Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 4

Morgunblaðið - 06.05.2005, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YAMAHA 2005 ÁRGERÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 27 95 2 5 /2 00 5 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 www.yamaha.is Cycle World Magazine hefur þetta um Fazer hjólið að segja: Fyrir þá lengra komnu sem eru að leita að hjóli sem fer allt, þá er ekkert annað val. Komdu, kynntu þér málið og njóttu þeirrar upplifunar að reynsluaka Fazer. Fazer Verð frá 867.000 kr. Dýrið gengur laust GUÐBRANDSBIBLÍA fór á tvær milljónir króna á listmunauppboði Gallerís Foldar í gærkveldi og var dýrasti munurinn á uppboðinu. Tryggvi Friðriksson, uppboðs- haldari, sagði að margir hefðu sýnt áhuga á að kaupa biblíuna og margir verið um hituna framan af, en fyrstu boð voru vel innan við eina milljón króna. Fjöldi annarra muna var í boði á uppboðinu, en alls var um að ræða 124 númer. Auk Guðbrandsbiblíu fór málverk eftir Þórarin B. Þor- láksson á 1.300 þúsund kr. og verk eftir Jóhann Briem á 1.100 þúsund kr. svo dæmi séu tekin. Listmunauppboð Foldar eru gjarnan 3-4 á hverju ári og var húsfyllir á uppboðinu í gærkveldi sem haldið var í Súlnasal Hótels Sögu. Guðbrandsbiblía á 2 milljónir UNGT fólk mun í dag kl. 17 sýna samstöðu gegn ofbeldi á Ingólfs- torgi með því að gefa ofbeldi rauða spjaldið, en skammt er síð- an svipuð athöfn var haldin á Ak- ureyri. Þórný Linda Haraldsdóttir, einn af forsvarsmönnum Birt- ingar – Samtaka ungs fólks sem standa fyrir samstöðufundinum í dag, segir að segja megi að kveikjan að fundinum hafi verið óhugnanlegir atburðir sem gerð- ist í Akureyrarbæ. „Þó er fundinum beint gegn öllu ofbeldi, heimilisofbeldi, of- beldi gegn körlum, konum og börnum,“ segir Þórný, en unga fólkið vinnur nú að því að stofna félag sem mun beita sér fyrir samfélagsbótum. Á samkomunni í dag munu Hjálmar og KK spila og höfð verður þriggja mínútna þögn eins og á Akureyri. „Við vonum að fólk komi,“ segir Þórný. „Þetta gekk vel á Akureyri og fólk var ánægt með þetta, svo við vonum að fólk taki við sér og komi á Ing- ólfstorg. Ég býst við að sjá mjög marga og við vonum það. Við vilj- um fá fólk til að standa saman gegn þessu. Með samstöðu er allt hægt.“ Ofbeldið fær rauða spjaldið á Ingólfs- torgi MIKIL ánægja var meðal gesta á tónleikum hljómsveitarinnar Shad- ows í Kaplakrika í gærkvöldi. Þótti hljómsveitin leika gríðarvel og á ör- lítið ólíkum forsendum frá því fyrir 20 árum þegar hún hélt ferna tón- leika á Broadway. Mikill fjöldi var saman kominn á tónleikunum en allt fór vel fram. „Framkoman og gítarleikurinn eru hreint út sagt ótrúleg“ Feðgarnir Ragnar Árni Ágústs- son og Ágúst Ragnarsson kváðust kunna vel að meta tónlist Shadows. „Þegar Ragnar byrjaði að spila á gítar, Fender Stratocaster, þá sagði ég honum að Hank Marvin hefði gert þetta hljóðfæri frægt,“ segir Ágúst. „Þá spurðu þeir: „Hank hver?“ Ég sagði þeim þá að fletta Hank Marvin upp á netinu og þá fengu þeir þúsundir síðna upp.“ Ragnar Árni var einnig hrifinn af lögum Shadows og sérstaklega þar sem kassagítarinn var í aðal- hlutverki og spænsk áhrif voru í al- gleymingi. „Gítarleikurinn er fínn hjá Mar- vin og ef maður hlustar á Bítlana sér maður að Shadows hafa haft einhver áhrif á þá.“ Ágúst sagði hljómsveitina ekki hafa elst neitt. „Framkoman og gít- arleikurinn eru hreint út sagt ótrú- leg.“ Eins og lyftumúsík Þau Björgvin Halldórsson, Guð- mundur Pétursson, Gunnlaug Þor- valdsdóttir og Rúnar Júlíusson stóðu úti og skeggræddu tón- leikana í hléinu. Bar þeim saman um að afar gaman væri á tónleik- unum og stemmningin væri frábær. „Þetta er nú dálítið fyrir mína tíð en það er gaman að þessu,“ sagði Gunnlaug og svaraði þá Guð- mundur því til að þetta væri nú líka örlítið fyrir hans tíð. „En þú ert bara svo gamall í þér,“ svaraði Gunnlaug hlæjandi. Guðmundur segir frábært að fá að heyra þennan gítarleik í raun- veruleikanum. „Ég gerði mér eng- ar væntingar um þetta og ég er mjög ánægður.“ Rúnar segir Shadows sígilda. „Mér finnst stundum eins ég sé staddur í lyftu eða verslunarmið- stöð,“ segir Rúnar. „Þessi músík er svo afslöppuð og fín.“ Björgvin tók undir ánægju félaga sinna. „Þetta er reglulega skemmti- legt. Þó húsið sé ekki beint tón- leikahús, þá heldur tónlistin þessu á floti. Shadows eru náttúrulega bara hetjur. Þeir byggja sína tónlist á brimbrettatónlistinni gömlu og færðu hana til Evrópu, sem er alveg æðislegt.