinn 41% at- kvæða og 412 þingsæti, íhaldsmenn 30% og 166 sæti og Frjálslyndir 18% atkvæða og 52 þingmenn í Westminster. Þegar úrslit lágu fyrir í 168 kjör- dæmum hafði Verkamannaflokkur- inn unnið 135 sæti, Íhaldsflokkur- inn 16 og Frjálslyndir 12. Í þessum kjördæmum hafði Verkamanna- flokkurinn tapað þingmönnum í fimm, íhaldsmenn höfðu bætt þremur við sig og Frjálslyndir ein- um. Verkamannaflokkurinn fær sam- kvæmt spá BBC kl. eitt í nótt 68 þingsæta meirihluta, en hafði 160 sæti umfram stjórnarandstöðuna á síðasta þingi. Lítill meirihluti eykur þrýsting á Blair Stjórnmálaskýrendur líta al- mennt svo á að ríkisstjórn Tonys Blairs muni lenda í vandræðum verði meirihlutinn minni en 50 sæti. Vinstrivængur flokksins geti þá stöðvað stjórnarfrumvörp. Stærð meirihlutans getur líka haft áhrif á hvenær Blair afhendir Gordon Brown fjármálaráðherra stjórnarforystuna. „Ef meirihlut- inn verður minni en 50 sæti eykst þrýstingurinn á Blair að segja af sér,“ sagði Patrick Dunleavy, pró- fessor í stjórnmálafræði við LSE, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Stuðningsmenn Browns vilja að Blair hætti sumarið 2007, þegar hann hefur setið í tíu ár. Hann situr varla lengur en til sum- ars 2008, en þá slagar forsætisráð- herratíð hans hátt upp í setu Mar- grétar Thatcher í embætti.“ Þriðji sigur Blairs  Þingmeirihluti Verkamannaflokksins minnkar verulega  Íhaldsflokk- urinn bætir við sig þingsætum  Vinstrimenn geta þvælzt fyrir Blair AP Blair og Cherie, kona hans, er þau komu í nótt til að hlýða á úrslit kosninganna í hans kjördæmi. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is  Kjördagur/Miðopna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.