Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.05.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rótað í tungumálinu á morgun  Sýning á verkum Dieters Roth gegnir lykilhlutverki á Listahátíð FRAMLÖG Íslands til Matvæla- hjálpar Sameinuðu þjóðana hafa auk- ist mikið það sem af er þessu ári sam- anborið við síðasta ár. Á síðasta ári lagði Ísland fram tæplega 5 milljónir króna, eða 75 þúsund bandaríkjadali, til Matvælahjálparinnar, sem eru um 16 krónur á hvern Íslending. Meðal- talsframlag annarra þjóða til Mat- vælahjálparinnar er um 2,5 banda- ríkjadalir, eða um 160 kr á hvern íbúa. Þetta var meðal þess sem var rætt þegar James Morris, framkvæmda- stjóri Matvælaaðstoðar SÞ, kom á fund utanríkismálanefndar í fyrradag ásamt sendinefnd, segir Sólveig Pét- ursdóttir, formaður nefndarinnar. „Við erum að taka mjög ákveðið á þessum málum og erum að auka verulega framlag til margvíslegra hjálparstarfa á næstu árum, meðal annars til þróunarsamvinnu, friðar- gæslunnar og fleira.“ Sólveig bendir á að framlag Íslands til Matvælahjálparinnar það sem af er þessu ári sé komið upp í tæpar 20 milljónir, eða 308 þúsund bandaríkja- dali, en þar er innifalið framlag vegna flóðbylgjunnar í Asíu á öðrum degi jóla í fyrra. Það þýðir að það sem af er þessu ári hefur um 67 krónum verið veitt til málefnisins fyrir hvern Ís- lending. Til þess að Ísland nái með- altalinu, 160 krónum á hvern íbúa, þyrfti íslenska ríkið að leggja tæpar 47 milljónir króna til Matvælahjálp- arinnar. Meðaltal Norðurlandanna er enn hærra, eða um 6 bandaríkjadalir, 370 krónur, á hvern íbúa. Þurfa 320 milljarða á ári „Fundurinn með Morris var fróð- legur, enda afar mikilvægt starf sem fólkið í þessari stofnun Sameinuðu þjóðana er að vinna í heiminum í dag. Hann kynnti í stuttu máli markmið og starfsemi stofnunarinnar. Mat- vælahjálpin er stærsta verkefni Sam- einuðu þjóðana og veitir ríflega 100 milljónum manna matvælaaðstoð í 80 löndum,“ segir Sólveig. Utanríkismálanefnd spurði Morris m.a. hver árleg fjárþörf Matvæla- hjálparinnar væri til að hægt væri að sinna öllum verkefnum, og segir Sól- veig að hann hafi metið hana um 5 milljarða bandaríkjadala, sem eru um 320 milljarðar króna. Stofnunin fær 2-3 milljarða bandaríkjadala árlega frá styrktaraðilum, og eru Bandarík- in stærsti styrktaraðilinn, þó að Norðurlöndin leggi til háa upphæð miðað við höfðatölu. Morris sagðist á fundinum afar þakklátur fyrir öll framlög, og sagði að auk fjárframlaga væri hægt að leggja fram sérþekkingu sem þjóðir búi að. Íslendingar væru þannig með mikla þekkingu á fiskveiðum og á sviði jarðvarma, sem væri hægt að nýta í starfi tengdu þróunarmálum í öðrum ríkjum. Ísland í 51. sæti Á vef Matvælaaðstoðarinnar, www.wfp.org, má sjá lista yfir þær upphæðir sem ríki hafa lagt til stofn- unarinnar. Sólveig segir það hafa vakið mikla athygli í utanríkismála- nefnd að nokkur þróunarríki eru ofar á listanum yfir heildarframlög á síð- asta ári en Ísland, sem er í 51. sæti fyrir árið 2004. Þar á meðal er Malawi í 20. sæti, Angóla í 27. sæti o.fl. Sólveig segir Morris hafa gefið þingmönnunum þá skýringu á því að þessi lönd leggi til fé, sem sé svo not- að í því landi, svo í raun séu þau að styrkja sjálf sig með þessari aðferð. Því sé ekki allt sem sýnist þegar listar af þessu tagi séu skoðaðir. Markmið og starfsemi Matvælahjálpar SÞ rædd á fundi framkvæmdastjórans með utanríkismálanefnd Veruleg aukning fram- laga til hjálparstarfa Morgunblaðið/Golli James Morris ræddi við utanríkismálanefnd á miðvikudag og er hér með Sólveigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FJÖLMARGIR listamenn koma