Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 53 MENNING – auglýsingar 569 1111 Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 11. maí M verður dreift með laugardagsblaðinu í 60.000 eintökum laugardaginn 14maí Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra uppskrifta opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. M tímarit um mat og vín fyrir sælkera á öllum aldri ÞRÁTT fyrir hálfgerðan dumbung í hádeginu á miðvikudaginn ríkti vor í hjörtum fjölmargra áheyrenda á tón- leikum Bergþórs Pálssonar söngvara í Hafnarborg. Tónleikarnir báru yf- irskriftina Vorið kemur að hugga og á efnisskránni voru lög um vorið eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og fleiri. Fjölmargar glaðlegar landslags- myndir á veggjunum juku á nátt- úrustemninguna, en um þessar mundir stendur yfir sýning í Hafn- arborg þar sem líta má Íslands- myndir danskra og íslenskra mynd- listarmanna undanfarin 150 ár. Tvennt gerði tónleikana óvenju- lega. Í fyrsta lagi man ég ekki eftir öðrum eins fjölda á hádegistón- leikum; það var svo troðfullt að allar tónleikaskrár voru búnar þegar ég kom rétt fyrir tólf. Í öðru lagi var Bergþór svo pottþéttur í hlutverki sínu að maður dáðist að. Söngvarar kynna oft lögin sem þeir flytja, en gera það afar misjafnlega. Bergþór var einfaldlega frábær – enda skemmtikraftur af guðs náð – og allt sem hann sagði um lögin var áhuga- vert. Til dæmis nefndi hann að píanó- leikarinn, Antonia Havesi, hefði sagt sér að sér þætti íslenskar vögguvísur svo ógnandi. Sem er alveg rétt; sum- ar vögguvísur eru eins og útfar- arsálmar og engum heilvita manni dytti í hug að syngja slíka músík fyrir börnin sín. En Bergþór setti þetta í sögulegt samhengi; barnadauði var því miður skelfilega algengur fyrr á öldum og ekki að ástæðulausu að fólk óttaðist um börn sín og að það kæmi fram í vögguvísunum. Þessi mikli drungi er þó hálfgerð tímaskekkja í dag (ef ekki klisja) og má segja að það sé óþarfi af íslenskum nútíma- tónskáldum að semja Sofðu unga ást- in mín æ ofan í æ. Hvað um það, Bergþór söng öll lög- in afar vel, röddin var fókuseruð, tær og hrein og túlkunin var ávallt sann- færandi. Havesi stóð sig líka ágæt- lega og var mun fágaðri en þegar ég heyrði hana síðast. Gleðilegt vor! Morgunblaðið/EyþórAntonía Hevesi og Bergþór Pálsson. Vorstemning í Hafnarborg Jónas Sen TÓNLIST Hafnarborg Bergþór Pálsson og Antonia Havesi fluttu lög eftir ýmis tónskáld. Miðviku- dagur 4. maí. Söngtónleikar JÓN Páll Eyjólfsson gerir það ekki endasleppt við okkur. Eftir hina stór- kostlegu sýningu Stúdentaleikhúss- ins, Þú veist hvernig þetta er, fer hann norður og leiðir Leikklúbbinn Sögu sömu leið í átt að samfélagslegu ádeiluleikhúsi. Greinilegt er að sama aðferð hefur verið viðhöfð og útkom- an er önnur, nútímaleg, fyndin og flugbeitt pólitísk revía. Afrek Jóns Páls er stórt. Það er engin hefð fyrir svona leiksýningum á Íslandi. Hafi þær einhverntíma tíðk- ast, sem ég efast um, þá er það fyrir löngu síðan og öllum gleymt nema leiklistarsagnfræðingum og engin list er eins mikið í augnablikinu og þessi. Það er samtíminn sem verið er að öskra á, við erum bæði áhorfendur og viðfangsefni Davíðs Oddssonar – Súperstar. Það er hin stóra snilldin í þessum sýningum. Hér er nefnilega ekki bara kastað ódýr- um skítabombum að yf- irvöldum heima og heiman, heldur kastljós- inu líka beint að okkur. „Ég er ekki pólitísk, ég er bara kjósandi,“ segir einn leikarinn í sýning- unni og hinir samsinna brosandi. Við berum ábyrgð á ástandinu, við látum okkur tvískinn- ung stjórnmálamann- anna lynda, við tökum þátt í neysluæðinu, skuldafylleríinu og klámvæðingunni. Við erum meðal viljugra pyntingameistara í Írak. Á allt þetta