“ Ekki fékkst leyfi til ljós- myndatöku á tónleikunum þar sem hljómsveitarmeðlimir lögðu blátt bann við myndatökum á meðan á þeim stóð. „Shadows eru náttúru- lega bara hetjur“ Morgunblaðið/Árni Torfason Björgvin Halldórsson, Guðmundur Pétursson, Gunnlaug Þorvaldsdóttir og Rúnar Júlíusson voru sammála um ágæti Shadows. Ragnar Árni Ágústsson og Ágúst Ragnarsson áttu saman notalega feðgastund á tónleikunum. hvað er ekki eins og það á að vera,“ segir Andreasen og bætir við að nú séu miklu meiri líkur en áður á að svona aðgerð heppnist og tönnin grói eðlilega. Andreasen segir að það sé í raun ekki ný þekking að hægt sé að koma tönnum fyrir enda hafi tannlækn- ar flutt tennur til í munni fyrir hundruðum ára. Hins vegar sé verið að rannsaka hvernig mögulegt er að bjarga tönn ef langur tími líður þar til leitað er til tannlæknis. Ekki er vitað hversu margir leita til tannlækna á ári hverju hér á landi eftir að hafa orðið fyrir höggi með þeim afleiðingum að tönn dettur úr eða brotnar en Andreasen segir að í Danmörku séu þeir í kring- um fimmtíu þúsund. „Það er um 1% þjóðarinnar og ekki ólíklegt að hlutfallið sé svipað á Íslandi. Í flest- TÖNN sem dettur úr munni vegna andlitsáverka má koma aftur fyrir þannig að hún grói eðlilega ef brugðist er við á réttan hátt. Tannlæknir getur bjargað tönninni klukkutíma síðar og jafnvel eftir 5–6 klukkutíma sé tönnin geymd í mjólk eða í salt- vatni. „Öfugt við það sem margir halda er eiginlega mikilvægara að fara með tönnina á slysavarðstof- una en barnið,“ segir dr. Jens O. Andreasen frá Danmörku en börn eru í miklum meirihluta þeirra sem lenda í óhöppum með þeim afleiðingum að tönn brotnar eða dettur úr. Andreasen er staddur hér á landi í tengslum við alþjóðlegt þing um áverka á tennur sem hófst á Nordica hóteli í gær og lýkur á morgun. Hann er einn þekktasti sérfræðingur á sviði tannáverka í heiminum en tannlæknar frá um þrjá- tíu þjóðum sitja ráðstefnuna. Ásgeir Sigurðsson, tannlæknir og sérfræðingur í tannholsfræðum, segir að í kringum 1960–1970 hafi tönnum sem duttu úr yfirleitt verið hent enda hafði reynslan sýnt að tennur sem komið var fyrir losn- uðu gjarnan nokkrum mánuðum eða árum síðar. „Andreasen, ásamt fleirum, sýndi hins vegar fram á að það er hægt að koma tönn fyrir aftur ef það er gert nógu fljótt,“ segir Ásgeir. Tönn getur verið skemmd að innan en litið vel út að utan Andreasen segir að það helsta sem er verið að skoða í dag sé hvernig mögulegt sé að fá tannkvik- una til að gróa en hún er inni í tönninni. „Tönnin getur litið mjög vel út að utan en verið skemmd að innan. Í dag sjáum við betur og betur hvort tönnin grær rétt eða ekki og getum því brugðist við ef eitt- um tilfellum eru þetta börn og langoftast finnst tönnin,“ segir Andreasen og bendir á að það verði fleiri svona slys í borg en í sveit. Andreasen segir að það sé hægt að bjarga tönn- um sem brotna með því að líma þær saman. Það sé alltaf fýsilegri kostur en að nota gerviefni til upp- fyllingar. Að sögn Ásgeirs eru Íslendingar síst eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að tannlækningum enda séu íslenskir tannlæknar vel menntaðir. „Við stöndum virkilega vel miðað við margar aðrar þjóð- ir. Á þessari ráðstefnu eru 30–40 íslenskir tann- læknar en hér er mest verið að fjalla um þá þekk- ingu sem er fyrir hendi og svo hvað þurfi að rannsaka betur,“ segir Ásgeir. Á UPPLÝSINGAPLAKATI sem Tannvernd- arráð gaf út í fyrra undir yfirskriftinni Skyndi- hjálp við tannáverka kemur fram að detti full- orðinstönn alveg úr munni eigi að skola hana og reyna svo að setja hana aftur í holuna. Ef það gengur ekki á að setja hana í mjólk eða í saltvatn en þriðji möguleikinn er að geyma hana í munn- inum, milli kinnar og tanna. Helga Ágústsdóttir, tannlæknir, segir mik- ilvægt að leita strax til tannlæknis frekar en að fara á bráðamóttökuna. Þar séu tannlæknar oft ekki til taks og það geti tekið nokkurn tíma að kalla þá út en þegar komi að tannáverkum skipti tíminn miklu máli. Tannlæknar geta bjargað tönninni þótt allt að sex klukkutímar séu liðnir, ef rétt er farið með hana. Mjólk getur verið bjargvættur brotinna eða lausra tanna Tannlæknar frá 30 löndum taka þátt í ráðstefnu um tannáverka Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Dr. Jens O. Andreasen er einn þekktasti sér- fræðingur á sviði tannáverka í heiminum. Ef tönn dettur úr á að setja hana aftur í holuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.