fram á listahátíð sem haldin verður í Háteigskirkju á morgun undir yfirskrift- inni Opin kirkja. Tilefni þessa viðburðar er fjársöfnun fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum í orgelsjóð kirkjunnar. Að sögn séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sóknarprests, mun allt listafólkið sem kemur fram á hátíðinni gefa vinnu sína til að styrkja málefnið. Söngur, dansatriði og hljóðfæraleikur Listadagskráin stendur yfir frá kl. 14 til 18 og koma listamenn fram á hálftíma fresti. Meðal þeirra sem fram koma eru Stórsveit Nix Noltes, sem flytur austurevr- ópska og íslenska tónlist með búlgörsku ívafi, gítarleik- arinn Kristinn H. Árnason, nemendur í Ballettskóla Eddu Scheving, Ellen Kristjándsóttir söngkona og óp- erusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson. Undir lok dagskrárinnar mun Douglas Brotchie, org- anisti Háteigskirkju, spila fjöruga og fáheyrða ítalska tónlist á kórorgel krikjunnar. Kynnir á hátíðinni verður Einar Kárason rithöfundur. Hafa augastað á hljómfögru orgeli í barokkstíl Séra Helga Soffía segir að ekki hafi allir sem vilja njóta góðrar tónlistar efni á að borga sig inn á tónleika. „Við fórum því þá leið að biðja listamenn sem við þekkj- um að góðu einu, vegna samstarfs við okkur í kirkju- legum athöfnum, að gera okkur þann greiða að gefa okk- ur vinnu sína og koma fram svo við gætum haft ókeypis inn. Ef fólk vill síðan gefa til þessarar orgelsöfnunar er tekið við frjálsum framlögum,“ segir hún. Fjársöfnun fyrir nýju orgeli í Háteigskirkju hefur staðið yfir í fimm ár. Brýn þörf er á að fá nýtt orgel í kirkjuna og er að því stefnt að smíðað verði orgel í bar- okkstíl sem hefur mjög tæran og hreinan tón en fyr- irmynd þess er hljómfagurt orgel í Hagakyrkan í Gauta- borg, samkvæmt upplýsingum Helgu Soffíu. Að sögn hennar gerðu menn sér vonir um að geta afhent kirkj- unni nýtt orgel á þessu ári en í ár eru liðin 40 ár frá vígslu Háteigskirkju. Nú er orðið ljóst að af því getur ekki orðið á þessu ári en áfram verður unnið að söfnuninni og fyrr eða síðar verður orgelið smíðað fyrir kirkjuna. Dagur opinnar kirkju í Háteigskirkju á morgun Fjölbreytt listahátíð vegna söfnunar fyrir nýju orgeli Morgunblaðið/Eyþór Helga Soffía Konráðsdóttir prestur og Douglas A. Brotchie orgelleikari í Háteigskirkju. Allir þeir sem fram koma á listahátíð í kirkjunni gefa vinnu sína. FJALLAÐ verður um náttúru- vernd, þjóðgarða, útilíf og heilsu á norrænni ráðstefnu í Skafta- felli sem hefst í dag, föstudag og lýkur á morgun. Að henni standa norræna ráðherranefnd- in og umhverfisráðuneytið og eru fyrirlesarar frá Norðurlönd- unum, Lettlandi, Litháen, Kan- ada og Skotlandi. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra setur ráð- stefnuna að morgni föstudags og mun hún greina frá áformum stjórnvalda um stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs. Þá munu Ped- er Agger, prófessor í háskól- anum í Hróarskeldu, og Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, flytja fyrirlestra og framvindu og stöðu náttúruverndar. Af öðrum erindum má nefna að Roger Crofts, frá Alþjóða náttúru- verndarsamtökunum, fjallar um hvernig aðlaga má alþjóðlegar viðmiðunarreglur um náttúru- vernd að staðbundnum aðstæð- um og sænskur prófessor í íþróttum, Peter Schantz, fjallar um rannsóknir á áhrifum útilífs á heilsufar og vellíðan. Þá munu umræðuhópar taka til starfa og ýmsa þætti er tengjast náttúruvernd, útivist og heilsu og fjallað verður m.a. um áætlanir Dana um að koma á fót þjóðgörðum þar í landi. Norræn ráðstefna um náttúruvernd og þjóðgarða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.