er brugðið leifturljósi í kaldranalegu Útihúsinu á Akureyri þar sem Leik- klúbburinn Saga hefur hreiðrað um sig til að segja sannleikann. Þetta er fantavelgerð sýning á öll- um póstum. Þó svo leikhópurinn sé greinilega ekki hokinn af reynslu skil- ar hann erindi sínu skýrt og af krafti sannfæringarinnar. Og þegar atriðin kalla á innlifaðan tilfinningaleik þá er hann þarna líka, eins og stúlkurnar í súludanskeppni ófrískra sýndu á áhrifa- ríkan hátt. En þó öllum sé mikið niðri fyrir er grunntónninn kóm- ískur, þetta er jú revía og hlátrarsköllin voru mörg og innileg. Sýningin er full af snjöllum lausnum og skýrum hugmyndum. Atriðið með hinum óþolandi sjónvarps- stubbum var bæði skelfilegt og skelfilega fyndið og skírn- arathöfn nýbúa einfalt en algerlega afhjúp- andi um landlæga afstöðu til þeirra sem hingað koma. Svona mætti í sjálfu sér lengi telja, en nær væri að hvetja Eyfirðinga og aðra sem eiga leið um að koma við í Hafnarstrætinu og hlusta eftir því sem Leikklúbb- urinn Saga hefur fram að færa. Davíð Oddsson – Súperstar er afbragðsgóð sýning og Jón Páll Eyjólfsson er maður ársins í íslensku leikhúsi. Þegar við útskrifumst verður búið að selja allt Jón Páll Eyjólfsson LEIKLIST Leikklúbburinn Saga Höfundar: Leikstjóri og leikhópurinn. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Útihúsinu, Akureyri 1. maí 2005. Davíð Oddsson – Súperstar Þorgeir Tryggvason LISTAHÁTÍÐIN List án landa- mæra var sett í Iðnó í gær af Þor- valdi Þorsteinssyni, forseta Banda- lags íslenskra listamanna. Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt að vanda og er sérstök áhersla lögð á samvinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Listahátíðin fer fram í Reykjavík, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003 og stóð fram á mitt ár 2004. Á vegum hátíðarinnar voru tæplega sextíu viðburðir af fjölbreyttum toga. Í ár verður hátíðin styttri og mun hún standa til 13. maí. Að sögn aðstandenda verður eitthvað nýtt og spennandi að gerast á hverjum degi. Meðal viðburða má nefna: Félagar í skautafélaginu Birn- inum sýna skautaatriði við kvik- myndatónlist og verðlaunahafar frá Special Olympics sýna listir sínar. Tónlistarmenn frá Fjölmennt ásamt Blikandi stjörnum í Salnum. Ný-ung og fjöldi annarra lista- manna úr framhaldsskólum lands- ins sýna stuttmyndir í Háskólabíói. Perlan og sönghópurinn Blikandi stjörnur leika og syngja í samvinnu við atvinnuleikara og dansara. Myndlistarsýning Guðbjargar Láru Viðarsdóttur í Hinu húsinu. Opið verkstæði í Gerðubergi. Nanna Sigríður Baldursdóttir tekur á móti gestum. Aðstandendur Listar án landa- mæra eru: Átak, félag fólks með þroskahömlun, Fjölmennt, Sérsveit Hins hússins og Landssamtökin Þroskahjálp. List án landamæra hafin Morgunblaðið/Árni Torfason Bogomil Font spilaði og söng með M & M-dúettinum við opnunarathöfnina. VÍKINGAHRINGURINN opnar formlega Gallerý Galdur og rúnir á laugardaginn að Síðumúla 10 í Reykjavík. Þar verður boðið upp á list og fræðslu sem tengist fornri nor- rænni menningu. Starfar þar lista- maðurinn Haukur Halldórsson við listsköpun sína ásamt því að vera með sýningarsal. Í fyrstu verður boðið upp á myndir unnar af Hauki Halldórssyni. Hér má sérstaklega nefna verk tengd goða- fræðinni, ásamt myndum af galdra- stöfum frá miðöldum og jafnvel frá eldri tíma. Verk þessi eru unnin með hágæða litum og ýmist á pappír eða fínofinn striga (poly/cotton). Galleríið sérhæfir sig í norrænni goðafræði og eiga flest verkin upp- runa sinn að rekja til gömlu sagnanna og goðafræðinnar. Opið er alla virka daga frá kl 13-18 og eftir samkomulagi um helgar. Gallerý Galdur og rúnir opnað www.primrun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.