Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 53

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 53 MENNING – auglýsingar 569 1111 Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 11. maí M verður dreift með laugardagsblaðinu í 60.000 eintökum laugardaginn 14maí Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra uppskrifta opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. M tímarit um mat og vín fyrir sælkera á öllum aldri ÞRÁTT fyrir hálfgerðan dumbung í hádeginu á miðvikudaginn ríkti vor í hjörtum fjölmargra áheyrenda á tón- leikum Bergþórs Pálssonar söngvara í Hafnarborg. Tónleikarnir báru yf- irskriftina Vorið kemur að hugga og á efnisskránni voru lög um vorið eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og fleiri. Fjölmargar glaðlegar landslags- myndir á veggjunum juku á nátt- úrustemninguna, en um þessar mundir stendur yfir sýning í Hafn- arborg þar sem líta má Íslands- myndir danskra og íslenskra mynd- listarmanna undanfarin 150 ár. Tvennt gerði tónleikana óvenju- lega. Í fyrsta lagi man ég ekki eftir öðrum eins fjölda á hádegistón- leikum; það var svo troðfullt að allar tónleikaskrár voru búnar þegar ég kom rétt fyrir tólf. Í öðru lagi var Bergþór svo pottþéttur í hlutverki sínu að maður dáðist að. Söngvarar kynna oft lögin sem þeir flytja, en gera það afar misjafnlega. Bergþór var einfaldlega frábær – enda skemmtikraftur af guðs náð – og allt sem hann sagði um lögin var áhuga- vert. Til dæmis nefndi hann að píanó- leikarinn, Antonia Havesi, hefði sagt sér að sér þætti íslenskar vögguvísur svo ógnandi. Sem er alveg rétt; sum- ar vögguvísur eru eins og útfar- arsálmar og engum heilvita manni dytti í hug að syngja slíka músík fyrir börnin sín. En Bergþór setti þetta í sögulegt samhengi; barnadauði var því miður skelfilega algengur fyrr á öldum og ekki að ástæðulausu að fólk óttaðist um börn sín og að það kæmi fram í vögguvísunum. Þessi mikli drungi er þó hálfgerð tímaskekkja í dag (ef ekki klisja) og má segja að það sé óþarfi af íslenskum nútíma- tónskáldum að semja Sofðu unga ást- in mín æ ofan í æ. Hvað um það, Bergþór söng öll lög- in afar vel, röddin var fókuseruð, tær og hrein og túlkunin var ávallt sann- færandi. Havesi stóð sig líka ágæt- lega og var mun fágaðri en þegar ég heyrði hana síðast. Gleðilegt vor! Morgunblaðið/EyþórAntonía Hevesi og Bergþór Pálsson. Vorstemning í Hafnarborg Jónas Sen TÓNLIST Hafnarborg Bergþór Pálsson og Antonia Havesi fluttu lög eftir ýmis tónskáld. Miðviku- dagur 4. maí. Söngtónleikar JÓN Páll Eyjólfsson gerir það ekki endasleppt við okkur. Eftir hina stór- kostlegu sýningu Stúdentaleikhúss- ins, Þú veist hvernig þetta er, fer hann norður og leiðir Leikklúbbinn Sögu sömu leið í átt að samfélagslegu ádeiluleikhúsi. Greinilegt er að sama aðferð hefur verið viðhöfð og útkom- an er önnur, nútímaleg, fyndin og flugbeitt pólitísk revía. Afrek Jóns Páls er stórt. Það er engin hefð fyrir svona leiksýningum á Íslandi. Hafi þær einhverntíma tíðk- ast, sem ég efast um, þá er það fyrir löngu síðan og öllum gleymt nema leiklistarsagnfræðingum og engin list er eins mikið í augnablikinu og þessi. Það er samtíminn sem verið er að öskra á, við erum bæði áhorfendur og viðfangsefni Davíðs Oddssonar – Súperstar. Það er hin stóra snilldin í þessum sýningum. Hér er nefnilega ekki bara kastað ódýr- um skítabombum að yf- irvöldum heima og heiman, heldur kastljós- inu líka beint að okkur. „Ég er ekki pólitísk, ég er bara kjósandi,“ segir einn leikarinn í sýning- unni og hinir samsinna brosandi. Við berum ábyrgð á ástandinu, við látum okkur tvískinn- ung stjórnmálamann- anna lynda, við tökum þátt í neysluæðinu, skuldafylleríinu og klámvæðingunni. Við erum meðal viljugra pyntingameistara í Írak. Á allt þetta er brugðið leifturljósi í kaldranalegu Útihúsinu á Akureyri þar sem Leik- klúbburinn Saga hefur hreiðrað um sig til að segja sannleikann. Þetta er fantavelgerð sýning á öll- um póstum. Þó svo leikhópurinn sé greinilega ekki hokinn af reynslu skil- ar hann erindi sínu skýrt og af krafti sannfæringarinnar. Og þegar atriðin kalla á innlifaðan tilfinningaleik þá er hann þarna líka, eins og stúlkurnar í súludanskeppni ófrískra sýndu á áhrifa- ríkan hátt. En þó öllum sé mikið niðri fyrir er grunntónninn kóm- ískur, þetta er jú revía og hlátrarsköllin voru mörg og innileg. Sýningin er full af snjöllum lausnum og skýrum hugmyndum. Atriðið með hinum óþolandi sjónvarps- stubbum var bæði skelfilegt og skelfilega fyndið og skírn- arathöfn nýbúa einfalt en algerlega afhjúp- andi um landlæga afstöðu til þeirra sem hingað koma. Svona mætti í sjálfu sér lengi telja, en nær væri að hvetja Eyfirðinga og aðra sem eiga leið um að koma við í Hafnarstrætinu og hlusta eftir því sem Leikklúbb- urinn Saga hefur fram að færa. Davíð Oddsson – Súperstar er afbragðsgóð sýning og Jón Páll Eyjólfsson er maður ársins í íslensku leikhúsi. Þegar við útskrifumst verður búið að selja allt Jón Páll Eyjólfsson LEIKLIST Leikklúbburinn Saga Höfundar: Leikstjóri og leikhópurinn. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Útihúsinu, Akureyri 1. maí 2005. Davíð Oddsson – Súperstar Þorgeir Tryggvason LISTAHÁTÍÐIN List án landa- mæra var sett í Iðnó í gær af Þor- valdi Þorsteinssyni, forseta Banda- lags íslenskra listamanna. Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt að vanda og er sérstök áhersla lögð á samvinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Listahátíðin fer fram í Reykjavík, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003 og stóð fram á mitt ár 2004. Á vegum hátíðarinnar voru tæplega sextíu viðburðir af fjölbreyttum toga. Í ár verður hátíðin styttri og mun hún standa til 13. maí. Að sögn aðstandenda verður eitthvað nýtt og spennandi að gerast á hverjum degi. Meðal viðburða má nefna: Félagar í skautafélaginu Birn- inum sýna skautaatriði við kvik- myndatónlist og verðlaunahafar frá Special Olympics sýna listir sínar. Tónlistarmenn frá Fjölmennt ásamt Blikandi stjörnum í Salnum. Ný-ung og fjöldi annarra lista- manna úr framhaldsskólum lands- ins sýna stuttmyndir í Háskólabíói. Perlan og sönghópurinn Blikandi stjörnur leika og syngja í samvinnu við atvinnuleikara og dansara. Myndlistarsýning Guðbjargar Láru Viðarsdóttur í Hinu húsinu. Opið verkstæði í Gerðubergi. Nanna Sigríður Baldursdóttir tekur á móti gestum. Aðstandendur Listar án landa- mæra eru: Átak, félag fólks með þroskahömlun, Fjölmennt, Sérsveit Hins hússins og Landssamtökin Þroskahjálp. List án landamæra hafin Morgunblaðið/Árni Torfason Bogomil Font spilaði og söng með M & M-dúettinum við opnunarathöfnina. VÍKINGAHRINGURINN opnar formlega Gallerý Galdur og rúnir á laugardaginn að Síðumúla 10 í Reykjavík. Þar verður boðið upp á list og fræðslu sem tengist fornri nor- rænni menningu. Starfar þar lista- maðurinn Haukur Halldórsson við listsköpun sína ásamt því að vera með sýningarsal. Í fyrstu verður boðið upp á myndir unnar af Hauki Halldórssyni. Hér má sérstaklega nefna verk tengd goða- fræðinni, ásamt myndum af galdra- stöfum frá miðöldum og jafnvel frá eldri tíma. Verk þessi eru unnin með hágæða litum og ýmist á pappír eða fínofinn striga (poly/cotton). Galleríið sérhæfir sig í norrænni goðafræði og eiga flest verkin upp- runa sinn að rekja til gömlu sagnanna og goðafræðinnar. Opið er alla virka daga frá kl 13-18 og eftir samkomulagi um helgar. Gallerý Galdur og rúnir opnað www.primrun.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.